Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 4
ir j u • -i’. ;>m íiiivm
4 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995_______________________________
FRÉTTIR
K'lAi- íl^L í)301«
MORGUNBLAÐIÐ
Miðstjórn ASÍ um staðgreiðslu
af atvinnuleysisbótum
Skömmum tíma-
fresti mótmælt
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís-
lands samþykkti á fundi sínum í gær
ályktun þar sem mótmælt er þeim
vinnubrögðum sem fjármálaráðuneyt-
ið og íTkisskattstjóri hafa viðhaft við
þá breytingu að reikna staðgreiðslu
skatta af atvinnuleysisbótum.
Útlendingar
í bílveltum
TVÆR stúlkur slösuðust í bíl-
veitu vestan við brúna á Jökulsá
á Fjöllum austan við Mývatn í
gær. Þær voru fluttar á sjúka-
húsið á Akureyri til aðhlynning-
ar. Talið er að ökumaður hafí
misst vald á bílnum í lausamöl.
Bíllmn er ónýtur eftir veltuna.
Útlend hjón veltu einnig bíl
sínum í Lóni austan við Höfn í
Homafirði í gær. Þau sluppu
lítið meidd, en bíllinn, sem var
pallbíll með yfirbyggingu, er
mikið skemmdur. Mjög hvasst
var á þessum slóðum í gær og
sögðu hjónin að bíllinn hefði
hreinlega fokið út af veginum.
í ályktuninni er sérstaklega mót-
mælt þeim skamma tíma sem gefinn
sé til undirbúnings breytingunni hjá
þeim aðilum sem ábyrgð eigi að bera
á skattskilum og sjá um útborgun
atvinnuleysisbóta. Jafnframt skorar
miðstjórnin á hlutaðeigandi yfirvöld
að taka sér þann tíma sem þarf til
undirbúnings þessari breytingu og
hafa um það samráð við umsjónarað-
ila atvinnuleysisbóta.
Ekki skammur
frestur
Friðrik Sophusson fjármáiaráð-
herra sagði að ráðuneytinu hefði
ekki borist erindi frá ASI um að
fresta því að taka staðgreiðslu af
atvinnuleysisbótunum en ef það bær-
ist yrði það skoðað. Hins vegar þætti
sér sérkennilegt að verkalýðsfélögin
segðu nú að þessi reglugerðarbreyt-
ing kæmi sér á óvart. Gengið hefði
verið frá henni í fullu samkomulagi
við Atvinnuleysistryggingasjóð og
verkalýðsfélögin ættu fulltrúa í
stjórn hans. Starfsmenn fjármála-
ráðuneytisins hefðu kynnt fram-
kvæmdastjóra Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs breytinguna 15. júní sl. og
reglugerðin var síðan gefin út 3. júlí.
Norræn ungmenni sem hér hafa unnið í sumar á heimleið
Frítíminn
notaður
mjög vel
NORRÆN ungmenni sem verið
hafa hér á landi í sumar á vegum
vinnumiðlunarinnar Nordjobb
eru á förum til síns heima. Þau
eru flest sammála um að sumar-
dvölin á Islandi hafi verið mjög
skemmtileg.
Níutíu og fimm ungmenni, á
aldrinum 18-25 ára, komu að
þessu sinni til landsins á vegum
miðlunarinnar. Fjörutíu og fimm
störfuðu í Reykjavík og fimmtíu
á landsbyggðinni við ýmis störf,
aðallega á sjúkrastofnunum,
pósthúsum, við garðyrkju, fisk-
vinnslu og almenn sveitastörf.
En þau hafa ekki aðeins verið
í vinnunni. Að sögn Kristinar
Ólafsdótturtómstundafulltrúa
Nordjobb á íslandi hafa þau not-
að frítímann vel og ferðast vítt
og breitt um landið m.a. til Þórs-
merkur, í Reykjadali við Hvera-
gerði og um Snæfellsnes auk
þess sem þau sigldu um Breiða-
fjörð. Einnig fóru mörg þeirra
á Kirkjubæjarklaustur, á Þjóð-
hátíð í Eyjum eða í Skaftafell
um verslunarmannahelgina.
