Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viðræðum Eimskips og Royal Arctic Line skipafélagsins lokið Óbreytt samstarf EKKERT mun verða af auknu sam- starfi Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line A/S, eins og fyrirhugað hafði verið. Þá mun ekkert verða af því að Eim- skip kaupi hlut í skipafélaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu Eimskips. Grænlenska heimastjórnin hafði óskað eftir því við Eimskip að fyrir- tækið myndi auka samstarf sitt við Royal Arctic og hugsanlega kaupa einhvern hlut í skipafélaginu. Við- ræður höfðu farið fram um mögu- legar leiðir til að auka samstarf skipafélaganna tveggja á undan- förnum vikum, en niðurstaðan varð sú að engar breytingar yrðu gerðar á núverandi samstarfi, a.m.k. fyrst um sinn. Því verður ekki ráðist í neina samræmingu á siglingakerf- um félaganna og umhleðslu um Reykjavík, eins og fyrirhugað hafði verið. Eimskip mun þó áfram verða umboðsaðili fyrir Royal Arctic Line á íslandi sem og á öðrum viðkomu- höfnum Eimskips erlendis. Gert er ráð fyrir því að Royal Arctic Line muni reyna að ná fram hagræðingu í rekstri sínum með því að skera niður þjónustu og fækka ferðum á milli Danmerkur og Græn- lands. Einnig er reiknað með því að fyrirtækið mun væntanlega al- farið verða í eigu grænlensku heimastjórnarinnar. Búnaðarbankinn hvetur til sparnaðar með peningavinningum Reglulegur sparnaður með gjald eyris- og verðbréfareikningum BÚNAÐARBANKINN hefur hleypt af stokkunum sérstöku átaki til að hvetja fjölskyldur og einstaklinga til að notfæra sér spamaðarþjón- ustu bankans. Meðal annars mun bankinn draga nöfn þriggja til fjög- urra sparenda út með reglubundnu millibili næsta árið og hljóta þeir peningavinning að launum frá bankanum. Þá gefst almenningi nú í fyrsta sinn kostur á að stunda reglulegan sparnað með því að leggja inn á gjaldeyrisreikninga. Sparivinningamir nema alls 900 þúsund krónum næsta árið. I sept- ember, desember, mars og júní verða dregnir út þrír vinningar að upphæð 50 þúsund hver en auk þess verða tvisvar dregnir út 150 þúsund króna vinningar, í desember næstkomandi og í júní 1996. Allir, sem stunda reglulegan sparnað hjá bankanum verða sjálfkrafa með í vinningspottinum. Sparnaðarfjár- hæð þarf að nema a.m.k. þijú þús- und krónum á mánuði og lágmarks samningstími er tólf mánuðir.- „Á grænni grein með spariá- skrift“ era einkunnarorð átaksins og mun það standa yfir í eitt ár. Að sögn Eddu Svavarsdóttur, markaðsstjóra Búnaðarbankank- ans, var ákveðið að efna til útdrátt- ar peningavinninga til þess að vekja fólk til umhugsunar um kosti sparn- aðar og vekja athygli á nýlegum sparnaðarreikningum sem hafa lítt verið kynntir fram að þessu. Um er að ræða bundna og óbundna gjaldeyrisreikninga og verðbréfa- reikninga. Þeir sem kjósa að stunda spamað með eldri reikningum, svo sem Stjörnubók, Metbók eða Spari- lánareikningi, verða einnig með í pottinum. Y erðbréfasparnaður „Frá með síðustu áramótum var almenningi gefinn kostur á að kaupa gjaldeyri og leggja inn á inn- lenda gjaldeyrisreikninga. Almenn- ingi er nú gefinn kostur á að hefja reglubundinn sparnað í erlendri mynt. Þá eiga viðskiptavinir nú kost á því að hefja