Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 29 Fj árhags vandi Ríkisspítala séður frá sjónarhóli sviðs- stjóra kvenlækningasviðs í ÁRSBYRJUN 1995 tók gildi nýtt stjómskipurit fyrir Ríkisspít- ala. Starfsemi Ríkisspítala er nú skipt í sex lækningasvið með tveimur sviðsstjórum hvert (full- trúar lækninga- og hjúkrunar- þátta), fjögur rannsóknar- og tæknisvið með einum sviðsstjóra hvert auk stjórnunar- og fræða- sviða (sjá mynd). Sviðsstjórum er skylt að halda rekstri innan ramma fjárhagsáætlana en jafn- framt að tryggja að almenningur fái þá þjónustu sem lög og reglu- gerðir gera ráð fyrir. Að kröfu fjármálaráðuneytis var Ríkisspí- tölum í upphafi árs gert að spara rúmlega 200 millj. kr. miðað við fjárhagsáætlun 1994 og var sú upphæð dregin frá fjárveitingum til Ríkisspítala strax í upphafi árs- ins. Við þennan niðurskurð var ekki tekið tillit til kostnaðarauka vegna nýgerðra kjarasamninga hinna ýmsu heilbrigisstétta á fyrra ári. Samkvæmt upplýsingum fjár- máladeildar Ríkisspít ala hefur þessi sparnaðaráætlun mistekist þar sem rekstrarkostnaður Ríkis- spítalanna var um 275 millj. kr. umfram fjárhagsáætlun fyrstu sex mánuði ársins 1995 og samsvarar þessi rekstrarhalli jafnvirði launa- kostnaðar um 234 starfsmanna. Sviðstjórum einstakra sviða Rík- isspítala hefur nú enn á ný verið falið að gera tillögur til fram- kvæmdastjórnar og stjórnarnefnd- ar Ríkisspítala um frekari sam- drátt í þjónustu sem að óbreyttum íjárveitingum mun í reynd óhjá- kvæmilega leiða til uppsagna starfsfólks. Fjölmiðlar hafa fjallað um ýmiss konar óþægindi sem almenningur verður að þola af völdum hagræð- ingar í heilbrigðiskerfínu vegna minnkandi þjóðartekna. í þessari umfjöllun hefur mest verið fjallað um aukna þátttöku almennings í lyfjakostnaði og sérfræðilæknis- hjálp auk chagræðis vegna sumar- lokana deilda sjúkrastofnana. Lítið hefur verið fjallað um fjárhags- vanda einstakra deilda Ríkisspít- ala og það starf sem þar hefur verið unnið til að hagræða í rekstri. Hér á eftir verður því leit- ast við að gefa á einfaldan hátt innsýn í þau vandamál sem snúa að kvenlækningasviði Ríkisspítala og þær tillögur til hagræðingar sem sviðsstjórar sviðsins hafa lagt fyrir framkvæmdastjórn og heil- brigðisyfii-völd. þessa launakostnaðar er nú orðið það lágt að það nægir engan veg- inn fyrir kostnaði vegna stöðugilda sem heimild er fyrir hvað þá fyrir stöðugildum án heimilda. Stöður án heimilda, hvernig má það vera? Jú, kvennadeild Landspítala er eina sérhæfða meðferðardeild sinnar tegundar með alhliða þjón- ustu á sérsviði fæðinga, meðgöngu og kvensjúkdóma. Deildinni er því skylt að taka upp ýmsar nýjungar og vera í fararbroddi á sínu sér- sviði. Á undanförnum árum hefur þjónusta þannig stóraukist á hin- um ýmsu undirdeildum sviðsins. Dæmi: ómskoðanir og legvatnsást- ungur m.t.t. fósturþroska, glasa- fijóvganir og rannsóknir vegna barnleysis, nýjungar á sviði skurð- tækni í gegnum kviðsjá, nýjungar á sviði fæðingarþjónustu, nýjung- ar á sviði krabbameinslækninga með skurðaðgerðum, innri geislun og lyfjameðferð. Að auki eru á