Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 22. JÚLÍ 1995 23 sveit 20. október árið 1895. Yerkið afhjúpaði rithöfundurinn Jón Óskar, sem m.a. hefur skrifað bók um Sölva sem ber yfirskriftina Sölvi Helgason - listamaður á hrakningi. Jón segir að sonur sinn hafí átt frumkvæðið að gerð styttunnar og síst vilji hann hindra menn ef þeir hafi vilja. Það sé stórhættulegt. „Sölvi kom upp í hugann þegar við vorum að ræða um það í vetur að útbúa veitingastað, en hann er eini listamaðurinn, sem hefur bæði fæðst og dáið í sveitinni. Ég fór að kynna mér Sölva svolítið og komst þá að því að í ár eru liðin 100 ár frá dánar- dægri hans. Af því tilefni fannst mér tilvalið að minnast hans á einhvern hátt. Þá vaknaði sú hugmynd að reisa Sölva minnisvarða og í því sam- bandi fannst mér ekkert óeðlilegt að leita til styrktaraðila við það verk- efni eitt og sér. Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð og vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem styrktu gerð þessa listaverks. Það er gott til þess að vita hversu mörg íslensk fyrirtæki eru opin fyrir því að styðja listir í þessu landi,“ segir Ólafur. Hátt í þrjátíu myndir eftir Sölva verða til sýnis á Sölva-bar það sem eftir lifir sumars, en síðan er hug- myndin að bjóða öðrum listamönnum að setja upp sýningar í húsnæðinu. „Þar með geta gestir okkar bæði borðað hér og drukkið í sig myndir Sölva í leiðinni.“ Sömuleiðis eru uppi hugmyndir um að tileinka Sölva ár- vissan atburð, sem hér færi fram, t.d. golfmót á fæðingardegi hans, en í Lónkoti hefur verið hannaður níu holu verðandi keppnisgolfvöllur. Völlinn hannaði Geir Svansson. Náttúrubörn Þeir feðgar hafa skipt með sér verkum þannig að Jón hefur séð um innanhússarkitektúr en Óli um utan- hússarkitektúr. „Við erum ekkert alltaf sammála, en komumst alltaf að niðurstöðu og erum góðir í því að gagnrýna verk hvor annars á já- kvæðan og uppbyggilegan hátt. Við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina, erum ekki bara faðir og son- ur, heldur líka vinir og félagar. Lón- kot býr yfir afar sérstakri náttúru, sem hefur lag á því að ná miklu meira út úr mér en ég út úr henni. Eftir því sem kotið hefur fríkkað, hef ég bæði rýrnað og ljókkað að sama skapi. Þetta er víst staðreynd. Ég hef séð þetta á myndum. Ég er hinsvegár ríkari en áður að einu leyti. Ég verð alltaf hamingjusamari hér með hveiju árinu sem líður,“ segir Jón. Óhætt er að segja að landslags- hagyrðingurinn hafi fengið að blómstra í sveitinni, enda hafa marg- ar góðar hugmyndir fæðst og ófáar klukkustundimar hafa farið í fram- kvæmdir. „Mín ástríða á þessum stað er að fegra og bæta, skapa og yrkja í umhverfið. Ég hef alltaf haft gam- an af byggingarlist," segir Ólafur og dregur fram ljósmyndir frá fyrri tíð sem sýnir hann barn að alclri við mikla snjókastalabyggingu. „Ég gat hinsvegar ekki farið að sinna um- hverfínu neitt að ráði fyrr en búið var að taka húsin í gegn að innan, því aðkoman var hrikaleg. Síðan að sást fyrir endann á því verki hef ég getað sinnt náttúrubaminu í mér. Ég er fyrst og fremst jarðyrkjumað- ur í eðli mínu, ekki veiðimaður. Það er þessi sköpunarárátta, sem fær enga útrás í veiðimennsku og ég hef líka alltaf verið fremur lítið fyrir skepnur." í fyrravor tók Ólafur sig til og byggði myndarlegan gosbrunn á hlað- inu, en undir hann fóru ein 25 bíl- hlöss af gijóti. Sömuleiðis datt honum í hug skemmtileg lausn