Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 41 _______BRÉF TIL BLAÐSIMS_ Smáleiðbeining hefði sparað mikil óþægindi Ástkœrar þakkir til barna minna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, sem gerðu mér ógleymanlegan 80 ára afmœlisdaginn minn þann 28. júní. Einnig bestu þakkir til œttingja og vinafyrir gjafir og hlýjar kveÖjur. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Guömundsdóttir. Frá Guðlaugu Hróbjartsdóttur: VIÐ HJÓNIN höfðum rætt áhuga okkar á að fara til Danmerkur í sumar og heimsækja vini okkar á Jótlandi, en ekkert hafði verið ákeð- ið, þegar sonur okkar bendir okkur á auglýsingu í Morgunblaðinu frá Úrvali-Útsýn um ódýra ferð tii Bil- lund 5.-14. júlí fyrir kr. 17.300 á mann (m. flugv.sk. 19.900). Eftir nokkra umræðu ákváðum við hjónin og sonur okkar með 11 ára dóttur sína, að kaupa þetta far og láta drauminn rætast. Fyrirvarinn var aðeins 10 dagar svo að það var drif- ið í því að kaupa farseðlana, panta sumarhús, sem ekki gekk þrauta- laust þar sem um háannatíma var að ræða, en að lokum fengum við íbúið í sumarhúsabyggð í Rive í gegnum ferðaskristofuna Alís og síðan pöntuðum við okkur bílaleigu- bíl. Á farseðli stóð flug þann 5. júlí kl. 1.00. Við leggjum af stað til Keflavíkurflugavallar um kvöldið 5. júlí og erum komin þangað um 23.30. Enginn er í móttökusal utan einn starfsmaður. Við segjumst vera að koma í flug til Billund kl. 1.00, en þá segir hann það flug hafa ver- ið kvöldið áður þann 4. júlí kl. 1.00. Við urðum alveg lömuð af undrun og vonbrigðum, en þá rann það upp fyrir okkur, að auðvitað væri það rökrétt, að 5. júlí rynni upp eftir kl.12.00 á miðnætti og vonsvikin héldum við heim á leið með sárt ennið, en þá kemur starfsmaðurinn á eftir okkur fram að dyrum og segir að við séum ekki ein um að misskilja þennan brottfaradag, því um 30 manns hafi lent i því sama en komist með annarri vél. Þegar heim kom hringdum við í nætursíma Flugleiða á Keflavíkurflugvelli til að leita ráða, en ekkert fiug var á næsta sólarhring til Billund, en flug til Kastrup kl. 13.30 daginn eftir. Þegar stúlkan heyrði um ófarir okk- ar, sagði hún einnig, að við værum ekki ein um þessi mistök, því hún vissi um fleiri strandaglópa. Um morguninn kl. 9.00 fórum við á skrifstofu Úrvals-Útsýnar og bárum upp vandræði okkar og kvörtuðum yfir því að hfa ekki fengið neinar útskýringar um dagsetningu mæt- ingar út á Keflavíkurflugvöll sem ekki kæmi fram á farseðli, sem þær sögðu stafa af því að um aukaferð væri að ræða, þar sem þetta flug væri í tengslum við hóp Dana, sem sækti heim Víkingahátíð í Hafnar- firði og því væri farseðillinn ekki með hefðbundnum hætti og viður- kenndu að útskýringar hefði verið þörf, sem við ekki fengum. Ekki vildu þær viðurkenna það sem starfsfólk Keflavíkurflugvallar hafði sagt okkur um fleiri strandaglópa, samt hefði ein kona lent í því sama og var hún stödd á staðnum. Okkur var vísað inn til fjármálafulltrúa, sem sagðist gjarnan vilja greiða götu okkar eftir getu og eftir mikla bið var bókað fyrir okkur far með áætlun Flugleiða til Kastrup kl. 13.30, en ekki bauðst hann til að taka þátt í aukakostnaði og urðum við að greiða 10.000 kr. aukalega á mann. Þegar heim kom var liðið að hádegi og við vissum hvað tæki við þegar til Kastrup