Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 52
MICROSOFT. einarj. WlNDOWS. SKÚLASONHF TVÖFALDUR1. vinningur MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bandarískir fjölmiðlar áhuga- samir um Island í SUMAR munu níu bandarískar sjónvarpsstöðvar taka upp efni af ýmsu tagi á íslandi og miðað við reynslu síðustu ára má búast við að á þessu ári birtist í bandarískum blöðum 50-60 greinar sem íjalla um landið. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum sýna Islandi mun meiri áhuga nú en fyrir nokkrum árum. Þá birtust að jafnaði 5-6 greinar um ísland á hveiju ári í bandarískum blöðum. Þetta kemur fram í viðtali við Einar Gústavsson forstöðumann Land- kynningarskrifstofu íslands í New York í Morgunblaðinu í dag. Skrifstofan hefur undanfarin fjög- ur ár staðið fyrir átaki til að vekja athygli bandarískra fjölmiðla á Is- landi. Umfjöllun í blöðum og sjón- varpi skilar sér í auknum ferða- mannastraumi. Sumir þeirra sem koma til Islands frá Bandaríkjunum eru sérstaklega að leita að ákveðnum kostum landsins sem þeir hafa lesið eða heyrt um. Bandarískir ferðamenn eru íslend- ingum verðmætir bæði vegna þess að margir þeirra eru vel efnaðir og vegna þess að þeir koma að stórum hluta utan háannatímans í júní, júlí og ágúst. Tveir þriðju þeirra 25 þús- und bandarísku ferðamanna sem hingað koma árlega eru á ferðinni á öðrum tíma. ■ Efnaðir eftirlaunaþegar/8 Lögreglan elti ölvaðan og réttindalausan ökumann Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjaldgæf- ur prins í Eyjum Erfitt getur verið að ná mynd af sjaldgæfum fuglaafbrigð- um í návígi en hér getur að líta lundaprins sem tekinn var í Alsey, vestur af Stórhöfða, í Vestmanneyjum. Það kostaði hvorki meira né minna en fjögurra daga yfirlegu að ná myndinni en hún mun vera sú fyrsta sinnar tegundar þar sem sjá má venjulegan lunda og lundaprins hlið við hlið. Prinsar eru mishvítir að lit. Ymis sjaldséð afbrigði eru í lundastofninum. Sem dæmi má nefna er lundakonungur alhvítur en lundadrottning er móbrún að lit. Kolapiltur er annað sjaldgæft afbrigði með þunnt nef og nærri aldökkan haus. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ok á lögreglubifreið og veitti mótspymu ÖLVAÐUR og réttindalaus öku- maður var handtekinn í gærkvöldi eftir að lögreglan hafði veitt hon- um eftirför frá myndbandaleigu við Höfðabakka að Fífurima í Grafarvogi. Maðurinn, sem er á fertugs- aldri, sinnti engum stöðvunar- merkjum lögreglunnar, en eftir- förinni lauk þegar hvit Mazda mannsins lenti á lögreglubilnum. Reyndi maðurinn þá að komast undan á hlaupum. Veitti hann lög- reglu mótspyrnu þegar átti að handtaka hann. Við leit í bílnum, sem reyndist óskoðaður, fannst lítið magn fíkni- efna. Engan sakaði við árekstur- inn og bifreiðarnar eru lítið skemmdar. Var Mazdan tekin í geymslu lögreglunnar og númerin klippt af henni. Þyrla sótti slasaðan mann Pallur vörubíls skall mður með ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti seinni partinn í gær mann austur í Hrunamannaafrétt. Maðurinn slasaðist þegar pallur vörubíls sem hann var að vinna í skall niður þegar verið var að hella möl úr pallinum. Eitthvað gaf sig í lyftu- búnaði pallsins, sem skall niður með fullfermi af möl. fullfermi Við höggið kastaðist maðurinn upp í loft bílhýsisins og var talið í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður og ekki þorandi annað en að senda eftir þyrlunni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er maðurinn ekki alvarlega slasaður en hann þarf að dvelja á Borgar- spítalanum í allavega sólarhring. Tollasamningar við Evrópusambandið að komast á skrið Beðið lim betri samning en Norðmenn fengu EFTA-NEFND Evrópusambandsins mun á mánudag íjalla um kröfur íslands um tollfrjálsan innflutningskvóta af síldarafurðum. íslenzk stjórnvöld sætta sig ekki við tilboð Evrópusam- bandsins um 4.000 tonna kvóta, sem er meðal- tal síldarinnflutnings íslenzkra aðila til Svíþjóðar og Finnlands síðastliðin þijú ár. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er gerð krafa um talsvert hærri kvóta. Kröfur íslands um tollfijálsan kvóta eru til- komnar vegna inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í ESB um síðustu áramót, en við það lagðist ytri tollur sambandsins á síld, sem áður var seld tollfijálst á þessa mikilvægu síldarmarkaði. Norsk stjórnvöld hafa gert svipaðar kröfur og sömdu síðastliðið vor við ESB um tollfijálsan kvóta fyrir nokkrar norskar sjávarafurðir. Svíar hafa loks látið af andstöðu við samninginn og var hann undirritaður í síðustu viku. Búizt er við að hann hljóti staðfestingu ráðherraráðs ESB á mánudag. íslendingar hafa beðið átekta á meðan samn- ingur Norðmanna hefur velkzt í kerfinu hjá ESB. Nú þegar hann er í höfn, kemst aftur skriður á samningamál íslands og Evrópusam- bandsins. íslendingar fara hins vegar fram á betri samning en Norðmenn fengu. Innflutn- ingskvóti norskra sjávarafurða var miðaður við meðaltal síðustu þriggja ára, eins og tilboð ESB til Islands. Röksemdir íslenzkra stjórnvalda eru þær að ísland sé háðara sjávarútvegi en Noregur. Þá hafi EFTA-samningarnir, sem tryggðu tollfrjálsa sölu á síld til Svíþjóðar og Noregs, boðið upp á framtíðarmöguleika og ESB verði að bæta fyrir missi þeirra. Þá sé útlit fyrir vaxandi síldarafla og þar af leiðandi aukinn útflutning. Skilyrðum um afléttingu löndunarbanns hafnað Fyrr í mánuðinum reyndu dönsk stjórnvöld að fá því framgengt að ekki yrði lokið við tolla- samninga við Noreg og Island nema með því skilyrði að síðarnefndu ríkin afléttu löndunar- banni á síldveiðiskip frá ESB, sem veiða í Síldar- smugunni. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins féllust önnur ESB-ríki ekki á þetta. Búnaðarbankinn Peninga- vinningar BÚNAÐARBANKINN veitir þremur til fjórum sparifjáreigendum pen- ingavinninga á þriggja mánaða fresti næstu tólf mánuði. Þessir vinn- ingar, sem eru þeir fyrstu sinnar tegundar, eru liður í sérstöku átaki til að hvetja til sparnaðar og kynna fjölbreyttari ávöxtunarmöguleika en áður hafa verið í boði hjá bankanum. Sparivinningarnir svokölluðu verða á bilinu 50-150 þúsund krónur og verður fyrsti útdrátturinn í sept- ember. Til að vera gjaldgengur þarf að spara þijú þúsund krónur á mán- uði að lágmarki og til a.m.k. tólf mánaða í senn. Bankinn hefur fjölgað svokölluð- um sparnaðarreikningum og býður nú almenningi að stunda reglulegan sparnað með gjaldeyrisreikningum og verðbréfareikningum auk eldri reikninga. ■ Reglulegur sparnaður/14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.