fyrir grillað- stöðu, sem nú er orðin að veruleika í túnfætinum, en þar sem að jörðin er ansi flöt og skjóllítil gróf hann gryfju fyrir grilláhugamenn niður í túnið svo þeir fengju skjól fyrir öllum áttum. „í gryfjunni geta golfarar því endað í tíundu holunni eftir að hafa leikið hinar níu,“ segir óli. í Lónkoti hefur heimafólk alltaf nægan tíma fyrir ferðamanninn og það hafa gestir þeirra kunnað að meta. Sérstaklega hafa útlendingar lýst ánægju sinni með þessa persónu- legu þjónustu, sem sveitadvölin býð- ur upp á, og hafa þeir haft það á orði að slík þjónusta byðist ekki á fínustu hótelum. AÐSENDAR GREINAR Ballett um saltfísk Vinna og vatn flutt úr landi í SUÐVESTUR-Frakklandi rekur SÍF fiskverkunarstöð sem heitir Nord Morue. Þar vinna milli 145-150 franskir verkamenn og konur. í þessa verksmiðju flytur SÍF í miklum mæli blautverkaðan saltfisk. Þar er hið ís- lenska hráefni síðan þurrkað með frönsku rafmagni og öil vinnsla og pökkun fer fram með frönsku vinnu- afli. Þetta er enn einn þáttur í því purrkunarlausa og óþjóðiega hátterni sem tíðkast í vaxandi mæli; að flytja íslenskan físk lítt unninn úr landi og láta vinna hann erlendis hjá fyrirtækj- um í íslenskri eigu að hluta eða öllu leyti, með erlendu vinnuafli. Vinna íslensks verkafólks er flutt úr landinu. Við sem getum státað af nægri og ódýrri orku horfum á eftir blautfiski sem síðan er þurrkaður við dýra franska orku sem búin er til með olíu eða kjamorku. Þá er hér verið að flytja út vatn sem síðan er þurrkað úr fiskin- um með hinni erlendu orku og því má kannski spyija, hvað kostar fragt- in á þessu vatni til útlanda? Nú er það nefnilega svo að fískur er mismik- ið þurrkaður eftir því hver markaður- inn er sem við honum tekur sem full- unninni vöru. Þannig kjósa Brasilíu- menn helst harðþurrkaðan saltfisk eða þann sem þeir kalla Cura Corrente en vatnsinnihaldið er þetta 33-42%. Vatnsinnihald blautfísksins hjá SÍF er hins vegar upp undir 60%. Fyrir þennan vatnsútflutning fæst ekki króna. Flestir íslendingar sem muna árin fyrir seinna stríð muna eftir saltfísk- verkuninni. Hún var mjög umfangs- mikil og þannig var það ein helsta vinna kvenna í sjávarplássum um allt land að breiða saltfísk til þerris í sól- skini og taka saman aftur enda var megnið af útfluttum íslenskum salt- físki þurrkað hér heima. Heimskulegt athæfi Nú er önnu,r tíð og meginhluti salt- físks er fluttur út blautverkaður. Það er gert þrátt fyrir að alltaf sé að verða auðveldara með hjálp afburða tækni og nægrar orku að þurrka hann hér heima í fullkomnum þurrkhúsum. Þetta háttemi er ekki hvað síst furðu heimskulegt í ljósi þess að verðmis- munur á þurrkuðum saltfiski og blaut- um er talinn vera milli 30 og 40%, þeim þurrkaða í vil og myndi þessi munur koma fram í auknum gjaldey- ristekjum og stóraukinni vinnu hér innanlands ef allur fískurinn væri þurrkaður hér heima. Verð á þurrkuðum saltfiski er yfír 73 hærra en á blautfiski. Þó er aðal- lega fluttur út blautfisk- ur héðan og erlendar verksmiðjur látnar þurrka hann og gera hann að fullunninni vöni. í Noregi verða þar- lendir útflytjendur að fá sérstakt leyfí þjóðbank- ans til þess að flytja út blautverkaðan saltfísk. Ekki hef ég hins vegar orðið var við afskipti ís- lenska Seðlabankans af þessuny „vatnsútflutn- ingi“ SÍF og að hindra stórfellt gjaldeyris- og atvinnutap þjóðarinnar af því að mestur hluti íslensks saltfísks er fluttur