Morgunblaðið - 05.09.1995, Page 21

Morgunblaðið - 05.09.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 21 TRÍÓ Reykjavíkur, Guðný Gumundsdóttir, Edda Erlendsdóttir og Gunnar Kvaran. Rómantískur frumleiki TÓNLIST Ilafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Tríó Reykjavíkur, Edda Erlends- dóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran, fluttu verk eftir Grieg, Schubert og Mendelssohn. Sunnudagurinn 3. september, 1995. —4-------- TRÍÓ Reykjavíkur hóf vetrarstarf sitt með tónleikum í Hafnarborg í glæsilegu myndumhverfi Eiríks Smith, með fallegum tríóþætti eftir Grieg. Halldór Haraldsson mun ekki leika með tríóinu i vetur og að þessu sinn lék Edda Erlendsdóttir á píanó- ið. Margir sagnfræðingar hafa reynt að útskýra hvers vegna Grieg samdi ekki fleiri verk í hinum stærri tón- formum, því á námsárum sínum samdi hann t.d. sinfóníu, ágætt verk og líklega er tríóþátturinn frá náms- árum hans, enda þárómantískur og sérlega fallega unninn. Tríó Reykja- víkur lék þáttinn mjög vel og var t.d. áttundarleikur Guðnýjar og Gunnars sériega faliega mótaður. Edda hefur sterka tilfinningu fyrir hendingaskipan og söng oft fallega yndislegar tónlínur verksins. Annað verkið á efnisskránni var Arpeggione sónatan eftir Schubert, listaverk sem tekur til hjartans, sam- felldur söngur, er Gunnar Kvaran lék listavel, sérstaklega fyrsta og annan þáttinn en sá þriðji er nokkuð laus í formi, þó Schubert leiki sér listavel með syngjandi fagrar tónlínur og erfitt að halda honum saman. Leikur Gunnars var mjög fallega mótaður og sama má segja um leik Eddu, þó stundum vildi bregða við að píanóið væri fullsterkt. Tónleikunum lauk með tríói nr. 1 eftir Mendelssohn. Hann var mjög fær píanóleikari og í mörgum kamm- erverka hans er píanóið oft nær alls ráðandi, eins og á sér stað í tríói nr.l, sem Tove kallaði „píanókon- sert“. Tónmál Mendelssohns var sér- lega hreint og minnir á ljóð Davíðs Stefánsssonar, sem eru nánast eins og talað mál. Þessi hreinleiki hjá Mendelssohn og Davíð var í andstöðu við dulinn og myrkan kveðskap róm- antíska tímans, þar sem sérkenni- leikinn var það sama og frumleiki. Mendelssohn og Davíð eru ekki sér- kennilegir og þar með ekki frumleg- ir, samkvæmt þessari kenningu. Nú hefur snjór tímans fennttyfir undar- legar slóðir samtíðarmanna Mend- elssohns og Davíðs og frumleikinn er ekki lengur meginmarkmið. Þetta margslungna og glæsilega verk var mjög vel leikið, sérstaklega annar og þriðji þátturinn, sem er glettið scherzo, ekta Mendelssohn. Finale kaflinn er feikna erfiður og var í heild einum of strengdur. Edda lék verkið í heild mjög vel og samspilið var oftlega vel útfært, þó píanóið tæki völdin í lokakaflanum. Jón Asgeirsson Vírtúós TÖNLIST Óháð listahátíð GÍTARTÓNLEIKAR Verk eftir Femando Sor, J.S. Bach, Augustin Barrios og Enrique Grana- dos. Kristinn Ámason, gítar. Iðnó, laugardaginn 2. sept. kl. 16. ÁÞREIFANLEG sönnun fékkst fyrir miðilsmætti Morgunblaðsins á Oháðu listahátíðartónleikunum í Iðnó á laugardaginn var. Skv. Mbl. áttu tónleikarnir að vera kl. 20.30 sama kvöld, enda mættu alls átta (8) manns kl. 16 til að hlusta á Kristin Árnason. Hver sem skýringin á þessu misræmi í boðskiptum kann