Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 27
MQRGUNBLAÐJP ,________________________________________ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 17, ÁGÚST 1995 27 . > Opið bréf til alþingismanna vegna fj árhagsvanda Ríkisspítala UNDANFARNAR vikur hafa birst í fjölmiðlum frásagnir af fjárhags- vanda Ríkisspítala. Jafnframt er boðað að leitað verði allra leiða til spamaðar og að ■ þær muni geta leitt til skreðingar á þjónustu og fækkunar starfsfólks. Slíkar fréttir valda jafnan talsverðu hugarangri meðal sjúklinga og starfsfólks sjúkrahúsanna. í fjölmiðlum hefur einnig verið lýst margvíslegum vanda einstakra deilda, en hætt er við að þeir sem um málið fjalla þar á meðal ýmsir alþingismenn hafi misst sjónar á þeim raunveru- lega vanda sem Ríkisspítalamir standa frami fýrir og einkennist af langvarandi skorti á fjármagni. Orsakir þess vanda em margskon- ar en nefna má sérstaklega: •1. Tregðu Fjármálaráðuneytis til þess að viðurkenna aukinn rekstr- arkostnað vegna kjarasamninga, sem ráðuneytið hefur sjálft gert. •2. Notkun nýrra lyfja sem auka vemlega lífslíkur eða bæta líðan, en eru afar dýr. •3. Óraunhæfar kröfur um sér- tekjur og þjónustugjöld. Þegar slík innheimta svo skilar árangri, er dregið varanlega úr fjárveitingum. •4. Aukinn íjölda dýrra aðgerða, sem sumar hverjar stytta legutím- ann svo dögum skiptir. •5. Nýja og aukna starfsemi. Á Islandi er krafa um síaukna og bætta þjónustu í spítalakerfinu bæði frá almenningi og fagaðilum (Landlækni). Jafnframt vex álagið vegna hækkandi aldurs þjóðarinn- ar. Við rekstur atvinnufyrirtækja þykir yfirleitt hagkvæmt að mæta vaxandi eftirspum með aukinni framleiðni með sem minnstum til- kostnaði meðan viðunandi verð fæst fyrir framleiðsluna. Hjá Ríkis- spítölum hefur verið fjárfest bæði í dýmm tækjum og ekki síður í samhentu starfsfólki, sem stöðugt þarf sjálft að beijast fyrir því að fá að beita þekkingu sinni og reynslu. Fjarstæðukenndast verður þetta ástand í verkfalli. Þá lamast starfsemi fyrirtækja, hagur þeirra versnar og eigendur ókyrrast, en þegar verkfall hrjáir sjúkrahúsin og starfsemin hálflamast, þá auk- ast líkur á því að reksturinn verði innan ramma ijárlaga. Á Ríkisspítölum er harðduglegt starfsfólk og stjómendur, sem hafa metnað til þess að vinna vel og bjóða sjúkum þá bestu þjónustu sem völ er á. Spamaðaraðgerðir undanfarinna ára hafa ekki farið fram hjá einum einasta starfs- manni því sífellt hefur verið leitað leiða til þess að minnka kostnað. Nú eru starfsmenn 100 færri en á sama tíma í fyrra, en innlögnum á deildir hefur að meðaltali ijölgað um 11%. Auknar sumarlokanir hafa leitt til verulegs álags á þeim deildum sem em opnar. Gott dæmi um þær öm breytingar sem eiga sér stað er handlækningasvið. Þar hefur orðið um 14% aukning inn- lagna sl. 2 ár, legutími sjúklinga hefur styst vemlega og ný aðgerð- artækni (en dýr) gerir sjúklingum oft kleift að ná heilsu miklu fyrr en áður. Meðalkostnaður á hvern sjúkling og hveija aðgerð hefur lækkað veralega. í öllum venjulegum fyrir- tækjarekstri hefði þetta talist æskileg þróun og starfsfólki jafnvel verið umbun- að fyrir vel unnin störf, en í fjárhags- vanda Ríkisspítala veldur þessi þróun miklum vandræðum. Er fjárveitingarvald- inu þóknanlegra að hluta starfsfólks væri sagt upp en aðrir hafðir aðgerð- arlitlir? I raun