Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HERBERT JÓNSSON + Herbert Jónsson fæddist á Akureyri 26. apríl 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 9. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 18. júlí. ÉG VAR fyrsta barnabarn afa og ömmu og hef ég alltaf átt hjá þeim mitt annað heimili. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um allar þær góðu stundir sem ég átti með afa. Allar sundferðirnar og fyrstu sundtökin sem hann kenndi mér ungri. Afi var líka mikill sund- maður og var það ein af hans sér- viskum að fara alltaf á ákveðnum tímum og ákveðna daga í viku hverri í sund, og var þá mætt á mínútunni. Oft hringdi ég í afa og ömmu um helgar og spurði hvort þau vildu koma í bíltúr og voru þau oftast tilbúin til að fara 'ef tími var til. Afa fannst gaman að keyra um og var alltaf farið eitthvað skemmti- legt, til dæmis upp í hestahverfi, stoppað og fengið sér einhvers stað- ar ís eða keyrt um Eyjafjörð. Afa þótti mjög gaman að ferðalögum og hvers konar útivist, svo sem göngutúrum en þau amma fóru mjög oft inn í Kjarnaskóg, þá oft í góðra vina hópi. Afí var yfirtollvörður hér á Akur- eyri og þurfti hann því oft að fara í skip og flugvélar. Ég var svo hepp- in að fá oft að fara með út á flug- völl enda ákvað ég ung að verða flugfreyja þegar ég yrði stór. Afi var afskaplega hraustur og duglégur og hafði aldrei verið neitt veikur fyrr en nú í vetur þegar hann þurfti að leggjast inn á Borg- arspítalann og ganga þar í gegnum langan og strangan lyfjakúr. Amma stóð alltaf eins og klettur við hlið afa í veikindum hans og veit ég að það var honum mikils virði. Það er margt sem mátti af honum læra og kom það best fram í veikindum hans nú eftir áramótin hvað hann var sterkur og duglegur. Hann lét aldrei hugfallast. Hann gerði allt það sem í hans valdi stóð en gerði sér ekki rellu yfir því sem hann gat ekki breytt og lét veikindin aldrei brjóta sig niður. Það verður tómlegt í Þórunnar- strætinu án afa og þakka ég fyrir að hafa fengið að alast upp með honum og bið ég góðan guð að styrkja ömmu. Hrafnhildur Arnardóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem ijallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. ttAOAUGLYSINGAR Verksmiðjustjóri Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði óskar að ráða verksmiðjustjóra. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Gísla Jónatanssonar, framkvæmdastjóra, fyrir 12. ágúst nk. Loðnuvirmslan hf. 740 Fáskrúðsfirði. Uppboð Eftirtaidar beiönir um nauöungarsölu til fullnustu kröfum um pen- ingagreiðslu verða teknar fyrir á skrifstofu embættisins að Aðal- stræti 92, Patreksfirði, miðvikudaginn 26. júlí 1995 kl. 14.00, hafi þær ekki áður verið felldar niður: Aðalstræti 117, Patreksfirði, gerðarþolar Ágúst J, Ólafsson, Nanna Leifsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki fslands, Patreksfirði. Kröfur kr: 1.448.003. Aðalstræti 31, e.h., suðurendi, Patreksfirði, Vestgrbyggð, gerðar- þoli ÍS hf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Húsavík og (span hf. Kröfur kr: 269.728. Sigtún 57, n.h., Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðarþoli Eyþór Eiðs- son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröfur kr. 5.288.651. Skreiðargeymsla við Patrekshöfn, Vesturbyggð, gerðarþoli Patreksf- hreppur, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands. Kröfur 3.651.740. Stekkar 7, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðarþolar Kolbrún Páls- dóttir, Oddur Guðmundsson og Guðrún Jóna Jónasdóttir, gerðarbeið- andi Tryggingamiðstöðin hf. Kröfur kr. 86.479. Strandgata 5, 3. hæð, vesturendi, Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðar- þolar Pétur Ólafsson og Brynja Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Kröfur 1.781.455. Strandgata 5, 3. hæð, austurendi, Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðar- þolar Geir Gestsson og Jóhanna Gísladóttir, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins. Kröfur 689,899. Skyggnilýs- ingarfundur Verður haldinn sunnudagin 23. júlí kl. 20.30. í pýr- |amídanum, þar sem Anna Caria Ingvadóttir, miðill, og Ragnheiður Ói- afsdóttir, teiknim- iðill, vinna saman. Aðgöngumiðar við innganginn. Húsið opnar kl. 19.30. Pýramídinn, Dugguvogi 2. Símar 588 1415 & 588 2526. Hallveigarstig 1 • sími 614330 Dagsferð laugard. 