Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjárhagur þröngur mjög víða ►NEFNDIN kynnti sér m.a. ný- legar kannanir Félagsvísinda- stofnunar og Húsnæðisstofnunar á húsnæðisaðstæðum, skuldum heimila og vanskilum við bygg- ingalánasjóðina, auk þess sem Seðlabanki Islands vinnur nú að úttekt á skuldastöðu einstaklinga og heimila hjá innlánsstofnunum, Húsnæðisstofnun og lífeyrissjóð- um. ►Þar kom m.a. fram að 1. jan- úar sl. voru á áljánda þúsund lántakendur í vanskilum við byggingalánasjóðina með rúma tvo milljarða króna. Þar af voru 10 skuldarar þremur mánuðum á eftir með greiðslur en á átt- unda þúsund með vanskil sem voru þriggja mánaða eða eldri. Rúmlega 800 lántakendur voru með eldri en tveggja ára vanskil. ► Einnig höfðu 37% allra svar- enda í könnun Félagsvísindastof- unar á aldrinum 25-39 ára lent í vanda með að standa í skilum með venjuleg útgjöld heimilisins og þurft að leita á náðir skyld- menna, vina, lánastofnana eða opinberra aðila. ►32% íbúðareiganda í þessum aldurshópi höfðu lent i vandræð- um með að standa í skilum með húsnæðislán á sama tímabili. Fólk í þessum aldurshópi skuldar að jafnaði mest, tæplega 3,8 milljónir að meðaltali og greiða að meðaltali 18% tekna sinna í húsnæðisskuldir. Meðalafborg- anir hjá þessum hópi eru hæstar, liðlega 34 þúsund krónur á mán- uði, svo fátt eitt sé nefnt. ►Á sl. 2 árum hafa 25% þeirra sem skulda lent í vandræðum með að standa í skilum með af- borganir af lánum vegna hús- næðiskaupa. ►36% þeirra sem eru með lægri tekjur en 70 þúsund krónur á mánuði og skulda vegna hús- næðiskaupa hafa lent í vandræð- um með að standa í skilum með afborganir vegna húsnæðis- kaupa, en 20% þeirra sem eru með hæstu tekjurnar. ► Aðeins 20% fólks á aldrinum 18-75 ára býr í skuldlausum eign- um. ►Um 30% þeirra sem skulda vegna húsnæðiskaupa eru með skuldir innan við 2 milljónir króna, 62% skulda innan við 4 milljónir og 88% innan við 6 millj- ónir. ►Þeir sem keyptu húsnæði 1979 eða fyrr skulda minnst, að meðal- tali rúmlega eina milljón og greiða að meðaltali 11% tekna í afborganir. Þeir sem keyptu á árunum 1990-1995 skulda mest, að meðaltali 4,2 milljónir króna og greiða um 23% tekna í afborg- anir. ►Einstæðir foreldrar skulda einna mest eða um 4,5 milljónir og greiða einna mest eða um 35% tekna í afborganir. ► Einstæðir foreldrar greiða lið- lega 31% af sínum heimilistekjum en fjölskyldur með tekjur undir 70 þúsund krónum greiða tæp 22%. Barnlausir einstaklingar og barnlaus hjón/sambýlingar greiða nánast sömu fjárhæð mánaðarlega eða um 22 þúsund krónur á mánuði. Skuldir ein- staklinga námu 39,2% af áætluðu söluverði en skuldir barnlausra hjóna/sambúðarfólks 26,6%. ►Nefndin kveðst telja að niður- stöður þessara stofnana sýni að margar fjölskyldur hafi lent í vandræðum með fjármál sín vegna lækkunar launa, vegna samdráttar í atvinnulífi, veikinda og atvinnuleysis, vegna áhrifa skattkerfisbreytinga og aukins framboðs af lánsfé. Tillögur um leiðir til að glíma við greiðsluvanda heimila í áfangaskýrslu sam- ráðsnefndar um er lögð á að auka ábyrgð og þekkingu fólks á fjármálum sín- um. Margar