annars að vera, þá er hafið yfir allan vafa, að ef orðspor Kristins meðal Reyk- víkinga er í eðlilegu samræmi við spilamennskuna umrætt laugar- dagssíðdegi, þá hefði hann fyllt hús- ið ef rétt tímasetning hefði birzt í blaði allra landsmanna. Það þarf ekki að orðlengja það; Kristinn Árnason er orðinn virtúós á spænskan gítar. Langt er síðan önn- ur eins átaka- og liðamótalaus tækni hefur heyrzt hérlendis á þetta lág- stemmda en vandmeðfarna hljóð- færi. Svo lét tæknin í höndum gítar- leikarans, að maður varð varla var við hana; túlkunin var í fyriyrúmi, mjúk, streymandi, plastísk og gegn- músíkölsk túlkun á góðri tónlist, sem hleypti ímyndunaraflinu á skeið. Það sem mátti finna að flutningi Kristins er fljótupptalið. Það vottaði einstaka sinnum fyrir smá asa, sem gerði m.a. að verkum, að þrískipta hrynjandin í Chacconne Bachs í d- moll (úr partítu fyrir einleiksfíðlu í umritun K. Á.) dofnaði undir lokin eftir annars meistaralega góð tilþrif, og einnig bar örlítið á þessu „eirðar- leysi“ í spænsku dönsunum Granados- ar (nr. 5, 6, 11 & 12), enda þótt leik- ur Kristins einkenndist nær undan- tekningarlaust af yfirvegaðri tilfinn- ingu fyrir mælsku rúbatói, sem kom þó hvergi í veg fyrir leiftrandi hraða spretti þar sem eldvirkni átti við. Dýnamísk uppbygging, í stóru jafnt sem smáu formi, var afar hnitmiðuð og sannfærandi hjá Kristni og kom hlustandanum til að halda, að gítarinn sé mun dramatísk- ara hljóðfæri en hið raunverulega styrkleikasvið þess gefur tilefni til. Syngjandi tær tónninn var jafh og heill á öllu sviðinu, flaututónar jafn- öruggir og ef leiknir væru af hljóm- borði, griplutæknin fjölbreytt og pottþétt, og þverbandaskrölt var, eins og gefur að skilja, hvergi að heyra. En hlustandinn tók þessu fljótt sem sjálfsögðum hlut; hljómlist- in fékk að streyma óháð mennskum breyskleika. Það er sönn iist; upplif- un, sem er í frásögu færandi. Hversvegna er þessum manni ekki hærra hossað? Hér fer efni sem á heima á hljómplötum, í keppnum, í útvarpi. Það lá við, að maður freist- aðist til að velja fyrirsögnina Týndi gítarístinn. Eða þekkjum vér, eina ferðina enn, ekki vorn vitjunartíma? Ríkarður Ö. Pálsson LISTIR Hæstu hæðir TONLIST Akurcyrarkirkja MONTEVERDI Flytjendur: Rannveig Sif Sig- urðardóttir, sópran, Veronika Winter, sópran, Sybille Kamphues, alt, Ian Partridge, tenór, Hans Jörg Mammel, tenór, Einar Claus- en, tenór, Sigurður Bragason, baritón, Bjarni Thor Kristinsson, bassi, Hljómeyki, Arie musicali, cornetti con crema og Bachsveitin í Skálholti. Stjórnandi Gunnsteinn Olafsson. Laugardaginn 2. sept- ember 1995. CLAUDIO Monteverdi (1567 - 1643) færði Páli páfa fimmta Maríuvesper að gjöf árið 1610. Hann hafði gegnt stöðu tónlistar- stjóra hertogans af Mantúa í átta ár þar sem hann hafði m.a. samið Orfeó; fyrsta dramatíska meistara- verk tónlistarsögunnar. Eitthvað var samkomulag Monteverdis við yfirvöld í Mantúa orðið stirt og má vera að hann hafi verið að koma sér í mjúkinn hjá páfa með stöðu tónlistarstjóra í huga. Hon- um til happs gekk það ekki eftir, því árið 1613 fékk hann tónlistar- stjórastöðu við Markúsarkirkjuna í Feneyjum þar sem hann hafði mun frjálsari hendur og betri að- stöðu en staða við Péturskirkjuna