Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 34
-.34 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÉG SEM þetta skrifa hef starfað í lögreglunni frá árinu 1973 eða í 22 ár. Á þeim tíma hefur gengið á ýmsu varðandi kjör lögreglumanna og aðbúnað. Fastalaun lögreglu- manna hafa ætíð verið lág en stétt- in hefur náð þeim upp með óhóf- jjegri yfirvinnu, bæði viljandi og eins nauðbeygð. Þannig er, að lögreglu- menn geta ekki neitað yfírvinnu ef þess er krafist. Nú er staðan þannig að lögreglu- menn una því ekki öllu lengur að hafa framfæri sitt af yfirvinnu hverju sinni. Það hefur ítrekað gerst í sparnaði ríkisins, eftir sjóðasukk liðinna ára, að yfirvinna hefur verið skorin niður og þá standa menn eftir með berstrípuð fastalaunin. Þá sjá þeir hvers þeir eru metnir og starf þeirra. Nú er svo komið að lögreglumenn vilja ekki búa við það lengur að verða að framfleyta fjölskyldu sinni með því að vinna tvöfalda vaktavinnu, skylduvakt og áukavaktir, auk þess sem sumar vaktirnar eru orðnar æði lágt laun- aðar vegna jaðarskatta. Þá segir heilbrigð skynsemi mönnum það, að slíkar stöður séu tímaskekkja í dag fyrir utan þá móðgun sem þær eru fjölskyldu viðkomandi. Þá er betra að vera á sjó í nokkra mán- uði en að leggja allt heimilið undir svo lögreglumaðurinn fái einhveija hvíld. Með þetta og reyndar önnur hagsmunamál fóru lögreglumenn á -vjund samninganefndar ríkisins nú í vor. Niðurstaðan úr þeim fundum var að öllum okkar kröfum var vís- að frá og okkur boðin 7% hækkun á næstu tveim árum. Nú veit ég að nefndarmennirnir hafa þann starfa að semja fyrir ríkið, þ.e. þeir eru gæslumenn íjármuna okkar og þeirra starf miðast við að ná sem hagstæðustum samn- ingum. í því hafa þeir staðið sig býsna vel. Það er hins vegar önn- ur hlið á málinu: Þeim ber einnig skylda til að sjá svo um, að ekki sé gengið of langt í niður- skurðinum því borgar- ar þessa lands eiga rétt á ákveðinni lágmarks- þjónustu og að gæði þjónustunnar séu ekki skert um of. Það er mitt mat og reyndar annarra að ríkið sé komið fram á ystu nöf varðandi gæði þeirrar þjónustu sem lögreglan veitir borgurum þessa lands en þar haldast í hendur afkoma þeirra ein- staklinga sem lögregluna skipa, aðbúnaður þeirra og gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita. Störf lögreglumanna eru þess eðlis að mjög erfitt er að bera þau saman við önnur störf hér innan- lands. Hvaða stétt býr við það að þurfa að eiga við alla bresti mann- legs eðlis sem hugsast getur og ævinlega við erfiðustu aðstæður? Hvaða stétt býr við að þurfa að sinna deilum og illindum manna á milli? Hvaða menn og fjölskyldur þeirra þurfa að búa við að liggja stöðugt undir stækkunargleri fjöl- miðlanna? Hvaða stétt þarf að tak- ast á við fíkniefnaneytendur og -sala og leggja heilsu sína að veði vegna stungu frá notaðri nál sem geymd var í vasa eða vegna sýking- ar frá opnu sári í átökum við þá menn? Hvaða mönnum er gert að ganga um torg innan um ölvað fólk, sem sumt telur sér best sæma að hrækja á lögreglumenn? Hvaða stétt þarf að takast á við þá eymd í svo miklum mæli sem við upplifum og hvaða stétt býr við að þurfa að leggja líf sitt í hættu með því að fara á móti vopnuðum mönnum og hafa í ofanálag ekki fengið þau öryggistæki sem þörf væri á? Hvaða stétt hefur jafn- miklar skyldur og lög- reglustéttin en er að sáma skapi ekki metin sem skyldi í flóru launatöflunnar? Ég leyfi mér að full- yrða að engin önnur stétt þurfí að takast á við álíka verkefni. Með þessum orðum er ég ekki að kasta rýrð á önnur störf en það hlýtur að vera eitthvert viðmið á keyptri vinnu hvers hóps fyrir sig og það er í því sambandi sem ég fullyrði að viðmiðið sé of lágt fyrir þessa vinnu. Fyrir utan launaliðinn þá hefur viðsemjandi