tillögur nefndarinnar kalla á lagabreytingar, ásamt náinni samvinnu ráðu- neyta og stofnana. SAMRÁÐSNEFNDIN var sett á fót að ósk Rannveig- ar Guðmundsdóttur fé- lagsmálaráðherra á sein- asta ári og hefur Páll Pétursson félagsmálaráðherra óskað eftir því að nefndin sitji áfram og geri frek- ari tillögur til Íausnar greiðsluvanda heimilanna. greiðsluvanda heimil- anna er bent á ýmsar leiðir til að leysa fjár- hagserfiðleika einstakl- lendis. Sérstök áhersla NAUÐSYN er talin á að koma á sk. skuldaaðlögun fyrir fólk í verulegum greiðsluerfiðleikum, sem verði fyrir vikið ekki keyrt í gjaldþrot. Harkalegar innheimtuaðgerðir Páll sagði ljóst að rhargar tillögur nefndarinnar kölluðu á lagabreyt- ingar og unnið yrði að þeim fyrir næsta haust. Ábendingum nefndar- innar yrði einnig beint til hlutaðeig- andi ráðuneyta og stofnana ,og hvatti ráðherra m.a. til að störfum nefndar á vegum íjármálaráðuneyt- is, sem vinnur að tillögum um breyt- ingar á stimpilgjöldum, yrði hraðað eftir megni. Páll kvaðst einnig telja mjög mikilvægt að setja þak á inn- heimtukostnað lögmanna og að auðvelt væri að benda á dæmi um „mjög ósanngjama" gjaldtöku hjá innheimtumönnum. Hann muni fara fram á við dómsmálaráðherra að ganga í þessi mál. „Eg held að ástandið sé óviðun- andi eins og það er nú, þótt ekki sé hægt að setja alla innheimtu- menn undir sama hatt. Ég hef orð- ið var við býsna svakaleg dæmi um harkalegar innheimtuaðgerðir," sagði Páll. Ekki er búið að reikna út hugsan- : legan kostnaðarauka eða tekjumissi hins opinberra, nái tillögur nefndar- innar fram að ganga. Skuldbreytingar og upplýsingum safnað Nefndin gerir 18 tillögur um að- gerðir sem ætlað er að fyrirbyggja greiðsluvanda og/eða stuðla að lausn greiðsluerfiðleika: • Lánastofnanir, þ.á m. Húsnæðisstofnun, leggi aukna áherslu á að hafa samband við þá sem komnir eru í veruleg vanskil til að leita úrræða áður en til aðfarar, nauð- ungarsölu eða gjaldþrots kemur. • Framhald verði á samkomu- lagi því sem gert var á haustmánuð- um 1993 um skuldbreytingar á veg- um Húsnæðisstofnunar og lána- stofnana og Húsnæðisstofnun verði tryggt fjármagn til áframhaldandi starfs á þessu syiði. • Félagsmálaráðherra hafi for- göngu um að skipa vinnuhóp til að vinna að gerð neyslustaðals fyrir íslensk heimili sem gefur til kynna framfærslukostnað eftir fjölskyldu- gerð og stærð, sem verði ein for- senda fyrir útreikningum á greiðslumati lánastofnana. • Nauðsyn sé að koma á sk. greiðsluaðlögun eða skuldaaðlögun fyrir fólk í verulegum greiðsluerfið- leikum, sem verði fyrir vikið ekki keyrt í gjaldþrot, heldur fái aðstoð til fimm ára við að greiða lána- drottnum og hljóti umbun í formi niðurfellinga ákveðinna skulda að því loknu, hafi það náð árangri á þessu sviði. Um er að ræða nokk- urs konar afbrigði af nauðarsamn- ingum sem ekki hafa staðið ein- staklingum til boða. Búið er að stofna nefnd sem stefnir að því að leggja fram drög að lagafrumvarpi um þetta fyrir haustþing. • Fræðsla um ijár- mál heimila verði tekin upp í grunn- og fram- haldsskólum og hafist verði handa um að semja heppilegt námsefni fyrir