Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Verslunareigendur við göngugötuna í Hafnarstræti V- ^ - \ y'A. ,;?A Morgunblaðið/ Umferð bíla verði leyfð að nýju EIGENDUR verslana og hags- munaaðilar við göngugötuna í Hafnarstræti hafa farið fram á það við bæjaryfirvöld á Akureyri að akstur bifreiða um göngugöt- una verði heimilaður í tiirauna- skyni um ákveðinn tíma. Fulltrúar kaupmanna, þeir Arn- ór Karlsson, Flosi Jónsson og Vil- helm Ágústsson ræddu málið við Jakob Björnsson bæjarsljóra á Akureyri þegar þeir afhentu hon- um undirskriftarlista verslunar- eigenda við götuna í gærmorgun. Kaupmenn vilja að komið verði upp lokunarbúnaði svipuðum þeim og er í Austurstræti í Reykjavík, svo hægt verði að stýra umferð og loka götunni við viss tilefni. Fram hafa komið hugmyndir þeirra á meðal um að hægt verði að afmarka það svæði sem bílaum- ferð er ætlað um götuna t.d. með því að koma upp blómakerum með ákveðnu millibiii. Ástæður þess að kaupmenn vilja opna þann hluta Hafnarstrætis sem fyrir allmörgum árum var gerður að göngugötu er sú að dregið hafi úr viðskiptum, versl- anir sem þar eru staðsettar hafi liðið fyrir hve viðskipavinum er gert erfitt fyrir að nálgast þær, langt sé í bílastæði og þau oftast nær upptekin af fólki sem vinnur í stofnunum miðbæjarins. Verslunareigendur við götuna telja að góð reynsla þegar akstur var að nýju leyfður um Austur- stræti réttlæti að þessi tilraun verði gerð um göngugötuna á Akureyri. Með því færist meira líf í miðbæinn og fasteign við götuna verði aftur góð fjárfesting. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að þetta mál hefði ekki ver- ið rætt í bæjarstjórn Akureyrar enn sem komið er en taldi ekki útilokað að farið yrði að óskum kaupmanna og tilraunin gerð. SaumaKúnst Brúðar- kjólaleiga opnuð á dögunum FYRIRTÆKIÐ SaumaKúnst, sem stofnað var fyrir tæpu ári, hefur fært út kvíarnar því nú nýlega hófst á þess vegum brúðarkjólaleiga. Það eru þæf- Birgitte Bengtsson klæðskeri og Þór- unn Sigurðardóttir kjóla- meistari sem eiga og reka fyrirtækið SaumaKúnst, en það hefur boðið upp á fjöl- breytta þjónustu eins og hönnun og saum á fatnaði, viðgerðir og breytingar á fatnaði, einkennisbúninga- saum og leigu og sölu á sam- kvæmiskjólum. Fata- og fylgihlutaleiga Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt um set, úr Skipagötu 18 í Gránufélags- götu 4, 2. hæð og jafnframt aukið þjónustuna með leigu á fatnaði og fylgihlutum fyrir brúðkaup og geta brúðhjón, brúðarmeyjar og -sveinar fengið þar fatnað við hæfi. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi fyrirtækisins í dag, laugardag, en þar verður opið hús eftir hádegið. Fyrsta orlofs- húsið í Kjarnabyggð FYRSTA orlofshúsinu í Kjarna- byggð, nýju orlofshúsasvæði skammt norðan við Kjarnaskóg á Akureyri, var komið fyrir í gær- dag. Alls verða um 10 samskonar hús sett upp í fyrsta áfanga upp- byggingar svæðisins sem lokið verður við í sumar, en í allt er gert ráð fyrir að húsin verði ríf- lega 30. Orlofshúsin hafa verið í smíðum á Akureyri og Sauðár- króki í sumar og þá hefur verið unnið við gatnagerð og fleira á svæðinu. Áætlað er að fyrstu gest- ir húsanna dvelji í þeim i næsta mánuði. Það er félagið Úrbótar- menn á Akureyri sem stendur Listasumar Morgunblaðið/Rúnar Þór fyrir framkvæmdum við orlofs- húsasvæðið í Kjarnabyggð, en húsin eru seld starfsmannafélög- um og félagasamtökum. BDffDbaa0I0ei ^ SB|| QasB «DOOBofi| NEMENDUR á árlegri gítarhátíð sem nú stendur yfir á Akureyri leika á tónleikum í Deiglunni ki. 18.00 í dag, laugardag. Aðgangur er ókeypis. Á morgun sunnudag leikur „Hollenski sígauninn" gítarleikar- inn Eric Vaarzon Morel m.a flam- enco í Deigiunni ki. 20.30. Sumartónleikar verða í Ak- ureyrarkirkju. Flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgis- dóttir leika kl. 17.00. Aðgangur ókeypis. Um helgina verða opnar sýningar á verkum Jóns Gunnars Árnasonar og Jan Knap í Listasafninu á Akur- eyri, sýningin Sumar’95 er í Mynd- listarskólanum á Akureyri, Janie Darovskikh sýnir í Deiglunni og Jón Laxdal í Glugganum. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Akur- eyrarkirkju á morgun kl. 11.00. Gestir Sumartónleika á Norð- urlandi, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir flautuleik- arar, leika í athöfninni. Guðs- þjónusta verður í Minjasafns- kirkjunni sama dag ki. 14.00. Björg Þórhallsdóttir syngur í athöfninni. Kaffisala verður í Zontahúsinu að lokinni guðs- þjónustu. Sumartónleikar verða í Akureyrarkirkju kl. 17.00. á sunnudag. GLERÁRKIRKJ A: Kvöld- guðsþjónusta verður annað kvöld, sunnudagskvöldið 23. júlí kl. 21.00. Séra Hannes Örn Blandon þjónar. H VÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Brauðsbrotn- ing kl. 11.00 á morgun og Vakningarsamkoma, frjálsir vitnisburðir kl. 20.00. Bæna- samkoma kl. 20.30 næstkom- andi föstudagskvöld. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18.00 og á morgun, sunnudag kl. 11.00. ARNÓR Orri Harðarson, Kristín Þorgeirsdóttir og Baldvin D. Rún- arsson á Akureyri héldu á dögunum hlutaveltu og afhentu Rauða- krossinum afraksturinn um eitt þúsund krónur. Viðamestu tónleikar sem haldnir hafa verið a isiandi verða á Kirkjubæjarkiaustri dagana 4.-6. agust. Yfir 30 hljómsveitir koma fTam, bæði erlendar og íslenskar auk fjölda plötusnuða. ^ Forsala á flestölium bensínstöðvum Skeljungs út á landsbyggðinni. V Einnig í Hljómalind, Týnda hlekknum, Levis buðlnni í Reykjavik og • Akureyri, Freefall Laugavegi 20 b, Músik £ myndir 1 Mjodd & ,, og Japis, Brautarholti og kringlunní. JZ Þostkröfu og upplysingasimi: 55; 47:7 Tokum við ViSA-greiðsium. | Allar Upplysingar um tonleikana, sætaferðir, tjaldstæðí o.fl. hja Á. Gulu iínunni í síma: 562 6262 Uppiýsíngar og m’ðapantanir á Internetinu hjá http://www.siberia.is/uxi/ \p Aldurstakmark 16 ar nema í fylgd með fuilorðnum. Áfengisbann á tónleikasvæði. Verð kr. 7600.- :VTO ýiill Apple-umboðið hí. LECTRO 8/?otav*> mixmog

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.