Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Það jafnast fátt á við fersk bragðmikil jarðarber bent á að nota jarðarber á nýstárleg- an hátt á veisluborðið. Útvega þarf strítulega blómafrauð eins og notað er í jólaskreytingar. Frauðið er sett á fallegan disk sem er skreyttur með grænu grænmeti. Ef vill má vefja um frauðið plastþinnu eða álpappír. Jarðarberin éru hreinsuð vel og síðan er hvert ber sett á tannstöngul sem síðan er stungið þétt í frauðið. Geym- ið á köldum stað þangað til betjatréð er borið fram. Hrísgrjónaglaðning- ur með jarðarberjum 4 dl vatn 1 vgnillustöng 3 msk. grautarhrísgrjón 4 matarlímsblöó 3 msk. sykur 1 peli þeyttur rjómi skraut og fylling 300 g jarðarber 6 gnanassneiðar sykur Grand Marnier Þessa uppskrift rákumst við á í danska blaðinu Ude og hjemme. Skafið vanillustöngina út í mjólk- ina og látið suðuna koma upp. Bætið hrísgijónum í og látið sjóða í lokuðum potti við lágan hita í hálftíma. Hrærið í grautnum af og til og passið að ekki brenni við. Leysið matarlímsblöðin upp í köldu vatni og hellið í grautinn. Bætið sykri í og látið graut- inn kólna. Að lokum er þeytta tjómanum hrært saman við og blöndunni hellt í hringform. Kælið í 1-2 klukkustundir. Hellið hrísgijóna- glaðningnum á fat og fyllið holuna með jarðar- beijum sem búið er að marínera í Grand Mamier. Strá- ið strásykri yfir og skreytið með ananas sem einnig er búið að marín- era í áfenginu. ■ Á SUMARDEGI finnst mörgum gott að gæða sér á ferskum og bragðmikl- um jarðarbeijum. Það hefur líka ver- ið hagstætt verð á þeim undanfarið, 250 g öskjur hafa jafnvel farið niður í 79 kr. sem venjulega eru á nokkur hundruð krónur og því sjálfsagt að nýta tækifærið. Auk þess sem berin eru góð á bragðið eru þau næringarrík en hita- einingasnauð. í hveijum 100 grömm- um af jarðarbeijum eru um 40 hita- einingar. Berin, sem innihalda mikið vatn, eru líka rík af C-vítamíni og t.d. A-vítamíni, beta-karótíni, kalki og fosfóri. Jarðarberin á ekki að skola fyrr en rétt áður en þau eru borðuð og þau eiga ekki að liggja í bleyti því þá kann vatnið að þrengja sér inn í þau og draga úr bragðinu. Berin er hægt að borða eins og þau koma fyrir eða bera fram með ís eða ijóma. Þau eru frábær í tertur og allskyns eftirrétti, út á AB-mjólk- ina eða súrmjólkina, maukuð í jógúrtið, í bitum í ávaxtasalatið eða þegar búinn er til jarðar- beijahristingur eða ferskir ávaxtadrykkir má með góð- um árangri nota berin. Jarðarberjatré 30 sm strítulagq frauð (fæsl í blómabúðum) 2-3 kg jarðarber tannstönglar fersk salathöfuð í norsku blaði var lesendum nýlega Ný verslun og konditorí í Borgamesi Borgarnesi. Morgunblaðið. Nýverið opnaði brauðgerð Kaup- félags Borgfirðinga Borgarnesi - KBB - bakaríverslun og konditorí á jarðhæð húss brauðgerðar- innar sem er við Egilsgötu. Að sögn Ásgeirs Þórs Tómassonar bakarameistara, sem tók við brauð- gerð KBB í vor, er með opnun verslun- arinnar verið að reyna að ná á beinni hátt til_ fólksins. Sagði Ásgeir að brauðgerðin byði nú einnig upp á alla almenna veisluþjón- ustu. Morgunblaðið/Theodór Þórðarson ÁSGEIR Þór Tómasson bakarameistari utan við brauðgerð KBB við Eg- ilsgötu í Borgarnesi. Miklar lagfæringar hafa orðið á vélum og húsnæði brauðgerðarinnar að undanförnu. Alls starfa um 10 til 15 manns hjá brauð- gerð KBB. Ásgeir Þór er einn af sjö í bakaralandsliði ís- lands í kökugerð og hann náði öðru sæti í íslandsmeistara- keppninni í köku- skreytingum sem haldin var í febrúar á þessu ári. Kvaðst Ásgeir Þór vera að undirbúa sig fyrir þátttöku í alþjóð- legri sýningu sem verður í Svíþjóð í haust í tilefni 500 ára afmælis kondit- orí, (kökuskreytinga, konfekt- og desertgerðar) í Evrópu. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir. Á „BLÓMSTRANDI dögum“ var fjölmenni á Markaðstorginu. Markaðstorgið opnar á ný Hveragarði. Morgunblaðið. MARKAÐSTORGIÐ í Tívolíhúsinu í Hveragerði hefur hafið starfsemi á ný og fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Markaðstorgið undanfarnar helgar. Það er Eiríkur Óskarsson, eigandi Kambakjöts í Hveragerði, sem hefur tekið Tívolíhúsið á leigu til 15. september. Starfsemin verður með svipuðum hætti og var s.l. sumar. Margir verða með vörur sínar á boðstólum og börnin geta brugðið sér á hest- bak eða rennt fyrir regnbogasilung í Smugunni á meðan fullorðna fólk- ið skoðar úrvalið í sölubásunum. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir INNGANGURINN. Þar má sjá gamaldags brúsapall og kistu sem Hafþór hefur smíð- að úr greinum úr garðinum. VATNSBRUNNUR með vindhana sem H. smíðaði og fuglahús, þau eru einnig gerð úr greinum úr garðinum. ÚTIGRILLIÐ. Hafþór við grillið. Það er hlaðið og yfir- byggt kolagrill. ÁLFABYGGÐIN umrædda. Þar eru fjórir álfar, bekkur, brú, lækur, hjólbörur, hús o.fl. sem Hafþór hefur smíðað úr greinum. í heimsókn hjá (hugmynda)ríku fólki Morgunblaðið. Hvolsvelli. Á HVOLSVELLI búa hjón á fer- tugsaldri sem hafa komið sér einkar vel fyrir í snotru einbýlis- húsi við Krókatún. Hjá þeim blas- ir sköpunargleði og hugmynda- auðgi hvarvetna við. Hugtakið ríkidæmi kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar maður kemur til þeirra Brynju Döddu Sverris- dóttur og Hafþórs Bjamasonar. Þau eru rík vegna þess að þau hafa látið hugmyndir blómstra og drauma rætast og þannig tek- ist með dugnaði og elju að búa sér heimili sem minnir mest á ævintýri. Brynja er bókavörður en Hafþór vinnur hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Þau eiga tvö börn, írisi 11 ára og Ingva Rafn 14 ára. Það var að haustlagi árið 1983 að Brynja Dadda og Hafþór ákváðu að flytja á Hvolsvöll. Þau voru þá liðlega tvítug en keyptu sér strax einbýlishús sem var til- búið undir tréverk. Þau hafa síð- an verið að innrétta húsið smám saman og einnig hafa þau ræktað einkar fallegan verðlaunagarð sem einkennist af gripum sem Hafþór hefur smíðað s.s.útigrilli, sérstæðum brunni svo nokkuð sé nefnt.Þá er þar einnig heitur pottur sem þau segjast nota mik- ið. Vel er hugsað fyrir því að ekki þurfi of mikið fyrir garðin- um að hafa. Við innkeyrsluna er ævintýralegt álfaland, fyrir álf- ana hefur Hafþór smíðað ýmsa muni, hjólbörur, hús, brýr o.fl. og gróðursett dverggreni og burkna og svo setja risaveppir úr steinum sinn svip á ævintýrið. Mjög fallegt og óvenjulegt og má vel ímynda sér að álfarnir verndi íbúa hússins. Við útidyrnar hafa þau komið fyrir gamaldags brúsapalli sem brúsar með blómum prýða og fyrir ofan er skilti þar sem á stendur „Gallerí I gangi“ en í forstofunni hafa þau ýmsa muni sem þau framleiða og selja. Segja þau að þetta sé tilraun en þau útbúa aðallega gjafavörur, skréytingar og minjagripi. Brynja er reyndar þátttakandi í handverkshópi á Hvolsvelli sem framleiðir minjagripi, m.a. svo- kallaðar „Njálur“, fallegar litlar brúður sem eru sögupersónur úr Njálu. Þá hefur Hafþór útbúið vandaða verðlaunagripi fyrir ís- landsmótið í golfi, en þar er Hekla gamla í aðalhlutverki. Brynja segir að þau vilji vera sjálfu sér næg og hafi langað til að skapa sér heimili þar sem þau geti notið lífsins ogþurfi ekki að sækja lífsfyllingu annað. Enda séu þau heimakær með afbrigð- um. „Okkar aðaláhugamál er að gera eitthvað í höndunum. Við erum alltaf að föndra og skapa. Hafþór hefur góða aðstöðu í bíl- skúrnum þar sem hann getur smíðað allt sem honum dettur í hug bæði úr tré og járni. Við höfum varla keypt okkur nein húsgögn í húsið nema sófasettið í stofunni. Annað hefur Hafþór smíðað eða gert upp gamalt sem okkur hefur áskotnast, hlutir sem enginn annar hefur viljað eiga, hann er reyndar oftast að búa eitthvað til úr efnivið sem kostar lítið sem ekkert. Hann hefur líka innréttað húsið svo okkur hefur tekist þetta þrátt fyrir að tekjur okkar hafi ekki verið miklar." Það er aðdáunarvert að sjá hvað þeim Brynju og Hafþóri hefur tekist að gera úr litlum efnum. Snyrtimennska og list- fengi blasir við hvert sem litið er og er ógleymanlegt að koma til þeirra hjóna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.