Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 31 berlega að fyrirtækið hafi gert það. Á meðan getur fyrirtækið nýtt tekj- ur af grunnþjónustunni til að byggja um upplýsingakerfi eins og Ask um land allt og hefja uppbyggingu Int- ernet- og tölvupóstþjónustu. Sem kunnugt er bjóða fjölmörg einkafyr- irtæki upp á Intemetþjónustu og samkeppni á því sviði er mikil. Líkt og gildir um samkeppnisþjónustu Pósts og síma væri fróðlegt ef Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar birtu opinberlega upplýs- ingar um tekjur og gjöld af þessum þjónustuþáttum þar sem öllum kostnaðarliðum væri haldið til haga. Ráðamenn vakni af værum blundi Það er greinilegt að opinberu fyrir- tækin Póstur og sími og Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar ætli sér stóra hluti á upplýsingamarkaðn- um. Bæði fyrirtækin fjárfesta af kappi í samkeppnisþjónustu, rétt eins og hér á landi séu ekki starfandi einkafyrirtæki sem geta sinnt þess- um verkefnum. Bæði þessi opinberu fyrirtæki eru enn í þeim aðstöðu að geta látið tekjur af grunnþjónustunni standa undir þessum fjárfestingum í samkeppnisþjónustu. Vegna þess- arar útþenslustefnu opinberu fyrir- tækjanna fá einkafyrirtæki ekki tækifæri til að vaxa og dafna með eðlilegum hætti. Er tekið undir þau orð í leiðara Morgunblaðsins 20. júlí að það sé kominn tími til að ríkis- stjóm og Alþingi átti sig á því að umsvif ríkisins eru að aukast á upp- lýsingamarkaðnum og að tímabært sé að taka í taumana. Ég, eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins, hallast helst að því að stöðug útþensla Pósts og síma og Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar á upplýsingamarkaði eigi sér stað án vitundar þeirra ráð- herra sem með málefni þessara fyr- irtækja fara, þ.e. samgönguráð- herra og fjármálaráðherra. A.m.k. fellur þetta hvorki að stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins né ríkisstjórn- arinnar. Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Skímu hf. deildirnar þegar þær opna aftur. Þannig hindra þeir að aðrir sjúkling- ar geti síðar lagst inn á eðlilegum tíma. Því verður ekki unnt að mæta þörf á meðferð um óákveðinn tíma. Ef allt gengur vel erum við að vona að ná megi upp aftur viðunandi ástandi eftir u.þ.b. 3-4 mánuði eftir að lokun lyktar. Þó að ég hafí hér aðeins rætt um skor 1 má svipað segja um skor 2, sem einnig meðhöndlar sjúklinga er líða af almennum geðsjúkdómum og sinnir svipuðum fjölda sjúklinga og skor 1. Því hafa skórirnar lítið getað stutt hvora aðra. Fjölkvilladeild sem sinnir áfengissjúklingum, er einnig líða af öðrum sjúkdómum, er líka lokuð í sex vikur. Mörgum þeirra er þar eiga að leggjast inn verður því miður að vísa frá. Öðrum verður reynt að koma fyrir í skor 1 eða skor 2 og eykur það enn meir á þann vanda sem þar er fyrir. Hin áfengis- deildin verður einnig lokuð í sex vik- ur svo og bamageðdeildin og einnig fnestur hluti endurhæfingardeildar. Meðferð geðsjúkra er því komin í algjört óefni. I 1. grein laga um heil- brigðisþjónustu stendur: „Allir lands- menn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði." Meðan á lokununum hef- ur staðið höfum við ekki haft tök á því að svara grundvallarkröfum um heilbrigðisþjónustu. í sömu lagagrein stendur: „Ráðherra heilbrigðis og tryggingamála sér um að heilbrigðis- þjónusta sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og í samræmi við lög og reglugerðir." Auk þeirra þriggja mánaða sem lokanirnar standa yfir og næstu 3-4 mánuði, sem tekur að koma starfsemi í eðlilegt horf, eða 6-7 mánuði þessa árs verður engan veginn unnt að ná því marki að veita eins góða þjónustu við sjúklinga eins og þekking og reynsla leyfir. Höfundur er yfirlæknir skomr 1, geðdeild Landspítalans. KARL JÓNSSON + KarI Jónsson fæddist í Vest- mannaeyjum 15.7. 