Morgunblaðið - 18.08.1995, Side 25

Morgunblaðið - 18.08.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 25 I I I > I > > > > > > > > > I > > > helgina að unglingarnir okkar hafi enn einu sinni sýnt sína góðu eigin- leika. Upp til hópa eru krakkarnir myndarlegir, vel innrættir, opnir, heiðarlegir og skemmtilegir. Til lasts viljum við þó segja að þau eru löt að ganga og þau ætlast til að fá ókeypis heilbrigðisþjónustu! Þeir gallar eru uppeldislegir og ætti að vera auðvelt að laga. Kynslóðin er alin upp á cheerios og örbylgju- poppi og þau eru vön að láta aka sér um eins og greifum til ýmiss konar tómstundaiðkana. Við viljum gjarnan sjá þá hugarfarsbreytingu hjá unga fólkinu að jafnsjálfsagt sé að greiða fyrir heilbrigðisþjón- ustu, rétt eins og menn greiða fyr- ir pylsu, gos og teygjuhopp. Það er óneitanlega sérkennilegt að fólk skuli vera tilbúið að borga 4.500 krónur fyrir að hoppa úr tuttugu metra hæð með teygju bundna við fótleggina, en vilja ekki greiða 15 krónur fyrir verkjatöfiu við höfuð- verknum sem hlýst af stökkinu. Útihátíð eða ekki? Við höfum endurtekið heyrt það viðhorf að skipulagðar útihátíðir af þessu tagi eigi ekki rétt á sér. Þar sé unglingum safnað saman til margra sólarhringa drykkju með öllum þeim vandamálum sem slíkt hefur í för með sér. Hins vegar má benda á, að ef engar útihátíðir væru skipulagðar, myndu ungling- arnir samt sem áður safnast saman og sukka. Þá væru þau án þess eftirlits, aðhlynningar og öryggis sem þau búa við á vel skipulagðri hátíð. Niðurlag Eftir reynslu okkar þessa helgi þykir okkur miður að eiturlyfjasal- ar skuli komast upp með að reyna að fá unga fólkið til að ánetjast eiturlyfjum. Slíka skemmdarverka- starfsemi ber að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Fólkið sem á að erfa landið er glæsilegur hópur sem hefur alla burði til að bægja þeirri óværu frá sér, sem eiturlyijasalar eru. Fjársjóður íslands er æsku- fólkið og um þann fjársjóð þarf að standa vörð. Þá mun þjóðinni vel farnast. Haukur er heilsugæslulæknir á Kirkjubæjarklaustri, Matthildur er bjúkrunarforstjóri heilsugæslu- stöðvarinnar & Kirkjubæjar- klaustri. komi okkur ekki við en samviska okkar og ábyrgðartilfinning segir okkur annað og auðvitað er ýmis- legt hægt að gera. Mörg frjáls fé- lagasamtök hér á landi, þar á með- al Barnaheill, eru tengd alþjóða- samtökum sem nefnast á ensku Save the Children International. Opin lýðræðisleg umræða, stuðn- ingur yfirvalda og hins almenna borgara við samtök sem láta sig mannréttindi barna varða skilar sér og verður, í samfélagi þjóðanna, hluti af alþjóðlegri umræðu um velferð og mannréttindi barna. Þar höfum við íslendingar margt fram að færa til jafns við aðrar þjóðir. Því skulum við heldur ekki gleyma, þótt okkur finnist margt mega bet- ur fara hér heima, að við erum hluti af hinum vestræna heimi sem er ríkur miðað við flesta aðra heims- hluta. Víst erum við íslendingar smáþjóð en höfum hugfast að: Eng- inn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhveijum. Of mikil fólksfjölgun í heiminum er vandamál okkar allra. Einbirnis- stefna kínverskra yfirvalda er við- urkenning á þeirri bláköldu stað- reynd að kínverska þjóðin getur ekki brauðfætt börn sín í framtíð- inni nema með takmörkun fæðinga. Það er hins vegar framkvæmd ein- birnisstefnunnar og neikvæðar af- leiðingar hennar sem er gagnrýnis- verð og brýtur gegn mannréttindum mæðra og barna, sérstaklega stúlkubarna. Vonandi sjáum við fljótt breytingar á högum þeirra í Kína. Siðleysi eða van- hæfni borgarstjóra ÁSTÆÐAN fyrir þessum skrifum er sú, að Reykjavíkurborg lagði nýju fyrirtæki í Rvk. til húsnæði í gömlu loðnubræðslunni að Kletti, í júní 1993. Fyr- irtækið (Vikur h/f) ætl- aði að gera tilraun í umræddu húsnæði til að þurrka vikur til