Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ríkisrekstur á upplýsingamarkaði í MORGUNBLAÐINU hafa að undanförnu birst greinar um ríkis- rekstur og frjálsa samkeppni á upp- lýsingamarkaði. Greinarnar eru eft- ir Bergþór Halldórsson yfírverk- fræðing hjá Pósti og síma (15. og 18. júlí) og Kristján Gíslason fram- kvæmdastjóra Radíómiðunar hf. (20. júlí). Þá hefur Morgunblaðið í tvígang íjallað um þetta efni í leið- ara (16. og 20. júlí). Fyllsta ástæða er til að fleiri tjái sig um þetta málefni. Samkeppni örvar Að margra mati er upplýsinga- þjónusta mikilvægasti vaxtarbrodd- ur í efnahagsstarfsemi iðnríkjanna. Þangað leitar fjármagnið og þar er þróunin örust. Með hagnýtingu þessarar tækni og þekkingar gefast þjóðum tæki- færi til búháttabreytinga í því skyni að efia efnahagstarfssemina enn frekar. Ný atvinnutækifæri skapast þar sem hugvitið leysir höndina af hólmi. Þessa miklu byltingu verða íslendingar að nýta til að skapa nýja vaxtarbrodda í atvinnulífínu. Ótal dæmi sýna að einkaframtak og samkeppni eru bestu leiðirnar til að tryggja öfiuga sókn í upplýsinga- málum. Það getur ekki verið tilviljun að um allan hinn vestræna heim er markvisst unnið að því að efla sam- keppni á þessu sviði. Þetta er gert með ýmsu móti, s.s. með því að afnema einkarétt ríkisfyrirtækj- anna, með því að bijóta fyrirtækin upp í einingar og með því að einka- væða ríkisfyrirtæki eða hluta þeirra. Engin ástæða er til að ætla að önn- ur lögmál gildi hér á landi. Því er brýnasta verkefnið að draga úr rík- isafskiptum á upplýsingamarkaðn- um. Jafnframt er mikilvægt að allir aðilar á markaðnum sitji við sama borð. Verði þetta ekki gert munum við missa af lestinni. Hagsmunir neytenda Bergþór Halldórsson telur að að- alatriðið sé ekki rekstrarformið heldur að neytendum sé veitt sem best þjónusta á sem hagstæðustu verði. Um þetta markmið geta allir verið sammála. Ég tel hins vegar að reynslan sýni að ríkisrekstur er ekki rétta leiðin að þessu marki. Um það geta íbúar kommúnistaríkj- anna og notendur íslensku síma- skrárinnar vitnað, svo einungis tvö dæmi séu nefnd. Og ekki hefur Póstur og sími neitað þátttöku sinni í alþjóðlegu samstarfí póst- og síma- fyrirtækja sem vitað er að oftar en ekki hefur haft það að markmiði að okra á neytendum, eins og út- tekt Financial Times á verðlagningu á milliríkjasamtölum sýnir. Víða um lönd hafa ríkisfyrirtækin verið sökuð um óeðlilega verðlagn- ingu á ýmiss konar grunnþjónustu sem keppinautar þeirra í öðrum fjar- skiptagreinum verða að notfæra sér. Þá þekkjast dæmi um að fyrir- tækin dragi á langinn að veita sam- keppnisaðilum nauðsynlega þjón- ustu. Það skyldi þó aldrei vera að dæmi af þessu tagi þekktust á Is- landi? Eða skyldi það vera tilviljun að samkvæmt gjaldskrá Pósts og síma er gjald fyrir leigulínu marg- falt hærra ef hún er nýtt til að tengj- ast aðila sem veitir frekari fjar- skiptaþjónustu í samkeppni við Póst og síma en ef hún er nýtt í öðru skyni. Þannig þarf að greiða 30.216 kr. á ársfjórðungi fyrir 4km leigul- ínu til tengingar við samkeppnis- Vegna þessarar út- þenslustefnu opinberu fyrirtækjanna, segir Dagný Halldórsdóttir, fá einkafyrirtæki ekki tækifæri til að vaxa og dafna með eðlilegum hætti. þjónustu Pósts og síma en 113.581 kr. ef línan liggur til samkeppnisað- ila Pósts og síma. Sér nú hver í hendi sér að það er mun meiri hvati fyrir fyrirtæki að tengjast Pósti og síma en samkeppnisaðilanum. Hærra gjaldið gildir einnig þegar aðili sem veitir frekari fjarskipta- þjónustu leigir línu vegna eigin tölvunets t.d. til að bjóða þjónustu á landsvísu. Þessum aðila, sem í raun er endursöluaðili, er þannig refsað með hærra gjaldi í stað þess að veita honum afslátt. Og saman- burðurinn