Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 19 ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Sölur á innlendum fiskmörkuðum Jan.- júní 1994 og '95 30 — Meðalverð jan-júní ’94 43 kr./kg --------------- 9n_ Meðalverð jan-júní’95 60 kr./kg _________________ Breyting ’94-’95 +41% 10i----------1--------1— -------1---------1--------r JAN. FEB. MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ 501 i i i i r JAN. FEB. MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ 30— Meðalverð jan-júní’94 48 kr./kg------------------ 9fi__ Meðalverð jan-júní ’95 62 kr./kg ______________ Breyting ’94-’95 +31% 10 i---------r---------1---------1--------r---------r JAN. FEB. MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ Lítið framboð á fiski veldur hækkandi verði Hart barizt um fiskinn á innlendu mörkuðunum TAKMARKAÐ framboð á fiski er helzta skýringin á háu fiskverði hérlendis, til dæmis á fiskmörkuð- um, á sama tíma og afurðaverð fer lækkandi. Lækkun afurðaverðs er fyrst og fremst tilkomin vegna lækkandi gengis dollars og punds og er hráefnisverð í vinnslunni nú komið upp í 62% af kostnaði við vinnsluna. Halldór Arnason, fram- kvæmdastjóri Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði segir að útgerð- in og sjómenn séu að „blóðmjólka" fiskvinnsluna og allir viti hveijar afleiðingar þess verði, vinnslunni blæði út. Svavar Svavarsson, framleiðlsustjóri Granda hf., segir að mörg fyrirtæki séu bundin af viðskiptasamningum og séu neydd til að kaupa fiskinn á háu verði til að geta staðið við skuldbinding- ar sínar. „ÞAÐ er svo einfalt með verð á fiski eins og öðru, að framboð og eftirspurn ræður ferðinni. Nú er framboðið lítið og eftirspurnin mikil og því er fiskvinnslan að greiða hærra verð fyrir fiskinn, en hún þolir í raun og veru. Hitt er svo líka staðreynd, að útgerðin er að blóðmjólka kúna með þessu háa fiskverði og allir vita hver endalokin verða með þeim hætti. Kýrin hættir að mjólka, fiskvinnsl- unni blæðir út. Dugir ekki að hætta Önnur staðreynd er að fyrir fiskvinnsluna er einhver framlegð betri en enginn. Ekki dugir að hætta hreinlega að kaupa fiskinn, því fyrirtækin þurfa eftir sem áður að greiða fastan kostnað og borga af lánum. Einnig vilja menn hugsanlega leggja töluvert á sig til að halda góðu starfsfólki. Lík- lega eru þetta helztu skýringarnar á því að menn bítast svo fast um hráefnið. Á hinn bóginn eru sjómenn, margir hveijjr, ekkert of sælir af hlut sínum. Áður fyrr var fiskverð miklu lægra en nú, en afli miklu meiri og á því byggðist afkoma sjómanna. Laun þeirra byggjast í raun á margfeldi af magni og verði,“ segir Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði. „Meginskýringin á því að verð fer hækkandi á fiskmörkuðum á sama tíma og afurðaverð fer lækk- andi, er mjög takmarkað framboð á fiski. Aflakvótar hafa verið skornir niður og því er minna af fiski á mörkuðunum. Fyrirtækin eru að kaupa fiskinn á þessu háa verði til að hafa verkefni, en vinnsla á svo dýru hráefni skilar minna en engu. Menn verða að vega og meta það, hvort betra sé að stoppa eða halda áfram með þessum hætti. í einhveijum tilfellum geta menn ekki hætt vinnslunni vegna þess að þeir eru bundnir