virð- ast einu raunhæfu úrræðin vera að hætta einhverri starfsemi vegna nýjunganna. Stjórnendur spítalans ráða aðeins að litlu ieyti streymi sjúklinga til spítalans. Þar ræður mestu heilsufar þjóðarinnar og ákvarðanir lækna utan spítalans. Að okkar mati er nauðsynlegt að bein tengsl verði milli umfangs þeirrar starfsemi sem er rekin og þeirra fjármuna sem ætlaðir era til rekstursins. Við núverandi að- stæður veldur aukin þjónusta við sjúklinga, notkun dýrra lyfja o.sv.frv. því að atvinnuöryggi strafsfólks er telft í tvísýnu. Nýjasta lausnarorðið er for- gangsröðun. Slík röðun á að leysa allan vanda. Forgangsröðun hljóm- ar vel, jafnvel faglega. Það vekur hinsvegar nokkra furðu að þegar kemur að raunverulegri forgangs- röðun heilbrigðisyfirvalda þá era ákvarðanir sjaldnast teknar á „fag- legum“ forsendum heldur virðast þar ráða torskilin sjónarmið. Dæmi: • 1. Fjárhagsleg hagkvæmni sam- einingar Landkots, Borgarspítala og Ríkisspítala hefur lengi verið ljós. Þegar kom að framkvæmd völdu heilbrigðisyfirvöld hins vegar Framfarir í læknisfræði eru örar og dýrar, segja Þórarinn Gíslason og Egill T. Jóhannsson, sem hér fjalla um stefnumótum og kostn- að í heilbrigðisþjónustu. að sameina eingöngu Landakot og Borgarspítala, enda þótt að sá kostur hefði að mati hins faglega ráðgjafafyrirtækisins Emst og Young verið óhagkvæmasta lausn- in. Afleiðingin er sú að á íslandi eru tvö hátæknisjúkrahús í næsta nágrenni hvort við annað. •2. Þegar bamadeild Landakots- spítala var lokað ákváðu heilbrigð- isyfírvöld að opna nýja 26 rúma deild á Borgarspítala í stað þess að efla starfsemi bamaspítala Hringsins á einum stað, sem fjár- hagslega er mun betri kostur. •3. Embættismenn heilbrigðis- ráðuneytisins gerðu úttekt á starf- semi sjúkrahúsa. Þar kom fram að sífellt er að breikka bilið milli þess sem sérfræðingar á litlum sjúkrahúsum á landsbyggðinni geta annast og þess sem sérfræð- ingar á þröngum sviðum á stóru sjúkrahúsunum, geta með því að vinna saman og beita nýjustu tækni. Afleiðing þess er að fólk sækir sífellt meira til stóra spítal- ana. Ekki hefur verið fylgt ráð- leggingum nefndarinnar um end- urskipulagningu spítalastarfsemi en með þeim mætti vafalaust spara hundruð milljóna. Hvers vegna hefur ekki farið fram alvarleg umræða um endurskipulagningu spítalaþjónustunnar á landsbyggð- inni? Undanfarið hafa ýmsir speking- ar komið fram á sjónarsviðið sem telja vanda heilbrigðisþjónustunnar m.a. vera vegna skrifstofufólks. Slíkar fullyrðingar hljóma vel, en minna fer fyrir rökstuðningi. Skrif- stofukostnaður Ríkisspítala mun vera um 3% af heildarkostnaði, sem er lægra en víðast í nágrannalönd- unum. Skrifstofufólkið vinnur við launaútreikninga, bókhald og inn- kaup samkvæmt kröfum ríkisins. Einnig sinnir það tölvu- og upplýs- ingamálum stofnunarinnar, en sí- fellt aukast kröfur um skýrslugerð (m.a. frá Landlæknisembættinu). Aðrar þjóðir velja að veija veruleg- um fjármunum til stjórnunar í heil- brigðisþjónustu. Mætti e.t.v. auka árangur í heilbrigðisþjónustunni með hærri fjárframlögum til heil- brigðisráðuneytisins? Um hendur þess ráðuneytis fara 40% fjárlaga en þar era aðeins á þriðja tug starfsmanna. Stjómkerfi Ríkisspítala hefur verið í gagngerri endurskoðun m.a. með valddreifingu að leiðarljósi. í framkvæmdastjóm eiga sæti full- trúar