Ungmennin komu saman í
Morgunblaðið/Sverrir .
NORRÆNU ungmennin, sem unnu hér á landi í sumar á
vegum Nordjobb, voru ánægð með dvölina hér.
gærkvöldi til lokahófs og þar
ræddi Morgunblaðið við nokkur
þeirra. Johanna Lappalainen er
frá Helsinki í Finnlandi og starf-
aði hún í eldhúsinu á Hjúkrunar-
heimilinu við Dalbraut í sumar.
Hún talar ljómandi góða íslensku
þrátt fyrir stutta dvöl enda seg-
ir hún að engin önnur tunga
hafi verið töluð á vinnustaðnum.
Björn Skantze er frá Gauta-
borg í Svíþjóð. Hann er ekki eins
fær í íslenskunni og Johanna
enda var töluð enska þar sem
hann var að vinna á lagernum í
Bílanausti. Hann er mjög ánægð-
ur með veruna hér og segist
gjarnan mundu vilja vera leng-
ur. Það verður hins vegar að
bíða betri tíma því hann er að
fara í háskóla að læra stærð-
fræði.
Líkar vel hér
Kirsten Knudtzon er frá
Björgvin í Noregi. Hún var hér
einnig í fyrrahaust, fram að ára-
mótum, á Nordplus-styrk til að
læra íslensku. Hún vann á skurð-
deild á Landspítalanum í sumar
en fer nú heim þar sem hún
stundar háskólanám í trú-
arbragðafræði. Henni líkar vel
hér, finnst sumarið þó of kalt
og hlakkaði til að „ná í skottið“
á norska sumrinu.
*
I rigningu
og roki á
hálendinu
ÞAÐ er ekki alltaf tekið út
með sældinni að ferðast um
hálendi landsins og fengu þess-
ir erlendu ferðamenn að kynn-
ast óblíðri náttúru Iandsins þar
sem þeir voru staddir á Hvera-
völlum fyrir skömmu.
Níuvindstig á Hveravöllum
í gær voru níu vindstig á
Hveravöllum og voru flestir
ferðamennirnir á staðnum
búnir að koma sér fyrir í skála
Ferðafélags íslands, að sögn
Kristjáns H. Birgissonar skála-
varðar. Kristján segir að ferða-
menn láti oftast vel af veðrinu
en að alltaf megi búast við
hvassviðri á þessum slóðum.
Heba Hertervig og Sigurður
Jónsson veðurfræðingur hafa
stundað veðurathuganir á
Hveravöllum í þijár vikur, í
afleysingum. Á þessum tíma
hefur oft verið töluvert hvass-
viðri og þó ferðamenn kysu
sjálfsagt flestir lognið eru börn
þeirra hjóna, fimm og níu ára,
hæstánægð með veðrið, að
sögn Hebu.
Hvítárnes vinsælt
Tveir langferðabílar fara
daglega frá Norðurleið um
Kjalveg og koma þá við á
Hveravöllum. Fer önnur rútan
frá Akureyri á leið suður en
hin fer norður frá Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá
Bifreiðastöð Islands hf. er
nokkuð vinsælt að fara þessa
leið og eru ferðalangarnir
jafnt íslendingar sem útlend-
ingar. Einnig er vinsælt að
fara með Norðurleið í Hvítár-
nes og ganga yfir til Hvera-
valla. Það er þriggja daga
gönguleið og er gist í skálum
Ferðafélagsins í Hvítárnesi, í
Þverbrekknamúla, í Þjófadöl-
um og á Hveravöllum.
Morgunblaðið/RAX
Innbrot
í Bifröst
INNBROT var framið i skólann á
Bifröst í fyrrinótt og stolið þaðan
200-300 þúsund krónum í pening-
um og talsverðu af ávísunum.
Grunur leikur á að sömu aðilar
hafi gert tilraun til innbrots í sölu-
skála á Kleppjárnsreykjum fyrr um
nóttina.