okkar vísað frá kröfum um lægri starfsaldur lögreglu- manna á þeirri forsendu að það sé í verkahring Alþingis að ákveða það. Það má segja að það sé rétt því þetta er ákveðið samkvæmt lög- um en hins vegar þarf ákveðna vinnu til að grundvalla slíkt á og hún á tvímælalaust heima við samn- ingaborðið. Þessi krafa okkar er byggð á þeirri staðreynd að innan skamms verður stór hluti liðsins kominn á efri ár og fylgifiskur efri áranna er skert starfsgeta og ekki síst við okkar vinnu þar sem oft þarf að bregðast við skjótt og fum- laust. Þú, lesandi góður, gerir eflaust þá kröfu þegar þú þarft á lögreglu að halda, að þá komi á staðinn menn sem geti unnið það verk sem ætlast er til af þeim. Nú má enginn skilja mig svo að þeir lögreglumenn, sem nú eru komnir á efri ár, drattist um með staf eða hækjur, allt eru þetta hinir mæt- ustu menn en enginn má við Elli kerlingu og reyndar forkastanlegt að það sé ætlast til að menn standi vaktir og séu í eldlínunni fram að sjötugu. Krafan um bætt öryggistæki er fram komin vegna þess að þau vant- ar og það er furðulegt, að þetta skuli hafa verið krafa okkar i langan tíma án þess að úrbætur hafi feng- ist þrátt fyrir bindandi samkomulag við ríkið um þessi mál. Svör ríkisins voru fjárskortur. Það er svo sem hægt að skilja það en þá eiga þess- ir menn ekki að undirrita samninga ef ekki er hægt að standa við þá. Lítið hefur verið rætt um þessi mál opinberlega en frómt frá sagt þá eru tækjamál lögreglunnar í heild í mjög slæmu ástandi en skortur á þessum tækjum er ekki einasta okkar mál því hann kemur einnig niður á Nú ákalla ég almenning til hjálpar við lögreglu- menn, segir Gunnar Sigurðsson, svo við getum hjálpað ykkur. borgurunum. Þann drátt, sem orðið hefur á úrbótum í þessum málum, vil ég heimfæra upp á dómsmála- ráðuneyti sem og lögreglustjóra þessa lands. Það hefur að mínum dómi verið til vansa fyrir lögreglu- stjóra (sýslumenn) hvað þeir hafa sinnt uppbyggingu lögregluliða um allt land litið. Á þessu eru einstaka undantekningar en því miður eru þær fáar enda almenn skoðun lög- reglumanna, að núverandi lögreglu- stjóraflöldi sé til trafala allri upp- byggingu liðanna. Þeir hafi í gegn- um árin lagt meiri áherslu á að sinna innheimtuhlutverkinu en að koma fram sem stjórnendur sinna lög- regluliða. Með þessu aðgerðaleysi sínu era þeir að dæma sig úr leik. Þá vil ég aðeins koma inn á þann Lögreglumenn — nú er nóg komið Gunnar Sigurðsson veruleika sem lögreglumenn og borgarar búa við þegar afbrot eru annars vegar. Lögreglumenn eru fyrir löngu búnir að fá sig fullsadda á því úrræðaleysi og gunguhætti sem einkennir alla meðhöndlun á brotamálum. Við horfum upp á nákvæmlega sömu þróun hér og annars staðar án þess að nokkuð sé að gert og fljótum sofandi að feigðarósi. Þar skelli ég skuldinni nánast alfarið á stjórnmálamenn sem láta-dægurmál líðandi stundar, vegna hræðslunnar við umfjöllun fjölmiðla, skipta sig meira en stefnumarkandi mál sem fæli í sér fyrirbyggjandi aðgerðir. Ef aðeins væri litið á umferðina þá gætu hert viðurlög ein sér og úrræði þeim tengd, þ.e. að menn komist ekki hjá því að gjalda fyrir brot, skilað stórfelldum sparnaði í formi færri innlagna á spítala, færri tjóna fyrir tryggingafélögin og færri tapaðra vinnustunda. Ég biðla til almennings og bið hann að styðja við bakið á okkur. Við erum ekki að fara fram á ein- hver ógnarkjör, aðeins að starfið sé metið sanngjarnt. Þá eru það beinir hagsmunir almennings að í þessu starfi séu vel hæfir menn, búnir þeim tækjum sem þörf er á og að menntunarmál stéttarinnar séu með þeim hætti að tryggt sé að úrlausn í málum sé eins og best verður á kosið. Almenningur hefur í gegnum árin stutt dyggilega við bakið á ýmsum samtökum sem við höfum starfað