Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 45 I Frá Ólöfu Birnu Björnsdóttur: FYRIR stuttu síðan var ég í búð á Laugaveginum ásamt vinkonu minni. Við vorum að skoða þama og gátum vel hugsað okkur að kaupa eitthvað. En okkur var ekki boðin aðstoð. Þegar við spyijum um verð á einum hlut er okkur svarað frekjulega, milli þess sem afgreiðslukonan smjaðrar fyrir öðrum viðskiptavini. Það kemur „mjög“ á óvart að þessi viðskiptavin- ur var fullorðin kona. Og það versta var að ég hafði hug á að kaupa hlut þarna en ég gat ekki hugsað mér það því konan var virkilega dónaleg. Nokkru síðar fer ég í Miðbæ, Hafnarfirði, með sömu vinkonu minni. Við röltum um og skoðum fólkið. Loks sjáum við það sem við vorum að leita að, lítil ilmkerti. Við tökum þau upp og lyktum af þeim en setjum þau síðan aftur á stand- inn, sem stóð rétt fyrir utan búðina. Frábær frétta- þjónusta Frá Erni Eiðssyni: ÞEGAR fjallað er um efni Sjónvarps- ins í blöðum er tónninn oftast nei- kvæður. í þetta sinn langar mig að hrósa íþróttadeild RÚV og þakka fyrir frábæra þjónustu við útsending- ar frá Heimsmeistaramótinu í frjáls- um íþróttum, sem fram fór í Gauta- borg nú í fyrri hluta ágústmánaðar. Fijálsar íþróttir eru stórkostlegt sjónvarpsefni, sérstaklega þegar góð myndataka og líflegar og fróðlegar skýringar fylgja með. Hvort tveggja var til staðar að þessu sinni. Ýmsir sem ekki eru sérstakir áhugamenn um fijálsar íþróttir færðu það í tal við undirritaðan hve skemmtilegt væri að fylgjast með umræddu móti í Sjónvarpinu. Ekki má gleyma frammistöðu Morgunblaðsins, sem átti fréttamann í Gautaborg og viðtöl og umsagnir hans um mótið voru einnig til mikill- ar fyrirmyndar. Hafí RÚV og MBL kæra þökk. Frammistaða íslendinga Því er ekki hægt að neita, að flest- ir bjuggust við betri árangri íslensku keppendanna á mótinu en raun bar vitni. Óheppni Jóns Arnars Magnús- sonar, þess íþróttamanns okkar, sem margir vonuðu að yrði í fremstu röð ollu að sjálfsögðu vonbrigðum. En þó að Jóni Arnari tækist ekki að ljúka keppni vegna meiðsla í stangarstökk- inu vakti frammistaða hans og gott keppnisskap mikla athygli. Tólfta sæti Guðrúnar Amardóttur i 400 metra grindahlaupinu var sérstak- lega ánægjulegt, en hún var yngsti keppandi okkar. Vonandi leggur Guðrún nú aðaláherslu á 400 metra grindahlaupið fyrir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Kastararnir okkar þrír komust ekki í úrslit að þessu sinni, en ekki má gleyma því að þeir hafa á fyrri stórmótum kom- ist í fremstu röð. Nú er þetta mót að baki og afreksfólk okkar i fijáls- um íþróttum og raunar í öðrum ólympíugreinum setur stefnuna á Ólympíuleikana í Atlanta 1996! ÖRN EIÐSSON, Hörgslundi 8, Garðabæ. MÖRKINNI 3 • SÍMI 588 0640 BRÉF TIL BLAÐSINS Þeir taka það til sín sem eiga það Maðurinn sem var að „afgreiða" bauð okkur ekki aðstoð vegna þess að hann var of upptekinn við að tala við kunningja sinn. Við göngum inn í búðina og skoðum okkur um. Rétt á eftir kemur inn kona og afgreiðslu- maðurinn (með bros á vör) segir; „Góðan dag, get ég aðstoðað þig?“ sem á í rauninni að segja við alla viðskiptavini. Við göngum út úr búð- inni en þá kallar maðurinn á eftir okkur: „Voruð þið ekki með kerti?“ Við segjum að við höfum sett þau aftur á standinn en hann spyr aftur: „Voruð þið ekki með kerti?“ Vinkona mín kallar þá til hans að hann geti bara talið kertin, þau væru öll. Auk þess var standurinn fullur þegar við komum og var það líka þegar við fórum. Samt kallar hann í þriðja sinn: „Voruð þið ekki með kerti?“ Við göngum bara í burtu og ákveðum að versla aldrei þama, sama hversu nauðsynlegt það væri. Með þessari sögu langar mig, fyrir hönd allra unglinga sem hafa lent í þessu, að benda afgreiðslu- fólki á að það er hægt að kæra búðina fyrir svona, sérstaklega þeg- ar maður er búinn að neita og eng- ar sannanir liggja fyrir. Auk þess finnst mér að af- greiðslufólk þurfi ekki að vera með ókurteisi, sá eini sem tapar er versl- unin. Ég get vel skilið að búðareigend- ur og afgreiðslufólk sé tortryggið gagnvart unglingum en þetta er ein- um of. Þó að einhveijir unglingar steli er ekki þar með sagt að allir unglingar geri það. Fyrir utan það að það er líka til fullorðið fólk sem stelur. Ég er orðin virkilega þreytt á að þurfa að „smjaðra" fyrir afgreiðslu- fólki til þess að fá almennilega að- stoð. Eru mínir peningar eitthvað verri en annarra? I ---------------------------------------------- I Þetta er virkilega svekkjandi, að j ætla að kaupa eitthvað en fara síðan sár út úr búðinni þar sem afgreiðslu- fólk hefur verið dónalegt. Það er líka alveg óþolandi þegar | fullorðið fólk ryðst fram fyrir mann í búðum og biðröðum. Afgreiðslufólk á auðvitað að sjá um að enginn ryðj- \ ist fram fyrir. En oftast þorir maður ' ekki að segja neitt og lætur vaða j yfir sig. | Man fólk virkilega ekki hvernig það er að vera unglingur? ; Ég er ekki að reyna að móðga I neinn en fólk ætti að fara að hugsa sinn gang. Þið eruð nú einu sinni ; fyrirmynd unga fólksins og þetta er ekki gott fordæmi. Engin nöfn eru nefnd því skýring- in er einföld. Þeir taka það til sín \ sem eiga það! j ÓLÖF BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, nemi í Hlíðaskóla. Úr hvftu plasti. Var áður: 690 kr. Lækkað í: 499 kr. Nú aðeins: Aður: 1500 kr. Nú aðelns: Altt í einni tösku. fjórir kollar og samanbrotiö 4 manna borö. Auövelt aö flytja og tekur lítiö pláss. Garösett úr smíöajámi. Áður: 14900 Nú aðeins: Sórlega hlý og notaleg sæng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.