verður enn óhagstæðari fyrir samkeppnisaðilann þegar haft er í huga að samkeppnisþjónusta Pósts og síma hefur trúlega aldrei greitt fyrir leigulínur vegna sam- keppnisþjónustunnar um allt land. Stefnumótun í fjar- skiptamálum Bergþór Halldórsson telur, eins og svo fjölmargir stjórnendur og starfsmenn ríkisfyrirtækja, að rík- inu sé best treystandi til að sinna hagsmunum neytenda og að reynsl- an sýni að einkaðilar bregðist þegar á reynir. Minnir afstaða Berþórs um margt á afstöðu forstjóra franska ríkissímafyrir- tækisins (France Télécom). í grein í Bus- iness Week 10. júlí sl. kemur fram að forstjóri þess geti sætt sig við samkeppni svo framar- lega sem þar er einung- is um vangaveltur að ræða en ekki raunveru- leikann! Bergþór tekur fram í síðari grein sinni að þær endurspegli eigin skoðanir en ekki skoð- anir Pósts og síma. Ekki verður litið fram hjá því að Bergþór er einn af æðstu yfírmönn- um Pósts og síma. Lausleg athugun mín leiddi í ljós að hann, rétt eins og aðrir æðstu yfírmenn fyrirtækis- ins, hafa varla komið annars staðar við á starfsferli sínum. Því má ætla að skoðanir Bergþórs hafí mótast af og fari saman við skoðanir Pósts og síma. Einnig má ætla að Póstur og sími haldi þessum skoðunum ötul- lega á lofti gagnvart samgönguráðu- neytinu, sem er æðsta stjómvald og ætti að vera frumkvöðull stefnumót- unar í Qarskiptamálum hér á landi. Reyndar er náið og notalegt faðmlag ríkisfyrirtækisins og stjórnvaldsins alþekkt víða um lönd og sérþekking- in og stefnumótunin í raun hjá ríkis- fyrirtækinu en ekki ráðuneytinu. Eða skyldu málsvarar einkaframtaks í fjarskiptamálum hafa jafngóðan að- gang að samgönguráðherra og póst- og símamálastjóri? Varla. Þess vegna er svo mikilvægt að málsvarar einka- framtaks í ijarskiptamálum haldi skoðunum sínum ötullega á lofti. Ríkið og samkeppnin Til að tryggja grósku og vöxt á upplýsingamarkaði hér á landi verða samkeppnisskilyrði fyrirtækja á þessu sviði að vera þau sömu. Póstur og sími ber ægishjálm yfír innlenda keppinauta sína vegna þeirrar einok- unaraðstöðu sem fyrirtækið hefur lengst af notið á öllum sviðum íjar- skipta. Þessa stöðu hef- ur fyrirtækið getað nýtt til að byggja upp þjón- ustu, nánast án tillits til þess hvort hún skilar arði í bráð eða lengd. Ég skora á Póst og síma að birta opinber- lega sundurliðað yfírlit um tekjur og gjöld af þjónustugreinum eins og háhraðanetinu, gagnahólfinu, gagna- flutningsnetinu og GSM-farsímakerfinu þar sem öllum beinum og óbeinum kostnað- arliðum er haldið til haga. Það skyldi þó aldrei vera að samkeppnisgreinar eins og háhraðanetið, gagnaflutn- ingsnetið og GSM-farsímakerfíð, sem byggjast á búnaði um allt iand, fái til afnota húsnæði í símstöðvun- um og þjónustu tæknimanna grunn- þjónustu út um allt land án þess að þurfa að greiða sérstaklega fyrir það? Það sama gildir um aðgang samkeppnisþjónustunnar að sölu- deildum Pósts og síma um allt land. Ekki eiga samkeppnisaðilar jafn auðvelt um vik. Og hvað með stjórn- unarkostnað, bókhalds- og endur- skoðunarkostnað og auglýsinga- kostnað? Er það e.t.v. allt skrifað á grunnþjónustuna? í grein Bergþórs frá 18. júlí er reyndar viðurkennt berum orðum að tekjur af almennu talsíma- og farsímaþjónustunni séu notaðar til að greiða tap af öðrum þjónustu- greinum. Þetta háttalag brýtur ber- lega í bága við lokamálslið 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga og 2. mgr. 8. gr. fjarskiptalaga að samgöngu- ráðuneytið og samkeppnisyfirvöld hljóta að láta til skarar skríða. Svipuðu máli gegnir um Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Vegna verkefna þess fyrir eigendur sína hefur fyrirtækið yfirburðastöðu gagnvart samkeppnisaðilum sínum. A síðasta ári úrskurðaði