Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Saksóknari í máli Simpsons efast um að dómarinn geti gætt hlutleysis Annar dómarí kvaddur til vegna aðildar eiginkonu Itos Reuter LANCE Ito í sæti dómara við réttarhöld í máli O.J. Simpsons. SAKSOKNARI í Los Angeles féll í gær frá þeirri kröfu sinni að Lance Ito, dómari í réttarhöldunum yfir bandarísku ruðningshetjunni O.J. Simpson, yrði að víkja úr sæti og fela öðrum dómara réttarhöldin vegna hættu á hagsmunaárekstri. Saksóknarinn, Marcia Clark, sagði á þriðjudag að brotthvarf Itos hlyti að vera óhjá- kvæmilegt vegna þess að dómarinn gæti ekki verið hlutlaus um sönn- unargögn og hugs- anlegan vitnisburð konu hans, sem er yfirmaður í lögregluliði Los Angeles. í gær sagði Clark hins vegar að saksóknarar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að dóm- arinn viki sæti. Niðrandi orð Ito úrskurðaði á þriðjudag að ann- ar dómari myndi kveða upp úr með hvort leyfa skuli sem sönnunargögn segulbandsupptökur af samtölum rit- höfundar við lögreglumanninn Mark Fuhrman. Veijendur Simpsons vilja að kvið- Finnar boða sparnað Helsinki. Reuter. PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finniands, kvaðst á þriðjudagskvöld vera vongóður um að samsteypu- stjórn hans tækist að lækka ríkisút- gjöldin verulega á næstu árum þrátt fyrir ótta manna við að það kæmi illa niður á velferðarkerfinu. Finnska stjórnin hyggst leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár 5. september. Þegar stjórnin tók við völdum í apríl Iofaði hún að lækka útgjöldin um 20 milljarða marka, 300 milljarða króna, eða um 4% af vergri þjóðarframleiðslu, ekki síðar en árið 1999. Gert er ráð fyrir að skuldir ríkis- ins verði um 66,5% af vergri þjóðar- framleiðslu í lok ársins og Lipponen spáði því að skuldirnar myndu ná hámarki, um 70%, fyrir lok ársins 1997 áður en þær tækju að minnka. Sf!i/raiF#SÖ! GLÆSIBÆ - SÍMI 581 2922 dómur fái að hlusta á upptökumar, og segja þeir að þar megi heyra Fu- hrman fara niðrandi orðum um svert- ingja; útskýra hvemig lögreglumenn komi sönnunargögnum fyrir; og lítils- virða Margaret York, sem er hæst setta konan í lögregluliði Los Angeles og eiginkona Lance Itos. LEYNILEG friðaráætlun Banda- ríkjastjórnar, sem ætlað er að binda enda á átökin í löndum gömlu Júgó- slavíu, er blanda af hótunum og lof- orðum um ávinning til að fá alla aðila stríðsins til að fallast á hana, að sögn stjórnarerindreka í nokkrum evrópskum höfuðborgum. Þeir segja að Serbum séu boðnar mikilvægar tilslakanir til að fá þá til að sam- þykkja friðaráætlunina. . Bandaríkjastjórn vill að áætlun- inni verði haldið leyndri þar til hún hefur verið kynnt fyrir stríðsaðilun- um og ráðamönnum í Evrópu. í áætluninni er meðal annars gert ráð fyrir að Bosníustjórn láti landsvæði af hendi og fái í staðinn svæði um- hverfis Sarajevo til að auka öryggi bosnísku höfuðborgarinnar. Enn- fremur er hótað loftárásum af hálfu Atlantshafsbandalagsins (NATO), en þeim hluta áætlunarinnar er rúss- neska stjórnin andvíg. Neiti Serbar að samþykkja frið- aráætiunina myndi það merkja að Bili Clinton Bandaríkjaforseti félli frá andstöðu sinni við afnám vopna- sölubannsins á Bosníustjórn, auk þess sem Serbar ættu yfir höfði sér loftárásir NATO. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna yrði ennfremur flutt á brott frá Bosníu. Neiti Bosníustjórn að fallast á friðaráætlunina yrði friðargæsluliðið einnig fiutt á brott. Að auki yrði vopnasölubanninu á lönd gömlu Júgóslavíu líklega aflétt algjörlega, þannig að Bosníu-Serbar gætu aflað sér fleiri vopna. Gagnkvæm viðurkenning Áætlunin íjallar þó ekki aðeins um Bosníu því stefnt er að heildar- samkomulagi, sem næði til Serbíu og Króatíu, stærstu landa gömlu Júgóslavíu. Kveðið er á um gagn- kvæma viðurkenningu Bosníu, Kró- atíu og Serbíu, sem ætti að tryggja „Ég elska konuna mína“ Kviðdómendur voru ekki í réttar- salnum þegar Ito úrskurðaði að ann- ar dómari, John Reid, myndi taka ákvörðun um hvort upptökurnar yrðu leyfðar, og hvort ástæða væri til að kona Itos yrði kölluð sem vitni sak- stöðug landamæri og binda enda draum serbneskra þjóðernissinna um „Stór-Serbíu“. Fimmveldin hafa undanfarna mán- uði reynt að fá Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, til að viðurkenna sjálf- stæði Bosníu og boðist til að aflétta í staðinn refsiaðgerðum á landið. í friðaráætluninni er gert ráð fyr- ir nánast jafnri skiptingu Bosníu milli Serba og sambandsríkis músl- ima og Króata eins og í friðartillög- unum sem lagðar voru fram í fyrra. 70% landsins eru á valdi Serba, sem höfnuðu þessum tillögum. Serbum eru boðnar nokkrar til- slakanir. I fyrsta lagi er lagt til að þeir haldi Srebrenica og Zepa, bæjum í austurhluta Bosníu sem voru áður skilgreindir sem „griða- svæði“ múslima. Ennfremur verði mjó landræma, kennd við bæinn Brcko, breikkuð. Þessi landræma tengir yfirráðasvæði Serba í vest- urhluta Bosníu við austurhlutann og Serbíu. Hún er nú svo mjó að sóknara til þess að andmæla orðum Fuhrmans. „Ég elska konuna mína afar heitt og tek nærri mér ef einhver talar illa um hana,“ sagði Ito klökkur í beinni sjónvarpsútsendingu til millj- óna áhorfenda. Fuhrman, sem mun hafa látið þessi orð falla í viðtölum sem hann hefur á undanförnum 10 árum átt við handritshöfund, fann blóðugan hanska við heimili Simpsons morg- unninn eftir að fyrrverandi kona Simpsons og vinur hennar voru myrt á heimili hennar. Simpson er ákærð- ur fyrir bæði morðin og hafa réttar- höld í málinu nú staðið í sjö mánuði. Sakaður um meinsæri Veijendur Simpsons hafa sakað Fuhrman um kynþáttahatur og að hafa komið hanskanum fyrir á heim- ili Simpsons til að koma á hann sök. Fuhrman hefur áður við réttarhöldin neitað að hafa komið hanskanum fyr- ir og sagt að hann hafi aldrei á undan- fömum áratug notað skammaryrðið „surtur“ („nigger") um svertingja. Segja verjendurnir að Fuhrman hafi framið meinsæri og vilja að kviðdómur, sem er að mestu skipað- ur svertingjum, fái að heyra segul- bandsupptökurnar. erfitt er að verja hana til lengdar. Þá er Bosníu-Serbum nú í fyrsta sinn boðið að mynda „ríkjabandalag“ með Serbíu með svipuðum hætti og múslimar og Króatar gerðu í fyrra. Bosníustjórn afsali sér landsvæðum