Morgunblaðið - 17.08.1995, Page 44

Morgunblaðið - 17.08.1995, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ /1 WAS FI5HIN6 \ 'OFFTHE POCK WHEN YOUR STUPIP P06 STARTLEP ME, ANP I FELL v IN ÍHE LAKE.. <3^.______ cn 7-28 €3 I TALKEPTO SOME OF THE FISH AFTEROUARP, ANP THEV TH0U6HT, IT UJA5 N/ER‘1' //. FUNNY.. /Vfa Hvað kom fyrir þig? Ég var að veiða af bryggjunni þeg- Ég talaði við nokkra af fisk- ar þessi heimski hundur þinn lét unum á eftir og þeim fannst mér bregða og ég féll í vatnið ... þetta mjög spaugilegt... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Ingibjörg Sólrún, Bjami Benediktsson og gólfteppið í Höfða Frá Magnúsi Sigutjónssyni: ÞAÐ HEFUR mikið verið rætt um „herbergið“ í Höfða og er það að vonum, enda atburðurinn sem þar átti sér stað einstakur hér á landi, auk þess sem allur heimur- inn fylgdist með því sem þar var að gerast. Þess vegna er mikil- vægt að varðveita þann stað óbreyttan þar sem tveir valda- mestu menn heims á þeim tíma sátu dag eftir dag og reyndu að finna lausn á því vandamáli sem ógnaði öllum jarðarbúum. Ómetanlegt er að eiga slíkan minnisvarða hér í höfuðborg landsins og skyldi maður ætla að allir væru á einu máli um að varð- veita hann. En eins og máltækið segir: Lengi skal manninn reyna, þá hefur það nú gerst að valda- mesti maður borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur séð ástæðu til þess að umturna herberginu sem þeir funduðu í félagarnir Reagan og Gorbatsjov. í sjónvarpsumræðu fyrir nokkrum dögum kaus Ingibjörg Sólrún að kasta rýrð á minningu Bjarna heitins Benediktssonar, þegar hún lagði það að jöfnu að henda slitnum gólfteppum eða öðru slíku úr Höfða og fjarlægja málverk af Bjarna sem var virtur leiðtogi og borgarstjóri í Reykja- vík. Þessi umræða, þar sem Ingi- björg Sólrún og Vilhjálmur Vil- hjálmsson áttust við, fór fram á Stöð 2, og væri fengur að því að birta það á prenti sem hún sagði svo hægt sé að sjá svart á hvítu reisn borgarstjórans og smekk- vísi, Annað mál þessu óskylt en varðandi borgarstjórann langar mig að nefna. Um daginn var ég að fleygja gömlum blöðum og rakst þá á grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu þar sem stóð: „Skulda- söfnun gærdagsins er ávísun á niðurskurð, þjónustugjöld eða skattlagningu í dag eða á morg- un.“ Þetta var daginn eftir að Ingibjörg Sólrún hafði tekið sjö hundruð milljóna króna lán sem við Reykvíkingar eigum að borga, þannig að þegar ég las blaðið var í bókstaflegri merkingu um skuldasöfnun gærdagsins að ræða. Athyglisvert er að þetta lán á að greiðast eftir að kjörtímabili núverandi borgarstjóra lýkur. Þá verður Ingibjörg Sólrún laus allra mála en Reykvíkingar sitja uppi með niðurskurð og skattlagningu samkvæmt hennar eigin orðum í DV. MAGNÚS SIGURJÓNSSON, Ásvallagötu 69, Reykjavík. Hroki og virðingar- leysi borgarstjóra Frá Ólafi R. Jónssyni: SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld var umræðuþáttur á Stöð tvö þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ingibjörg Gísladóttir skiptust á skoðunum um hvort varðveita eigi fundarstað Ronalds Reagans og Mikaels Gorbatsjovs í Höfða í því horfi, sem hann var þegar þeir funduðu stíft um endalok kalda stríðsins. Hingað til hafa skýringar Ingi- bjargar á því hvers vegna hún lét taka niður myndina af Bjarna Benediktssyni og setja niður í geymslu verið eitthvað á þá lund að listrænt gildi myndarinnar væri lítið og setja ætti upp mynd eftir einhvern nýlistamann í stað- inn. Þessi ákvörðun hefði ekkert með pólitík að gera, það væri af og frá. En í umræðuþættinum missti Ingibjörg út úr sér þegar á hana var gengið að Reykjavík ætti ekk- ert að vera minjasafn um Sjálf- stæðisflokkinn. Eg get ekki skilið þetta á annan hátt en pólitískan hroka og tillitsleysi við merkan atburð í sögu Reykjavíkur og minningu eins af merkustu stjórn- málaskörungum íslendinga. Vera má að einnig hafi legið að baki þessari ákvörðun borgar- stjórans, vitandi að þessi aðgerð myndi valda uppnámi og sárind- um, gæti hún falið eilítið þetta nýja 700 milljóna króna lán borg- arinnar ásamt embættaveitingum og mikla fjölgun æðstu embættis- manna borgarinnar, sem eitthvað kemur nú til með að kosta okkur Reykvíkinga. Málið er bara ekki svona ein- falt, uppbygging Reykjavíkur síð- ustu áratugina er að mestu leyti unnin undir forystu sjálfstæðis- manna og ef Ingibjörg ætlar að útmá það sem hún kallar minnis- varða Sjálfstæðisfiokksins þarf hún nánast að rústa borgina. Ég ætla að endingu að benda borgarstjóranum á að Jón' Sig- urðsson var uppi áður en Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður þótt hann sé oft nefndur sjálf- stæðishetja íslendinga og láta styttuna á Austurvelli í friði. ÓLAFUR R. JÓNSSON, Starrahólum 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.