Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 35" MINNIIMGAR OLOF SIG URÐARDÓTTIR + Ólöf Sigurðardóttir fæddist 25. nóvember 1927 í Reykja- vik. Hún lést á Selfossi 4. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 11. ágúst. FYRIR tæpum áratug ríkti mikill áhugi á þróunarstarfí í Barnaskóla Selfoss og stefnt var að auknum sveigjanleika í kennslu yngri barna. Þá var ég svo lánsöm að eiga nána samvinnu við Ólöfu Sigurðardóttur samkennara minn. Meðal þeirrra hugmynda sem upp komu var að kenna tveimur bekkjum saman í einni stofu sem innréttuð væri með nýstárlegum hætti svo hentaði fyrir skólastarf af þessu tagi. Þetta átti að gefa kennurum kost á aukinni samvinnu en útheimti um leið að þeir væru tilbúnir til að gjörbreyta vinnuað- ferðum sínum og vinna með öðrum kennara í stað þess að vera útaf fyrir sig í sinni stofu eins og algeng- ast er. Þennan vetur stóð til að við Ólöf kenndum hvor sínum 7 ára bekkn- um á morgnana. Satt að segja hélt ég að henni mundi kannski ekki lít- ast of vel á þessar hugmyndir. Hún hafði að baki langa kennslureynslu og margir kennarar líkjast öðru fólki að því leyti að þeir eru vana- fastir. Auk þess vissi ég vel að Ólöf var mjög samviskusamur kennari og mundi ekki vilja stunda neina tilraunastarfsemi með börnin nema hún væri alveg viss um að breyting- arnar ættu rétt á sér og gætu leitt til betra skólastarfs. Það kom hins vegar fljótt í ljós að Ólöf hafði trú á þessari nýbreytni og hún lagði sig alla fram við undirbúning og skipulagningu, hvort sem það var að mála nýja bekki og skilrúm í stofuna, útbúa nýtt námsefni eða fínna lausnir á hvernig best væri að skipuleggja starfið. Svo kom að því að skólabjallan hringdi í tíma og í stað þess að ganga einar okkar liðs hvor í sína stofu fórum við Ólöf saman í stof- una okkar — og áttum þennan vet- ur það besta og ánægjulegasta sam- starf sem ég get hugsað mér. Þarna höfðum við 37 börn saman í kennslustofu sem var tæplega nógu stór fyrir þennan ijölda, og reyndi því oft talsvert á skipulagið og þol- inmæðina, en Ólöf lét aldrei bilbug á sér finna. Hún var búin þeim bestu kostum hvers kennara að vera róleg og ákveðin í senn. Henni þótti vænt um nemendur sína og kenndi þeim að bera virðingu fyrir umhverfínu. Sjálfri var henni kurt- eisi og tillitssemi svo eðlileg að þeir sem í kringum hana voru hlutu að taka hana sér til fyrirmyndar. Það sem gerir þennan vetur sér- staklega eftirminnilegan fyrir mig var þetta óvenjulega tækifæri til að deila gleði jafnt og áhyggjuefn- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem íjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. AFI/AMMA Allt fyrir minnsta bamabamib ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 5512136 um starfsins með jafn góðum og umhyggjusömum kennara og Ólöf var. Fyrir það og öll önnur sam- skipti okkar vil ég þakka. Ég er þess líka fullviss að henni fylgja hlýjar hugsanir og þakklæti ótal nemenda frá farsælum kennslu- ferli. Fjölskyldu Ólafar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Rannveig Óladóttir. OKKAR BESTU MEÐMÆLI KOMA FRA NEMENDUM OKKAR: Ert þú ánægðari með störf þín eftir nám í VSN? Veit ekki 24% 'ÍA Nánari uppiýsingar í simum 562 10 66 og 462 7899. VllÐSKIPTASKÓLI Stjórnunarféiagsins og Mýherja Ur könnun sem gerð var meðal nemenda sem útskrifuðust vorið 1994. Framleiðsla , semstenst timans tönn PR-Pípugerðin hefur áratuga reynslu í framleiðslu á rörum og brunnum. Fyrirtækið framleiðir einnig hellur og steina í miklu úrvali. #PR Pípugeröin • RÖR ♦HELLUR •STEINAR ^PRROR Rörin frá PR-Pípugerðinni hafa þjónað hohæsakerfi höfuðborgarsvæðisins í hálfa öld. Reynslan sýnir að þau standast ströngustu kröfur um gæði og endingu. ®PRHellur &steinar Fjölbreytt úrval af hellum og steinum fyrir gangstéttar, innkeyrslur og garða. «PR Pipugeröin^ Skrifstofa & Suðurhraun 2 • 210 Garðabær Verksmiðja: Pósthólf 190 • 212 Garðabær Sími: 565 1444 Fax: 5652473 Verksmiðja: Sævarhöfði 12*112 Reykjavík Sími: 5872530 Fax: 587 4576 •4G. Sexkantur Laufsteinn I-steinn Bæjarsteinn Jötunsteinn 10x20 Jötunsteinn 30x30 Gárusteinn 30x30 Þrep (jámbent) tm U' Ending skiptir öllu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.