Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 56
SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfi hússins. <Ö> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SIMI 588 8070 Alllaf skrefi á urtdait I HEWLETT’ m PACKARD ^pVéctra PC OPIN KERFI HF Sími: 567 1000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Nær 20% fjölgun hjá Félagsmálastofnun Hátt í 600 tonnaf fiskafóðri til Noreg’s MIKIL vinnutörn stendur nú yfir í Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. á Akureyri og er unnið sex daga vikunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem verksmiðjan er keyrð meira en fimm daga í viku og að sögn Guðmundar Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Laxár, stefnir í að sjö daga vinnuvika verði tekin upp frá og með næsta mánudegi. í gær var verið að skipa upp um það bil 400 tonnum af fiska- "““Tóðri í Hvítanes og í dag mun skip Eimskipafélagsins taka 200 tonn til viðbótar. Fóðrið fer allt til Skretting í Noregi en þar í landi virðist vera töluverð uppsveifla í fiskeldinu meðan ládeyða ríkir hér á íslandi. Þetta mun vera einn stærsti farmur sem fer frá Laxá hf. í einu. Rífandi gangur „Það er rífandi gangur í fram- Leiðslunni nú í augnablikinu og við höfum ekki getað sinnt öllum þeim pöntunum sem hafa borist, sem er vissulega slæmt þegar tryggir kaupendur eiga í hlut. Hins vegar vitum við ekki fyrir víst hvað þessi törn stendur lengi. Hún gæti varað í hálfan mánuð eða allt upp í tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Vinnudögum fjölgað Brugðist hefur verið við aukinni eftirspurn með því að fjölga vinnu- dögum í verksmiðjunni en það hefur ekki dugað til. Aðspurður um hvort ekki stefndi í metár hjá Laxá í kjölfar uppsveiflunnar kvaðst Guðmundur reikna með að "■R-amleiðslan gæti aukist um 20-30% frá síðasta ári ef allt gengi samkvæmt áætlun en þó væri ýmislegt sem gæti sett strik í reikninginn. Sviss fagn- aði sigri SVISSNESKIR áhorfendur fjöl- menntu á landsleik íslands og Sviss sem fram fór á Laugardals- vellinum í gærkvöldi, en þar varð íslenska liðið að láta í minni pok- ann fyrir frísku liði Svisslending- anna sem unnu leikinn með tveim- ur mörkum gegn engu. A annað þúsund áhangendur svissneska liðsins lögðu leið sína hingað til lands til að hvetja sína menn og létu þeir fagnaðarlæti sín óspart í ljós. Voru þeir mjög áberandi í stúkunni á Laugardalsvelli þar sem þeir kveiktu á blysum og veifuðu þjóðfána sínum til að láta velþóknun sína í ljós. ■ Landsleikurinn/Dl-D3 FÉLAGSMÁLASTOFNUN Reykja- víkur hefur upplýst borgaryfirvöld um að aukafjárveitingu þurfi til að greiða fjárhagsaðstoð á árinu. Gísli K. Pétursson, yfírmaður fjármála- og rekstrardeildar Félagsmálastofn- unar, sagði að verið væri að athuga hvað þyrfti mikið fjármagn. Hins vegar kæmi honum ekki á óvart ef upphæðin nálgaðist 100 milljónir. Gísli sagði að skýringin á því að aukafjárveitingu þyrfti til að mæta þörfmni fyrir fjárhagsaðstoð væri fyrst og fremst sú að skjólstæðingum Félagsmálastofnunar hefði fjölgað. frá í fyrra. Hann sagði að grófleg talning hefði gefið til kynna að skjól- stæðingar stofnunarinnar væru um 3.000 31. júlí sl. eða rétt innan við 20% fleiri en á sama tíma í fyrra. Fleiri einstæðir foreldrar Gísli sagði það einnig sína tilfinn- ingu að skjólstæðingahópur stofn- unarinnar hefði breyst. Hann sagðist telja að einstæðum foreldrum hefði fjölgað og öryrkjum, einstæðingum og öldruðum hefði fækkað. Skýringin á því að einstæðum foreldrum hefði fjölgað gæti falist í því að stuðning- ur vegna barna, s.s. meðlög, barna- bætur o.fl., væri samkvæmt nýjum reglum Félagsmálastofnunar frá 1. maí ekki talinn tii tekna foreldra og því féllu fleiri einstæðir foreldrar innan tekjuviðmiðs stofnunarinnar. Tilkoma húsaleigubóta hefði væntan- lega m.a. haft þær afleiðingar að fækkað hefði í hinum hópnum. Gísli sagðist hins vegar enn ekki treysta sér til að svara því hvort nýju reglurnar hefðu kostnaðarauka í för með sér eða ekki enda hefðu þær aðeins verið í gildi í þijá mán- uði. Ekki væri heldur enn komið í ljós hvort einfaldari reglur yllu því að starfsmenn hefðu meiri tíma til að sinna faglegum þáttum. Morgunblaðið/Bjarni Fisksjúkdómanefnd undirbýr umfangsmiklar varnir gegn kýlaveiki í laxi Smitandi kýlaveiki grein- ist í löxum í Elliðaám TILRAUNASTÖÐ Háskólans á Keldum hefur staðfest að laxar, sem fundust dauðir í Elliðaánum fyrr í þessum mánuði, drápust úr nýju afbrigði af kýlaveiki, Aerbm- onas salmonicida. Meira en tugur laxa hefur fundist dauður í ánum nú síðustu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem sjúk- dómurinn greinist í laxi hér á landi. Fisksjúkdómanefnd hefur gripið til ^.