Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Seiðavísitala þorsks sú hæsta frá 1986 Misjafnt hvernig efni- viðurinn nýtist MEIRA fannst af þorskseiðum í nýafstöðnum leiðangri Hafrannsókna- stofnunar er nokkru sinni undanfarin tíu ár. Seiðavísitalan er aðeins hærri en 1993, en sá árgangur virðist vera meðalstór. Útbreiðsla seiða var meiri en áður og sjór fyrir Norðurlandi mun hlýrri en fyrr í sumar. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að ánægjulegt sé að þarna virðist kominn efniviður í árgang yfir meðallagi, en um fram- vinduna sé ekkert hægt að segja fyrr en í síðari leiðöngrum á næstu misserum. Mikið fannst einnig af ýsuseiðum en minna af.loðnuseiðum. Stærð árganga er metin árlega frá fyrsta ári til þriggja ára í togararallinu. Niðurstöður úr rannsóknum Haf- rannsóknastofnunar á fjölda og út- breiðslu fiskseiða og ástandi sjávar liggja nú fyrir í meginatriðum. Þar kemur meðal annars fram að flæði hins hlýja Irminger-straums hafi verið alláberandi og fyrir Norður- landi hafi ástand sjávar batnað veru- lega síðan í vetur og vor. Nú varð vart við aukið flæði hlýsjávar norður fyrir land allt að Langanesi, en aust- an þess var sjór enn mjög kaldur. Um fjölda og útbreiðslu seiða ein- stakra tegunda segir svo í niðurstöð- um stofnunarinnar: Seiðin nyög smá „Þrátt fyrir að seiðavístala þorsks sé ekki há, er hún þó yfir meðallagi seinustu tíu ára og sú hæsta, sem fengizt hefur síðan 1986. Þorskvísi- talan er aðeins hærri en 1993, en sá árangur virðisl vera meðalstór. Aftur á móti eru seiðin mjög smá og skýrist það meðal annars af lág- um sjávarhita í vor og fyrrihluta sumars. Ekki varð vart við seiðarek yfir til Grænlands. Seiðavísitala af þessari stærðargráðu hefur gefíð bæði stóra og lélega árganga síðasta aldarfjórðung.“ Mikið af stórum ýsuseiðum Seiðavísitala ýsu er nokkru hærri en meðaltal seinustu tíu ára og stærð seiðanna er góð, enda fannst meira af þeim í hlýsjónum við Suðurland. Fyrstu vísbendingar um stærð ýsuárgangsins 1995 benda því til að hann geti orðið í meðallagi eða góður. Minna fannst af loðnuseiðum en útbreiðsla þeirra var mikil og fremur jöfn fyrir Vestur-, Norður- og Austurlandi. Minna var hins vegar um loðnuseiði í Grænlandshafi en oft áður. Loðnuseiðin voru óvenju- smá, með því smæsta sé sézt hefur. Þetta þarf þó ekki að þýða að loðnu- árgangurinn frá 1995 verði lélegur enda hefur reynzt erfitt að sýna fram á beint samband milli stærðar seiðaárganga og stærðar sömu ár- ganga í veiðistofni loðnunnar. Yfír meðaltali síðustu 20 ára Karfaseiði fundust víða hvar sem farið var um Grænlandshaf og úti af Austur-Grænlandi. Mest var um þau við austurgrænlenzka land- grunnið og í austanverðu Græn- landshafi. Seiðafjöldinn var mun meiri en síðastliðin tvö ár, sem voru mjög léleg. Vísitala karfaseiða var aðeins undir meðaltali síðustu tíu ára, en hins vegar vel yfir meðaltali síðustu tuttugu ára. Við ísland varð karfaseiða einkum vart vestur og suðvestur af landinu. Ekkert hægt að fullyrða um stærð árangsins „Það er ekkert hægt að fullyrða um væntanlega stærð þessa árgangs þegar fram líða stundir,“ segir Jakob ■Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar. „Ætíð eru miklar sveiflur í seiðavísitölum, getur því nú verið um eðlilegan breytileika frá ári til árs. Ég er hins vegar alltaf feginn, þegar kominn er efniviður í það, sem stundum hefur verið talið meðalár- gangur. Einnig er mikilvægt að hlý- sjór streymir nú norður fyrir land. Þá var útbreiðsla á seiðunum mjög mikil og bendir það til að þau hafi meira svigrúm til að alast upp og ná sér á strik en áður. Menn verða að hafa í huga að þetta er bara efni- viður í meðalárgang og það hefur reynzt mjög misjafnt hvernig náttúr- an spilar úr þessum efnivið. Það verður að bíða frekari athugunar í marz næstkomandi," segir Jakob. Leiðangur Hafrannsóknastofnun- ar var farinn á rannsóknarskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæ- mundssyni. Leiðangursstjórar voru fiskifræðingamir Sveinn Svein- björnsson og Vilhelmína Vilhelms- dóttir. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson ERLINGUR Heiðar Sveinsson, Hildur Ösp Gylfadóttir, Halla Björk Garðarsdóttir og Kjartan Mar- inó Kjartansson á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær, en þau eru sannfærð um að bílbeltin hafi bjargað Öfi sínu í umferðarslysi á Oxnadalsheiði um helgina. Fjögur ungmenni slösuð eftir bílveltu á Öxnadalsheiði Þakka bílbeltunum að þau eru á lífi „NÚ DEY ÉG,“ flaug í gegnum huga Hildar Aspar Gylfadóttur sem ásamt félögum sínum lenti í bílslysi á Öxnadalsheiði aðfara- nótt sunnudags, bíllinn valt út af veginum þegar ökumaðurinn afstýrði ákeyrslu á hross. Með Hildi í bílnum voru þau Erlingur Heiðar Sveinsson, sem ók, Kjart- an Marinó Kjartansson, farþegi í framsæti og Halla Björk Garð- arsdóttir, sem sat í aftursætinu ásamt Hildi. Fjórmenningarnir þakka bílbeltunum að þeir lifðu slysið af. Spurði hvort allir væru í bílbeltum Ungmennin höfðu ákveðið að fara á dansleik í Miðgarði á laug- ardagskvöldið og lögðu af stað frá Akureyri skömmu fyrir mið- nætti. „Ég lækkaði í græjunum þegar við vorum komin rétt út fyrir bæinn og spurði hvort allir væru í bílbeltum, ég vil að allir sem með mér ferðast séu í belt- um,“ sagði Erlingur Heiðar. Akstursskilyrði voru ekki með besta móti, niðamyrkur og bleyta. „Það var ekkert skyggni, ég sá ekkert nema vegstikurn- ar.“ Um það bil á miðri heiðinni óku þau fram á hrossahóp á veg- Ökumaður var að forða ákeyrslu á hross inum vinstra megin. „Það var bara skyndilega eitt alveg við grillið hjá mér,“ sagði ökumaður- inn sem kvaðst hafa sveigt í snatri út í kantinn, en afturendi bifreiðarinnar lenti út af vegin- um og við það féll bíllinn niður vegkantinn, um fimm metra hátt fall og valt síðan áfram fjórar til fimm veltur. Óhugnalegt Þau Hildur, Halla og Erlingur rotuðust í slysinu og sagði Kjart- an það hafa verið óhugnanlegt þegar bíllinn stöðvaðist loks og hann fór að reyna að tala við félaga sína að fá ekkert svar. „Það var engin hreyfing í bílnum og ég fékk engin svör þegar ég reyndi að tala við þau, það var mjög óþægilegt," sagði Kjartan. Hann braut sér leið út úr bílnum og kleif upp á veg, en hann vissi að félagar þeirra, sem einnig voru á leið í Miðgarð, voru skammt á eftir þeim. „Það mun- aði minnstu að þau lentu í þessu hrossastóði líka, en það slapp til. Ég marg datt á leiðinni upp á veginn en komst einhvern veginn alla leið, en þegar ég kom upp lá ég kylliflatur á vegkantinum, alveg búinn. Ég lá þar þegar félagarnir á seinni bílnum komu að,“ sagði Kjartan. Hélt þau væru undir bílnum Hann var afar hræddur um afdrif ferðafélaga sinna, hélt að þau Erlingur og Hildur hefðu jafnvel lent undir bílnum, en hann hafnaði á vinstri hliðinni, þeim megin sem þau sátu. „Ég sagði við kunningjana sem komu að þessu, að við yrðum að fara strax niður og velta bílnum við. Þegar við komum að aftur var Halla komin út og við náðum hinum út úr bflnum,“ heldur Kjartan áfram. Fleiri bílar komu á slysstað og var ungmennunum ekið á móts við sjúkrabifreið sem send var frá Akureyri. Segja má að þau hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður, en þau eru öll meira og minna slösuð, m.a. með brotna hryggjarliði og höfuðá- verka. Þau hafa verið á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, en fá að fara heim eitt af öðru inn- an skamms. Örtröð var í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar síðdegis á sunnudag Fjórtán innritunarborð opin en eitt tollhlið ÖNGÞVEITI ríkti í brottfararsal Flugsstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli síðdegis á sunnu- dag þegar 616 farþegar fóru af landi brott á 75 mínútna tímabili. Öll inn- ritunarborð Flugleiða voru í notkun en aðeins eitt þriggja tollhliða til vegabréfaskoðunar og vopnaleitar. Þorgeir Þorsteinsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að vegna skyndilegra forfalla hafí ekki verið unnt að manna tvö hlið á háannatím- anum. Hins vegar hafí aðalörtröðin verið við innritunarborð Flugleiða, sem ekki væru nægilega mörg. Mar- grét Hauksdóttir, hjá upplýsinga- deild Flugleiða, segir ráðgert að hefja framkvæmdir í haust til að fjölga innritunarborðum félagsins úr 14 í 24. Síðdegis á sunnudag fór Flugleiða- vél til Parísar klukkan 15:55; þotur til London og Kaupmannahafnar fóru 5 minútum síðar. Klukkan 16:25 fór vél til Baltimore og klukkan 16:40 vél til New York. Allan þennan tíma var eitt hlið af þremur opið í vega- bréfaskoðun. í þessar fimm vélar, sem fóru með 45 mínútna millibili, voru skráðir 550 farþegar, að sögn Margrétar Hauksdóttur. Mætti klukkustund fyrir brottför en rétt náði vélinni Farþegum Flugleiða er jafnan sagt um leið og þeir kaupa farseðla að þeir þurfí að koma og skrá farangur sinn inn klukkustund fyrir brottför. Þegar klukkustund var til brottferðar fyrstu þotunnar, Parísarvélarinnar, var innskriftarsalurinn sneisafullur af farþegum og voru öll innskriftar- borð Flugleiða í notkun og langar biðraðir framan við hveija afgreiðslu. Lengst var þó biðröðin við vegabréfa- skoðunina og náði hún afgreiðslusal- inn á enda, að sögn fólks sem statt var í brottfararsalnum á þessum tíma. Farþegi, sem kom rúmlega klukkustund fyrir brottför, þurfti fyrst að bíða eftir afgreiðslu við inn- ritunarborðið og síðan í biðröð eftir vegabréfsskoðun, rétt náði í Parísar- vélina og hafði ekki tóm til þess að koma við í fríhafnarversluninni. Að- eins einn afgreiðslumaður vegabréfa- eftirlitsins var við afgreiðslu og myndaðist svo löng biðröð við þetta eina hlið af þremur sem var í notkun að röðin náði eftir endilöngum af- greiðslusal Leifsstöðvar. Þorgeir Þorsteinsson sýslumaður sagði í samtali við Morunblaðið að hjá tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli væri reglan sú að færu fleiri en 400 farþegar um brottfararsalinn á einni klukkustund þá væri afpeitt um tvö hlið en með einu hliði ættk að vera hægt að anna um 400 farþeg- um á klukkustund við -vegabréfa- skoðun og vopnaleit. Símainnritun farþega Þorgeir sagði að á sunnudaginn hefðu 616 farþegar verið skráðir til brottfarar milli klukkan 15.15 og 16.30 en eitt hlið hafí verið opið þar sem forföll hefðu komið upp og því hafi ekki verið hægt að manna tvö hlið. Á hinn bóginn hafí fjórir toll- verðir verið við afgreiðslu í hliðinu en ekki þrír eins og vanalega. Toll- gæslan telji að tollvörðunum fjórum hafi tekist prýðilega að anna þessum fjölda. „Aðalþröngin var við innritun- arborðin hjá Flugleiðum, þau eru ekki nægilega mörg,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson. Öll innritunarborð Flugleiða í brottfararsalnum voru mönnuð síð- degis á sunnudag. Margrét Hauks- dóttir hjá upplýsingadeild Flugleiða sagði við Morgunblaðið að nú stæði fyrir dyrum að fjölga þessum borðum þar sem fjöldi þeirra sé ekki nægileg- ur til að hafa undan á annatímum á morgnana og síðdegis. Borðin eru nú 14 en ráðgert er að fjölga þeim í 23. Margrét sagði að umsókn félagsins um fjölgun inn- ritunarborða væri nú til meðferðar í utanríkisráðuneytinu. Vonir stæðu til að leyfí fengist þannig að fram- kvæmdum verði Iokið fyrir næsta sumar. Margrét Hauksdóttir sagði að auk þessa hefðu Flugleiðir lagt sig fram um að greiða fyrir og flýta innritun farþega, m.a. með því að bjóða upp á nýja þjónustu, símainnritun og einnig innritun á Scandic-hótelum félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.