22. júlí Kl. 09.00 Búrfell í Þjórsárdal. Fjallasyrpa. 4. áfangi. Verð 2.500/2.700. Dagsferð laugard. 22. júlí Kl. 09.00 Árnes, eyjan í Þjórsá. Verð 2.500/2.700. Dagsferð sunnud. 23. júlí Kl. 10.30 Leggjabrjótur. Gömul þjóðleið. Gengið úr Brynjudal yfir á Þingvellí. Verð 2.000/2.200. Brottför frá BSl, bensínsölu, miðar við rútu. Einn- ig uppl. f Textavarpi bls 616. Útivist. FERÐAFÉ LAC # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir sunnud. 23. júlí Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð, verð kr. 2.700. Ath. sumarleyfis- dvöl í Þórsmörk. Kl. 08.00 Hveravellir - dags- ferð, verð kr. 2.700. Staldrað við á Gullfossi og Geysi. Út er kom- inn fróðlegur og faliegur upplýs- ingabæklingur um Hveravelli. Kl. 10.30 Grófin - Kistufell - Grindaskörð. Skemmtileg ganga í Reykjanesfjallgarði. Gengið úr Grindaskörðum. Verð kr. 1.200. Kl. 13.00 Ketilstígur (gömul þjóðleið). Auðveld ganga yfir Sveifluháls, frá Lækjarvöllum að Seltúni (hverasvæðinu). Verð kr. 1.200. Ókeypis f. börn m. full- orðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag fslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Við í Fíladelfíu erum með góða gesti frá Bandaríkjunum, Celebrant Singers sem saman- stendur af 10 söngvurum og 12 hljóðfæraleikurum. í dag (ef veð- ur leyfir) verða útitónleikar með þeim á Ingólfstorgi kl. 16.00. I kvöld verða þeir síðan með tón- listarsamkomu í Fíladelfíu kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Dagskrá vikunnar Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 20.00 í umsjón Celebrant Singers. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. Þingvellir Dagskrá þjóðgarðsins helgina 22.-23. júlí 1995 Laugardagur 22. júlí 14.00 Gönguferð í eyðibýlið Skógarkot. Hugað að bú- setu og náttúrufari. Hefst við kirkju. Tekur um 2 1/2 klst. Takið með ykkur skjólfatnað og nesti. 16.00 Barnastund í Fögru- brekku. Litað og leikið. Tekur 1 klst. 20.00 Kvöldrölt. Ljúf gönguferð um Spöngina sem endar með kyrrðarstund í Þíng- vallakirkju. Hefst við Pen- ingagjá. Sunnudagur 23. júlí 11.00 Helgistund fyrir börn í Hvannagjá. Leikir, söngur og náttúruskoðun. Tekur 1 klst. 13.00 Gönguferð um Suðurgjár. Náttúruupplifun með Ijóð- rænu ívafi. Hefst á Valhall- arplani. Tekur 2 klst. Hafið með ykkur skjólfatnað og nesti. 15.00 Tónleikar i Þingvalla- kirkju. Finnur Bjarnason barítónsöngvari. Þátttaka í fræðsludagskrá þjóð- garðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar á skrifstofu landvarða í síma 483-3660. Aðalstræti 85 e.h., Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðarþolar Gísli Þór- ir Victorsson og Sigurósk Eyland Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins, húsbréfadeild. Kröfur kr. 1.799.347. Balar 4 íb. 0001, Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðarþoli Páll Janus Traustason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröfur kr. 2.422.099. Balar 6 íb. 0201, Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðarþoli Helgi Páll Pálmason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröfur kr. 6.411.202. Brekkustígur 1, 460 Bíldudal, Vesturbyggð, gerðarþoli Ástvaldur Jónsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Kröfur kr. 259.474. Brynjar BA-128, gerðarþoli Guðmundur Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Patreksfirði. Kröfur 50.782. Gilsbakki 2, íbúð 0104,465 Bíldudal, Vesturbyggð, gerðarþoli Vestur- byggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Kröfur kr. 3.916.068. Gilsbakki 2, íbúð 0203,465 Bíldudal, Vesturbyggð, gerðarþoli Vestur- byggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Kröfur kr. 4.250.993. Guðrún Hlín BA-122, skipaékrn. 