út blautur. Árið 1904 varð að meta allan saltfisk til útflutnings þótt lög væru að vísu ekki sett um það fyrr en árið 1909. Norðmenn komu hins vegar ekki salt- fískmati á hjá sér fyrr en eftir fyrra stríð, enda var íslenskur saltfiskur viðurkenndur sem mesti gæðasaltfísk- urinn sem fáanlegur var á heimsmark- aðnum. Stærstu saltfískmarkaðslönd okkar hafa að jafnaði verið Spánn, Það er óhæfa að flytja vinnu frá fólkinu í land- inu. Guðmundur J. Guðmundsson segir að okkur veiti ekkert af þeim gjaldeyri sem við getum fengið. Ítalía, Grikkland og nú síðustu 20 árin Portúgal. Áður var S-Ameríka í öðra sæti á eftir Spáni og saltfiskút- flutningur var stærsta gjaldeyristekju- lind íslendinga þar til í síðari heims- styrjöld og eftir hana, eða þar til freð- fiskurinn ruddi saltfisknum úr efsta sætinu. En saltfiskmarkaður okkar í S-Ameríku og eyjarnar í Karíbahafínu var mikill og slagaði hátt í Spán- armarkaðinn. Nú er öldin önnur. Þróttieysi og tapaðir markaðir Svo brá við að eftir styijöldina var engin rækt lögð við s-ameríska mark- aðinn. Norðmenn yfirtóku hann og hafa haldið honum að mestu síðan. Fróðlegt væri að fá ítarlega skýrslu um það hvað SÍF gerði tii þess að reyna að halda s-amerísk-karabíska markaðnum. Hún yrði varla löng því að Norðmönnum var nánast afhentur þessi markaður og hann er Norðmönn- um mjög ábatasamur, enda nánast allur saltfíkurinn sem þangað er fiuttur, full- þurrkaður - af norskum höndum - í Noregi. Talið er að SÍF hafí tæp 60% af öllum salt- fískútflutningnum héðan á sínum höndum eða um það bil 29 þúsund tonn. Þar af eru aðeins um 200 tonn fullverkaður salt- fiskur. Þetta virðast Norðmenn geta þrátt fyrir það sem vekur ftirðu hér á hinu íslenska láglaunasvæði, að fisk- vinnslufólk í Noregi hef- ur hátt í þrefait hærra kaup en íslenskt. Þessi góðu laun virðast ekki hindra það að saltfiskur sé þurrkaður í Noregi. Ástand þessara mála hér kann að eiga sínar skýringar sem hafa lítið með laun verkafólks að gera: Sannleþkurinn um SÍF er nefnilega sá að SIF er hnignandi einokun- arhringur. Þar til nú fyrir nokkram árum einokuðu þeir alla saltfisksölu úr landinu eða þar til einum til tveim- ur aðilum var veitt útflutnignsleyfí á saltfiski. Þessir nýju aðilar fengu strax hærra verð en SÍF gat státað af. Ég held að þessir aðilar hafí mörg mjög vænleg sóknarfæri í útflutningi. Ég hef rætt við þijá þeirra og þeir tjá mér að þeir séu tilbúnir, hafí þeir fyár- magn og aðstöðu til þess að koma upp þurrkhúsum. Það er brennandi nauðsyn á að þessir aðilar fái þessa aðstöðu að koma upp fullkomnum þurrkhúsum. Við verðum að fullvinna þessa vöru eins og menn og ekki ger- ir SÍF það. Athyglisvert er að nú er Kanadamönnum selt töluvert af blaut- um saltfíski eftir að þorskafli þeirra brást. Mestur hlutinn er þurrkaður á Nýfundnlandi en veralegur hluti þó inni í miðju landi. Þeir selja þennan físk aðallega til Bandaríkjanna og til New York öðra fremur, og til Karíba- hafsins og eitthvað til S-Ameríku. Tilgangur þessa útflutnigns Kanada- manna er aðallega að viðhalda þeim mörkuðum sem þeir höfðu áður á þessum svæðum. Og nú er farið að selja töluvert af blautum salfiski til Noregs. Ég legg ekki meira á menn af þessari harmsögu aliri. En SÍF unir glatt við sitt. Þeir hafa að vísu og sem betur fer missti einokunina, en þurrkun fer ekki fram á þeirra vegum. Þurrkun fer fram á tveimur til þremur stöðum á landinu og þaðan er