lækninga, hjúkranar, tækni og fjármála auk forstjóra, en fag- fólk gegnir störfum svið-, skorar- og deildarstjóra. Lokaorð Framfarir í læknisfræði era örar og yfirleitt kostnaðarsamar. Ríkis- sjóður mun aldrei geta staðið undir allri þeirri þjónustu sem hugsanlegt verður að veita. Eini raunverulegi sparnaðurinn felst í sífelldri endur- skipulagningu heilbrigðisþjón- ustunnar í heild þar sem markmið eru vel skilgreind og stöðugt leitað hagkvæmustu leiða. Árangurinn veltur á því hvort Alþingi og ráðu- neyti heilbrigðis- og fjármála bera gæfu til þess að móta slíka stefnu í samvinnu við starfsfólk heilbrigð- isstofnana. Verði sífellt valdar dýr- ari lausnir en nauðsyn krefur, í stað slíkrar stefnumótunar, þá verður hvorki stjórnendum né starfsfólki Ríkisspítala kennt um. Þá ábyrgð verða þingmenn að bera. Höfundar eru fulltrúar starfs- mannaráðs í stjómarnefnd Rík- isspítala. Þórarinn er læknir við Vífilsstaðaspítala en EgiII umsjón- armaður húseigna Landspítala. Hvert verður réttlætið? NÝLEGA voru upp- kveðnir dómar í bóta- málum tveggja stúlkna, sem slösuðust fyrir gildistöku skaða- bótalaga 1. júlí 1993 og áttu óuppgerðar bætur þann dag. Dóm- ar þessir hafa komið við marga og margt verið um þá sagt. Það sem helst virðist brenna á fólki er sú skerðing á jafnrétti sem dómstólar hafa merkt stúlkur með í áratugi en dómarar hafa miðað bætur þeirra við 75% af upp- gefnum meðallaunum iðnaðar- manna á meðan drengir fá bætur sem samsvara 100% af sömu með- allaunum. Fljótt á litið sýnast dóm- stólar hér standa á veikum ís og séu að bijóta jafnréttislög. Jafn- réttislög eru stefnumarkandi. Skaðabótalög mæla hinsvegar fyr- ir um það hvað bætt skuli og hvem- ig-. í framangreindum dómum fara því dómstólar tveggja vatna skil og ákveða að skaðabótalögin séu hið vatnsmeira fallið. Við ákvörðun bóta er stuðst við skattaframtal, enda kveða skaða- bótalög á um að svo skuli með farið. Konur hafa lægri tekjur en karlar, það sýna skattaskýrslur og því gjalda konur þess í skaðabóta- málum. Þeir dómar sem fyrr voru nefndir endurspegla því ástand jafnréttismála ársins 1995 á íslandi. í áratugi hafa dóm- stólar dæmt bömum bætur vegna örorku á köldum forsendum reiknistokksins og lagt til grundvallar að þau eigi ekki að „hagnast" á slysum sínum. í dómum stúlkna vísa dómarar jafnan dóm- um sínum til stuðn- ings, til niðurstaða kj ararannsóknanefnd- ar, en þær sýna að tekjur kvenna era a.m.k. 25% lægri en karla. Dómar hafa því að sínu leyti slegið skjaldborg um kynjamisrétti. En það sem furðulegast er í öllu óréttlætinu er að sjálfur Hæstirétt- ur skuli geta í einum og sama dómi stúlku dæmt á tvennum for- sendum, báðum stúlkunni í óhag. Annars vegar telur rétturinn sér skylt að gæta þess að stúlkan „hagnist" ekki á slysi sínu og end- urspeglar þá þjóðfélagsástandið hvað varðar misrétti kynja til launa. Hinsvegar telur rétturinn sér óskylt að gæta þess við ákvörð- un heildarupphæðar bóta stúlk- unnar að hún beri ekki fjárhags- legt tjón af slysi sínu og endur- speglar þá ekki sama þjóðfélags- ástandið og í fyrra tilvikinu. Ótal skýrslur, sem era jafn marktækar og skýrslur kjararann- sóknanefndar, liggja fyrir um það í áratugi, segir Auður Guðjónsdóttir, hafa dómstólar dæmt böm- um bætur vegna örorku á köldum forsendum reiknistokksins. að stærsti hluti þjóðarinnar á hús- næði, bíl