reglubundinn sparnað með verðbréfareikningi. Þjónustufulltrúar bankans sjá síðan um að nota innstæðu verðbréfa- reikningsins til kaupa á verðbréfum og hlutabréfum í samráði við við- skiptavini og annast alla fyrirhöfn við kaup og sölu ásamt vörslu bréf- anna. Reynsla okkar er sú að það er mjög erfitt að fá fólk til að stunda reglulegan sparnað en með fjölgun sparnaðarkosta gerir bankinn sér vonir um að fólk leiði frekar hugann að því,“ segir Edda. 4,3% hækkun launavísitölu á árinu VÍSITALA byggingarkostnaðar mældist 204,6 stig miðað við verð- lag um miðjan júlí og hefur hún hækkað um 0,15% frá því í júní. Undanfarna 3 mánuði hefur vísital- an hækkað um 0,5% sem jafngildir 2,0% verðbólgu á ári. Undanfarna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,4%. Launavísitala júnímánaðar mældist 139,6. Undanfarna 6 mán- uði hefur vísitalan hækkað um 4,3% sem þýðir tæplega 9% hækkun á ári. Áð sögn Eiríks Hilmarssonar hjá Hagstofunni er þessi mikla hækkun nú til komin vegna nýlegra kjarasamninga. „Einhveijar hækk- anir verða í júlí og búast má við að vísitalan hækki enn frekar þá, en eitthvað dregur líklega úr hækk- unum á seinni hluta ársins." Ferðaskrifstofa Islands og Alís óánægðar með þjónustu Emerald Air Hætta viðskiptum við flugfélagið 25% minni hagnaður Apple Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. APPLE-tölvufyrirtækið hefur til- kynnt að hagnaður þess á síðasta ársfjórðungi hafí minnkað um 25% þrátt fyrir aukna sölu á Macintosh-tölvum. Að sögn Apples minnkuðu tekj- ur fyrirtækisins á þremur mánuð- um til júnfloka í 103 milljónir dollara úr 138.1 milljón fyrir ári. Tekjur á hlutabréf minnkuðu í 84 sent úr 1,16 dolluram. Hlutabréf í Apple lækkuðu eft- ir birtingu uppgjörsms um 4.06 dollara í 43 dollara. ÞAKRENNUR Kantaðar eða rúnnaðar ♦ Sterkar og endingargóðar, framleiddar úr PVC. plasti. ♦ Auðveld uppsetning - má mála með útimálningu. ♦ íslenskar leiðbeiningar. 25 ára reynsla við íslenskar aðstæður B Y GGINGAV ÖRUR Ármúla 18, s. 553 5697 TVÆR ferðaskrifstofur, Ferða- skrifstofa íslands og Ferðaskrif- stofan Alís, hafa ákveðið að hætta tímabundið viðskiptum við flúgfé- lagið Emerald Air vegna óánægju með þjónustu þess. Laufey Jóhannsdóttir, eigandi Ferðaskrifstofunnar Alís, segir að fyrirtæki sitt treysti sér ekki til þess að selja farmiða í ferðir flugfélagsins svo lengi sem engar breytingar verði gerðar til úrbóta í þjónustu þess. Dæmi sé um að farþegar hafi misst af flugi vegna þess að þeir biðu eftir flugvél á röngum flugvelli. Laufey segir að óvissa um flug- áætlun frá degi til dags ráði mestu um ákvörðun ferðaskrifstofunnar. Ekki sé víst hveiju sinni hvaðan flogið er aftur til íslands og þá sé og jafnan margra tíma seinkun á flugi. Laufey segir að starfsmenn ferðaskrifstofu sinnar haft brýnt fyrir viðskiptavinum sínum að HORFUR á svalara veðri og vætu eftir hitabylgju í miðvesturríkjum Bandaríkjanna dró nokkuð úr hækkun á h'veitiverði á heimsmark- aði um miðja vikuna, en framreikn- að verð í Chicago hækkaði þó á ný. Verð á hveiti er með því hæsta í tíu ár vegna uggs um að hitamir í Bandaríkjunum kunni að draga úr uppskeru á sama tíma og hveiti- birgðir á heimsmarkaði hafa ekki verið