1909. Hann lést á Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum 12.7. sl. Móðir hans var Sigríður Bergsdótt- ir, f. 15.6. 1879 á Steinum undir Eyja- fjöllum, d. 11.2. 1963 í Vestmannaeyjum. Faðir hans var Jón Einarsson, f. 5.4. 1885 á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, d. 26.2. 1978 i Vest- mannaeyjum. Systkini Karls sammæðra voru: Gísli Fr. Jó- hannsson, f. 22.1. 1906, d. 4.11. 1980, Bogi Jóhannsson, f. 30.9. 1920. Systkini Karls samfeðra: Ásbjörg Jónsdóttir,f.28.3.1933. Útförin fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 13. ÞAÐ VAR sólríkur sumardagur, eins og þeir gerast fallegastir í Eyjum. Þennan dag gengu þau saman til hvílu hann og sólin. Hann í hinsta sinn í jarðlífinu en hún aðeins í skamman tíma. Hún kemur upp aftur að morgni hlý og björt til þess að veita okkur birtu og yl utanfrá. Hann kemur líka aftur, oft aftur, hlýr og bjart- ur eins og hann hefur alltaf verið. Minningarnar um hann hlýja okk- ur að innan og gera sálina bjart- ari. Þetta eiga þau sameiginlegt hann uppáhaldsfrændi minn og sólin. Karl Jónsson lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 12. júlí sl., tveimur dögum fyrir áttugasta og sjötta afmælisdaginn sinn. Hann var sonur Sigríðar Bergsdóttur og Jóns Einarssonar en ólst upp ásamt bræðrum sínum Gísla og Boga hjá Sigríði móður sinni og manni henn- ar Jóhanni Gíslasyni í Hlíðarhúsi. I Hlíðarhúsi voru hans æsku- og uppvaxtarár, þar bjó hann lengstan part sinna æviára. Á bernskuárum mínum í Hlíðarhúsi voru þar haldin tvö heimili, reyndar var heimilis- haldið svo náið að vart mátti greina „landamærin“. Kalli og amma í einum hluta hússins, og foreldrar mínir með sín böm í öðrum hluta. Þar eignuðumst við systkinin hlut í honum, þar eignaðist hann hlut í okkur, þar eignuðumst við okkar Kalla frænda. Hann var menntaður vélstjóri og starfaði um árabil sem vélstjóri á Höfrungi, bát föður síns. Hugurinn stéfndi ekki til langvarandi sjó- mennsku, fyrirhugaður æviferill yrði að fara fram á þurru landi. Er í land kom starfaði hann um ára- bil við aðgerð og fiskvinnslu hjá föður sínum. Hann vann í fjölda ára við málaraiðn, lengst af hjá Stefáni í Framtíð. Siðan lá leiðin í trésmíðar hjá Sigurvini Snæbjöms- syni og tók hann sveinsproí í þeirri iðn. Hann starfaði við trésmíðar um 30 ára skeið m.a. hjá Sigur- vini, ísfélagi Vestmannaeyja, Guð- mundi Böðvarssyni o.fl. Síðustu starfsárin starfaði hann við iðn sína hjá Áhaldahúsi Vestmannaeyja- bæjar. Á öllum þessum stöðum eignaðist hann fjölda vina sem ylj- uðu með góðum minningum á síð- ari árum. Það voru þó einkum íþróttir og listsköpun sem sköpuðu Kalla sér- stöðu og gerðu hann eftirminnileg- an sínu samtímafólki. Hann var frábær íþróttamaður og margfaldur afreksmaður í íþróttum. Þá þjálfaði hann íþrótta- fólk til enn frekari afreka. Af öllu því fjölmarga íþróttafólki sem hann þjálfaði voru handboltastelp- urnar í Tý ávallt efst í minning- unni. Það veit ég að voru gagn- kvæm