og innbú, ásamt pening- um til að lifa af. Þessar skýrslur hefur Hæstiréttur ekki nýtt, ævi- tekjum slasaðra bama til fram- dráttar. Svo hátíðlega hefur Hæstiréttur tekið það hlutverk sitt að gæta þess að böm, sér í lagi stúlkubörn, „hagnist" ekki af slys- um sínum að hann hefur bundið börnin á láglaunaklafa ævilangt og á meðan hafa tryggingafélögin getað safnað digrum sjóðum á kostnað barna, sér í lagi stúlku- bama. Hverra hagsmuna er hinn hlut- lausi Hæstiréttur að gæta? Með setningu skaðabótalaga nr. 50/1993 leiðrétti Alþingi það dómamisrétti sem slösuð böm máttu þola. Mismunun vegna kyn- ferðis barna hefur verið eytt og heildarapphæð bóta þeirra hækkuð um ca 145%. Löggjafinn undi því ekki lengur að dómstólar væra hér fjarri meginstraumum þjóðlífsins. Börn sem slasast eftir gildistöku skaðabótalaga þurfa ekki, eins og þau hin, sem slösuðust fyrir gildis- töku laganna, að sanna fyrir dómi það sem aldrei verður sannað; hveijar framtíðartekjur þeirra hefðu orðið ef þau hefðu ekki orð- ið öryrkjar. Hæstiréttur hefur með dómi sem gekk á vordögum, í máli ungs drengs, sem slasaðist fyrir gildis- töku skaðabótalaga, lækkað vaxta- fót úr 6% í 4,5% og er það bót, einkum fyrir böm sem hlotið hafa háa örorku. Lögfrótt fólk hefur fullyrt að dómar í málum tveggja framangreindra stúlkna hafi falið í sér bætur til jafns við bætur drengja og ívið betur, þótt þurft hafi að rétta þær út „bakdyrameg- iri“, það er ekki fyrr en nú þegar þjóðfélagsumræðan hefur ólgað undir dómstólum að þeir hafa séð sig knúna til að hraða för sinni í átt að samtímanum. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver verður útgönguleið Hæstaréttar þegar mál þeirra stórslösuðu bama, fara að berast réttinum sem Alþingi við setningu skaðabóta- laga, skyldi eftir særð í slóðinni. Verða þessi börn fest á steinrann- inn klafa misréttis og úreltra við- horfa? Réttir Hæstiréttur að nokkru bætur út bakdyramegin? Eða leyfir Hæstiréttur bömunum að koma til sín og njóta sanngirni skaðabótalaganna? Ef tryggingafélögin í landinu með alla sína sjóði sæju sóma sinn og lýstu því yfir að þau væra tilbú- in til að bæta þau böm samkvæmt skaðabótalögum sem stórslösuðust fyrir gildistöku laganna og enn eiga óuppgerðar bætur, mundi miklu verða létt af bömunum, for- ráðamönnum þeirra og dómstólum. Tryggingafélögin hafa nýtt sér út í ystu æsar það ófremdarástand sem ríkt hefur í áratugi í bótamát- um barna og er m.a. ástæða allra sjóðseignanna nú. Þau hafa stans- laust hamrað á fölskum nótum eins og svo margir aðrir sem að bóta- málum koma, þannig að loksins hefur sjálfum dómstólum ofboðið og era famir að kveða upp dulbúna dóma. Einhvers staðar verður þessi hringavitleysa að enda. Spumingin er því sú hvort einhver sem er í aðstöðu til, sé nógu mikill maður til að höggva á hnútinn i eitt skipti fyrir öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, Landspítala. VALLS gifsplötur passa í öll niðurhengd loftakerfi VALLS þolir 100%- raka VALLS er eldtraust VALLS er trefjastyrkt VALLS veldur ekki ofnæmi VALLS fæst í 10 mynstrum gataðar eða ógataðar og sléttar Hringið eftir Ef þu byrö uli a landi frekari þa sendum viö þer okeypts upplysmgum synishorn og bæklmg . . Einkaumbod á Islapdi: co Þ. ÞORGRIMSSON & CO Armula 29. simi 553 8640 Auður Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.