Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 21
* Staðgreitt, á mann. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og skattar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 21 ERLENT Indversk yfirvöld reyna að semja við mannræningja í Kasmír Vong'óð um að gísl- unum verði sleppt Srinagar. Reuter. INDVERSK yfirvöld sögðust í gær vongóð um að vestrænu gíslunum fjórum í Kasmír yrði sleppt og kváðust hafa handtekið einn af forsprökkum hreyfingar sem sögð er tengjast mannræningjunum. íbúar Kasmírdals efndu til verk- falls í gær til að mótmæla drápi mannræningjanna á Norðmanni í lok vikunnar sem leið. Talsmaður stjórnarinnar í Kasmír sagði að milligöngumaður hennar hefði rætt við mannræn- ingjana en hann vildi ekki tjá sig um fréttir þess efnis að stjórnin hefði boðist til að láta fanga lausa gegn því að gíslunum yrði sleppt. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem það gæti stefnt lífi gíslanna í hættu. I gær rann út frestur sem mann- ræningjarnir veittu Indveijum til að verða við kröfu þeirra um að sleppa 15 múslimskum aðskilnað- arsinnum úr fangelsi. Ekki var vitað hvort þeir hefðu staðið við þá hótun sína að drepa gíslana. Erlendir málaliðar? Mannræningjarnir eru í lítt þekktri hreyfingu, Al-Faran, og indverskir embættismenn segja að hún sé skipuð erlendum málaliðum og tengist múslimahreyfingunni Harkat-ul-Ansar í Pakistan. Hark- at segist hins vegar ekki tengjast mannræningjunum á nokkurn hátt. Indverskir embættismenn sögðu í gær að einn af forsprökk- um Harkat, Nawaz-ul-Haq, hefði verið handtekinn í Kasmír ásamt lífverði sínum. Þeir sögðu hann hafa skipulagt starfsemi erlendra málaliða í Kasmír og árásir á ind- verska hermenn. Al-Faran gaf út yfirlýsingu þar sem því er vísað á bug að erlendir málaliðar séu í hreyfingunni, hún sé eingöngu skipuð múslimum frá Kasmír. Reuter GRÍSKIR meðlimir Greenpeace með kínverska hatta sem kjarn- orkumerkið hefur verið málað á, efna til mótmæla við kín- verska sendiráðið í Aþenu í gær. Bangladesh 150 saknað eftir ferjuslys Jessore, Bangladesh. Réuter. TALIÐ er að um 150 manns hafi farist þegar feija sökk í óveðri í Bangladesh í gær. Að sögn lögreglu hafa lík átta kvenna og barna fundist. Feijan var á siglingu eftir ánni Chitra, skammt frá borginni Jessore í vesturhluta Bangladesh og sögðu sjónarvottar að hún hefði verið hlaðin varningi og fjöldi farþega hefði verið um borð. Ekki er vitað hvað margir voru um borð því að áhafnar feijunnar er einnig saknað. Megrun raskar efnabúskap heilans London. Reuter. LÆKNAR á Bretlandi greindu frá því í gær að þeir hefðu upp- götvað hvers vegna megrun skil- ar ekki árangri. Ástæðuna er að finna í höfði viðkomandi. Megrun raskar jafnvæginu í efnabúskap heilans, sem síðan veldur því að fólk finnur hjá sér hvöt til að borða of mikið, sam- kvæmt niðurstöðum E.M. Clif- fords og félaga hans við Little- more-sjúkrahúsið í Oxford. Rannsóknir á rottum leiddu t ljós að dýr sem ekki nýttu tauga- boðefnið serótónín urðu of feit. Læknarnir rannsökuðu 12 konur á aldrinum 20-39 ára og komust að því að þsér sem neyttu einungis 1000 hitaeininga á dag höfðu minna magn af ammínó- sýru sem er líkamanum nauðsyn- leg til að framleiða serótónín. Clifford og félagar greina frá niðurstöðum sínum í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Þeir segja að með inannkyninu hafi þróast rík- ur aðlögunarhæfileiki til að við- halda neyslu á mat. Að reyna að breyta þessum hæfileika með því að takinarka neyslu sína viljandi sé ekki einungis erfitt, heldur geti haft slæmar afleiðingar. Benidorm BenidoiP Greenpeace Heita frek- ari aðgerð- um í Kína Hong Kong, Peking. Reuter. FJORIR meðlimir umhverfisvernd- arsamtakanna Greenpeace komu til Hong Kong í gær eftir að þeim og tveim félögum þeirra var vísað frá Kína vegna mótmæla sem þeir efndu til á Torgi hins himneska friðar á þriðjudag. Meðlimirnir fjór- ir sögðu aðgerðirnar í Peking hafa tekist vel og hétu því að endurtaka Ieikinn. Hinir meðlimirnir tveir héldu til Parísar í gær. Á torginu breiddu Greenpeace- liðarnir úr borðum sem á voru letr- uð mótmæli við kjarnorkutilraunum Kínvetja. Samtökin hafa ekki efnt til mótmæla í Kína áður. Að sögn talsmanns Greenpeace fóru and- mælin fram nú vegna sögusagna um að stjórnin í Peking hyggi á tilraunir með kjarnavopn á næstu dögum og tilkynningar um að til- raunir verði gerðar með stýriflaug- ar úti fyrir austurströnd Kína, skammt frá eynni Tævan. Lögreglumenn gerðu borðana upptæka og færðu mótmælend- urna, ásamt átta erlendum frétta- mönnum, til lögreglustöðvar. Fréttamönnunum var Ieyft að fara eftir að þeim hafði verið sagt að þeir hefðu brotið lög með því að taka myndir á torginu. Var þeim gert að skrifa undir „sjálfsgagn- rýni“. Greenpeace-meðlimirnir fóru til Kina sem ferðamenn. Engir Kin- veijar tóku þátt í aðgerðunum. 10 yndislegir dagar á Benidorm Þessi eftirlætis sólskinsparadís íslendinga hefur allt að bjóða þeim sem vilja skemmta sér vel í hlýju loftslagi Miðjarðarhafsins. Við efnum nú til aukaferðar á Benidorm sem enginn sólarsælkeri ætti að láta Levante Club Fjórir saman í íbúð með einu svefnh. 46.480 kr.* Tveir saman í íbúð með einu svefnh. 55.980 kr.* Monica Holidays Fjórir saman í íbúð með einu svefnh. 45.530 kr.* Tveir saman í íbúð með einu svefnh. 55.030 kr.* Samviiiiiiiferúir-Laiitlsýii QATLASi* Reykjavfk: Austurstrati 12 • S. 5691010 • Slmbrél 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Inranlanústerðir S. 5691070 Hótel Sðgu við Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbréf 562 2460 Halnartjðrður: Bæjarhrauni 14 • S. 5651155 • Simbrél 565 5355 Kellavlk: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Slmbrél 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 Akureyrl: Ráðhústorgl 1 • S. 462 7200 • Slmbrél 461 1035 Vestmannaeylan Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Slmbrél 481 2792 HVÍTA HÚSIO / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.