fískur seldur til Brasilíu. En við skulum sýna fulla sann- gimi! SIF er ekki gersamlega dug- laust apparat því að verksmiðja fyr- irtækisins í Frakklandi vinnur töluvert við að reykja íslenska síld, en unnin Guðmundur J. Guðmundsson síld var utan við tollfríðindi inn á EES. Þá þekktist áður fyrr ekki önnur pökkunaraðferð á saltfíski en sú að sauma saltfískinn í striga. Nú er hon- um pakkað í pappakassa, hinar skrautlegustu umbúðir og þar hefur SÍF verið í fararbroddi. Hins vegar má skjóta því hér inn í að þegar Rúss- ar vora farnir að selja talsvert af físki til íslands þá gerðu Norðmenn 100 þúsund tonna samning við þá til þess að tryggja hráefni á sína salfiskmark- aði og tii þess að gera íslendingum erfítt fyrir á sínum. Við þessu var ekki bragðist hér. ísland hráefnisnýlenda Stundum er sagt með réttu að okk- ur vanti erlenda ijárfesta á Islandi. Að mínu mati er þetta rétt, en mér er orðið til efs hvort íslenskir fískút- flytjendur fjárfesti ekki orðið meira erlendis en þeir gera hér heima. Skyldu skattarnir spila þama eitthvað inn í? Vissulega borgar SÍF tekju- skatt en allt um það: Á þetta að fá að halda svona áfram lengi enn og í vaxandi mæli að íslenskt hráefni _sé flutt til verksmiðja erlendis í eigu ís- lendinga til fullvinnslu? Þá menn sem þetta athæfí ástunda virðist ekkert varða um gjaldeyristekjur og hag þjóð- arinnar og ekkert um atvinnuleysið í landinu. Þessu ástandi verður að linna. Það verður að tryggja flármagn til þeirra sem vilja þurrka fískinn hér heima og fá 30-40% hærra verð fyrir hann. Þannig munu aukast gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar og dregur úr at- vinnuleysinu í landinu. Ég þekki enga þjóð sem býr við góð lífskjör sem jafn- framt er hráefnisnýienda. Ég sagði fyrr í þessari grein að SÍF hafí verið hnignandi einokunarfyritæki sem glataði hveiju markaðslandinu á fætur öðra. Sem betur fer var sú einokun rofín en það er ég viss um að ef þeir hjá SÍF hefðu jafnmikið fjármagn og SH myndu þeir auka fullvinnslu sína erlendis. Verkalýðshreyfíngin í land- inu verður að stöðva þessa þróun. Meðan rikið greiðir tugi og hundruð milljóna króna í atvinnuleysisbætur er engin ástæða til að líða hana. Ég sagði að leyfi norska þjóðbank- ans þyrfti til þess að flytja út blaut- fisk. SÍF, hið gamla einokunarfyrir- tæki, hefur að vísu sótt sig á mörgum sviðum eftir að það missti einokunar- aðstöðu sína, en þróttur þpss er þverr- andi. Það er óhæfa að flytja út vinnu frá fólkinu í landinu. Okkur veitir ekkert af þeim gjaldeyri sem við getum feng- ið með því að fullvinna afurðirnar í landinu. Þetta mál allt minnir mig raunar talsvert á innlenda veiðarfæra- framleiðslu sem augiýsti ásamt öðrum íslenskt, já takk, en flutti á sama tíma rúman þriðjung framleiðslunnar úr landi og út til Portúgals. Er ekki mál að linni? Höfundur er formadur Dagsbrúnar. Þjóðhátíðarræða Davíðs ÞJÓÐHÁTÍÐAR- RÆÐA Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra kom mörgum á óvart og vakti að sjálfsögðu mikla at- hygli. Hann sagði eitt- hvað á þá ieið, að störf Alþingis og þess fólks sem þar starfaði lægju sífellt undir gagnrýni, sem eðlilegt væri, enda engin mannanna verk fullkomin. Samt sem áður væram við betur sett með þær ákvarðanir sem þar væra teknar, heldur en þær sem teknar væru í ij'arlægð af mönn- um sem væru ekki einu sinni kosnir. Það sem fór þó mest fyrir brjóstið á mörgum var að hann skyldi