minni í 20 ár. Auknar líkur era á að hærra grennslast rækilega fyrir um brottfararstað og -tíma áður en það fari út á flugvöll. Þess vegna hafi enginn farþega ferðaskrif- stofunnar misst af flugi með flug- félaginu. Fóru of fljótt af stað „Ég held að eigendur Emerald Air hafi farið of fljótt af stað. Þeir hafa greinilega ekki undir- búið jarðveginn nægilega vel fyrir rekstur flugfélags. Það er ekkert að því að reka flugfélag og ekkert að samkeppni en flugfélag verður að reka þannig að hægt sé að nýta sér þjónustu þess,“ sagði Laufey. Hún sagði ekkert því til verð á heimsmarkaði kunni að leiða til hækkunar á brauðverði í sumum auðugrí löndum og auka innflutn- ingskostnað fátækra ríkja. Verð á gulli var skráð 390,45 dollarar í London í gær og hefur ekki verið hærra í einn mánuð. Bandaríski seðlabankastjórinn Alan Greenspan sagði í vikunni að bankinn þyrfti að hafa gætur á gulli, þar sem það gæfi vísbending- ar um verðbólgu. Verð á hráolíu komst nálægt því fyrirstöðu að hefja viðskipti við flugfélagið að nýju, bæti það þjón- ustu sína og standi við flugáætlun. Gagnrýni vísað til föðurhúsa Stefán Amgrímsson, starfs- maður Emerald Air á íslandi, vísar ásökunum um lélega þjónustu til föðurhúsanna. Hann fullyrðir að ekkert flug hafi fallið niður á veg- um flugfélagsins og að engir far- þegar hafi orðið strandaglópar erlendis. í yfirlýsingu Stefáns til fjöl- miðla vegna þessa máls segir hann að þeir örfáu farþegar, sem ekki náðist í til að upplýsa að skipt hafí verið um brottfararstað í lægsta í bytjun vikunnar vegna uggs um offramboð og síðan hefur verðið verið svipað. Framreiknað viðmiðunarverð í London var um 15,90 dollarar tunnan. Verð á kopar og áli hefur verið með lægra móti síðan á þriðjudags- kvöld. Eftirspum eftir kopar hefur minnkað og framreiknað verð í London lækkaði niður fyrir 2.975 dollara. Staða áls hefur versnað, þar sem Lundúnum fyrir skömmu, hafi verið fluttir heim samdægurs þeim að kostnaðarlausu. Hann kvaðst vilja þakka farþegum fyrir auð- sýnda þolinmæði og skilning á erfiðum aðstæðum félagsins en harmar jafnframt þau óþægindi sem einhveijir kunna að hafa orð- ið fyrir. Eigin vél brátt tekin í notkun Stefán segir að sökum byijunar- erfiðleika í rekstri félagsins hafi félagið enn ekki getað tekið í notk- un eigin vél, Boeing 737-200. Hún verði líklega tekin í notkun um næstu mánaðamót. „í stað þess að leggja árar í bát og aflýsa ferð- um félagsins í júlí var ákveðið að leigja vélar til þess að standa við gerðar skuldbindingar við ferða- skrifstofur og farþega, enda þótt það kostaði félagið verulega fjár- muni,“ segir Stefán í yfirlýsingu sinni. um það er rætt á ný að samkomu- lag framleiðenda um að draga úr framboði kunni að bresta á næst- unni. Álverðið í London var um 1.900 dollarar í lok vikunnar og hafði lækkað um tæplega 40 doll- ara síðan á mánudag. Kaffí hefur hækkað í verði á ný eftir síðustu lækkun - í 2.535 doll- ara eftir lækkun í 2.375 dollara á þriðjudag. Horfur eru á að framboð minnki og engar frostskemmdir Hveiti og gull hækka í verði en lágt verð á olíu og áli ,ondon. Reuter. t: L c c i i V ( i i ( i i íí i ( i < < < I ( < ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.