öll skólastig íslenska skólakerfisins. • Athugaðir verði kostir og möguleikar á að koma á fót sam- ræmdri uppiýsingaöflun um skuldir og greiðsluvenjur einstaklinga, eins konar upplýsingamiðstöð lánastofn- ana. Talið sé að ef heildaryfirlit yfir skuldir einstaklinga sé notað sem forsenda nýrra lánveitinga verði unnið mikið forvamastarf í þágu bæði greiðenda og lánveitenda. Stimpilgjaldi breytt og greiðsludreifing aukin • Skynsamlegt sé að stimpil- gjald taki mið af lengd lánstíma og að reglur verði settar um að gjald- stofn vegna skuldbreytingarlána verði miðaðar við eftirstöðvar láns- ins en ekki upphaflega lánsfjárhæð. Þannig verði ekki tvígreitt fyrir sama lánið og gjaldið verði lægra fyrir styttri lán. • Lagt er til að sett verði lög- gjöf sem takmarki heimildir lög- manna til að krefjast innheimtu- kostnaðar á vanskilaskuldir. Skuld- ari sé hvorki í aðstöðu til að velja sér innheimtuaðila né að hafa áhrif á þá þóknun sem upp er sett. Því sé ekki um jafna stöðu aðila að ræða og því nauðsyn að setja þak á gjaldtöku við þessar aðstæður. • Lykilatriði sé að einstaklingar eigi um það val hvort afborganit- séu ársfjórð- ungslega eða fleiri. Mik- ilvægt sé að skuldarar fasteignaveðbréfa, þ.e. húsbréfa, eigi slíka val- möguleika og horfið verði frá því að fastbinda mánaðarlega gjalddaga. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Húsnæðisstofnun og aðrar lánastofnanir eru því hvattar til að veita slíka valmöguleika. • Lagt er til að gerð verði krafa um aukna upplýsingaskyldu inn- lánsstofnana til þeirra sem taka að sér að ábyrgjast lán þriðja aðila. Tii álita komi að setja löggjöf um vernd ábyrgðarmanna í samræmi við lagafrumvörp þess efnis í Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi. • Gerðar verði breytingar á fyr- irkomulagi vaxtabóta og tekið verði tillit til fjölda barna með svipuðum hætti og gert er við ákvörðun húsa- leigubóta. Jafnframt verði reynt að lækka húsnæðiskostnað þeirra sem búa við erfiða greiðslubyrði vegna tekjusamdráttar. Leitað verði leiða til að færa útborgun vaxtabóta nær afborgun húsnæðislána þar sem markmið þeirra er jöfnun húsnæðis- kostnaðar. Lán lengd og samræmt bótakerfi • Stuðlað verði að því að lán verði lengd hjá öllum þeim aðilum sem veitt hafa lán til heimilanna og að lengja lánstíma fasteignaveð- bréfa sem skipt hefur verið fyrir húsbréf, þegar um greiðsluerfið- leika er að ræða sem stafa af tekjulækkun eða veikindum. Lenging láns- tíma á lánum Húsnæðis- stofnunar yrði íjármögn- uð með sölu húsnæðis- bréfa. Jafnframt verði lánshiutfall í húsbréfakerfinu hækkað við kaup á fyrstu íbúð. • Tekjuviðmiðun vegna húsa- leigubóta verði hækkuð í áföngum þannig að stuðningur ríkisins mis- muni ekki eftir því hvort um leigu eða eign er að ræða. • Stuðlað verði að öruggum leigumarkaði til að fólk ráðist ekki í ótímabæra íjárfestingu einungis til að skapa fjölskyldu sinni öruggt Nauðsyn að setja þak á innheimtu lögmanna Stimpilgjald taki mið af lengd lánstíma inga og fjölskyldna hér- Kalla á lagabreytingar og samvinnu stofnana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.