Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 35 ull í starfi. Hann var góður línu- veiðimaður og oft fiskaði hann líka vel á önnur veiðarfæri. Hann var glöggur sjomaður, virtist sjá ákaf- lega vel og gat jafnvel sagt mönnum á öðrum skipum til þó þeir væru betur búnir tækjum. Undirritaður hafði verið nokkra vetur í Vestmannaeyjum og unnið við fiskaðgerð. Svo vertíðina 1962 fannst honum komið að þeirri síð- ustu, og kom þá til Eyja óráðinn. Það vantaði í, ef gengi eftir að þetta væri síðasta vertíðin, að kynn- ast lífi sjómannsins. Þess vegna rölti hann um bryggjumar til og frá í hálfrökkrinu þegar bátarnir voru að koma. Ó, mig auman, enginn gat orðið spenntur fyrir slíku sjó- mannsefni. En eftir götunni kom hár maður, karlmannlegur. Hann gekk með hendur í vösum, en fasið bar vott um ákveðinn vilja. Arnaraugun og hvassar augabrýr gerðu manninn ennþá stærri. Þama fór sjómaður sem allt sitt líf hafði stigið í takt við ölduna frá því hann var korn- ungur. Ég vissi hver maðurinn var og hafði veitt honum athygli næstu vertíðir á undan, vegna þess að ég hafði heyrt talað um hann. Hann var er þetta gerðist skipstjóri á bát sem frændi minn átti hlut í. En mér stóð hálfgerð ógn af þessum augum sem sáu miklu meira en ég og mínir líkar. Þá beygði hann skyndilega af leið og kom í átt til mín, og mér var ljóst að hann vissi líka hver ég var. Ert þú á lausu? Mig vantar mann. Frá þeirri stundu urðum við vinir, ekki bara kunningj- ar, ekki bara samstarfsmenn eina netavertíð, heldur vinir. Það var hans stóra hjarta, sem færði honum svo marga vini. Og hann verndaði alltaf þennan vesæla sjómann, land- krabba, sem kúgaðist ef eitthvað var að veðri. Þó reynt væri að fela það. Það var alveg sama á hveiju gekk, aldrei skipti skipstjórinn skapi. Samt væri alls ekki rétt að segja að hann hefði verið afskipta- laus. Hann hvatti menn sína til að ná meiri hraða og góðum vinnu- brögðum og lét í ljós ef honum lík- aði ekki. En um leið og hann var að ná meiri afköstum þá var hann í að létta andrúmsloftið um borð. Eins og Bogi ólst upp við að veiða físk úr sjó, þá var líka lögð áhersla á annan veiðiskap. Það leiddi af sjálfu sér, fólkið þurfti á því að halda. Strax á unga aldri lærði hann að fara með skotvopn, og eins og allt annað sem hann meðhöndl- aði fór hann vel með það. Hann hafði gaman af veiðiskap. Mörg haust kom hann með félögum sínum til landsins vegna þess. Eftir sam- veru okkar þennan vetur mátti ég því eiga von á að hitta hann á haust- in. Og það var allri fjölskyldunni í Miðey mikið tilhlökkunarefni til margra ára. Hann hafði alltaf nóg- an tíma til að tala við bæði eldri og yngri. Fáa hef ég séð leggja sig svona fram til að ræða við bömin um alla heima og geima. Á sjónum fór ekki milli mála að hann réð, þá var hann valdið. Og ekki þýddi að bulla um ekki neitt. Hann var upp- tekinn af því sem hann hafði tekið að sér, að stjórna skipinu og leita eftir hvar væri veiði von. Hann sagði okkur ekki fyrirætlariir sínar fyrr en jafnóðum og þurfti að fram- kvæma þær. En þegar hann sat með Iítinn dreng eða stúlku í fang- inu, og kominn langt frá sjónum, leitaði hann í sál barnsins eftir umfjöllunarefni og áhugamáli, góð- vildina og vinarhuginn fann við- mælandinn. Þannig hændi hann að sér börnin. Hann var heldur ekki of mikill maður til að gæla við fer- fætlingana á bænum og hætti ekki fyrr en hann var líka búinn að gera þá að vinum sínum. Þessi