Morgunblaðið - 18.08.1995, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBl@CENTRVM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
, 1 tVJ
Morgunblaðið/Golli
, Kýlaveiki í fiskeldi
kallar strax á förgun
GÍSLI Jónsson fisksjúkdómalæknir
segir að leggja verði alla áherslu á
að einangra Elliðaárnar og koma í
veg fyrir að kýlaveikin, sem nýlega
fannst í laxi í ánum, berist í aðrar
ár og fiskeldi.
„Eg hef mestar áhyggjur af því
að kýlaveikin berist í háfbeitar-
stöðvar. Við fylgjumst mjög vel með
öllu sem gerist í stöðvunum. Eftir-
lit hefur verið hert í stærstu hafbeit-
^arstöðinni í Hraunsfirði. Við rækt-
um sýni úr öllum grunsamlegum
laxi og við höfum ekkert fundið
enn. Stöðin uppi í Kollafirði er á
nánast sama vatnasvæði og Elliða-
árnar og þar fylgjumst við vel með
öllu. Þar var á miðvikudag slátrað
fleiri hundruð löxum, en ekkert
grunsamlegt fannst.“
Mætti líkja við svarta dauða
Gísli sagði að lögð væri mikil
áhersla á að fólk sem starfaði við
slátrun fiska í hafbeitarstöðvunum
færi ekki inn í seiðaeldishús. Sömu
starfsmenn mættu ekki starfa við
slátrun fiska og fóðrun seiða. Einn-
ig þyrfti að fylgjast vel með klaki
í seiðaeldisstöðvunum í haust.
Hann sagði mikilvægt að menn
héldu rósemi þrátt fyrir þessar
slæmu fréttir úr Elliðaánum. Það
væri slæmt að sjúkdómurinn væri
kominn í ána, en miklu verra væri
þó ef hann kæmi upp í hafbeitar-
stöð eða fiskeldisstöð.
„Að fá kýlaveiki í fiskeldi má líkja
við svarta dauða. Ef við fengjum
þennan alvarlega sjúkdóm í ein-
hverja eina stöð núna á ég von á
að yfirvöld myndu fyrirskipa alls-
heijar förgun."
■ Fisksjúkdómalæknir óttast/27
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SIGURÐUR Björnsson veiddi
vel í Elliðaánum í gær, en
tveir fremstu fiskarnir reynd-
ust sýktir af kýlaveiki.
Títupijónn
tekinn úr
maga smá-
bams með
segulstáli
SEGULSTÁL var notað til að ná
títuprjóni upp úr 10 mánaða gam-
alli telpu, Guðnýju Ljósbrá
Hreinsdóttur, á speglunardeild
Borgarspítalans nýlega. Aðgerðin
tók aðeins fimmtán mínútur.
Kyngdi títuprjóninum
Amma telpunnar, Guðný Hálf-
danardóttir, var að gæta hennar
er óhappið varð. Hún segir að
Guðný litla hafi verið að leika sér
í leikgrindinni sinni. „ Aldrei þessu
vant var ég að horfa á hana. Eg
sé svo allt í einu að hún er að
japla á einhverju og er með títu-
prjón þversum í munninum. Mér
brá auðvitað og reyndi að ná hon-
um út úr henni. Hún vildi hins
vegar ekki gefa eftir og kyngdi
títuprjóninum áður en mér tókst
að ná honum,“ segir Guðný.
Hún segir að maðurinn sinn
hafi verið heima og þau hjónin
hefðu strax þust með Guðnýju
litlu á slysavarðstofuna.
Á Borgarspítalanum tókst Ás-
geiri Theodórs, sérfræðingi í
meltingarsjúkdómum, að ná títu-
prjóninum úr maga telpunnar.
Hann þræddi segulstál í gegnum
speglunartæki niður í maga
barnsins. Eftir að segulstálið
hafði gripið títupijónshausinn var
prjónninn dreginn út í gegnum
speglunartækið.
A myndinni eru frá vinstri
nöfnurnar Guðný Hálfdanardóttir
og Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir
sonardóttir hennar, Linda Þóris-
dóttir hjúkrunarfræðingur, Ás-
geir Theodórs sérfræðingur og
Ingunn Stefánsdóttir hjúkrunar-
fræðingur. Við fætur Guðnýjar
yngri liggur speglunartækið.