segja að með inngöngu i ESB kæmum við til með að standa í svipuðum sporum og við stóðum þegar Álþingi var endur- reist árið 1845, eða fyrir 150 árum. Menn hafa komið fram á ritvöllinn og sagt að þetta sé ekki sambæri- legt, því ESB séu bara samningar á milli fijálsra þjóða en ekki ánauð. Gamli sáttmáli (1262) var líka bara samningur milli tveggja jafn rétthárra aðila, en varð afdrifaríkt valdaafsal. Ég ætla að leyfa mér að vitna í lokakafla á útvarpserindum sem Bjarni Benediktsson flutti og birt vora í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 1962 og ritinu Land og lýðveldi 1965. Þar segir orðrétt: „Við getum aldrei minnst mannanna frá 1262 með þakklæti, en við skulum viðurkenna, að þeir lögðu í hendur komandi kynslóða einu vopnin, sem þeir og síð- an þær höfðu yfir að ráða í viðureign við margfalt öflugri vald- hafa. Jafnvel á hinum heiðríka sumardegi 28. júli 1662 minntust menn enn þess réttar, sem forfeðumir höfðu áskilið þeim. Vegna þess að þeim rétti var afsalað til eriends konungs varð hinn heiði sólskinsdagur að einum dimm- asta degi í sögu þjóðarinnar, gagn- stætt því, sem regndagurinn 17. júní 1944 er enn sá, sem bjartast er yfir, af því að þá endurheimti þjóðin til fulls frelsi sitt. Við vitum ekki, hvern- ijg viðraði á Þingvöllum 1262 þegar Islendignar sóriyHákoni konungi land og þegna, en við vitum, að þaðan í frá og til 17. júní 1944 gengu margir daprir og dimmir dagar yfir þetta land. Við viljum engan ásaka fyrir það, sem Davíð Oddsson hefur lagt sig fram um að læra og þroska sjálfan sig, segir Snorri Bjarnason. Hann hefur einnig tamið sér hóg- værð og gætni í mál- flutningi. fyrir löngu er liðið, heldur skulum við gæta þess, að aldrei aftur skapist hér á landi þ_að ástand, sem neytt geti nokkum íslending til að feta í þau fótspor, sem mörkuð voru á Þingvöll- um 1262 og í Kópavogi 1662. Því að vissulega er það rétt, sem Tómas seg- ir í sína ágæta kvæði „Að Ásthildar- mýri“: „...gæt þess að sagan oss dæmir til feigðar þá fyrst, er frelsi og rétti vors tands stendur ógn af oss sjálfum." ÞjóðhátíðaiTæða Davíðs þarf eng- um að koma á óvart, því hún er rök- rétt framhald af ræðu þeirri sem hann flutti á Þingvöllum fyrir ári, á 50 ára Snorri Bjarnason afmæli lýðveldisins. Hún er líka rök- rétt framhald af stefnumörkun Sjálf- stæðisflokksins frá 1929, þegar hann var stofnaður og getið er í Öldinni okkar á þessa ieið: Sjálfstæðisflokkur stofnaður. 25/5 íhaldsflokkurinn og Fijáls- lyndi flokkurinn hafa birt sameigin- lega yfirlýsingu um sameiningu þess- ara tveggja flokka og segir þar: „Það hefur orðið að samkomulagi milli þing- manna íhaldsflokksins og Fijálslynda flokksins að ganga saman í einn flokk, er vér nefnum Sjálfstæðisflokk. Aðal stefnumál flokksins eru þessi: 1. Að_ vinna að því að undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafn- skjótt og 25 ára samningstímabil sam- bandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og at- vinufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Formaður flokksins er Jón Þorláksson. Hafi ég tekið rétt eftir, hefur Dav- ið Oddsson lagt sig fram um að læra og þroska sjálfan sig. Hann hefur tamið sér hógværð og gætni í mál- flutningi. Hann hefur leyft málum að þróast áfram, en svo tekið af skarið þegar honum liefur fundist réttur tími til. Höfundur er umboðsmaður Morg- unbladsins á Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.