Morgunblaðið - 22.07.1995, Page 15

Morgunblaðið - 22.07.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUG ARDAGUR 22.JÚLÍ 1995 15 Tókýó. Reuter. . FYRIRTÆKI undir forystu Toshiba hafa tryggt sér mikilvægan stuðn- ing vídeóleikjaframleiðandans Sega Enterprises í baráttu tveggja and- stæðra fylkinga um framtíð geisla- diska og spilara í heiminum. Að sögn talsmanns Sega hyggst fyrirtækið taka upp stafrænt kerfi vídeódiska, DVD, sem Toshiba-hóp- urinn berst fyrir, við gerð vídeó- leikjadiska og annars afþreyingar- búnaðar, en ekki annað kerfí, sem Sony og Philips beita sér fyrir. „Með því að bera saman þessi kerfí höfum við komizt að þeirri niðurstöðu að kerfíð frá Toshiba stendur framar hinu í nokkrum atriðum og hefur til dæmis meira geymslurými," sagði talsmaðurinn. Með því að taka upp DVD tók Sega einnig mið af harðri sam- Bílaiðnaður Ford ber minna úr býtum Dearborn, Michigan. Reuter. FORD-bílafyrirtækið segir að vegna minni eftirspumar eftir nýjum bílum hafi hlé orðið á aukningu tekna í tvö og hálft ár samfleytt og hagnaður minnkað um 8,1% á öðrum ársfjórð- ungi í 1.57 milljarða dollara, eða 1,45 dollara á hlutabréf. Tekjumar minnkuðu úr 1.71 millj- arði dollara, eða 1,63 dollurum fá bréf, á öðrum ársfjórðungi 1994. Fyrirtækið kennir minni sölu á Bandaríkjamarkaði um slæma út- komu. Sérfræðingar segja að sölutregðan og óvenjumikill fjöldi nýrra gerða muni bitna á tekjum Fords á þriðja ársfjórðungi. Áður hafði Chrysler skýrt frá því að tekjur hefðu minnkað um 86% á öðmm ársfjórðungi. ♦ ♦ ♦------- Murdoch reisir kvikmyndaver í Astralíu Sydney. Reuter. FJÖLMIÐLAfyrirtæki Ruperts Murdochs, News Corp, hefur undirrit- að samkomulag við fylkisstjórn Nýju Suður-Wales í Ástralíu um leigu á svæði til að reisa á kvikmyndaver fyrir kvikmyndafélagið 20th Century Fox sem News Corp á. - Um verður að ræða stærsta kvik- myndaver á Ástralíu, en samkvæmt samkomulaginu verður hesthús fyrir 150 hesta á landareigninni, sem er 28 hektarar. Gert er ráð fyrir að 1600 manns kunni að fá atvinnu í kvikmyndaver- inu, beint eða óbeint, og framleiðslu- kostnaður verði 85 milljónir Ástral- íudala á ári. Ástralskir kvikmyndagerðarmenn fá að nota Fox-kvikmyndaverið að sögn Bob Carr, forsætisráðherra Nýju Suður-Wales. ------♦• ♦.♦----- Mikill niður- skurðurhjá Times Mirror Los Angeles. Reuter. MARK Willes, aðalframkvæmdastjóri fjölmiðlafyrirtækisins Times Mirror, hefur skýrt frá fyrirætlunum um víð- tæka eftirskipulagningu, nokkrum dögum eftir að útgáfu New York Newsday var hætt. Tekjur Times Mirror á öðrum árs- fjórðungi minnkuðu í 26 milljónir dollara, eða 11 sent á hlutabréf, úr 45.4 milljónum dollara, eða 35 sentum á hlutabréf, ári áður. Times Mirror hættir starfrækslu margmiðla fyrirtækis, en heldur áfram að reka beinlínufyrirtæki. Framleiðsla efnis fyrir kaplasjónvarp verður tekin til athugunar og hafízt verður handa um að auka tímarita- hagnað. Toshiba fær stuðning Sega ÍDVD leikjastríði keppni sinni við Sony við markaðs- setningu á nýjum 32 bita vídeóleik- tækjum, sagði talsmaðurinn. Bæði fyrirtæki nota CD-ROM-geisladrif, sem Sony og Philips hafa þróað. Talsmaðurinn sagði líka að Sega tæki einnig tillit til þess að Hitachi Ltd, sem tók þátt í gerð 32 bita ,,“Satum“ spilara Sega, er eitt sjö fyrirtækja, sem beqast fyrir kerfí Toshiba. Markaðssetning tækja, sem byggjast á DVD-kerfi Toshiba, hef- ur ekki verið skipulögð að sögn talsmannsins. Vídeóleikjadeild Sony, Sony Computer Entertainment, kannar möguleika á að nota DVD-kerfí Sony í leiktækjum sínum í framtíð- inni, en ákvörðun hefur ekki verið tekin í einstökum atriðum að sögn talsmanns Sony. Nintendo bíður átekta, Leikjarisinn Nintendo, sem vinnur að gerð næstu kynslóðar 64 bita vídeóleikjaspilara, notar hins vegar hvorki DVD Sonys eða kerfi Toshiba í væntanlegum spil- urum að sögn talsmanns Nint- endo. Hann segir að DVD verði ekki tekið upp fyrr en vissa fáist fyrir því að það kerfi henti Nint- endo. Geymslugeta DVD-kerfís Tos- hiba er allt að 18 gígabætum, 28 sinnum meiri en hægt er að geyma á venjulegum geisladiski. Um er að ræða disk sem hægt er að spila á báðum megin og er á stærð við venjulegan geisladisk, 120 mm í þvermál og 1,3 mm þykkur. Geymslurými Sony-kerfisins er allt að 7,4 gígabætum á diski af sömu stærð, sem ekki er hægt að spila á nema öðrum megin. Samtök 170 framleiðenda í síðasta mánuði kom Toshiba á fót samtökum um að kynna markaðssetningu tækja, sem byggð eru á DVD-kerfi þeirra. í samtökin gengu um 170 framleið- endur rafeindatækja, ljósdiska og diskadrifa í Japan, Bandaríkjun- um og Evrópu. Toshiba-hópurinn stefnir að því að markaðssetja kvikmyndadiska- spilara um mitt næsta ár og munu þeir kosta um 500 dollarar hver. Er röðin komin að þér? Nú er hann tvöfaldur! - ALLTAFÁ LAUGAROÖGUM SÖLUKERFIÐ LOKAR KL. 20.20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.