kæmi til að ná til Billund þar sem maður með bilaleigubílinn hafði beðið eftir okk- Urelding aldraðra Frá Bjarka Elíassyni: FYRIR rúmu ári varð ég fyrir því óláni að lenda í umferðarslysi. Bíllinn var dæmdur ónýtur og borgaður út. Ég fékk mér lög- mann til að sjá um þetta mál fyr- ir mig og nú 14 mánuðum eftir slysið liggur niðurstaðan fyrir. Þegar ég sá uppgjörið varð ég bæði undrandi og sár og skildi nú betur hvers vegna þessi mikla umræða um hin nýju skaðabóta- lög er svo fyrirferðarmikil í dag. Ég fékk mér því eintak af lögun- um til að fræðast um innihaldið. Eftir þann lestur sat ég lengi og undraðist hvernig svona lagasmíð hefur getað farið í gegn á hinu háa Alþingi. Ég ákvað því að setj- ast niður og taka saman nokkur atriði úr lögunum sem ég tei vert að leiða hugann að. Lögin eru nr. 50/1993. 1.13. gr. segir m.a. að greiða skuli „700 kr. fyrir hvern dag sem tjónþoli er veikur án þess að vera rúmliggjandi“. Ef þessu er breytt í tímakaup gerir það um 90 krónur á tímann miðað við 8 stunda „vinnudag“ en þar sem menn eru nú yfirleitt veikir allan sólarhringinn verður tímakaupið 29 krónur! Mér þætti fróðlegt að fá upplýst við hvaða taxta eða kjarasamninga er hér miðað. 2. í 4. gr. segir m.a.: „Hafi tjónþoli verið 60 ára eða eldri þegar tjón varð lækka bætur sem ákveðnar eru eftir 1. mgr. um 5% fyrir hvert aldursár tjón- þola umfram 59 ár. Bætur lækka þó ekki frekar eftir 69. aldursár tjónþola“.“ Þarna var nú viturlegt að stoppa niðurskurðinn við 69 ár því annars hefðu þeir sem voru um áttrætt orðið að borga með sér ef þeir hefðu lent í þessu mati. Borga ekki aldraðir sömu ið- gjöld til tryggingafélaganna og aðrir? Ekki hef ég orðið var við annað. Eru þá aldraðir ekki að greiða niður iðgjöld hinna yngri? Þetta eru reglur sem gilda um skyldutrygginguna. Ef þú ert nú forsjáll og kaupir þér auk þess fijálsa tryggingu eins og ég gerði þá gildir sama regla þar, aðeins 50% bætur vegna aldurs. Ef ég hins vegar verð fyrir því að reið- hjólinu mínu sé stolið fæ ég það bætt að fullu. Með þessari reglu er verið að afskrifa aldraða eins og gömul skip eða vinnuvélar. Væri þá ekki rétt að koma á fót „úreldingar- sjóði“ fyrir aldraða, það væri í samræmi við annað í þessum lög- um. 3. í 16. gr. er fjallað úm vexti. Þar segir m.a: „Bætur bera vexti frá þvi tjón varð. Vextirnir skulu nema 2% á ári.“ Var einhver að tala um að stjórna vaxtastiginu með handafli eða lagaboði? Um hverra hagsmuni er verið að fjalla hér? Er ekki verið að gera það eftirsóknarvert fyrir tryggingarfélögin að draga mál eins lengi og hægt er, því á sama tíma lána þau fé t.d. til bifreiða- kaupa með margföldum þeim vöxtum. Eftir að hafa lesið lögin og kynnst framkvæmd þeirra er ég ekki hissa á þeirri umfjöllun sem þau hafa fengið, og ég trúi ekki öðru en þau verði tekin til ræki- legrar endurskoðunar á Alþingi strax í haust. Þá mætti í leiðinni athuga hvort svona misrétti stenst jafnræðisreglu stjórnsýslu- réttar. BJARKI ELÍASSON, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík og skólastjóri Lögreglu- skóla ríkisins. ur frá því kl. 6 um morguninn. Fyr- ir milligöngu umboðsmanns hans hér heima var ákveðið að hann hitti okk- ur í Esbjerg, þar sem hann býr og við reyndum að ná flugi frá Kastrup til Esbjerg kl. 