sviðinu kvaðir um að veita þjón- ustu vegna laga um fóstureyðing- ar og ófijósemisaðgerðir auk kvaða um stöðuga bráðavakt fyrir allt landið. Öll þessi atriði hafa óhjákvæmilega leitt til nýráðn- inga, sem eru með samþykki stjórnenda Ríkisspítala, en án formlegra heimilda vegna aðhalds- aðgerða hins opinbera. í dag eru rúmlega sjö stöður setnar án heim- ilda á kvenlækningasviði. Hvað varðar halla vegna ann- arra rekstrargjalda þá skýrist hann af vaxandi fjölda skurðað- gerða og kostnaðar vegna nýrrar aðgerðartækni með kviðsjárspegl- un. Vaxandi fjöldi aðgerða er bein afleiðing samdráttar á aðgerðum á St. Jósefs spítala í Reykjavík og Hafnarfírði og þess að fleiri konur leita eftir þjónustu kvennadeildar vegna aukins kostnaðar sjúklinga af aðgerðum á einkaskurðstofum Lítið hefur verið fjallað um fjárhagsvanda ein- stakra deilda Ríkisspít- ala. Kristján Signrðs- son gefur hér innsýn í þau mál sem snúa að kvenlækningasviði Ríkisspítala. utan Ríkisspítala. Hvað varðar nýja aðgerðartækni með kviðsjár- speglun, er hún allt að fimmfalt dýrari en hefðbundnar skurðað- gerðir, m.a. vegna dýrari tækja- búnaðar. Kostnaður hefur þó farið lækkandi, m. a. vegna notkunar fjölnota áhalda í stað einnota og í heildina eru þessar aðgerðir ódýr- ari fyrir þjóðfélagið vegna styttri legutíma og styttri veikindaskrán- ingar sjúklinga. Endurnýjun tækjabúnaðar sviðsins Meiriháttar tækjakaup eru ekki bókfærð með áðurnefndum rekstr- arkostnaði kvenlækningasviðs. Af skiljanlegum ástæðum er mikil þróun í hönnun rannsóknar- og lækningatækja. Tækjabúnaður allur hefur því sinn úreldingartíma og við eðlilegar rekstraraðstæður væri gert ráð fyrir afmörkuðum afskriftarsjóði til endurnýjunar. Slíkur sjóður er ekki til staðar á Ríkisspítölum svo ég viti. Á kven- lækningasviði er þörf endurnýjun- ar og nýkaupa tækjabúnaðar á nær öllum deildum að andvirði 20 til 30 milljóna að lágmarki. Á þessu ári fékk sviðið í sinn hlut 4 milljónir til minni- og meiriháttar tækjakaupa sem duga skammt. Tillögur til hagræðingar í rekstri sviðsins Á kvenlækningaskor hefur frá áramótum verið unnið að eftirfar- andi hagræðingu rekstri. Krabbameins- deild og almenn kven- sjúkdómadeild verða sameinaðar í eina legu- deild samhliða því sem dagdeild verður stækk- uð. Með þessari breyt- ingu verður dregið úr kostnaði vegna hjúkr- unarvakta og möguleiki skapast til aukinna sértekna vegna dagdeilda- raðgerða (ferliverka). Þessi breyt- ing er háð vissum skipulagsbreyt- ingum á legurými og móttöku og er stefnt að því að Ijúka þeim breyt- ingum fyrir næstu áramót. Glasa- fijóvgunardeild verður, að fyrir- mælum fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, stækkuð og gefur það jafn- framt möguleika til aukinna sér- tekna. Á fæðingar- og meðgönguskor er unnið að flutningi mæðravemd- ar kvennadeildar í húsrými Fæð- ingarheimilis Reykjavíkur (FHR) og þar stefnt að sameiningu við mæðravemd Heilsuverndarstöðv- ar. Samhliða þessum breytingum er stefnt að aukinni samvinnu við heilsugæslustöðvar í Reykjavík og fækkunar á fjölda mæðraskoðana á vegum þessara stofnana í