Viðvörunarkerfi fór í gang í sölu-
skálanum kl. 2:30 um nóttina og
forðuðu þjófarnir sér þá. Fólk á
Kleppjámsreykjum sá til þeirra á
flóttanum. Talið er að frá Klepp-
járnsreykjum hafi þjófarnir haldið
upp í Norðurárdal og brotist inn í
skólann á Bifröst. Þeir fundu þar
allmikið af peningum, sem voru í
eigu skólans og hótelsins sem rekið
hefur verið í honum í sumar. .
Lögreglan í Borgarnesi biður þá
sem telja sig hafa orðið vara við
grunnsamlegar mannaferðir um
nóttina að láta sig vita. Talið er
að þjófarnir hafi verið á ljósum
skutbíl.
Mikil leit gerð að plastbáti og skútu á Faxaflóa í fyrrinótt og í gærmorgun
Báturinn varð bensín-
laus úti á Faxaflóa
MIKIL leit var gerð að tveggja tonna plastbáti,
Jarlinum af Hvalsey, í fyrrinótt og gærmorgun
en tveir menn sem voru á bátnum ætluðu frá
Mýrum vestan Borgarness til Reykjavíkur. Þátt
í leitinni tóku m.a. þyrla Landhelgisgæslunnar
og þrír bátar Slysavarnafélagsins ásamt fiski-
skipum. Báturinn fannst kl. 11.35 í gærmorgun
skammt vestur af Mýrum og voru mennirnir við
bestu heilsu en báturinn hafði orðið bensínlaus
skömmu eftir að hann lét úr höfn, kl. 21 í fyrra-
kvöld.
Báturinn hafði verið á reki alla fyrrinótt. Fiski-
báturinn Baldur GK fann Jarlinn og lét Slysa-
varnafélagið vita af honum.
Aðstandendur mannanna tveggja var farið
að lengja eftir þeim og óskuðu eftir því við
SVFÍ að svipast yrði um eftir þeim. Báturinn
er hraðskreiður og hefði átt að vera kominn til
Reykjavíkur undir miðnætti.
Bátur Slysavarnafélagsins frá Akranesi var
sendur að Jarlinum með bensín og komu menn-
irnir bátnum í gang og var honum siglt til Hvals-
eyjar. Önnur vél í bátnum frá Akranesi bilaði
þegar bensínið hafði verið afhent og fylgdi Henry
Hálfdanarson honum eftir til hafnar á Akranesi.
Báturinn illa búinn
Pétur Kristjánsson skipstjóri Henrys Hálfdan-
arsonar sagði að haugasjór og bræla hefði verið
á þessum slóðum þegar báturinn fannst en aldr-
ei hefði nein hætta verið á ferðum. Mennirnir
hefðu verið vel klæddir og ekkert bjátað á. „Það
er verst að þeir gátu ekki látið af sér vita,“
sagði Pétur.
Pétur var þá nýlega kominn úr annarri björg-
un en lítil skúta hafði lent í vandræðum skammt
úti fyrir Akranesi eftir að stag í segli hafði slitn-
að. Utanborðsmótor skútunnar drap á sér og fór
ekki í gang aftur. Þrír menn voru á skútunni
og gátu þeir látið vita af sér í gegnum farsíma.
Henry Hálfdanarson fann skútuna í ratsjá um
kl. 3 í fyrrinótt og var kominn með hana í eftir-
dragi kl. 7 í gærmorgun.
Jarlinn er tveggja tonna plastbátur sem er
notaður til skemmtiferða á Breiðafirði. Yfirráða-
menn bátsins hafa ekki látið Tilkynningaskyldu
SVFÍ vita af sér í ferðum sínum á Breiðafirði,
sem er brot á landslögum, að sögn starfsmanns
SVFÍ. Hann sagði jafnframt að Jarlinn hefði
verið illa búinn, með litla talstöð sem dregur
stutt og ekki tilskilinn björgunarbúnað.