Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 36
4)6 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐLAUGSDÓTTIR, Vestri-Hellum, Gaulverjabæjarhreppi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni 15. ágúst. Guðrún Loftsdóttir, Pálmar Eyjólfsson, Andrés Pálmarsson, Sigríður Haraldsdóttir, Helga Pálmarsdóttir, Eyjólfur Pálmarsson, og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Mykjunesi; Stóragerði 8, Reykjavík, lést í Landspíalanum 15. þessa mánaðar. Kristrún Guðjónsdóttir, Heiðar Magnússon, Stella Reyndal, Guðmundur Magnússon. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, Marfubakka 18, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 10. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 13.30. •Vyr. Margrét Þórarinsdóttir, Sigurfinnur Vilmundarson, Kristrún Sigurfinnsdóttir, Guðmundur Böðvarsson, Þórarinn Halldórsson og langömmubörn. t Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BETTÝ ARINBJARNAR, Álftamýri 32, lést á heimili sínu 14. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Reynir Arinbjarnar, Soffia Arinbjarnar, Kristján Stefánsson, Vilborg Arinbjarnar, Hjörtur Hjartarson, barnabörn og langömmubarn. t Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, BJARNI BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON fyrrverandi yfirumsjónarmaður Pósts og síma, lést á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 16. ágúst 1995. Jarðarförin auglýst síðar. Svava Sigurðardóttir, Einar Halldórsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðfinnur Halldórsson, Erla Emilsdóttir, Þórir Halldórsson, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Ragnar Lövdal og barnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ÁSLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR fyrrv. símavörður hjá Reykjavíkurborg, Hjallaseli 43, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Valfríður Gísladóttir, Einar Júliusson, Gfsli Einarsson, Júlíus Karl Einarsson, Áslaug Einarsdóttir. GUÐRUN NIELSEN ÓLAFSDÓTTIR OGJÖRGEN C. G NIELSEN + 100 ára hefði orð- ið í dag 17. ágúst 1995 Guðrún Nielsen fædd Ólafsdóttir, og 105 ára hefði orðið 14. apríl 1995 eigin- maður hennar, Jörg- en C.C. Nielsen bak- arameistari, en þau bjuggu mestan hluta hjúskapar síns á Bergstaðastræti 29 i Reykjavík. Guðrún fæddist á Skeggjastöðum í Garði 17. ágúst 1895, yngst fjögurra barna Guðrúnar Hildibrandsdóttur og Ólafs Gíslasonar bónda á Skeggjastöðum. Guðrún ólst þar upp ásamt systkinum sínum og tveimur fóstursystrum. En eftir lifir fóstursystir hennar, Nanna Einarsdóttir. En hún var gift Karli Gíslasyni bifreiða- stjóra hjá Mjólkursamsölunni, en hann lést 16. ágúst 1963. Jörgen fæddist í Svendborg í Danmörku 14. apríl 1890. Hann var yngstur sex systkina. Foreldrar hans voru Soffie og Lars Nielsen. FJÖGURRA ára gamall missti Jörgen föður sinn og má nærri geta, að á þeim tímum hefur verið erfitt t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Lækjarseli 11, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum 2. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Benedikt Stefánsson, Margrét Árnmarsdóttir, Páll Stefánsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍNGUNN ÞORVALDSDÓTTIR, frá Tungufelli, lést á heimili sínu 15. ágúst. Friðgeir Jóhannsson, Stefán Ragnar Friðgeirsson, Anna Margrét Halldórsdóttir, Jóhann Þór Friðgeirsson, Elsa Stefánsdóttir, Rebekka Sigriður Friðgeirsdóttir, Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir, Sævar Freyr Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Melbreið íFljótum, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga 11. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Barðskirkju í Fljótum laugardaginn 19. ágúst kl. 11.00. Aðalheiður Hannesdóttir, Stefán Jónasson, Pálína Hannesdóttir, Kristinn Sigurgeirsson, Guðfinna Hannesdóttir, Sigurður Zophaniasson, Haukur Hannesson, Guðrún Hinriksdóttir, Snorri Hannesson, Erla Hannesdóttir, Sigurlína Hannesdóttir, Áshildur Öfjörð, og aðstandendur. t Ástkær afi okkar, JAKOB FRÍMANNSSON, fyrrv. kaupfélagsstjóri KEA, er lést þann 8. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, eru vinsamlegast beðnir að láta Hjúkrunarheimilið Sel á Akureyri njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jakob Frímann Magnússon, Borghildur Magnúsdóttir. að verða ekkja með sex börn. Þá reyndi litli drengurinn að hjálpa til með því að hlaupa á eftir kolavögn- unum og tína upp kolamola sem af þeim féllu og færa þá móður sinni. Það voru harðir tímar sem hann ólst upp við. Eitt hugsaði hann um til dauðadags og það var að borga af leiði móður sinnar í Svendborg, því ef það væri ekki gert yrði jarðsett þar aftur. Hann bað okkur um að eftir sinn dag yrði leiðið endurnýjað svo að móðir hans fengi að hvíla þar áfram. Það hefur verið gert og mun verða áfram. Faðir minn kom fyrst til íslands frostaveturinn mikla 1918 og var það hans fyrsta hugsun að hér skyldi hann ekki dvelja degi lengur en það eina ár sem hann var búinn að ráða sig hér í vinnu. En örlögin urðu önnur og árin urðu 57. Á vegi hans varð ung stúlka úr Garðinum er Guðrún hét og vann hún við framreiðslustörf í Iðnó. Þau felldu hugi saman og giftu sig á gamlaársdag 1921. Þeim varð fimm bama auðið og þau eru: 1) Soffía, gift Guðjóni Sigurðssyni og eiga þau eina dóttur, Önnu Björgu. 2) Guðrún, gift Gunnari Guðröðs- syni og eiga þau Karl og Bergrúnu gifta Gunnari Pálssyni, og eiga þau tvær dætur Vöku og Höllu. 3) Valdemar, kvæntur Fjólu Kristjáns- dóttur og eiga þau tvo syni, Sigurð Geir og Rúnar Þór, auk tveggja dætra Fjólu frá fyrra hjónabandi, Jóhönnu og Steinunnar, en hún á litla dóttur, Önnu. 4) Ólafur, kvænt- ur Ragnheiði Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn: Guðrúnu, gifta Vil- mundi Guðnasyni og eiga þau þijá drengi, Davíð, Guðna og Ragnar Óla; Olaf Karl, kvæntan Unni Egils- dóttur og eiga þau Ólaf Hrafn, Sólveigu og Maríu; Þorgerði, gifta Ágústi Böðvarssyni og þeirra börn eru Stefán Jörgen, Ragna Hördís, Óli Böðvar og Óskar Logi. 5) Helga, gift Garðari Jökulssyni og eru börn þeirra fjögur: Guðrún, gift Agli Grímssyni og eiga þau tvær dætur Elínu Helgu og Svövu; Jökull Karl, í sambúð með Elínu Ragnarsdóttur; Svava, unnusti Guðjón Snær Stein- dórsson og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu Hrefnu; Soffía Dögg, unn- usti Valdimar Björn Guðbjörnsson. Ég minnist margs heiman frá „Bestó“, alltaf stóð hún mamma mín við eldhúsborðið og var að útbúa eitthvað gott í munninn og veit ég að margir minnast smurða brauðsins hennar mömmu. Enginn kom þar inn fyrir dyr öðruvísi en að fá að borða og drekka. Mér er sérstaklega minnisstætt á köldum vetrarkvöldum er krakkar komu að rukka fyrir dagblöðin. Fengu þau þá smurt brauð eða köku í höndina og eitthvað að drekka. Ef þau voru ekki með vettlinga þá setti hún vettlinga á hendur þeirra. Enginn fór kaldur og svangur frá henni. Ekki hafði hún mamma mín þvotta- hús fyrr en ég var komin á ferming- araldur. Þangað til varð hún að fá afnot af þvottahúsum hingað og þangað um Bergstaðastrætið, en allan suðuþvott sauð hún fyrst í pottum á eldavélinni og fékk síðan að setja í vél annars staðar. Aldrei heyrði maður hana kvarta og aldrei hef ég séð fallegri hvítan þvott en hjá henni mömmu. Faðir minn vann hjá Alþýðu- brauðgerðinni mestallan sinn starfsaldur að undanskildum fáum árum er þau fluttu norður til Akur- eyrar, en það var fyrir mína tíð. Þar eignuðust þau trygga og góða vini. Faðir minn lést eftir skamma legu 6. apríl 1975 en móðir mín lést 24. janúar 1976 eftir að hafa legið rúmföst í þijú ár. Að lokum bið ég algóðan Guð að halda verndarhendi sinni yfír foreldrum mínum, blessa þau og varðveita að eilífu. Ég veit, að við þitt hjarta er vondarlindin bjarta, sem svalar særðri önd, sem trúin himnesk heitir, sem huggun sanna veitir. Ó, rétt mér, Jesús, hjálparhönd. (G.G.) Helga Nielsen (Lilla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.