Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*
Urskurður í stjórnsýslukæru vegna
synjunar á inngöngu í MR
Kröfur kærenda
ekki teknar gildar
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur fellt úrskurð í stjómsýslu-
kæm vegna synjunar á inngöngu í
Menntaskólann í Reykjavík, en tvær
mæður í Garðabæ lögðu fram
stjórnsýslukæruna vegna synjunar
á umsókn sona þeirra um að hefja
nám við MR nú í haust. Gerðu
kærendur kröfu um að hin kærða
synjun yrði tekin til endurskoðunar
og að umræddum nemendum yrði
veitt innganga í MR.
Er það niðurstaða ráðuneytisins
að ekki sé tilefni til að taka hinar
kærðu ákvarðanir rektors MR til
endurskoðunar eins og kærendur
gerðu kröfu um, og því séu kröfur
kærenda ekki teknar til greina.
Ákvarðanir rektors um að synja
umsóknunum um inngöngu í MR
haustið 1995 skuli því standa
óbreyttar, en nemendurnir hafa
báðir fengið staðfestingu á inn-
göngu í Fjölbrautaskólann í
Garðabæ.
Töldu synjunina brot
á jafnræðisreglu
í kæmbréfínu var krafan rök-
studd með því að hin kærða synjun
feli í sér brot á jafnræðisreglu 11.
greinar stjómsýslulaga nr.37/1993.
Er því lýst í kærubréfi mæðranna
að fram hafí komið hjá rektor MR
að umsóknum sona þeirra hafi ver-
ið hafnað á grundvelli bréfs
menntamálaráðherra frá 7. júní sl.,
en þar var þeim tilmælum beint til
skólameistara framhaldsskóla í
Reykjavík að þeir tækju ekki inn
nemendur sem búsettir væru í öðr-
um byggðarlögum fyrr en nemend-
ur búsettir í Reylq'avík hefðu fengið
úrlausn sinna mála.
Telja kærendur að óheimilt sé
að mismuna einstaklingum á gmnd-
velli búsetu þeirra og synir þeirra
eigi ekki kost á sambærilegu námi
I Garðabæ þar sem þar sé fjöl-
brautakerfísskóli en ekki bekkjar-
kerfísskóli eins og MR sé.
Hliðstæðar námsbrautir
veita sama rétt
Niðurstaða menntamálaráðu-
neytisins er m.a. byggð á grand-
velli reglugerðar um framhalds-
skóla þar sem em fyrirmæli um
skiptingu landsins í umdæmi og
forgangsrétt nemenda til að sækja
framhaldsskóla í því umdæmi
(skólahverfí) þar sem hann á lög-
heimili ef það nám sem hann hyggst
stunda er þar í boði. Þar sem ráðu-
neytið hafi séð fram á vandkvæði
á að tryggja öllum nemendum sem
búsettir eru í Reykjavík skólavist á
næsta skólaári í einhveijum fram-
haldsskóla borgarinnar hafí
menntamálaráðherra sent skóla-
meistumm framhaldsskóla í
Reylq'avík umrætt bréf þar sem
ákvæði í reglugerðinni hafí verið
áréttað og hann beint eindregnum
tilmælum til skólameistaranna um
að nemendur búsettir í Reykjavík
gengju fyrir um skólavist.
Þá er í úrskurðinum vakin at-
hygli á því að í lagalegu tilliti sé
enginn munur á námi eftir því hvort
það sé stundað í framhaldsskóla
með áfangakerfí eða bekkjarkerfi,
og hliðstæðar námsbrautir veiti
sama rétt óháð því við hvaða fram-
haldsskóla námið hefur verið stund-
að.
Morgunblaðið/Kristinn
Hola í
heilt ár
ÞESSI hola í malbikinu á Báru-
götu í Reykjavík hefur angrað
íbúa götunnar í rúmt ár, en
vinnuflokkur frá gatnamála-
sljóra mun væntanlega malbika
yfir hana í dag. I fyrrasumar var
grafið þarna niður til að gera
við lagnir, mokað var aftur í
holuna en ekki var gengið frá
malbiki. Að sögn eins íbúa við
Bárugötu þyrlast upp ryk úr
holunni í þurrki og steinar eru
úti um alla götuna. í rigningu
hefur holan fyllst af vatni, sem
skvettist á allt sem fyrir verður
þegar bílar aka hjá.