Bosnía yrði þó áfram sjálfstætt ríki, sem nyti alþjóðlegrar viður- kenningar. Bosníustjórn fengi land- svæði umhverfis Sarajevo til að auka öryggi höfuðborgarinnar en yrði í staðinn að afsala sér landsvæðum annars staðar. Bandaríkjastjórn vill að stríðsað- ilar semji sjálfir um skiptingu lands, en setur það skilyrði að sambands- ríki múslima og Króata fái að minnsta kosti 51% landsvæðanna. Samþykki allir aðiiarnir friðar- áætlunina leggur Bandaríkjastjórn til að ríki heims lofi mikilli fjárhags- aðstoð til að byggja landið upp að nýju. Hafni einhver þeirra áætlun- inni verði hótununum framfylgt. Redwood stofnar sérfræð- ingaráð JOHN Redwood, sem bauð sig fram gegn John Major í leið- togakjöri breska íhaldsflokks- ins, tilkynnti í gær að komið yrði á fót nýju sérfræðingaráði sem ætti að beita sér fyrir lækkun ríkisútgjalda, einfald- ara skattkerfi, umbótum í dómskerfinu og laustengdara Evrópusambandi. Redwood neitaði því að ráðinu væri ætl- að að keppa við ráðgjafa Maj- ors. „Þetta verður vettvangur þar sem aðeins er hugsað um hag þjóðarinnar og íhalds- flokksins." Hlerunartæki á skrifstofu borgarstjóra JACQUES Peyrat, borgar- stjóri Nice, sagði í gær að hler- unartæki hefði fundist á skrif- stofu sinni og hann kvaðst telja að pólitískir andstæðing- ar hefðu hlerað samtöl hans. Peyrat, sem er yst til hægri í frönskum stjórnmálum, tók við embættinu fyrir tveim mánuð- um. Hann fyrirskipaði leit að hlerunartækjum á skrifstof- unni eftir að hafa tekið eftir því að upplýsingar, sem fram komu á fundum hans, bærust oft til fjölmiðla. í ljós kom hler- unartæki undir fánastöng á skrifstofunni. Gríni beitt í kosningunum FLOKKUR Borís Fjodorovs, fyrrverandi fjármálaráðherra Rússlands, auglýsti í gær eftir bröndurum um andstæðinga sína fyrir þingkosningarnar í desember. Sá sem sendir besta brandarann fær sem svarar 190.000 krónum, en það jafn- gildir 30 meðalmánaðarlaun- um í Rússlandi. Talsmaður flokksins sagði að hingað til hefðu aðallega borist brandar- ar um þjóðernissinnann Vlad- ímír Zhírínovskíj. Sektað fyrir grasspjöll LÖGREGLUMENN í Búkarest hafa staðið miðaldra hjón að ástarleik í almenningsgarði í miðborginni og sektað þau fyrir spjöll á grasinu. Hjónin eiga að greiða sem svarar 1.500 krónum, en hefðu þurft að borga mun minna ef lög- reglan hefði sektað þau fyrir ósiðlegt athæfi á almannafæri. Hvatttilsjálf- stæðis Quebec LEIÐTOGAR þriggja flokka í Quebec, sem beita sér fyrir aðskilnaði frá Kanada, hvöttu íbúa fylkisins til að greiða at- kvæði með sjálfstæði þess í þjóðaratkvæði, sem búist er við að fari fram 30. október. Einn leiðtoganna þriggja, Jacques Parizeau, forsætisráð- herra Quebec, kvaðst vilja að Quebec-búar samþykktu sjálf- stæði til að stjórn hans gæti samið um ný pólitísk og efna- hagsleg tengsl við Kanada. Margaret York. Áætlun Bandaríkjanna um frið í löndum gömlu Júgóslavíu Hótanir í bland við nýjar tilslakanir Belgrad. Reuter. Reuter MÚSLIMSKUR íbúi Sarajevo þurrkar tárin þegar hann grefur gröf ættingja sem beið bana í árás serbneskrar leyniskyttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.