stóri og sterki maður sem ekki skorti áræði til að bjóða byrginn ólgandi úthafi, og hveijum sem var. Hann tók sjó- menn undir hendurnar ef þurfti með og fékk lítil börn til að skilja að hann var jafningi þeirra. Svona menn hljóta að skila miklu til sam- ferðafólksins. En það er svo oft sem þeir eru ekki metnir að verðleikum fyrir að þeir eru ekki alltaf að gera sig mikla menn. Vantar kannski metnað til að koma sjálfum sér meira í sviðsljósið. Það var einn dag á vertíðinni 1962, við höfðum róið hvern ein- asta dag í langan tíma. Þegar búið var að landa aflanum fórum við oft strax út aftur, og það sem við sváf- um, þá sváfum við í bátnum. Svo vaknaði ég allt í einu og mér leið svo einkennilega vel, sjórinn var alveg sléttur og enginn umgangur. Enginn kallaði, baujan. Ég var út- sofinn og óþreyttur. Þá fann ég svolítið bank, og ég áttaði mig á að við vorum við bryggjuna. Skip- stjórinn hafði ákveðið að hvíla mannskapinn. Eins hefur hinn mikli stjórnandi nú ákveðið að hvíla þjón sinn, og ég trúi að honum líði vel. Hann hefur skilað góðu verki. Við biðjum þann sem við trúum að vaki yfir okkur að vernda hann. Kæra Dagný og börn, ég votta ykkur samúð mína. Grétar Haraldsson. Andlát Boga vinar okkar bar snöggt og óvænt að. Við bjugg- umst við honum heim aftur eftir aðgerðina sem hann gekkst undir. Við áttum eftir að samgleðjast honum í tilefni af 75 ára afmælinu hans, sem var hinn 4. júlí sl., en þann dag voru þau hjónin, hann og Dagný, norður í landi í faðmi fjölskyldunnar og áttu yndislegar stundir saman. En eins og góður maður sagði, þá höfum við bara daginn í dag, um morgundaginn vitum við ekkert. Bogi og Dagný kona hans hafa verið nágrannar okkar sl. 20 ár, eða frá því flutt var aftur heim eftir gos. Þau hafa reynst einstak- lega góðir vinir og nágrannar. Bogi var dagfarsprúður maður, sem gott var að hitta og spjalla við. Það var gaman að hlusta á hann segja frá liðnum dögum og hlusta á frásagnir af gæsaveiðitúr- um. Þá ljómaði góðlegt andlitið þegar rifjaðir voru upp skemmti- legir atburðir og hann hló við eins og honum einum var lagið. Bogi var vinur vina sinna, og þar skipti aldur ekki máli. Éldri sonur okkar naut góðs af þeirri vináttu þegar hann var barn að aldri. Bogi tók hann með sér í kartöflugarðinn, bæði að vori til að setja niður, og svo að hausti til að taka upp, og launaði honum svo með útsæði eða nýuppteknum kart- öflum í soðið, sem snáðinn kom stoltur með heim og þóttu betri en aðrar kartöflur. Bogi var líka mikill áhugamaður um silungsveiði, og þegar veiðitúr- ar voru undirbúnir með mað- katínslu hérna sitt hvorum megin við götuna, var oft gantast með hvorum megin beitan væri vænni. Já, það var oft slegið á létta strengi og spjallað saman yfir kaffibolla, sem var þó allt of sjaldan. Sam- verustundir með þeim hjónum voru eins og hátíðarstundir, sem gáfu manni mikið. Við kveðjum kæran vin með söknuði og þökkum fyrir allt. Dagnýju, Guðnýju, litlu Dagnýju, Erlendi og Önnu vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Boga. Fjölskyldan Höfðavegi 18, Vestmannaeyjum. Aðeins örfá orð til að minnast- míns góða vinar, Boga Finnboga- sonar. Ég kynntist Boga árið 1960, þegar ég réðst í skipsrúm hjá hon- um. Strax tókst með okkur góð vinátta, sem hefur haldist alla tíð síðan. Hann var sérstaklega ljúfur í allri umgengni og góður við menn og málleysingjá. Ég og mín fjöl- skylda þökkum allar góðu samveru- stundirnar gegnum árin og vottum Dagnýju og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Stefán Friðriksson. INGIMUNDUR HJÁLMARSSON + Ingimundur Hjálmarsson fæddist í Hátúni í Seylu- hreppi í Skagafirði 17. septem- ber 1907. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 15. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Seyðisfjarðar- kirkju 24. júní. INGIMUNDUR Hjálmarsson flutt- ist á 15. ári til Seyðisfjarðar með foreldrum sínum, þar sem við kynntumst. Ingimundur var bílstjóri og keyrði hann Loðmfirðinga mikið, m.a. á framsóknarhátíðir á Hall- ormsstað. Við Ingimundur vorum báðir miklir lombermenn og spiluð- um oft heilu næturnar og var þá alltaf glatt á hjalla. Ingimundur var ákaflega skemmtilegur og átti mikið af góð- um vinum og kunningjum. Árið 1940 giftist hann Unni Jónsdóttur og eignuðust þau tvær dætur, Kol- brúnu og Guðrúnu. Ingimundi var fjölskyldan mjög kær og var annt um að öllum liði vel. Ilann hélt mikið upp á drengina syni dætra sinna og varð tíðrætt um þá. Ég kom oft á heimili Ingimundar og Unnar og bjó iðulega hjá þeim er ég kom á Seyðisfjörð. Voru þau hjón ákaflega gestrisin og gott að eiga þau að vinum. Ég og fjölskylda mín viljum að leiðarlokum þakka fyrir trygga og góða vináttu í fjöldamörg ár og vottum dætrum Ingimundar og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar. Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum, Loðmundarfirði. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VALDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist á Droplaugarstöðum 11. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Þórarinn Sigurjónsson, Pálína Þórunn Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkaer eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS BÆRINGUR KRISTINSSON fyrrverandi skólastjóri, Skólatröð 6, Kópavogi lést að kvöldi 20. júlí á dvalarheimilinu Sunnuhlíð. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR, Hjallabrekku 43, Kópavogi, sem andaðist að Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 18. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. júlí kl. 10.30. Kristján Benedikt Jósefsson, Ása Benediktsdóttir, Stefán Jónatansson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurður B. Stefánsson, Svanhvft Stefánsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG EYJÓLFSDÓTTIR, Ásvallagötu 53, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 24. júlí kl. 13.30. Sigríður Þórdís Sigurðardóttir, Hjálmar Pálsson, Eyjólfur Jónas Sigurðsson, Sigríður ísafold, Agða Sigrún Sigurðsdóttir, Gestu Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SARA GUÐRÚN VALDEMARSDÓTTIR, Sunnuhlíð 21 F, Akureyri, sem lést í Kristnesspítala þann 15. júlí sl., verður jarðsungin frá Glerárkirkju mánudaginn 24. júlí kl. 13.30. Erna Jóhannsdóttir, Egill Bjarnason, Jónína Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jón Sfmon Karslsson, Hólmfríður Jóhannsdóttir, Per Mogensen, Valdemar Örn Valsson, Rannveig Karlsdóttir, Jóna Kristm Valsdóttir, Stavros Avramiðis Gígja Björk Valsdóttir, Arrnar Þór Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR JÓNU MAGNÚSDÓTTUR frá Sæbakka, Dalvik. Hildur Hansen, . Þórir Stefánsson, Þóranna Hansen, Aðalsteinn Grímsson, Hildur Aðalsteinsdóttir, Ólafur Baldursson, Þórhildur Þórisdóttir, Ingvar P. Jóhannsson, Andri Þór, Aðalsteinn, Katrín Sif og Þórir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.