Viðræður VSI/ISAL við verkalýðsfélögin í álverinu
Ekki tekin afstaða til hug-
mynda VSÍ/ÍSAL í bráð
EKKI verður tekin afstaða til hug-
mynda ÍSAL og VSÍ um aukinn
þátt verktöku í álverinu í Straums-
vík fyrr en búið er að ræða við for-
menn allra verkalýðsfélaganna sem
þar era, að sögn Gylfa Ingvarsson-
ar aðaltrúnaðarmanns starfsfólks.
VSÍ og ÍSAL funduðu með fulltrú-
um félaganna á mánudag og lögðu
fram hugmyndir sínar.
„Við höfum ekki heimild til að
hefja viðræður og þama kom ærið
margt nýtt fram, þannig að við
munum nú reyna að ná sambandi
við formenn og trúnaðarmenn
verkalýðsfélaganna tíu, sem em
margir í sumarleyfi. Þetta mun taka
nokkurn tíma og niðurstaða fæst
ekki í bráð. Eftir að þeim hafa ver-
ið kynntar hugmyndir vinnuveit-
enda verður boðaður fundur í trún-
aðarráðinu þar sem framhaldið
verður sennilega markað,“ segir
Gyifí.
Hugmyndir koma á óvart
Hann kveður hugmjmdir vinnu-
veitenda hafa komið sér á óvart,
þar sem verkalýðsfélögin hafí sam-
þykkt fyrir seinustu kjarasamninga
að semja sameiginlega. Þetta hafí
verkalýðsfélögin talið nægja ÍSAL,
VSÍ, Alusuisse og stjórnvöldum, en
nú komi annað í ljós. „Þeir vilja
meira, sem er mjög snúið að bregð-
ast við. Samningar okkar hafa gild-
istíma til ársloka 1996 og við áttum
ekki von á að þurfa að hefja nýjar
samningaviðræður heilu ári áður
en samningar renna út, og vitum
að það er snúið að fá heimild til
viðræðna, auk þess sem reikna má
með ýmsum kröfum frá verkalýðs-
félögunum. Þessi nálgun vinnuveit-
enda er afar óvenjuleg og tekur
tíma að yfirfara hugmyndir þeirra,“
segir hann.
Hann segir það samkomulag
milli málsaðila að ræða ekki efnisat-
riði hugmynda um breytingar innan
álversins opinberlega að sinni, og
hann hafí verið beðinn um að tjá
sig ekki sérstaklega um hugmynd-
irnar í fjölmiðlum. Hins vegar megi
benda á upplýsingar um þróun
launakostnaðar í álverinu á seinustu
ámm, sem segi talsverða sögu um
stöðu þeirra mála, einkum með til-
liti til hagnaðar ÍSAL á seinasta ári.
Bútasaumselní
1.000 nýjar gerðir frá helstu framleiðendum voru að koma.
Ávallt 400 bókatitlar á staðnum.
Sími 568-7477
VIRKA
Mörkin 3
við Suðurlandsbraut.
°Þið
kl
Álfaheiði - Kópavogi
vorum að fá í sölu í klasa-byggingu fallegt einb. ásamt
bílsk. samt. 113 fm. 3 svefnherb.
Fasteignasalan Hátún, sfmi 568 7828
Þiónustuíbúð í Vesturbæ
Mjög góð 2ja herb. Ibúð á 2. hæð. Útsýni yfir höfnina, lytta. Heilsugæsla og önnur
þjónusta I húsinu. öryggiskallkerfi. Glæsilegt og vandað nýlegt hús. Laus strax.
ÞIMÍIIOLT 508 0606
SUÐURLANDSBRAUT 4A
EIGNASALAIM
INGÓLFSSTRÆT112-101REYKJAVÍK.
Símar 5S1-9540 & 551-9191 - fax 551-8585
Höfum kaupanda
að góðri sérhæð i Vesturborginni. 4
svefnherb. æskileg auk bílsk. Góð útb.
fyrir rétta eign.
Höfum kaupanda
að góðri eign í Fossvogi, má kosta allt
að 18 millj. Bein kaup, engin uppltaka.
Höfum kaupanda
að góðri 2ja herb. íb. í Voga-, Heima-
eða Smáíbúöahverfi. Einnig vantar
okkur góða 2ja herb. ib. í Vesturborginni
eða í Þingholtunum. Góðir kaupendur.
Höfum kaupanda
að 3ja-4ra herb. íb. í Skerjafirðinum.