út- flutnings, og í Ijósi þess, þá fékk Vikur h/f fyrsu 6 mánuðina án leigu- gjalds, næstu 6 mánuði á háfri leigu, en síðan skyldi borga fulla leigu. Reyndin hefur orðið sú að Vikur h/f hefur nán- ast enga leigu borgað, líklega um 500.000 kr. eða sem nemur eins mánaðar leigu. Húsaleiguskuldin er því núna Kr. 7.875.000 mínus þessar 500.000 kr. sem greiddar voru, eða Kr. 7.375.000. Til við- bótar þessu lagði Afl- vaki Reykjavíkur Vikri h/f til Kr. 4.000.000 til verkefnisins. Samtals hefur því Reykjavíkur- borg lagt til Kr. 11.375.000. Hefði hins- vegar verið greidd full húsaleiga allan tímann, væri skuldin í dag Kr. 15.312.500. Þar sem tilraunin bar ekki árangur fór Vikur h/f fljótlega út í fram- leiðslu á samkeppnis- vöru á innanlandsmark- aði, eða nánar tiltekið, sandblásturssandi, sem Fínpússning s/f hefur framleitt í 25 ár, ásamt fleiri smærri aðilum, sem yfirleitt framleiða aðeins til eigin nota. Eftir að Fínpússning s/f hafði ít- Baldur Hannesson. Þarf imdirritaður for- stjóri kannski að fara í kynskiptiaðgerð, spyr Baldur Hannesson, til að fá réttlætinu fullnægt. rekað kvartað við Borgarráð Reykja- víkur um að þarna væri um gróft brot á samkeppnislögum að ræða, þá samþykkti Borgarráð að segja upp leigusamningnum við Vikur h/f, þann 22. nóvember 1994. Borgarstjóri tók hinsvegar fram fyrir hendur Borgarráðs og fram- lengdi samninginn um 4 mánuði, eða ca. fram til marsloka 1995, en Vikur h/f er enn í umræddu húsnæði rúm- um 4 mánuðum eftir að framlenging- arsamningnum lauk. Fínpússning s/f hefur á sama tíma tapað miklum viðskiptum til Vikurs h/f, því ekki er hægt að keppa við fyrirtæki, sem fá stóran hluta af sín- um rekstrarkostnaði greiddan af op- inberum aðila, og orðið þannig fyrir miklu fjárhagslegu tjóni. Nú spyr ég undirritaður borgar- stjóra, hvenær lauk samningnum, eða var hann kannski framlengdur enn frekar, og ef ekki, hvers vegna er þá ekki búið að rýma húsnæðið?' Eg spyr einnig borgarstjóra hvort einhver annarleg sjónarmið ráði ferð- inni í þessu máli, til dæmis, að það ráði úrslitum að það er kona, sem er framkvæmdastjóri Vikurs h/f, eða er bara um að kenna vanhæfni og algjörum þekkingarskorti borgar- stjóra á atvinnulífinu, sem mér virð- ist betri kosturinn að fela sig bak við, í því algjöra siðleysi, sem borgar- stjóri hefur sýnt í þessu máli? Og enn spyr ég: Er borgarstjóri tilbúinn til að bæta Fínpússningu s/f þann fjárhagslegan skaða sem fyrir- tækið hefur orðið fyrir, til dæmis með því að borga húsaleigu fyrir Fínpússningu s/f umrætt tímabil, eins og samkeppnisaðilinn hefur fengið, eða þarf ég undirritaður framkvæmdastjóri fyrirtækisins kannski að fara í kynskiptiaðgerð til að fá réttlætinu fullnægt, og verða þannig samkeppnisfær við Vikur h/f? Höfundur er framkvæmdastjóri Fínpússningar sf. 18. agust afmæli ^ Reykjavíkurborgar Yelkomin í miðborgina! Vitatorg, bflahús með innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu. Njótið lífsins - notið húsin • Vegna hátíðarhalda á afmælisdegi Reykjavíkur föstudaginn 18. ágúst, verður lokað fyrir bflaumferð urn Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og neðsta hluta Skólavörðustígs frákl. 13:00 - 18:00. • Fjölbreytt skemmtidagskrá mun setja svip sinn á miðborgina og ennfremur verða útimarkaðir ef veður leyfir. Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að njóta lífsins í lifandi borg. • Á meðan þið röltið um miðborgina er tilvalið að geyma bflinn í einhverju af hinum sex glæsilegu bílahúsum borgarinnar. Þar þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að tíminn renni út, þú borgar aðeins lyrir notaðan tíma. • Upphfið mannhf og menningu í miðborginni og kynnið ykkur kosti bílahúsanna í leiðinni. BILASTÆÐASJOÐUR Bílastœöi fyrir alla Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.