■ Títupijónn tekinn/6
Morgunblaðið/Sverrir
Ævintýraþrá
„FERÐIN með Óðni í Smuguna
leggst vel í mig og ég hef aldr-
ei verið sjóveikur svo það ætti
ekki að setja strik í reikning-
inn,“ sagði Sigurpáll Scheving,
læknir, sem í gær var að leggja
lokahönd á undirbúning fyrir
ferð varðskipsins í Smuguna.
Sigurpáll segir að eiginkon-
an, Hildur Jakobína Gísladótt-
ir, hafi fullan skilning á þátt-
töku hans í ferð varðskipsins,
enda viti hún að bráðalækning-
ar séu helsta áhugamál hans,
auk þess sem hann sé haldinn
dálítilli ævintýraþrá. Hins veg-
ar sé hún kannski ekki hrifin
af tiltækinu.
Á myndinni eru Sigurpáll til
hægri og Sigurður Ásgeir
Kristjánsson læknir sem fór
með Öðni í Smuguna í fyrra.
■ Sömu störf/16
Landbúnaðarráðuneyti úthlutar tollkvótum á ostum
Aðeins tegundir sem
ekki eru unnar hér
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
úthlutaði í gær ostatollkvótum sem
auglýstir voru til umsóknar 28. júlí
sl. Úmsóknir bárust frá 11 fyrir-
tækjum um samtals 78.550 kíló,
en til úthlutunar voru 18.000 kíló.
Úthlutað var 19.000 kítóa tollkvóta
á osti sem ekki er framleiddur hér
á landi, en þau 1.000 kíló sem
umfram eru koma af tollkvóta fyrir
nóvember og desember. Af osti sem
ekki er framleiddur hér á landi var
sótt um 19.000 kíló, þar af 10.100
kíló til iðnaðar; og um 59.550 kíló
af öðrum osti.
Úthlutun tollkvótannna er gerð
samkvæmt samningi íslands um
lágmarksinnflutning á búvörum, en
í fréttatilkynningu landbúnaðar-
ráðuneytisins kemur fram að hún
hafi að öllu leyti farið fram eftir
tillögum ráðgjafanefndar um inn-
og útflutning landbúnaðarvara, sem
er skipuð fulltrúum landbúnaðar-,
fjármála- og viðskiptaráðuneytis-
ins. Ekki fengust upplýsingar um
það í gærkvöldi 'nvaða fyrirtækjum
var úthlutað tollkvótum þar sem
þeim hafði þá ekki verið tilkynnt
um niðurstöðu ráðuneytisins.
Meðal umsækjenda um innflutn-
ingskvóta á ostum var Hagkaup,
en með umsókn fyrirtækisins fylgdu
lögfræðilegar athugasemdir við
reglugerð Guðmundar Bjarnasonar
landbúnaðarráðherra um innflutn-
ing á ostum og fleiri vörum. Áskildi
Hagkaup sér allan rétt til að fá
málsmeðferð ráðuneytisins ógilta,
yrði úrskurðað eftir 4. grein reglu-
gerðarinnar, sem kveður á um að
iðnaðarostar og ostategundir, sem
ekki eru framleiddar á Islandi, skuli
njóta forgangs við úthlutun toll-
kvóta. Telur Hagkaup að þessar
reglur eigi sér enga lagastoð.
Reglugerðin stendur óbreytt
Guðmundur Bjarnason landbún-
aðarráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að túlkun
Hagkaups væri ekki í samræmi við
túlkun lögfræðinga sem unnið
hefðu að málinu hjá ráðuneytinu.
„Út af fyrir sig er ekkert annað
um þetta að segja á þessu stigi.
Þetta er bara samkvæmt tillögu
þessarar nefndar sem hefur með
undirbúning málanna að gera sam-
kvæmt lögunum. í henni eiga sæti
fulltrúar þessara þriggja ráðuneyta
og þeir hafa farið yfír málið aftur
eftir að þessi athugasemd barst, en
niðurstaðan var sú að láta reglu-
gerðina standa óbreytta og úthluta
samkvæmt henni,“ sagði ráðherra.