Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 33 Loksins, loksins Tryggingastofnun ríkisins gerir samninga við fleiri tannsmíða- meistara um tannsmíði TANNSMIÐUM er heimilt að smíða gervi- tennur fyrir viðskipta- vini sína án milligöngu tannlækna. Ágreining- ur hefur verið um þetta atriði, milli tannsmiða og tannlækna. Héraðsdómur hefur kveðið upp dóm í mál- inu. Samkeppnisráð tel- ur tannsmiði hafa kom- ist í þessa stöðu á full- komlega lögmætan hátt. Þróun mála íris Bryndís Guðnadóttir Tryggingastofnun ríkisins gerði samning í ágúst 1992 við einn ákveðinn tann- smið um endurgreiðslu á smíði gervi- góma fyrir sjúkratryggða elli- og örorkulífeyrisþega og þá sem eru slysatryggðir samkv. lögum um al- Tannsmíðameistarar fagna því að fá tæki- færi til að starfa sjálf- * ____________________ stætt, segir Iris Bryn- dís Guðnadóttir, án milligöngu tannlækna. mannatryggingar. Tannlæknar hafa . eingöngu haft slíkan samning fram að því. Tannlæknafélag íslands taldi að tannlæknar hefðu einkarétt á slíkum samningi. Það setti lögbann á vinnu tannsmiðsins í munnholi viðskipta- vinarins og krafðist ógildingar á samningnum. Tannlæknafélagið höfðaði mál í Héraðsdómi Reykjavík- ur því til staðfestingar. Héraðsdómari féllst á sjónarmið Tannlæknafélagsins að vinna tann- smiðsins, að taka mát í munni við- skiptavinar, væri tannsmiðnum óheimil en samningurinn væri gildur að öðru leyti. Málinu var áfrýjað. Hæstiréttúr felldi úr gildi lögbann það sem sett hafði verið við störfum tannsmiðsins í munnholi viðskipta- vinarins en í þeim dómi er ekki efnis- dómur á því hvort tannsmiðum sé heimilt, lögum samkvæmt, að vinna hin umdeildu störf. 20. desember sl. var efnislega tek- ið á þessu ágreiningsefni í Héraðs- dómi Reykjavíkur, hvort tannsmiðum sé heimilt að vinna tannsmíðavinnu í munnholi viðskiptavina sinna* án milligöngu tannlækna. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að tann- smiðum væri heimilt að vinna þessi störf. Tanniæknafélagið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar, þar hefur málið ekki verið tekið fyrir enn. Þar til nú, hefur Tryggingastofnun ríkisins hafnað því að gera samninga við aðra tannsmiði, á þeim forsendum að ekki sé tímabært að fjalla efnis- 385 Nr. VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4543 3700 0014 2334 A«nr*ia«lufólk. vlnmmlegait takiA olangrolnd kort ur umforB og ■endiaVISA lalandl ■undurklippl. VERÐ LAJIM KR. 5000,- fyrlr mO klófasta kort og vimm á vágot | VaktþJAnuota VISA or opin allan I ■ólarhrlnpinn. ÞnngaB bor a6 | itflkynna um gltttufi og stolin kort I SlMI: 607 1700 VMIim'M 1-109 Reykjswik lega um beiðni þeirra, þar til endanlegur dóm- ur sé fallinn { Hæsta- rétti. Samkeppnisráð telur að þessar ákvarð- anir stríði gegn mark- miðum samkeppnis- laga. Samningar Innan Tannsmíðafé- lags íslands er ákveðinn hópur tannsmiða sem hefur sérhæft sig í smlði gervigóma. Vegna þeirrar laga- óvissu sem ríkt hefur um verkaskiptingu milli tannlækna og tann- smiða, hafa tannsmiðir ekki getað starfað milliliðalaust. Margir okkar eldri tannsmiða sem voru sérhæfðir í gervigómasmíði hafa hrökklast frá störfum. Þeir tannsmiðir sem unnið hafa við gervigómasmíði erlendis hafa ekki treyst sér til að hefja störf hélendis án milliligöngu tannlækna, vegna lagaóvissu. Héraðsdómurinn frá 20. desember sl. skapar því alveg nýtt viðhorf hjá tannsmiðum sem sérhæfa sig í smíði gervigóma beint til viðskiptavina. Samkeppnisráð leggur áherslu á að tannsmiðir hafi komist í þessa stöðu á fullkomlega lögmætan hátt. Sú stjómvaldsákvörðun að fresta því, að taka afstöðu til þess hvort tannsmiðir fái samning við Trygg- ingastofnun ríkisins, stríðir gegn markmiðum samkeppnislaga. Ákvörðunin kann einnig að fara í bága við lögmætisreglu stjórnsýslu- réttarins, að áliti Samkeppnisráðs. Tryggingastofnun ríkisins hefur því gengið til samninga við tann- smíðameistara sem hafa reynslu og þekkingu á smíði gervigóma beint til viðskiptavina. Aukin sérhæfing, ódýrari tennur í nútíma þjóðfélagi þar sem menntun og sérhæfíng er alltaf að aukast, vilja tannsmiðir vera það vel menntaðir að þeir taki ábyrgð á smíði gervigóma án milligöngu tann- lækna. Það má því búast við að þróunin verði hér eins og þar sem „klínísk tannsmíði" er stunduð erlendis, svo sem í Danmörku, Finnlandi, sumum ríkjum Bandaríkjanna og Kanada. Viðskiptavinurinn kemst í beint samband við framleiðanda tannanna, „tannsmiðinn", og vinnubrögðin verða markviss við að uppfylla kröf- ur um útlit og þægindi viðskiptavin- arins. Það er einnig ljóst að sérhæfing tannsmiða mun aukast í beinu fram- haldi af nýjum skilningi laganna. Einn hluti tannsmiða hefur sín við- skipti frá tannlæknum og sinnir framleiðslu á krónum, brúm, stál- pörtum og tannréttingarplötum. Hinn hluti tannsmiða smíðar gervigóma og hefur sín viðskipti að mestu frá fólki sem er tannlaust eða tannfátt og sérhæfir sig í að sinna þörfum og kröfum þess. Þeir sem þess óska geta að sjálfsögðu farið til tannlæknis og fengið gervigóma sína í gegnum tannlækni sem fær gervigómana smíðaða hjá tannsmið. Tannsmíðameistarar fagnað því að fá nú loksins tækifæri til að sér- hæfa sig og starfa sjálfstætt að iðn sinni án milligöngu tannlækna. Við- skiptavinurinn sér hag sinn í því að hafa beinan aðgang að tannsmiðnum og geta fengið gervitennur á u.þ.b. 30% lægra verði en áður. y Ávinningur Tryggingastofnunar ríkisins er að þetta sparar fé skatt- borgaranna. Höfundur er tjinnsmíðanwistari, í skólanefnd Tannsmíðaskólans og formaður Tannsmiðafélags Is- lands. BALLET KLASSISKUR BALLET Kennslahefst 13. septemoer. Námskeið fyrir byrjendur (yngst 4ra ára) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 557-2154 frá kl. 11-19 Skírteini verða afhent laugardaginn 9. september á eftirtöldum tímum: Forskóli 4-6 ára kl. 12-14 - 7 ára og eldri kl. 14 -16. Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING, RUSSIAN METHOD. Félag íslenskra listdansara. 6RLLET5KÓLISIGRÍ0RR RRITIfinn SKULAGOTU 32-34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.