við hliðina á og átak- anlegt er að upplifa það regindjúp sem er á milli tækjabúnaðar hjálp- arsveita og slökkviliða og svo auðn- arinnar, sem ríkir hjá lögreglulið- inu. Nú ákalla ég almenning til hjálpar við okkur svo við getum hjálpað ykkur. Lögreglumenn látið í ykkur heyra, nú er nóg komið. Stéttin hefur haft það að leiðarljósi í gegn- um árin að fara varlega í allri um- fjöllun opinberlega en hvað hefur það fært okkur? Nú virðist eiga að knýja okkur til andsvars og við skulum taka þeirri áskorun. Höfundur er varaformaður Lög- reglufélags Reykjavíkur. Til varnar frelsinu „ÁSTÆÐUR mik- illar hækkunar græn- metis í júlí eru m.a. að ný íslensk uppskera grænmetis kom á markað á sama tíma og byijað var að nýta heimildir til tollvernd- ar.“ Ofangreind setning var byijun á baksíðu- frétt Morgunblaðsins laugardaginn 12. ág- úst s.l. Á miðopnu blaðsins er síðan nán- ar greint frá þessum hækkunum og fullyrt, að háir tollar sem ríkið ■^eggur á til verndar innlendri fram- leiðslu valdi verulegri hækkun á verði á þessum matvælum til neyt- enda. í þessu sama tölublaði Morg- unblaðsins er ennfremur grein eft- ir bankastarfsmann, þar sem vitn- að er í kínverska heimspekinginn Lao Tse, en tilvitnunin er þannig: „Því fleira sem lögin banna því fátækara verður fólkið." í þessu tilviki á þessi tilvitnun í kínverska heimspekinginn einkar 1 vel við. Ríkisstjórnin setur háa tolla j á innflutning, sem veldur hækkun ; > . -jnatvælaverðs og jafnframt hækk- un lána vegna þess að hærra mat- | vælaverð hefur áhrif á vísitöluna sem viðmiðun stórs hluta lána er bundin við. Lánastofnanir og fjár- magnseigendur hagnast því á þess- um aðgerðum, en fólkið verður fátækara. Fjölskyldurnar þurfa að axla meiri skuldabyrði og hærra ~Aerð á lífsnauðsynjum. Dagvinnu- tekjur duga því verr en áður. íslenskir stjórn- málaflökkar eru sam- mála um, að beita skuli víðtækum verndarað- gerðum til að koma í veg fyrir hagkvæm innkaup íslenskra neytenda. Ekki er verulegur munur á stefnu þeirra í þessu efni ef málflutningur flokkanna fyrir kosn- ingar um þetta efni er brotinn til mergjar. Alþýðuflokkurinn vildi þó ekki beita eins mikl- um verndaraðgerðum og Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag. Hugmyndafræði verndaraðgerðanna, sem kemur í veg fyrir hagkvæm innkaup fólks- ins í landinu og gerir það fátækara var þó ekki hafnað af neinum stjórnmálaflokki. Nú hlýtur það að vera megin- stefna í lýðræðisþjóðfélagi, að borgararnir hafi frelsi til að gera skynsamlega hluti, sem eykur vel- ferð þeirra og samfélagsins. Hug- myndafræði sem byggir á skerð- ingu þessa frelsis verður ekki sam- ræmd almennri skynsemi. Þegar stjómvöld banna borgurunum að gera hagkvæm innkaup og neyða þá til að gera óhagkvæm þá bygg- ist það á þeirri hugsun, að einhver önnur sjónarmið réttlæti slíka frelsisskerðingu. Búið er til flókið velferðarkerfi heilla atvinnugreina, sem leiðir einnig af sér frelsis- skerðingu fyrir þá, sem viðkomandi atvinnugrein stunda. í sumum til- Sjálfstætt fólk unir því ekki, segir Jón Magn- ússon, að vera svipt frelsi til að gera skyn- samlega hluti. vikum gengur velferðarkerfi at- vinnugreinarinnar út á það, að banna atvinnurekendum að reka atvinnustarfsemi sína með hag- kvæmum hætti. Getur slík hug- myndafræði samrýmst sjónarmið- um fijálslynds fólks? Ekki er um það ágreiningur, að hér skuli vera velferðarkerfi, sem tryggi þeim, sem á þurfa að halda, fæði, klæði, húsaskjól, menntun og heilsugæslu. Það er heldur ekki ágreiningur um að þessa aðstoð eigi að veita með þeim hætti, að þeir sem hennar njóta haldi fullri reisn og tapi engu af sínum borg- aralegu réttindum þótt þeir þurfi tímabundið að leita aðstoðar. Það er hinsvegar ágreiningur um frek- ari útfærslu