af við- skiptasamningum og eins vilja margir halda í gott starfsfólk. í einstaka tilfellum geta einhverjir verkendur, sem eru að vinna á háu afurðaverði, haldið uppi háu fiskverði á mörkuðunum, en það er sjaldgæft og því ólíkleg skýring á háu fiskverði. Líklegasta skýr- ingin er auðvitað sú að það er hart barizt um það takmarkaða magn, sem í boði er,“ segir Sva- var Svavarsson, vinnslustjóri hjá Granda hf. um fiskveiðisögu Málþing HÓPUR sagnfræðinga frá ís- landi, Danmörku, Noregi, Færeyj- um, Svíþjóð, Bretlandi, Hollandi og Kanada vinnur nú að undir- búningi að ritun fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs. Norræni menningarsjóðurinn veitti fé til undirbúningsvinnunnar og kemur hópurinn saman til málþings, sem haldið verður í Vestmannaeyjum dagana 27.-30. júlí næstkom- andi. Þar verða fluttir fyrirlestrar um ýmis efni úr fiskveiðisögu Norður- Atlantshafs í aldanna rás og lagð- ar fram rannsóknarskýrslur, auk þess sem lagt verður á ráðin um skipulagningu verksins. Áætlað er að ritun fiskveiðisög- unnar taki a.m.k. fimm ár og er hér um að ræða eitt stærsta sam- vinnuverkefni, sem fræðimenn frá ofangreindum löndum hafa tekið höndum saman um. Á föstudag munu þátttakendur í málþinginu sitja hádegisverðarboð Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra og á laugardagskvöld býður bæjarstjórn Vestmannaeyja til kvöldverðar. Málþingið er lokað. Þátttakendur eru alls 17, þ.á m. ýmsir þekktir fræðimenn, og hafa allir fengist við rannsóknir á sögu fiskveiða og sjávarútvegs í heima- löndum sínum. Noregur krefst upplýsinga um leynileg- ar samþykktir ESB um túlkun tilskipana EFTA-ríkin verða að fylgja bók- staf reglnanna NORSK stjórnvöld hafa krafizt upplýsinga frá ráðherraráði Evr- ópusambandsins um leynilegar samþykktir aðildarríkja ESB og framkvæmdastjórnar sambandsins um túlkun eða „skilning" á einstök- um tilskipunum ráðherraráðsins. Norðmenn telja að í þessum sam- þykktum felist oft undanþágur frá reglunum. Upplýsingar um þessar samþykktir fylgja hins vegar ekki tilskipunum, sem EFTA-ríkin fá til umfjöllunar og taka á upp í samn- inginn um Evrópskt efnahagssvæði. Eivinn Berg, sendiherra Noregs í Brussel, tók málið upp á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar í vikunni. Norðmenn krefjast svara frá ráðherraráðinu ásamt skýrslu um málið. Haft er eftir Berg í Aftenposten að vitneskja um túlkun á tilskipun- unum skipti Noreg miklu máli, þeg- ar þær öðlist gildi þar í landi. Sendi- herrann leggur áherzlu á að það þjóni hagsmunum bæði EFTA og ESB að EFTA fái upplýsingar um samþykktir, sem tengist tilskipun- um, þannig að hægt sé að tryggja samræmda framkvæmd þeirra á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Að sögn Bergs lýsti fulltrúi fram- kvæmdastjórnarinnar á fundi EES- nefndarinnar því yfir að samþykkt- irnar væru marklausar að lögum og Evrópudómstóllinn tæki ekki til- lit til þeirra við túlkun á tilskipun- um. Þá vikju þessar túlkanir yfir- leitt ekki langt frá Iagatextanum. EFTA-ríkin hafa ekki áhrif á samþykktirnar Norðmenn eru engu að síður þeirrar skoðunar að þetta háttalag Evrópusambandsins spilli fýrir EES-samstarfinu, þar sem sam- þykktirnar séu gerðar á vettvangi, þar sem EFTA-ríkin hafa engin áhrif. Aftenposten segir í harðorð- um leiðara að nú sé það undarlega ástand komið upp, að Noregur, Is- land og Liechtenstein verði að fara eftir bókstaf ESB-reglna, en ESB- ríkin fylgi „mýkri“ túlkun. „Við lög- um okkur enn betur að reglum ESB en ESB sjálft!