Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVI NNU\ UGL ÝSINGAR Flugfélag Austur- lands/íslandsflug óska að ráða stöðvarstjóra á Egilsstaðaflug- velli sem fyrst. Góð enskukunnátta, frum- kvæði og sjálfstæð vinnubrögð nauðsynleg. Áhugasamir sendi skriflegar umsóknir til Flugfélags Austurlands, b/t Brodda B. Bjarna- sonar, stjórnarformanns, fyrir 25. ágúst nk. Sölumenn Skóla í Reykjavík vantar sölumann til sölu á námskeiðum, þarf að vera sjálfstæður, skipu- lagður, snyrtilegur og með reynslu af sölu- störfum. Góðar tekjur fyrir duglegt fólk. Upplýsingar um nafn, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Haust - 95“. Leikskólakennarar Leikskólinn Sólbrekka á Seltjarnarnesi óskar að ráða leikskólakennara eða starfsmann í 50% starf eftir hádegi sem fyrst. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 561 1961. Laus störf Oddi hf. auglýsir hér með eftirtalin störf laus til umsóknar: Gæðaeftirlitsmaður í fiskvinnslu, sem annast einnig undirverkstjórn í frystihúsi. Baader-maður, sem hefur umsjón með fisk- vinnsluvélum B-189 og B-440. Upplýsingar um störfin eru veittar í símum 456-1209 og 456-1200. Oddihf., fiskvinnsla - útgerð, Patreksfirði. Kennarar! Við Myllubakkaskóla í Keflavík eru eftirtaldar kennarastöður lausar: 1. 1/3 staða smíðakennara. 2. Vi staða tónmenntakennara. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri í vinnusíma 421 1450 eða í heimasíma 421 1884. Skólastjóri. Grunnskóli Tálknafjarðar auglýsir Kennarar, kennarar! Kennara vantar ennþá til almennrar kennslu næsta skólaár. Flutningsstyrkur og hús- næðishlunnindi í boði. Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk eða ein- staklinga til að koma á friðsælan og fallegan stað á Vestfjörðum, þar sem mannlíf er gott. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá Matthíasi Kristinésyni, skólastjóra, í síma 452 1126 (eða í síma 456 2538 eftir 19. ágúst) og hjá Eyrúnu Sigurþórsdóttur í síma 456 2694. MOSFELLSBÆR Leikskólinn Hlaðhamrar auglýsir lausa 50% stöðu e.h. Allar nánari upplýsingar um starfsemi skólans veitir undirrituð í vinnusíma 566 6351 og í heimasíma 566 7282. Leikskólastjóri. Hlutastarf Óskum að ráða sölufólk í hlutastörf í verslun okkar. Um er að ræða tvö störf, þ.e. frá 13-18 og frá 14-18, ásamt vinnu annan hvern laugardag. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1) Vera 25 ára eða eldri. 2) Með a.m.k. Verslunarskólapróf eða sambærilega menntun. 3) Hafa reynslu í verslunarstörfum. 4) Reykja ekki. Skila skal atvinnuumsóknum persónulega í verslun okkar á Langholtsvegi 111, í síðasta lagi 21. ágúst. Marco húsgagnaverslun. Fyrirtæki okkar óskar að ráða rafvirkja í heimilistækjadeild sem fyrst. Starfið felur í sér sölu á heimilistækjum og tengdum vörum; prófun og athugun á tækjum og skyld störf. Við leitum að ungum og röskum manni sem hefur áhuga á þægilegum, mannlegum sam- skiptum og vilja til að veita góða þjónustu. Þeir, sem hafa áhuga á ofangreindum störf- um, eru beðnir um að senda okkur eigin- handarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef þau eru fyrir hendi, fyrir 28. ágúst nk. SMITH & NORLAND Pósthólf 519, 121 Reykjavík, Nóatúni 4. Yfirvélstjóri óskast á togara sem fer í Smuguna og verkar í salt. Upplýsingar í síma 473 1143. Skeljungur hf. Framtíð okkar byggist á arðsemi, traustum viðskiptavinum og áhugasömu starfsfólki Ef þetta vekur áhuga þinn, gæti starf hjá Skeljungi hf. verið eitthvað fyrir þig. Við viljum komast í samband við háskólamenntað fólk með áhuga og metnað til að vinna hjá traustu og framsæknu fyrirtæki í nýju rekstrarskipu- lagi sem tekur gildi nú í haust. Eignaumsýsla Starf forstöðumanns eignaumsýslu felur í sér kaup, sölu og leigu fasteigna ásamt viðeigandi samningagerð, svo og vörslu og ávöxtun hlutabréfa, verðbréfa og skuldabréfa. Háskólamenntun ásamt góðri þekkingu á fjárfestingarmarkaði nauðsynleg. Fjárreiðudeild Starf deildarstjóra fjárreiðudeildar felst í dag- legri stjórnun deildarinnar, þ.m.t. umsjón með allri innheimtu, gerð greiðsluáætlana og greiðslu reikninga, auk daglegra samskipta við innlendar og erlendar fjármála- stofnanir. Lögfræði- eða viðskiptamenntun ásamt reynslu af sviði fjármála nauðsynleg. Upplýsingafulltrúi Starf upplýsingafulltrúa er að annast öll auglýsinga- og kynningarmál félagsins, þ.m.t. samskipti við auglýsingastofur, fjölmiðla, félagasamtök og einstaklinga, innri kynningarstarfsemi, útgáfu fréttablaðs, undirbúning funda og uppsetningu fundar- aðstöðu. Háskólamenntun, ásamt reynslu af auglýs- inga- og kynningarmálum, áskilin. Tölvunarfræðingur Starf tölvunarfræðings í upplýsingadeild fé- lagsins felst í daglegri umsjón með AS-400, vinnu við tölvunet, forritun, aðstoð við tölvu- notendur og önnur tilfallandi störf. Starfið hentar vel tölvunarfræðingi úr HÍ eða aðila með sambærilega menntun. Umsóknir berist starfsmannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4, 5. hæð, í síðasta lagi föstudaginn 18. ágúst nk. Þeir sem þess óska geta pantað viðtalstíma við starfs- mannastjóra félagsins, Rebekku Ingvars- dóttur, í síma 560 3883 eða komið á skrif- stofuna á tímabilinu 13.00 til 16.00 í dag eða á morgun. Umsóknir eru meðhöndlaðar af fyllsta trúnaði sé þess óskað. RAÐAUGÍ YSINGAR HÚSNÆÐI I BOÐI Búseti í Mosfellsbæ auglýsir lausa 4ra herb. félagslega íbúð í Miðholti 13 fyrir nýja og eldri félaga. íbúðin er til afhendingar nú þegar. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu félagsins í Miðholti 9. Opið er þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17-19. Sími 5666870 - fax 5666907. Bók fyrir áhugamenn um stjórnmál Er þögn um meint alvarleg lögbrot æðstu embættismanna og aðgerðarleysi valdhafa, sem bókin Skýrsfa um samfélag upplýsir um með sönnunargögnum, skilyrði fyrir fram- gangi manna í íslenskum stjórnmálum? Útg. ÞJÓNUSTA Gisting í Kaupmannahöfn Verð á góðum tveggja manna herbergjum með ísskáp, baði og eldunaraðstöðu Dkr. 290 pr. nótt. Eins manns Dkr. 240. Minnst 3 nætur. Pantanir í síma 0045 4073 3496 milli kl. 13.00 til 18.00. Sæki út á flugvöll ef þess er óskað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.