eðli- legri meðgöngu. Þessar breytingar munu leiða til almenns spamaðar og hagræðingar. Ómskoðunardeild kvennadeildar verður flutt í hús- rými núverandi göngudeildar og er stefnt að aukinni innheimtu sér- tekna vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Húsrými fæðingardeildar kvennadeildar verður stækkað með flutningi MFS-einingar (ný þjón- usta við konur í eðlilegri fæðingu) í núverandi húsrými ómskoðunar- deildar. Legudögum eftir eðlilega fæðingu verður fækkað til sam- ræmis við það sem tíðkast á öðmm Norðurlöndum en slíkt krefst auk- innar samvinnu við sjálfstætt starf- andi ljósmæður sem sinna heima- þjónustu eftir eðlilegar fæðingar. Með þessum breyting- um skapast betri nýt- ing á húsrými sem gerir kleift að taka á móti þeim fæðingum sem nú fara fram á FHR og er því lagt til að fæðingum verði hætt innan veggja FHR sem mun leiða til fækkunar stöðu- gilda og minni vakta- kostnaðar. Ljóst er að ofan- greindar breytingar á rekstri kvenlækninga- sviðs munu taka tíma og skila því takmörk- uðum árangri á þessu ári. Það er jafnframt ljóst að sá sparnaður sem af þessum breyting- um skapast nægir ekki til að bæta þann halla sem nú er á sviðinu. Sviðsstjórar hafa því lagt fram til- lögur um auknar sértekjur sem koma að hluta frá Tryggingastofn- un og að hluta frá sjúklingum. Sértekjur sviðsins Sértekjur kvenlækningasviðs eru í dag göngudeildargjöld sjúkl- inga svo og greiðslur fyrir glasa- fijóvgun. Þessar sértekjur renna í dag til Ríkisspítala en dragast síð- an á ný frá fjárveitingum til Rík- isspítala líkt og gert er með sér- tekjur annarra sviða Ríkisspítala. Það er tillaga kvenlækningasviðs að sértekjur komi einstökum svið- um til góða og virki sem hvetjandi þáttur á starfsemi sviðanna. í þessu sambandi hefur ráðherrum heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta og fulltrúum þeirra í samninga- nefnd Tryggingastofnunar verið bent á að sértekjur af ómskoðunum og af ferliverkum á skurðstofum Kvennadeildar svari til um 40 millj. kr. á ári, ef innheimt væri fyrir 1 þessi verk samkvæmt reglugerð *1 um ferliverk nr. 340/1992. Inn- ■ heimt er fyrir ferliverk á ýmsum \ öðrum sjúkrastofnunum og hefur það skapað ósamræmi í greiðslu- | byrði einstakra sjúklinga allt eftir ‘i hvar þeir leita eftir þjónustu. Á kvenlækningasviði er lagt til að þessar greiðslur renni óskertar í sérstakan sjóð sem hafi fjórskipt hlutverk. Fjórðungur renni til al- menns reksturs sviðsins, fjórðung- ur til tækjakaupa, fjórðungur til endurmenntunar starfsfólks og fjórðungur til vísindarannsókna m.t.t. að um háskóladeild sé að ræða. Tillaga um sérstakan sér- tekjusjóð hefur verið samþykkt af _ framkvæmdastjórn Ríkisspítala en treglega gengur að semja við Tryggingastofnun vegna skorts á stefnumarkandi afstöðu heilbrigð- is- og fjármálaráðuneyta. Þessi tregða vekur furðu þar sem Trygg- ingastofnun greiðir í dag fyrir þessi sömu verk ef þau eru innheimt í nafni einstakra sérfræðinga og unnin á skurðstofum sjúkrahúsa annarra en Ríkisspítala. Kristján Sigurðsson Rekstrarhalli kvenlækningasviðs Rekstrarkostnaður