22.00. Timapressan var orðin gífurleg og þegar við kom- un út á Keflavíkurflugvöll fengum við síðustu sætin 4 í flugið Kastrup- Esbjerg kl. 22.00 og síðan beínt um borð. Þetta aukaflug kostaði ísl. kr. 8.300 á mann. Alit gekk nú sam- kvæmt áætlun og kl. 23.10 mættum við bílaleigumanninum á flugvellin- um í Esbjerg, þá var eftir síðasti áfanginn að keyra til Ribe og finna sumarhúsabyggðina í niðamyrkri og það gekk ekki villulaust fýrir sig, en um kl. 1.00 komust þreyttir ferða- langar loks á áfangastað, reynslunni ríkari og um 80.000 kr. fátækari. Ferðin var að öðru leyti ánægjuleg, en fróðlegt væri að heyra frá þján- ingarbræðrum og systrum, sem eflaust hafa lent í því sama og við og ég má til að bæta við að á brottf- arartíman í Billund sem var 13. júlí (ekki 14.) hitti ég kunningjakonu mína, sem sagðist hafa náð rétta fluginu til Billund fyrir tilviljun, þar sem hún hitti vinkonu sína á fömum vegi, sem leiddi hana í allan sannleik- ann um mætingu þann 4. júli, ann- ars hefði hún ekki farið fyrr en þann 5. Við erum sár því smáleiðbeiningar frá starfsfólki Úrvals-Útsýnar hefðu getað sparað okkur mikil óþægindi og um 80.000 kr. Ferðin varð ekki ódýr heldu sú dýrasta sem við höfum farið fyrir eina viku. GUÐLAUG HRÓBJARTSDÓTTIR, Hofteigi 6, Reykjavík. Einingabréý 10 gáfu 14% raunávöxtun síðustu 3 mánuði. Bréfin eru eignarskatts- frjáls og gengistryggð. KAUPÞING HF Sími 5151500 •v STARFSÞJÁLFUNARÁÆTLUN EFTIRLITSSTOFNUNAR EFTA Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel tekur á móti ríkisborgurum frá íslandi, Liechtenstein og Noregi í starfsþjálfun. Lengd heföbundinnar starfsþjálfunar er venjulega sex mánuðir og hefst hún í september 1995. Eftirlitsstofnun EFTA skuldbindur sig ekki til neinna greiðslna á meðan starfsþjálfunin fer fram. Stefnt er að því að gefa kost á eftirfarandi verkefnum haustið 1995: Lagaleg og stjórnunarleg verkefni 1/95 Aðstoðarstörf á skrifstofu í tengslum við lagaleg mál er varða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. 2/95 Aðstoðarstörf á skrifstofu í tengslum við lagaleg mál er varða EES- samninginn, lagalegar rannsóknir, bókasafnsstörf og upplýsinga- og fjölmiðlatengsl. Skrifstofa fyrir frjálst flæði fólks, þjónustu og fjármagns 3/95 Aðstoð við að fylgjast með því að framfylgt sé reglum er varða heilbrigði og öryggi á vinnustöðum. Skrifstofa fyrir samkeppni og ríkisstyrki 4/95 Aðstoð við að sjá um mál á sviði samkeppnismála og þá sérstaklega varðandi ríkiseinokun og opinber fyrirtæki. 5/95 Aðstoð við að sjá um tölfræðileg og/eða greiningarleg verkefni í tengslum við ríkisstyrki og samkeppnismál. Skrifstofa vöruviðskipta 6/95 Aðstoð við viðkomandi æðri embættismenn við að fylgjast með og greina breytingar á reglugerðarlöggjöf varðandi vörur og við að undirbúa uppköst á viðkomandi ákvörðunum stofnunarinnar. Þessa er krafist af öllum þeim er fara í starfsþjálfun v -Fullkomið vald á ensku -Háskólagráða (eða sambærilegt nám) -Starfsreynsla á viðkomandi sviði Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást með því að hafa samband við EFTA Surveillance Authority Rue de Tréves 74 B-1040 Brussels Sími (00 32 2) 286 1811; Fax (00 32 2) 286 1800 Umsóknarfrestur rennur út: 20. ágúst 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.