í Róm hefði gefíð honum. Maríuvesper Monteverdis bygg- ist annars vegar á hefðbundnum texta kaþólsku kirkjunnar við aft- ansöng heilagrar Maríu; fimm Davíðssálmum - sem öllum lýkur með lofsöng til heilagrar þrenning- ar (Gloriu) - lofsöng til Maríu og lofsöng Maríu (Magnifícat). Hins vegar er byggt á sjálfvöldum texta tónskáldsins úr heilagri ritningu. I tónlist Monteverdis komu fram öll bestu einkenni hans sem tón- skálds; fjölbreytni í formi, and- stæður í stíl sem og samsetningu söngvara og hljóðfæra. Sterkasta einkenni hans er hugmyndaauðgi í meðhöndlun texta sem birtist oft í skyndilegum breytingum í tilfinn- ingu, hraða og lit. Eftirminnileg- ustu kaflarnir voru Laudate pueri (113. Davíðssálmur), sem er frá- bær tónsmíð og Pulchra es þar sem textinn er tekinn úr Ljóðaijóðun- um. Skemmtilegt var líka að fylgj- ast með Gloríunni sem sungin er alls sex sinnum og aldrei á sama hátt. Flutningur var með miklum ágætum og náði þegar best lét hæstu hæðum. Stærstu hlutverkin voru sungin af sópransöngkonun- um Rannveigu Sif Sigurðardóttur og Veroniku Winter og tenórunum Ian Partridge og Hans Jörg Mam- mel. Þau stóðu öll undir vænting- um og vel það. Rannveig söng eink- ar fallega einsöngsstrófur sína og dúettar hennar og Winter voru listilega útfærðir, sérstaklega fóru þau á kostum í Pulchra es. Ian Partridge og Hans Jörg Mammel mynduðu á sama hátt skemmtilegt tvíeyki, dúett þeirra í lok Laudate pueri hreint frábær, það sama má segja um einsöng þeirra, sérstak- lega söng Partridge í Nigra sum, en textinn þar er einnig tekinn úr Ljóðaljóðunum. Önnur einsöngs- hlutverk voru vel skipuð þó minna færi fyrir þeim, Sybille Kamphues söng vel í Laudate pueri og Magn- ificat, það sama má segja um Sig- urð Bragason og Bjarna Thor Kristinsson, sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni, og Ein- ar Clausen myndaði fallegt tríó með Partridge og Mammel í Duo Seraphim. Kórinn náði sér oft ágætlega á strik, sérstaklega var upphafið á Laudate pueri og Et misericordia úr Magnifícat fallega sungið. Snerpa og kraftur voru oftast til staðar þegar á þurfti að halda en svo voru líka augnablik þar sem vantaði sannfæringarkraftinn. Hljóðfæraleikur var í höndum und- irleikssveitarinnar Arie musicale, blásarasveitarinnar Cornetti con crema og Bachsveitarinnar í Skál- holti, tvær fyrrnefndu sveitirnar voru sérstaklega fengnar til lands- ins af þessu tilefni. í hlutverk fylgi- radda hafa valist tvær erkilútur (chitarrone) og orgel, og í heild var hljóðfæraleikur hinn ágætasti. Stjórnandinn Gunnsteinn Ólafs- son á lof skilið, ekki aðeins stjórn- aði hann flutningnum af látleysi og öryggi heldur á hann allan heið- urinn af framkvæmdinni og skipu- lagningunni. Öll umgjörð tónleik- anna var til fyrirmyndar sem og efnisskráin sem var vönduð og falleg. Tónlistarfélagi Akureyrar og Listasumri ber að þakka fyrir að gera Akureyringum kleift að njóta þessa listviðburðar enda var augljóst á aðsókn og viðtölum að áhugi er á tónleikum sem þessum á Akureyri. Frumflutningur Maríuvesper á Islandi er tónlistarviðburður sem tónlistarunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hróðmar I. Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.