samkeppn- isráð að samkeppnisþjónusta skyldi skilin frá grunnþjónustu fyrirtækis- ins en ekki hefur komið fram opin- Dagný Halldórsdóttir Afleiðingar lokunar á deildum í geðdeild Landspítala '7 STJÓRNMÁLAMENN ákveða niðurskurð fjárlaga og hvar hann á að fara fram hveiju sinni. Slík ákvörðun hlýtur ætíð að vera við- kvæm. Margs þarf að gæta, m.a. áhrifa niðurskurðarins á líf og tilveru fólks. Ekki síst á þetta við þegar um er að ræða niðurskurð til heilbrigðis- mála en þar hefur hann m.a. komið hart niður á starfsemi Landspítalans. Fjöldi sjúklinga, er leggjast inn á Landspít- alann árlega, eru um 30-35 þúsund. Sumir leggjast inn oftar en einu sinni árlega og má því ætla að hér sé um að ræða 20-25 þúsund einstaklinga. Segja má því að þjónusta Landsp- ítalans nái með ýmsum ) hætti til flestra íslend- inga. Upplýsingar um i innri störf margra starf- seininga spítalans eru yfirleitt ekki birtar og því má heita að almenn- ingur sé fremur óupp- lýstur um hvað fer fram í spítalanum og hverjar afleiðingar niðurskurðarins verða. í grein þessari verður aðallega fjallað um starfsemi skorar 1 við geðdeild Landspítalans og áhrif niðurskurðar- ins þar. Fjölmargir þeirra er líða af geð- rænum vandamálum fá fullnægjandi meðhöndlun á heilsugæslustöðvum, einkastofum geðlækna og annars sérmenntaðs fólks svo og göngu- deildum geðdeilda. Þvi leggjast sjúkl- . ingar aðeins inn á geðdeildir þegar um brýna þörf er að ræða er Ieysa þarf strax úr. Skor 1 á geðdeildinni annast u.þ.b. 1/3 hluta þeirra á ís- landi er líða af almennum geðsjúk- dómum og þurfa á meðferð á sjúkra- húsi að halda. AIls eru um 750-800 innlagnir í skorinni árlega eða tæp- lega 600 einstaklingar. Til þessa verkefnis eru tvær móttökudeildir önnur fyrir 15 sjúklinga og hin fyrir 12. Framhaldsmeðferðardeildirnar eru tvær, önnur fyrir 14 sjúklinga og hin fyr- ir 12, og íbúðarhús hér í borginni. Þar eru fimm sjúklingar í lokaundir- búningi ýmist til vistun- ar á sambýli eða við annan aðbúnað. Rannsóknir og val á meðferð verða sífellt flóknari og umfangs- meiri og reyndar árang- ur eftir því mun betri. Til þess að gera með- ferðaraðilum auðveld- ara að ná betri árangri hefur deildurium verið skipt þannig að önnur bráðamóttökudeildin og framhaldsmeðferðar- deildin eru fyrir sjúklinga er líða af þunglyndi eða skyldum sjúkdómum og hinar tvær fyrir sjúklinga er líða af geðklofa eða skyldum sjúkdómum. í kjölfar þessarar skiptingar hefur skapast betri yfirsýn, aukin sérhæfni og markvissari áherslur. Sjúklingar ná betur saman og starfsfólk fær meiri reynslu og betri skilning á ástandi þeirra og meðferð. Á báðum bráðamóttökudeildunum er meðallegutími u.þ.b. 20 dagar. Þar dvelja að jafnaði einn til þrír, Margs þarf að gæta segir Lárus Helgason, þegar niðurskurður Jgárlaga til heilbrigðis- mála er ákveðinn. stundum jafnvel fjórir sjúklingar umfram það sem heimilt er. Nú er það staðreynd að um helmingur þeirra sem inn á báðar bráðamóttökudeildimar 'pUifa mun lengri tíma til þess að ná þeim ár- angri sem unnt er að veita eða a.m.k. að ná viðunandi bata. Þeir sem þurfa lengri tíma flytjast því á framhalds- meðferðardeildimar. , Á bráðamóttökudeildunum fara fram margvíslegar rannsóknir sem m.a. eru fólgnar í tölvusneiðmynd- um, segulómun, tölvutengdu heila- riti, rannsóknum á sviði lífefnafræði, lífeðlisfræði og erfðafræði, stöðluð greindarpróf, persónuleikarannsókn- ir, hæfileikamat, mat á viðbrögðum á getu sjúklings til þess að geta tek- ist á við sjúkdóm sinn og sjúkdóms- greining, Strax við komu hefst lyfja- meðferð til að vinna á helstu einkenn- um og svo fljótt sem við verður kom- ið er farið í frekari meðferð eftir því sem talið er heppilegast hverju sinni. Það gæti