velferðarkerfisins. Þannig liggur ekki fyrir nein sam- staða eða þjóðarsátt um það vel- ferðarkerfi atvinnuveganna, sem stjórnvöld hafa komið á með boðum og bönnum. Boðum og bönnum sem eru til þess fallin þegar til lengri tíma er litið að gera fólkið fátækara. Fyrir rúmum áratug skrifaði ég grein í Morgunblaðið, þar sem fjall- að var um vanda íslensks landbún- aðar og bent á það, að búum þyrfti að fækka og þau þyrftu að stækka. Jón Magnússon Óbreytt stefna þýddi einungis verri lífskjör neytenda og bænda. Á þeim tíma þurfti ekkert frekar en nú neinn höfuðsnilling til að sjá þessar einföldu staðreyndir. Samt sem áð- ur þurfti ég í framhaldi af þessari grein að standa í langvinnum rit- deilum við helstu talsmenn landbún- aðarins á þeim tíma vegna þessara sjónarmiða. Því miður hefur það komið skýrar og skýrar í ljós, að þau voru rétt. Á þeim tíma var umfram eftirspurn eftir vinnuafli í landinu. Nú er vandi landbúnaðarins mun alvarlegri en hann var fyrir rúmum tíu árum. Vegna þess, að talsmenn bænda og stjórnmálamenn hafa ekki viljað horfast í augu við stað- reyndir. Fjölmargir bændur hafa hinsvegar áttað sig á því fyrir löngu, að sú stefna sem fylgt er í málum atvinnugreinarinnar þjónar ekki hagsmunum þeirra. Hún er fremur til hagsbóta fyrir fjölmarga milliliði, sem nærast á því kerfi frelsisskerðingar sem komið hefur verið upp. Einn af stærstu framleið- endum í einni búgrein sagði við mig fyrir nokkru, að hann gæti þrefaldað framleiðslu sína án þess, að til kæmi aukinn kostnaður um- fram fóðurkostnað. Fengi þessi maður frelsi til að gera það sem hann telur skynsamlegt mundi hann því geta margfaldað tekjur sínar, en „velferðarkerfi" atvinnugreinar- innar kemur í veg fyrir það. Þegar stefnu er fylgt, sem er í andstöðu við hagsmuni fólksins og gerir það fátækara, þá getur það stafað af nokkrum ástæðum; í fyrsta lagi af því, að verið sé að vernda sérhagsmuni fárra á kostn- að margra; í öðru lagi af því, að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að framkvæma breytingar; og í þriðja lagi vegna hræðslu við þau skammtímavandamál sem óhjá- kvæmilega eru fylgifiskur allra róttækra breytinga. Á meðan verð- ur fólkið fátækara, atvinnurekend- ur og neytendur eru sviptir frelsi, fólksflótti brestur á og ríkissjóðs- halli eykst. Að halda áfram slíkri stefnu bendir til hugleysis og skorts á hugmyndum. Þessi stefna veldur margvísleg- um erfiðleikum um allt þjóðfélagið. Iðnaðurinn þarf í mörgum tilvikum að kaupa aðföng hærra verði en ella. Kaupmenn þurfa að eyða tíma, peningum og orku í hluti sem í fijálsu þjóðfélagi væri óþarfi að sinna. Peningum er hent til að framfylgja stefnu sem ekki gengur upp. Hvað skyldi þjóðfélagið hafa hent miklum fjármunum í aðgerðir sem varða ullariðnað, loðdýrabú- skap og fiskeldi til að styrkja stoð- ir stefnu, sem gengur ekki upp? Fyrir nokkru las ég grein í er- lendu tímariti þar sem fjallað var um vanda landbúnaðar í ýmsum vestrænum ríkjum. í þeirri grein var fullyrt, að sú grein landbúnað- ar í Bandaríkjunum, sem mestu hefði skilað til framleiðenda á und- anförnum árum og gert þá ríkari og neytendur um leið væri fram- leiðsla á grænmeti, en sú fram- leiðsla nyti minni styrkja og færri verndaraðgerðir hefðu verið settar um hana en aðra þætti landbúnað- arframleiðslunnar. Þarf slík niður- staða að koma. þeim, sem telja markaðsbúskap líklegastan til að stuðla að bættum lífskjörum, á óvart? Ef ekki, er þá ekki eðlilegt að breytt sé um stefnu og frelsið haft að leiðarljósi en höftin lögð af? Sjálfstætt fólk mun ekki una við þáð mikið lengur að vera svipt frelsi til að gera skynsamlega hluti. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur og formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.