^ðgerða til að hindra útbreiðslu jfjúkdómsins. Vigfús Jóhannsson, formaður Landssambands eldis- fisks- og hafbeitarstöðva, sagði hugsanlegt að dreifing seiða frá eldisstöðvum yrði stöðvuð tíma- bundið meðan dýralæknar fullviss- uðu sig um að kýlaveiki hefði ekki borist í fleiri ár. v > Sjúkdómurinn veldur dauða lax- fiska bæði í fersku og söltu vatni, oft með alvarlegum ytri og innri einkennum. Sýktur fiskur er oft með blæðingar í roði eða tálknum, upphleypt lokuð' kýli í holdi, opin sár á roði eða blæðingar við got- rauf. Einnig getur blóðlitaður vökvi vætlað út um gotrauf fisksins og blæðingar geta sést í innri líffærum. Gísli Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma, sagði ekkert benda til að sjúkdóminn væri að finna í fleiri ám á Islandi. Hann sagði að þó að hér væri um smitsjúkdóm að ræða teldi hann góðar líkur á að hægt væri að koma í veg fyrir að hann færi í fleiri laxveiðiár. Brýnt væri að veiðimenn og fiskeldisstöðvar væru vakandi fyrir hættunni á smiti og þess vegna yrðu veiðimenn að sótthreinsa veiðibúnað sinn, einkum háfa og annað það sem kæmist í nána snertingu við fiska. „Erlendis, þar sem þessi sjúk- dómur hefur komið upp, eru dæmi um að hann hafi haldist einangrað- ur við einstakar ár í mörg ár án þess að breiðast út til nágranna- ánna. Það kann að virðast skrýtið því að vitað er að laxar eiga til að flakka á milli áa. Það virðist vera að þegar fiskurinn fer upp í sýkta á og fær sjúkdóminn dragi fljótlega úr honum allan mátt. Hann er því ekki líklegur til að fara á flakk,“ sagði Gísli. Veiði ekki stöðvuð Gísli sagði að sá möguleiki hefði ekki verið útilokaður að öllum laxi í Elliðaám yrði fargað með iyfja- gjöf. Hann sagði að íslenskur lax væri mjög varnarlaus gagnvart skæðum sjúkdómi eins og kýla- veiki. Staðan í Elliðaám núna sann- aði það. Hann sagði að ekki væri þó talið nauðsynlegt að banna stangveiðar í Elliðaám þrátt fyrir sjúkdóminn. Það væri ekki síst byggt á reynslu Norðmanna, sem í mörg ár hafa barist við kýlaveiki. Kýlaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni í fiskeldisstöðvum í Skotlandi og Noregi. Þar hefur veikinni verið haldið niðri með bólusetningu. Ekki hefur verið bólusett gegn kýlaveiki í fiskeldi á Islandi til þessa. Vigfús Jóhannsson sagði að fisk- eldismenn væru staðráðnir í áð koma í veg fyrir að kýlaveiki bær- ist í íslenskar fiskeldisstöðvar. Hann sagði að það yrði gífurlegt áfall fyrir fiskeldið hér á landi ef sjúkdómurinn breiddist út til stöðv- anna. ■ Á annan tug laxa/6 Japanar vandlátir á hrossakjöt Grá hross talin með krabbamein JAPANSKIR kaupendur hcossakjöts héðan vilja ekki kjöt af gráum hross- um þar sem þeir telja þau vera með krabbamein, en’ borið hefur á því að grá hross hafi ekki verið tekin af bændum til slátrunar á Japansmark- að af þessum sökum. Að sögn Bergs Pálssonar, for- manns Félags hrossabænda, er al- gengt að grá hross séu með svarta díla í nára sem liti kjötið og þetta telji Japanar vera krabbamein. Hann sagði að þessi afstaða þeirra skipti hins vegar litlu máli fyrir útflutning hrossakjöts til Japans þar sem grái hrossastofninn væri mjög lítill. Markaður fyrir ferskt hrossakjöt í Japan hefur verið að stækka ár frá ári og að sögn Bergs fá bændur nú um 134 krónur fyrir kílóið. Hann sagði eftirspurnina mun meiri en framboð og helstu vandkvæðin væru hvað slátrunin dreifist illa yfir árið, en mest er slátrað á haustin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.