“ skrifar blaðið. Hagfræðingririnn Paul Krugman EMU leysir engan vanda BANDARÍSKI hagfræðingurinn Paul Krugman er.þeirrar skoðun- ar að Svíum muni ekki takast að ná niður atvinnuleysi á það lága stig sem einkenndi efnahagslíf landsins áratugum saman. Krug- man hefur löngum verið sá hag- fræðingur, sem sænskir jafn- aðarmenn hafa haft í mestum metum, og lét hann þessi um- mæli falla á efna- hagsþingi sem Jafnaðarmanna- flokkurinn hélt í Visby í vikunni. Krugman lagði í erindi sem hann flutti í Visby til að allsheijarkjarasamn- ingar yrðu afnumdir og að dregið yrði úr atvinnuöryggi, til að reyna að draga úr atvinnuleysi. Krugman gagnrýndi einnig harðlega áform Evrópusam- bandsins um Myntbandalag Evr- ópu (EMU) en i þeim felst að komið verði á sameiginlegum gjaldmiðli og seðlabanka. „EMU mun ekki leysa vand- ann. Það gæti þvert á móti orðið til að auka hann,“ sagði Krugman og benti á að ríki er gerðust aðil- ar að EMU væru þá jafnframt að afsala sér réttinum til að fram- fylgja sjálfstæðri efnahagsstefnu til að koma í veg fyrir efnahags- legan samdrátt. Myntbandalag myndi hafa í för með sér að efnahagskreppu í hluta Evrópu væri ekki hægt að mæta með að- gerðum á borð við gengisfell- ingu heldur væri hætta á að at- vinnuleysi ykist. Krugman er prófessor við Stanford-háskóla í Kaliforníu og telst vera vinstri-fijálslyndur í Bandaríkjunum. Göran Persson, fjármálaráð- herra Svíþjóðar, sagði ræðu Krugmans hafa verið „athyglis- verða" þrátt fyrir að margar staðhæfingar hans gengu þvert á stefnu Jafnaðarmannaflokks- ins. Atvinnuleysi í Vestur-Evrópu hefur tvöfaldast á undanförnum tveimur áratugum en nánast staðið í stað í Bandaríkjunum á sama tíma. Launamunur hefur hins vegar aukist á sama tíma. Marokkó end-. urnýjar aðildar- umsókn • JACQUES Chirac, forseti Frakklands, heimsótti Marokkó fyrr í vikunni. I boði, sem haldið var til heiðurs forsetanum, lýsti Hassan konungur því yfir að Marokkó hygðist endurnýja um- sókn sína um fulla aðild að Evr- ópusambandinu og bað Chirac um stuðning. Forsetinn svaraði beiðninni ekki í ræðu sinni, held- ur hélt sig við skrifaða ræðu, þar sem hann lofaði stuðningi Frakka við aukaaðildarsamning Marokkó við ESB. Frakkar hafa mælt með gerð slíkra samninga við Miðjarðarhafsríkin til þess að ýta undir frið og stöðugleika á svæðinu. Túnis undirritaði fyrsta samninginn af þessu tagi fyrr í vikunni. • RAUF Denktash, Ieiðtogi lýð- veldis tyrkneskumælandi Kýp- urbúa, segir að ákveði stjórn grískumælandi eyjarskeggja ein- liliða að ganga í Evrópusamband- ið, muni tyrkneski hlutinn sam- einast Tyrklandi. Stjórnin í Ni- kósíu vonast til þess að geta haf- ið samninga um ESB-aðild árið 1997 eða 1998. Aðeins stjórn Tyrklands hefur viðurkennt lýð- veldi tyrkneskumælandi Kýp- urbúa, en það er varið af tyrk- nesku herliði, sem gerði innrás á eyna fyrir réttu 21 ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.