Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 19
FRÉTTIR: EVRÓPA
Kjarnorkutiiraunir Frakka
Greenpeace hvetur
til neyðarfundar
ráðherraráðsins
Madríd. Reuter.
UMHVERFISVERNDARSAMTÖK-
IN Greenpeace hafa skorað á
spænsku stjórnina, sem fer nú með
formennsku í ráðherraráði Evrópu-
sambandsins, að kalla saman neyð-
arfund ráðsins til að ræða kjamorku-
tilraunir Frakka, sem eiga að heíjast
í Suður-Kyrrahafi í næsta mánuði.
Spænsk stjórnvöld segja að ákvörðun
um slíkt verði tekin í fyrsta lagi í
næstu viku.
Greenpeace telur að ákvörðun
Jaques Chirac, forseta Frakklands,
um að sprengja kjarnorkusprengjur
í tilraunaskyni, sé svo alvarleg að
hún kalli á sérstakan ráðherraráðs-
fund til að ræða afleiðingar hennar
fyrir utanríkis- og öryggismálastefnu
ESB. Fundinn verði að halda áður
en tilraunimar hefjist í september.
Sjö aðildarríki hafa mótmælt
„Það er mikilvægt að muna að sjö
aðildarríki Evrópusambandsms
(Austurríki, Danmörk, Finnland, ír-
land, Lúxemborg, Svíþjóð og Hol-
land) hafa með formlegum hætti lát-
ið í íjós andstöðu sína við að Frakk-
land hefji að nýju kjarnorkutilraun-
ir,“ segir í yfírlýsingu frá Green-
peace.
Spænski utanríkisráðherrann,
Javier Solana, kemur til Madríd á
mánudag að lokinni ferð til Sarajevo
og annarra stríðshrjáðra svæða í
fyrrverandi Júgóslavíu. Að sögn
spænska utanríkisráðuneytisins
verður áskorun Greenpeace ekki tek-
in til meðferðar fyrr en ráðherrann
er kominn heim.
DANSKI utanríkisráðherrann og flokkssystkin hans eru ekki
sammála jafnaðarmönnum um að auka beri völd Evrópuþingsins.
ESB-ágreiningnr innan dönsku stjórnarinnar
Skiptar skoðanir um
vald Evrópuþingsins
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DONSKU stjómina greinir á um
afstöðuna til Evrópuþingsins. Niels
Helveg Petersen utanríkisráðherra
er á móti hugmyndum jafnaðar-
manna um aukin völd Evrópuþings-
ins. Danska stjómin mun reyna að
ná samstöðu allra flokka um stefnu
sína í málefnum Evrópusambands-
ins á milliríkjaráðstefnu ESB næsta
ár, en flokkana greinir á um afstöð-
una til Evrópuþingsins.
Jafnaðarmenn komu á óvart þeg-
ar þeir tilkynntu í sumar að þeir
styddu aukin völd Evrópuþingsins,
ekki síst til að efla umhverfisstefn-
una. Róttæki vinstriflokkurinn, sem
Helveg Petersen tilheyrir, hefur enn
ekki kynnt stefnu sína fyrir ríkja-
ráðstefnuna. Utanríkisráðherra
segir að nær sé að einfalda mála-
meðferð milli þingsins og fram-
kvæmdastjómarinnar.
Dönsku flokkarnir munu ganga
frá ESB-stefnu sinni í haust og upp
úr því verður ljóst hver danska
stefnan verður og hvort tekst að
búa til stefnubræðing líkt og áður.
Sænski Miðflokkurinn og ESB
„Njá við Evrópu“
í jenka-takti
Kaupmannahöfn. Morgunblaðid.
LAUSNIN á tvískmnungi sænska
Miðflokksins í Evrópumálunum
er spaugsemi. Flokkurinn býður
fram bæði stuðningsmcnn og
andstæðinga ESB og getur því
hvorki sagt já eða nei við Evr-
ópu. Þess í stað segja þeir „Njá
við Evrópu“.
Þegar flokkurinn kynnti stefnu
sína á mánudag var það gert með
bros á vör og spaugsyrðum.
Flokkurinn gerir sér grein fyrir
að ekki er hægt að fella andstæð
sjónarmið flokksmanna undir
einn hatt og því var útkoman
hvorki já né nei, heldur„„ryá“.
Stefnunni lýstu þeir með því að
bera hana saman við danssporin
í jenka, tvö skref áfram og eitt
aftur á bak. Stefnan á að einkenn-
ast af efasemdum, en ekki hreinni
vantrú, hvorki á Evrópu með eða
án Evrópusambandsins.
Það kemur í ljós í kosningunum
til Evrópuþingsins 17. september
hvort kjósendur taka undir „njá-
ið“ ogjenkataktinn. Undirtektir
nokkurra vegfarenda við slag-
orðið í fréttatima sænska sjón-
varpsins bentu ekki til þess að
kjósendur kynnu að meta skop-
skyn Miðflokksins. Aðeins Norð-
manni nokkrum þótti þetta góð
lausn, en það verður vart norskt
skopskyn, sem ræður úrslitum í
sænsku kosningunum. En jenka-
takturinn breiðist kannski norður
eftir.
Mótorvindingar
og aðrar rafvélaviðgerðir
á vel búnu verkstæði
Raflagnawónusta
í skipum, verksmiðjum
og hjá einstaklingum
Vanir menn
vönduð vinna, áratuga
reynsla.
Vatnagörðum 10 • Reykjavík
S 568-5854 / 568-5855 • Fax: 568-9974
ÞJÓNUSTA
í ÞÍNA ÞÁGU
1945-1995
Agúst-tilboð
© Miðstærð (fyrir 2), með einu aleggi og litlum skammti
af hvitlauksbrauði - kr. 990,-
o Stór pizza (fyrir 3-4), með einu áleggi og störum
skammti af hvitlauksbrauði - kr. 1.350,-
o Fjolskyldupizza með okeypis gosí og brauðstöngum.
Tilboöiö gildir til 31. agust 1995
/ II