minni því að þar hélst sam- band og vinskapur alla tíð. Hann var í forustusveit íþróttamanna í Eyj- um um árabil, var í •stjórn Knattspyrnu- félags Týs og for- maður þess árin 1951 til 1953. Hann var heiðursfélagi í Tý, þá viðurkenningu mat hann mikils. Ég minnist mynda af fimleikaflokkum, ftj álsíþróttamönnum og handboltastelpum. Einnig minnist ég glitrandi verðlauna- peninga, silfur- fægðra bikara og annarra viður- kenninga fyrir hin ýmsu íþrótta- afrek. Þessi heimur var í herberg- inu hans Kalla, þetta var heimur- inn hans. Það var heillandi og hvetjandi að eiga svona stóran og sterkan frænda. Hann var listamaður, hann var það af guðs náð. Listsköpun hans fólst einkum í skautritun bóka og viðurkenningarskjala. Einnig mál- aði hann og skreytti kistla, hillur eða húsgögn hvers konar og nafnaskilti á báta. Oftast voru myndirnar af Heimakletti eða öðru landslagi í Eyjum. Þessar myndir allar standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, jafnvel skýrari en sjálfur raunveruleikinn. Mér fannst þær einhvern veginn fallegi en fyrirmyndirnar. Einnig teiknaði hann og skrifaði auglýsingaplaköt fyrir dansleiki og aðrar samkom- ur. Ég minnist marglitra pappa- spjalda, finn lyktina af olíumáln- ingunni og sé hann hokinn yfir bók, kistli eða skjali. Ég sé hann standa upp, fá sér í nefið og virða fyrir sér meistarastykkið sem prýða átti vestmannaeyskt heimili, bát eða auglýsingaglugga, þá blandast málningarlyktin daufum neftóbaksilm. Kalli kaus að ganga æviveginn einn, giftist ekki. Hann hélt heim- ili með móður sinni meðan henni entist aldur. Þó hann ætti ekki fjöl- skyldu sjálfur í eiginlegri merkingu var hann ákaflega mikill fjölskyldu- maður, hann átti sína fjölskyldu í fjölskyldum systkina sinna. I mín- um foreldrahúsum voru aldrei hald- in jól og sjaldan stórhátíðir án Kalla, ég minnist engra jóla án hans. Eftir gosið á Heimaey flutt- ist hann að Höfðabrekku, í hús er faðir hans hafði átt. Þar bjó hann, á rishæðinni ásamt Gísla bróður sínum, sem þá var orðinn ekkju- maður, en Ása systir hans bjó á neðri hæðinni. Árið 1980 lést Gísli, var það Kalla mikill missir, eftir það bjó hann einn þar til hann flutt- ist á Hraunbúðir fyrir nokkrum árum. Fyrir nokkrum árum varð hann fyrir áfalli er leiddi.til sjónskerðing- ar. Það var mikið áfall fyrir bóka- mann að missa sjónina. Það var líka áfall fyrir aldna íþróttakempu að geta ekki lengur fylgst með íþróttum í sjónvarpi. Öllu þessu tók Kalli með jafnaðargeði og kvartaði ekki. Síðustu æviárin á Hraunbúð- um naut hann umhyggju og virð- ingar starfsfólks sem hann minnt- ist ætíð með hlýhug. Að leiðarlokum vil ég, fyrir mína hönd, systkina minna og foreldra, þakka honum frænda mínum fyrir samveruna, ég vil þakka honum allt sem hann var fjölskyldu minni. Nú stendur hann frammi fyrir skapara sinum og ég veit að báðir gleðjast er þeir líta yfir farsæla jarðvist Kalla. Við munum líka gleðjast um ókomin ár við minning- ar um góðan mann, það gefur okk- ur hlýju og birtu í sálina. Eiríkur Bogason. Að kvöldi 12. júlí sofnaði Kalli frændi minn í hinsta sinn. Og hjarta mitt fylltist söknuði og trega. En fram í hugann streyma minningar, sem birta mér myndir af þrekvöxn- um eldri manni með roða í kinnum og bros á vör. Hann var bróðir afa, þessi glaðbeitti maður og betri frænda var vart hægt að hugsa sér. Kalli bjó alla ævi í Vestmanna- eyjum. Ég man fyrst