0072, gerðarþoli Háanes hf., gerðar- beiðendur Aðalsteinn Guðmundsson, Aðalstræti 71 a, 450 Patreks- firði, Byggðastofnun, Det Norske Veritas, Innheimtustofnun sveitar- félaga, Landssamband (slenskra útvegsmanna og Sýslumaðurinn á Patreksfirði. Kröfur 18.771.325. Góa BA-517, sknr. 6877, gerðarþoli Þórsberg hf, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Kröfur kr. 4.074.287. Hellisbraut 8a, Reykhólahreppí, A-Barð, gerðarþoli Reykhólahrepp- ur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Kröfur kr. 2.723.477. Jón Júlí BA-157, sknr, 0610, gerðarþoli Þórsberg hf., gerðarþoli Lífeyr- issjóður Vestfirðinga. Kröfur 2.137.882. Kjarrholt 3, Barðaströnd, 451 Vesturbyggð, gerðarþoli Vesturbyggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröf- ur 4.443.839. Kjarrholt 4, Barðaströnd, Vesturbyggð, gerðarþoli Vesturbyggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröf- ur kr. 4.737.670. Krummi BA-80, gerðarþoli Guðni Hörðdal Jónasson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Patreksfirði. Kröfur kr. 28.966. Reykjabraut 2, Reykhólahreppi, gerðarþolar Ragnar Kristinn Jóhanns- son og Regína Elva Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Vátryggingafélag Islands og Ósdekk hf. Kröfur kr. 351.784. Sigtún 17, 450 Patreksfirði,- Vesturbyggð, gerðarþolar Jón Sverrir Garðarsson og Vesturbyggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóðúr ríkisins. Kröfur kr, 384.558. Sigtún 29, efri hæð, 450 Patreksfirði, Vestúrbyggð, gerðarþoli Pat- rekshreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröfur kr. 3.520.452. Sigtún 31, efri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðarþoli Vest- urbyggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Kröfur kr. 3.564.212. Sigtún 35, 1. hæð 0101, Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðarþoli Pat- rekshreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröfur kr. 4.462.177. Sigtún 45, Patreksfiröi, Vesturbyggð, gerðarþoli Patrekshreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröfur 7.025.087. Sigtún 51, efri hæð, 450 Patreksfjöröur, Vesturbyggð, gerðarþoli Vesturbyggð, húsnæðisnefnd, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Kröfur 5.782.219. Sigtún 53, Patreksfirði, Vesturbyggð, gerðarþoli Kristín Fjeldsted, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Kröfur kr. 6.682.998. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 21. júlí 1995. Útboð Húsnæðisnefnd Reykholtsdalshrepps óskar eftir tilboði í smíði á parhúsi að Kleppjárns- reykjum, Borgarfirði. Húsið er timburhús á einni hæð 210,2 fm (683,1 rm). Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. október 1996. Útboðsgögn verða seld á 6000 kr. m. vsk. á Hreppsskrifstofu Reykholtsdalshrepps, Reykholti, Borgarfirði og hjá Teiknistofunni, Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Reykholts- dalshrepps Reykholti, miðvikudaginn 9. ág- úst 1995 kl. 11:00. Húsnæðisnefnd Reykhoitshrepps. Frá Lánasjóði íslenskra námsmanna Umsóknum um lán á haustmisseri 1995 þarf að skila til LÍN fyrir 1. ágúst. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur 1995-96 fást í afgreiðslu LÍN, hjá náms- mannasamtökunum, lánshæfum skólum hér- lendis, útibúum banka og sparisjóða og í sendiráðum íslands. Auk þess er hægt að nálgast úthlutunarreglurnar á internetinu, slóðin er http://www.itn.is/lin/. Vegna sumarleyfa starfsmanna eru viðtals- tímar ráðgjafa frá 26. júní til 4. september sem hér segir: Miðvikudaga: Enskumælandi lönd Fimmtudaga: ísland Föstudaga: Önnur lönd Viðtölin eru frá kl. 11.00 til 15.00; engin við- töl eru á mánudögum og þriðjudögum. Símatímar ráðgjafa eru alla virka daga frá kl. 9.15 til 12.00. Afgreiðsla LÍN, Laugavegi 77, er opin í sum- ar, eins og venjulega, alla virka daga frá kl. 9.15 til 15.00; skiptiborðið er opið frá kl. 9.15 til 12.00 og frá kl. 13.00 til 16.00. Símanúmer sjóðsins er 560 4000, grænt númer er 800 6665. Bréfasími er 560 4090. Starfsmenn LIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.