t.d. verið samtalsmeðferð, hópmeðferð, ijölskyldumeðferð, ýms- ar félagslegar aðgerðir eða end- urhæfing. Framhald meðferðar á vegum geðdeildarinnar og endurmat fer svo fram eftir því hvort sjúkling- amir útskrífast eða þurfa á frekari meðferð á deildinni að halda. Þeir sem útskrifast fá meðferð á göngu- deildum eða með dagvist á deildun- um. Einnig geta þeir flust yfír á dagdeild eða sérstaka endurhæfing- ardeild sem rekin er á vegum spítal- ans. Eins og áður hefur verið bent á flytjast þeir sem þurfa á áframhald- andi dvöl á deildum að halda yfir á framhaldsmeðferðardeildir. Þar er sérhæft starfsfólk til slíkrar vinnu og nýtur stuðnings m.a. starfsfólks frá endurhæfíngardeild spítalans. Vegna niðurskurðar í fjármálum verður að loka í sex vikur bæði bráð- amóttökudeild og framhaldsmeð- ferðardeild sem ætlaðar eru fyrir sjúklinga er líða af geðklofa eða skyldum sjúkdómum. Þessu hefur verið mætt með því að loka fyrst framhaldsmeðferðardeildinni í sex vikur. Afleiðing lokunar var rof á meðferð 15 sjúklinga er þar voru í meðferð og um leið komið í veg fyr- ir að fimm til viðbótar fengju þar meðferð en það er sá fjöldi er hefði verið lagður inn á deildina á þessum sama tíma. Með þessum hætti eru skertir möguleikar þessara sjúkl- inga til þess að fá bata. Um leið og framhaldsmeðferðar- deildin var opnuð var bráðamóttöku- deildinni lokað. Þar voru fyrir 15 sjúklingar, þrátt fyrir að deildin sé aðeins ætluð fyrir 12 sjúklinga. Að- eins fáir þeirra sjúklinga er lágu á bráðamóttökudeildinni voru í því ástandi að forsvaranlegt var að út- skrifa þá. Sumum var komið fyrir á framhaldsmeðferðardeildinni, aðrir fóru á hina bráðamóttökudeildina sem er fyrir sjúklinga er líða af þung- lyndi eða skyldum sjúkdómum. Aðrir urðu að útskrifast og freista þess að geta beðið þar til deildin yrði opnuð aftur. Miðað við sama tíma í fyrra.(1994) hefðu lagst inn á þessu sex vikna tímabili u.þ.b. 25 sjúkling-. ar. Við höfum orðið að neita u.þ.b. helmingi þeirra um að leggjast inn en um 11-13 sjúklingar verða að leggjast inn ýmist á bráðamóttöku- deild eða framhaldsmeðferðardeild sem ætlaðar eru fyrir sjúklinga er líða af þunglyndi eða skyldum sjúk- dómum. Það þýðir að sjálfsögðu að jafn margir sjúklingar er líða af þunglyndi munu ekki geta lagst inn eða fengið viðunandi meðferð. Af þessu leiðir mjög skerta möguleika fyrir 35-38 sjúklinga er líða af geð- klofa og 12-15 sjúklinga er líða af þunglyndi til þess að fá bata. Reynsl- an hérlendis sem erlendis hefur sýnt að einn af hveijum fimm sjúklingum, er líða af þunglyndi og fá ekki með- ferð eða fá ófullnægjandi árangur af meðferð, valda sér fjörtjóni. Ekki eru eins nákvæmar tölur til um sjúkl- inga er líða af geðklofa en talið er að einn af hveijum 15-17 meðal þeirra er ekki fá meðferð eða ófull- nægjandi árangur af meðferð valdi sér íjörtjóni. Þrátt fyrir að tekið er sérstakt tillit til fólks í sjálfsvígs- hættu þegar innlögn er ákveðin þá er aldrei hægt með vissu að meta slíka áhættu. Því munu lokanir auka verulega á sjálfsvígshættu. Bata- horfur sjúklinga er líða af geðklofa ráðast af þeim árangri sem fæst fyrstu 2-3 árin. Skertur bati leiðir ekki aðeins til þjáninga þeirra veiku og aðstandenda þeirra heldur eykur hann á möguleika á því að sjúklingar verði öryrkjar sem að sjálfsögðu veld- ur mun meiri kostnaði er fram í sækir en ætlað er að sparist með lokununum. Þrátt fyrir aðgerðir þessar hefur komið í Ijós, eins og í raun og veru var óttast, að þeir sem útskrifuðust of snemma eða urðu að bíða með að leggjast inn urðu veik- ari og verða síðar að leggjast inn. Því er um að ræða vissa „uppsöfnun" mjög veikra einstaklinga er fylla Lárus Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.