Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ /1 WAS FI5HIN6 \ 'OFFTHE POCK WHEN YOUR STUPIP P06 STARTLEP ME, ANP I FELL v IN ÍHE LAKE.. <3^.______ cn 7-28 €3 I TALKEPTO SOME OF THE FISH AFTEROUARP, ANP THEV TH0U6HT, IT UJA5 N/ER‘1' //. FUNNY.. /Vfa Hvað kom fyrir þig? Ég var að veiða af bryggjunni þeg- Ég talaði við nokkra af fisk- ar þessi heimski hundur þinn lét unum á eftir og þeim fannst mér bregða og ég féll í vatnið ... þetta mjög spaugilegt... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Ingibjörg Sólrún, Bjami Benediktsson og gólfteppið í Höfða Frá Magnúsi Sigutjónssyni: ÞAÐ HEFUR mikið verið rætt um „herbergið“ í Höfða og er það að vonum, enda atburðurinn sem þar átti sér stað einstakur hér á landi, auk þess sem allur heimur- inn fylgdist með því sem þar var að gerast. Þess vegna er mikil- vægt að varðveita þann stað óbreyttan þar sem tveir valda- mestu menn heims á þeim tíma sátu dag eftir dag og reyndu að finna lausn á því vandamáli sem ógnaði öllum jarðarbúum. Ómetanlegt er að eiga slíkan minnisvarða hér í höfuðborg landsins og skyldi maður ætla að allir væru á einu máli um að varð- veita hann. En eins og máltækið segir: Lengi skal manninn reyna, þá hefur það nú gerst að valda- mesti maður borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur séð ástæðu til þess að umturna herberginu sem þeir funduðu í félagarnir Reagan og Gorbatsjov. í sjónvarpsumræðu fyrir nokkrum dögum kaus Ingibjörg Sólrún að kasta rýrð á minningu Bjarna heitins Benediktssonar, þegar hún lagði það að jöfnu að henda slitnum gólfteppum eða öðru slíku úr Höfða og fjarlægja málverk af Bjarna sem var virtur leiðtogi og borgarstjóri í Reykja- vík. Þessi umræða, þar sem Ingi- björg Sólrún og Vilhjálmur Vil- hjálmsson áttust við, fór fram á Stöð 2, og væri fengur að því að birta það á prenti sem hún sagði svo hægt sé að sjá svart á hvítu reisn borgarstjórans og smekk- vísi, Annað mál þessu óskylt en varðandi borgarstjórann langar mig að nefna. Um daginn var ég að fleygja gömlum blöðum og rakst þá á grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu þar sem stóð: „Skulda- söfnun gærdagsins er ávísun á niðurskurð, þjónustugjöld eða skattlagningu í dag eða á morg- un.“ Þetta var daginn eftir að Ingibjörg Sólrún hafði tekið sjö hundruð milljóna króna lán sem við Reykvíkingar eigum að borga, þannig að þegar ég las blaðið var í bókstaflegri merkingu um skuldasöfnun gærdagsins að ræða. Athyglisvert er að þetta lán á að greiðast eftir að kjörtímabili núverandi borgarstjóra lýkur. Þá verður Ingibjörg Sólrún laus allra mála en Reykvíkingar sitja uppi með niðurskurð og skattlagningu samkvæmt hennar eigin orðum í DV. MAGNÚS SIGURJÓNSSON, Ásvallagötu 69, Reykjavík. Hroki og virðingar- leysi borgarstjóra Frá Ólafi R. Jónssyni: SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld var umræðuþáttur á Stöð tvö þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ingibjörg Gísladóttir skiptust á skoðunum um hvort varðveita eigi fundarstað Ronalds Reagans og Mikaels Gorbatsjovs í Höfða í því horfi, sem hann var þegar þeir funduðu stíft um endalok kalda stríðsins. Hingað til hafa skýringar Ingi- bjargar á því hvers vegna hún lét taka niður myndina af Bjarna Benediktssyni og setja niður í geymslu verið eitthvað á þá lund að listrænt gildi myndarinnar væri lítið og setja ætti upp mynd eftir einhvern nýlistamann í stað- inn. Þessi ákvörðun hefði ekkert með pólitík að gera, það væri af og frá. En í umræðuþættinum missti Ingibjörg út úr sér þegar á hana var gengið að Reykjavík ætti ekk- ert að vera minjasafn um Sjálf- stæðisflokkinn. Eg get ekki skilið þetta á annan hátt en pólitískan hroka og tillitsleysi við merkan atburð í sögu Reykjavíkur og minningu eins af merkustu stjórn- málaskörungum íslendinga. Vera má að einnig hafi legið að baki þessari ákvörðun borgar- stjórans, vitandi að þessi aðgerð myndi valda uppnámi og sárind- um, gæti hún falið eilítið þetta nýja 700 milljóna króna lán borg- arinnar ásamt embættaveitingum og mikla fjölgun æðstu embættis- manna borgarinnar, sem eitthvað kemur nú til með að kosta okkur Reykvíkinga. Málið er bara ekki svona ein- falt, uppbygging Reykjavíkur síð- ustu áratugina er að mestu leyti unnin undir forystu sjálfstæðis- manna og ef Ingibjörg ætlar að útmá það sem hún kallar minnis- varða Sjálfstæðisfiokksins þarf hún nánast að rústa borgina. Ég ætla að endingu að benda borgarstjóranum á að Jón' Sig- urðsson var uppi áður en Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður þótt hann sé oft nefndur sjálf- stæðishetja íslendinga og láta styttuna á Austurvelli í friði. ÓLAFUR R. JÓNSSON, Starrahólum 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.