kvenlækn- ingasviðs var um 510 millj. kr. á árinu 1994, þar af um 400 millj. kr. vegna launa. Kostnaður vegna svæfinga, fæðis og ýmissa ann- arra gjalda sem falla á önnur svið er hér ekki meðtalinn. Fyrstu sex mánuði ársins 1995 var umfram- kostnaður vegna launa um 22 millj. kr. og vegna annarra rekstr- argjalda um 7 millj. kr. Þessi umframkostnaður samsvarar því að fækka þarf um 22 stöðugildi til að koma rekstrinum innan ramma ijárhagsáætlana. Hver er þá ástæða þessa rekstrarhalla? Hallinn er ekki nýtt fyrirbrigði og hefur verið stighækkandi á undan- förnum árum. Ástæður launahall- ans eru auðskýranlegar. Allt frá 1992 hefur niðurskurði fjárveit- inga verið mætt með því að skera niður framlög til launakostnaðar sem ætlaður er til að mæta kostn- aði vegna vakta, orlofs og fleiri launatengdra gjalda. Framlag til SljómunarsviS Sknfstola tramkvænxJastjomaf F|armaladeild Launadeild Startsmannahakl Innkaupadeild Tólvudeild Bamaheimilt Handlækn- b Barnalækn- b rl Kvenlækn- b Lyflækn- b rl Geölækn- L rJ Klíniskt l| þjonustu- b 5,7 8 Rannsókna- b Sykla-og b veirutræói- É "11 Blóðb.-og U onæmistr.- b " 1 Tœkni- og b rekstrar- 1 BæKlunarsKuröl Almennat Fæömgartijalp Endurhæting Almennar bamalæknmgar geölækningar ÆöaskurötæKn Meðgóngu- og Huölæknmgar Barnaskurö sængurlega Kynsiukdomar Barna- og Lýtalæknmgar lækmngar Almennir Almennar unglingageö- læknmgar Brjóstholsskuröl. Vökudeik) kvensjukdomar lyflæknmgar Meöferö Almennar lllkynja H|artas|ukdomar vimuefna- skurölækningar kvensjukdomar Gigtar- og sjuklinga Þvagfæraskurölækn nyrnas|ukdomar Endurtiæfing Svæting og gjörgæsla Smit- og bloösiukdomar Krabbamemslæknmgar GeislaeölislræökleikJ Taugalæknmgar Memafræöideild Óldrunarlækningar Skuröstola Lungnalæknmgar Braöamottaka Btoömeina- Syklarannsokmr Onæmis- Eldhus rannsokmr rannsókmr Heilsugæsla Veirurannsokmr ‘Rekstrardeild göngudeild Memetna Samemdaliftræði (vakt.ílutn.. rannsokmr simi. uppl. Röntgen- og myndgreinmgar Isotoparannsokmr Bloöbanki birgöast.) Ræstingar Apotek Byggingardeild Félagsraögjöf Eölisfræöi og Nænngarraögiöf tæknideikJ Skjalasafn Þvottahus Prestar Dauöhreinsun Lokaorð Af ofanrituðu má vera ljóst að þrátt fyrir hagræðingu í rekstri innan kvenlækningasviðs verður fjárhagsvandi sviðsins ekki leystur á þessu ári nema draga verulega úr starfsemi sviðsins umfram það sem lagt er til hér að ofan. Sviðs- stjórar sviðsins eru þá komnir á þær krossgötur að ákvarða hvaða starfsemi eigi að leggja niður með hliðsjón af forgangsröðun verkefna og eru þeir þá komnir út fyrir sinn starfsvettvang og inn á verksvið heilbrigðisyfírvalda. Það er því komið að þeim tímapunkti að stjórnvöld afmarki sér heilsteypta stefnu í heilbrigðismálum sem m.a. skilgreini hlutverk einstakra sviða Ríkisspítala og tryggi fjármögnun , sem byggir á upplýsingum um j raunkostnað fremur en skyndiák- vörðunum um niðurskurð sem gera .; ekki annað en að þröngva starf- - seminni inn í það öngstræti seiíi ( nú blasir við. ■; Höfundur er sviðsstjóri kvenlækn- ingasviðs Ríkisspítalau___________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.