eftir honum uppi á lofti á Faxastígnum, þar sem hann bjó ásamt Gísla bróður sínum, sem þá var orðinn ekkjumaður. Eftir að Gísli lést árið 1980 bjó Kalli einn, þar til fyrir fáum árum að hann fluttist að Hraunbúðum. Á Faxastígnum var ég tíður gestur og fyrir lítinn telpuhnokka voru þær heimsóknir ævintýri lík- astar, því herbergið hans Kalla var ekkert venjulegt herbergi. Þar úði og grúði af bókum og blöðum, uppi á veggjum héngu myndir af fræki- legu íþróttafólki og virðulegum for- feðrum og þar gat að líta skínandi verðlaunagripi og -peninga, því Kalli var mikill íþróttamaður. Á litla skrifborðinu lágu ýmist drög að skrautskrifuðum áletrunum, auglýsingum eða fallegum smá- myndum sem hann var að vinna að. Á beddanum sínum sat svo Kalli frændi sem vantaði á hálfan vísifingur, af því að hann nagaði svo á sér neglurnar, að eigin sögn og bauð í nefið. Jú, maður tók í nefið, hnerraði svo hressilega á eftir og tóbakstaumarnir láku úr nösunum það sem eftir var dags. Á jólum mátti alltaf fínna pakka frá Kalla frænda undir trénu og iðulega voru þeir fleiri en einn og fleiri en tveir. Um páska fengum við krakkarnir svo páskaegg af stærstu gerð og afmælum gleymdi hann ekki. Kalli var örlátur á ver- aldleg gæði, var alltaf að stinga að okkur aurum. Einu sinni þótti mér nóg um og spurði hvort hann vildi ekki eiga þá sjálfur. Hann varð hálfhvumsa og sagðist ekki vita hvað hann ætti svo sem að gera við þá. Þannig var hann Kalli minn, alltaf að gefa. Þegar þau kaflaskipti urðu í lífi mínu að ég fluttist utan til Dan- merkur með foreldrum mínum reyndist Kalli sama tryggðatröllið. Nær mánaðarlega sendi hann okk- ur bréf og dagblöð að heiman og þar leyndist ávallt glaðningur á milli stórfrétta. Þangað kom hann svo í heimsókn og var gaman að hafa hann hjá okkur, því Kalli var ljúfur í umgengni og þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann. Þó má segja að með nærveru sinni hafi hann gert meira fyrir okkur en við fyrir hann. Alla tíð var Kalli sannur íþrótta- maður. Eftir að heilsu hans fór að hraka var það honum kappsmál að komast daglega í gönguferðir. Var hann ávallt kominn út snemma á morgnana í hvaða veðri sem var og var ánægðastur ef hann gat farið nokkrum sinnum út yfir dag- inn. Ég er sannfærð um að þessar gönguferðir hafa fært honum fáein ár til viðbótar í þessu lífi. Nú árlöng vinátta er á enda runnin og við sjáumst ei meir í þessari jarðvist. Eg verð ætíð þakk- lát fyrir að eiga þessar minningar um frænda minn, það hlýtur að vera glöggt merki um farsæla jarð- vist að skilja slíkan fjársjóð eftir sig. Soffía Eiríksdóttir. Lífsbaráttan hjá þeim sem byggt hafa Heimaey, sótt þaðan sjó, aflað fugls og eggja ofan sem neðan brúna bjarga, njrtjað hvern grænan blett til beitar eða slægna, hefur fóstrað atgervisfólk. Beiting árinnar, högun segla, færni í að fara um björg bundinn í vað eða klifra með stuðning af bandi, leikni í að leggja báti að uppgönguflá í útey, voru athafnir lífsbaráttunn- ar, sem í leikjum æskunnar iðkuð- ust til að verða íþróttir. Leifar slíkra iðkana má sjá æskuna leika enn innundir Skiphellum þar sem sprangað er á öllum tímum árs. Stutt er síðan lögðust af aðrar íþróttir tengdar lífsbaráttunni, t.d. að ganga á öndrum, þ.e. á stultum, sem beitt var til að stytta göngu- leiðir. Sama var um broddstafinn sem áúk þess var og er meðal eyjaskeggja íþróttatæki, sem stokkið hefur