Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 9 FRÉTTIR Gefa út plötu þegar alheimsfriður kemst á KLF hét upphaflega The Justi- fied Ancients of Mumu, sem síðar varð vinsælt kántrýlag með Tammy Wynette. Síðan stofnuðu þeir risasamtök, sem þeir nefndu KLF Foundations og samanstóð af þeim þremur. Núna heita þeir svo aðeins KLF. Þeir slógu í gegn með plötunni White Room árið 1991, sem seldist í sex milljónum eintaka. „Þeir eru með tilbúna plötu sem þeir ætla ekki að gefa út fyrr en kominn er á alheimsfriður," segir Einar. „Þess vegna senda þeir bryndreka til íslands, sem er út- búinn öflugu tónlistarvopni." Ein- ar segist ekki hafa hugmynd um hvað KLF hafi á prjónunum: „Við fáum ekkert að vita, nema að við eigum að reyna að koma bryn- drekanum til landsins." Hann segir að það sé ekki alveg víst að bryndrekinn komist inn í landið, en hann hafi verið að Tengjast ekki heræfingunni Norður-Vík- ingur 95 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ sendi út í gær yfirlýsingu, þar sem tekið var fram að þau verkefni sem unnin eru fyrir íslenskar stofnanir og sam- tök með aðstoð bandarískrar risa- þyrlu, sbr. malarflutning til göngu- stígagerða í Skaftafelli og flutningur á fágætum steinum í Borgarfirði eystra, tengjast ekki heræfingunni Norður-Víkingur 95. I yfirlýsingunni segir að sam- kvæmt beiðni íslenskra stjórnvaida hafi tækifærið verið notað á meðan þessi flutningatæki eru hér staðsett að framkvæma ákveðin verkefni við mjög erfiðar aðstæður sem iilmögu- legt er að leysa með öðrum hætti. Slík verkefni eru unnin í samræði við umhverfissamtök, stofnanir og önnur samtök en ákvörðun um fram- kvæmd þeirra er í höndum varnar- málaskrifstofu og varnarliðsins. reyna að útvega öll tilskilin leyfi fyrir innflutningnum: „Ég hef nefnilega aldrei flutt inn bryn- dreka áður.“ Þá segir hann að þetta sé ekki aðeins viðburður á tónlistarsviðinu, því um fornbíl sé að ræða. Þetta ætti að því verða kærkomið tækifæri fyrir alla bílaáhugamenn að skoða gripinn. TEIKNING af bryndreka KLF-manna. Uppákoma á vegum hljómsveitarinnar KLF á Uxa um verslunarmannahelgina Reynt að flytja 13 tonna bryndreka til landsins TIL stendur að flytja inn breskan sex hjóla Sarazen-bryndreka frá 1951, sem búið er að gera upp með risastóru 5 þúsund watta söngkerfi, fyrir tónleikana við Kirkjubæjarklaustur um verslun- armannahelgina. Bryndrekar af þessari gerð eru um 13 tonn, með 215 hestafla Rolls Royce-vél og voru meðal annars notaðir í stríðum sem Bretar háðu í Aden og Kenýa upp úr 1960. Þá hafa þeir verið notað- ir í óeirðunum á Norður Irlandi. Bryndrekinn er í eigu hinnar heimsþekktu hljómsveitor KLF. „Þeir eru svolitlir prakkarar," segir Einar Örn Benediktsson hjá Uxa. „Þeir ljósrituðu til dæmis milljón eins punda seðla og voru sektaðir um samsvarandi upp- hæð. Þeir neituðu hins vegar að borga, tóku milljón pund út af bankareikningum sínum og brenndu þá í vitna viðurvist. Við það féll skuldin niður.“ Þetta er ekki það eina sem þeir hafa afrekað um dagana. „Þeir gerðu annað af sér, sem var álíka glæsilegt," segir Einar. „Þeir gáfu út plötu og auglýstu í öllum fagritum. Áhangendur þeirra urðu svo óneitanlega svekktir, þegar þeir ætluðu að kaupa plöt- una í plötubúðum og komust að því að KLF hafði vissulega gefið út plötu, en aðeins eitt eintak.“ muRur Brótist inn í tvö hús í Hafnarfirði BROTIST var inn í tvö hús í Hafn- arfirði í fyrrinótt og aðfaranótt fimmtudags. Aðfaranótt fimmtudags var brot- ist inn í íbúðarhús við Vesturbraut. Farið var inn um glugga á neðri hæð hússins en fólk var sofandi á efri hæð. Þjófurinn hafði ýmis tæki á brott með sér. í fyrrinótt var farið inn um glugga í mannlaust íbúðarhús við Suðurgötu. Þaðan var stolið geisla- diskum og peningum. Nýr kafli f þjónustu ESSO við Safnkortshafa Dagamunur er enn ein nýjungin á árinu í þjónustu Olíufélagsins hf. við Safnkortshafa. I þetta sinn felst Dagamunur í 2ja króna afslætti á hvern bensínlítra og fer sá afsláttur beint inn á Safnkortið. Gerðu þér Dagamun • hjá ESSO á Blönduósi, • ESSO á Egilsstöðum eða • ESSO í Skógarseli Reykjavík, í dag eða á morgun... ...og á þinni ESSO-stöð þegar þar að kemur. Alltaf llteð eitthvað nýtt! Olíufélagiðhf ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.