Góð útb. fyrir rétta eign.
Höfum kaupendur
að 2ja-5 herb. ris- og kjallaraíbúðum,
mega í sumum tilfellum þarfnast
stands. Góðar útb. geta yerið í boði.
Óskast á söluskrá
Okkur vantar allar gerðir fasteigna á
söluskrá. Mikið af fyrirspurnum þessa
dagana. Látið skrá eignina.
EIGNASALAN
Magnús Eínarsson, lögg. fastsali.
Þakkarbréf
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi bréf frá fjölskyldu
litlu stúlkunnar sem dmkknaði í
Laugardalslaug fyrir skömmu.
Fjölskylda frá Danmörku kem-
ur í sumarfrí til íslands. Við ætl-
uðum að hitta eiginmann og föð-
ur, sem starfar á danska eftirlits-
og rannsóknarskipinu „Thetis"
við strendur Grænlands. Við höfð-
um ekki sést síðan 1. júní sl. Til-
hlökkun endurfundanna var því
mikil. Ætlun okkar var jafnframt
að njóta stórbrotinnar náttúm
íslands, hvera, fossa og hárra
§alla, sem við höfðum svo oft
talað um. Meðan beðið var komu
skipsins til Reykjavikur fórum við
m.a. í sundlaugamar í Laugar-
dal. Þar varð þungbært slys, það
versta sem hent getur nokkra fjöl-
skyldu. Anna-Sofíe, þriggja ára
dóttir okkar, datt í sundlaugina
og drukknaði. Ólýsanleg er sú
mikla sorg.
Þrátt fyrir áfallið viljum við
segja frá þeirri miklu hlýju, hug-
hreystingu og samhygð, sem við
urðum aðnjótandi af okkur áður
ókunnugu fólki. Við munum seint
gleyma öllum þeim, sem studdu
okkur þessa fyrstu erfíðu tíma
og dagana eftir lát Önnu-Sofie.
Þakkir færum við lækninum,
sem veitti Önnu Sofíe skyndihjálp
(okkur er ókunnugt um nafn
hans), Sigrúnu Stefánsdóttur,
hjúkmnarfræðingi, sem einnig
veitti skyndihjálp og konunni, sem
fann Önnu-Sofie (okkur er ókunn-
ugt um nafn hennar), starfsfólki
sjúkraflutninga og lögreglunnar í
Reykjavík. Eftirtöldu_ starfsfólki
Borgarspítala: Maríu Ásgeirsdótt-
ur hjúkrunarfræðingi, Þórunni
Jónsdóttur aðst.lækni, Kristleifí
Kristjánssyni bamalækni, sem af
fagmannlegri nærgætni og lipurð
sinnti okkur á bráðamóttökunni
og séra Sigfmni Þorleifssyni, sem
leiddi okkur til skilnings á barna-
sálminum „Ó, Jesú bróðir besti“.
Einnig fæmm við útfararstjóra,
ísleifí Jónssyni, þakkir fyrir veitta
aðstoð og nærgætni í Fossvog-
skapellu. Þakkir fæmm við Guð-
bimi Jónssyni, Aflagranda, eigin-
konu hans, tengdadóttur og
bamabami, Jóhönnu Maríu, svo
og Ellen Steindórs og öðm starfs-
fólki danska sendiráðsins. Að lok-
um þökkum við Sigurlínu Guðna-
dóttur, Flugleiðum, fyrir aðstoð
við heimferðina til Danmerkur.
í huga okkar mun ferðin til
íslands ekki aðeins geymast, sem
minning um ógnþmngið slys,
heldu? fylgja henni einnig fagrar
endurminningar um stórbrotið
land og tilfínningaríkt og um-
hyggjusamt fólk.
Með vísan til orða Gunnars í
Njálssögu, er hann skyldi halda
utan: Fögur er hlíðin, svo að mér
hefur hún aldrei jafnfögur sýnst,"
þá vonumst við til, innan fárra
ára, að geta komið aftur til ís-
lands í „minningarferð“, til þessa
fagra, fagra lands er gott fólk
byggir.
Við höldum nú heim til Dan-
merkur til þess að jarðsetja litla
sólargeislann okkar og lifa lffínu
áfram með þungbæra reynslu
okkar.
Kærar kveðjur,
Fjölskyldan Find (And-
ers, Jens og Mie) Tre-
insvej 3, Dragör, Dan-
mark.