verið á bæði hátt (stangarstökk) og langt (brjóst- stökk). Þá voru það glímuiðkanir hinna fullorðnu á landlegudögum, sem hinir yngri endranær léku eftir og svo pinnaleikurinn (að slá fransmann). Allt þetta styrkist með tilkomu „herfylkingarinnar" 1854-72 og sundkennslunnar í sjó frá 1891. Aðfengnir sundkennarar komu á knattspyrnu, frjálsíþrótt- um, leikfimi og strokuæfingum (Mullersæfingum). Frá þessum iðkendahópum koma Vestmanna- eyingar sem verða ráðamenn og ganga í að bæta aðstöðu til íþrótta- iðkana, t.d. knattspyrnuflöt 1920, leikfimisalur 1927, hlaupabraut 1931, sundlaug 1936 og íþrótta- völlur 1939 o.s.frv. Eftir að herfylkingin lagðist nið- ur starfaði sund- og glímufélag frá 1894. Fótboltafélag var stofnað 1903 sem síðar varð Knattspyrnu- félag Vestmannaeyja. Sameining- arfélag íþróttafél. Þórs (stofnað 1913) og Knattspyrnufél. Týs (stofnað 1921). Frá þessum félög- um fóru sjö félagar á iþróttanám- skeið ÍSÍ í Reykjavík 1922. Er þeir komu til baka kenndu þeir þær íþróttagreinar er þeir æfðu og efndu til keppni í þeim á þjóðhátíð 1922. I miðjum kaupstaðnum þar sem ' nú er starfsemi Pósts- og síma, stóðu Hlíðarhús. Þar var til húsa eitt merkasta heimili Eyjanna. Þar fæddist og ólst upp Karl Jónsson. Sonur var hann sérlega velvirkrar ráðskonu til margra ára á því heimili. í næsta nágrenni Hlíðar- húsa var Hólsheimilið. Þar ólst upp og átti heima til goss Friðrik Jes- son, sá merki íþróttamaður. Karl tengdist ungur Hólssystkinunum. Þau urðu öll meira og minna virk í íþróttum. Þegar Knattspyrnufé-4 lagið Týr var stofnað gerðust ungl- ingar þessara heimila félagar og hafa verið sumhver í stjórn þess og nefndum. Sumir máttarstólpar Týs. Skömmu eftir að íþróttasalur var reistur við barnaskóla Vest- mannaeyja hóf Friðrik að kenna fimleika innan Týs. Karl gerðist strax virkur fimleikamaður og má segja að hann væri það í rúma þrjá áratugi. Stundum var hann kennari í greininni og stóð fyrir sýningum. I sýningaflókkum Frið- riks var hann frábær stökkmaður og stóð ekki síður á höndum en í fætur. Karl var liðtækur í frjálsíþrótt- “ um. Sleggjukast var íþrótt sem lá hjá garði hérlendis. Það var ekki fyrr en 1934 að Karl Jónsson tek- ur til að æfa sleggjukast og fær fljótt með sér tvo Vestmannaey- inga. Reykvíkingar tóku við sér 1936, en þeir samþykktu að eiga við Vestmannaeyinga bæjarkeppni í fijálsíþróttum og að sleggjukast yrði keppnisgrein. Vestmannaey- ingar sigruðu tvöfalt í greininni og Karl fékk skráð íslenskt met 33,18 m. Ári síðar bætti hann metið og varð fyrsti íslandsmeist- ari í sleggjukasti 35,98 m. Félaga sína tvo æfði hann til afreka í gréininni. Karl Jónsson (Kalli-Fjalla var hann kallaður meðal félaga í Eyj- um) varð snemma afkastamaður í málefnum íþróttahreyfingarinnar í Eyjum. Stjórn ÍSÍ stofnaði íþróttaráð í Eyjum 1929. Ég hygg að Karl hafi verið ráðsmaður allt til 1944 að það var lagt niður með tilkomu IBV. Meðan ég var for- maður þess var Karl ritari ráðsins. Hann samdi þá hinar merkustu árbækur yfir íþróttastörf í Eyjum. Þær hafa því miður glatast. Frá gömlu grónu íþróttalífi byggðar- lags, sem eigi verður lifað í, nema atgjörvisfólks njóti við nærist nú- tímalegur félagsskapur í íþróttum og einn sem vann honum vel og dyggilega var Karl Jónsson frá Hliðarhúsum. Minning mæts íþróttamanns og frömuðar mun geymast. Þorsteinn Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.