Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FRÁ sýningu Listdansskólans í apríl síðastliðnum, Jædig' og Thilo Nýtt skólaár Listdans- skólans LISTDANSSKÓLI íslands er nú að hefja vetrarstarf sitt og hefst kennsla á morgun, miðvikudag. Skólinn verður starfræktur með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hlutverk skólans er að þjálfa og þroska hæfileika nemenda í listdansi, auka skilning og örva áhuga á listgreininni. Aðalnáms- greinar eru klassískur listdans, nútímalistdans, spuni, karakter- dans, jassdans o.fl. Lágmarksald- ur nemenda er 9 ár. Á síðastliðnum vetri tóku nem- endur skólans þátt í hátíðarsýn- ingu sem flutt var í Þjóðleikhús- inu. I þeirri sýningu kom fram skærasta ballettsljarna Svía, Ann- eli Alhanko ásamt Veit Carlsson. Þá var haldin árleg sýning skólans í Borgarleikhúsinu og elstu nem- endur skólans tóku þátt í norrænu listdansskólamóti sem fram fór í húsnæði skólans, að Engjateig 2. Þess má geta að nokkrir nem- endur skólans hafa nýlega staðist inntökupróf Ballettháskólans í Osló og munu hefja þar nám i haust. Fyrir tveimur árum siðan var Listdansflokkur æskunnar stofnað- ur undir sljórn eins kennara skól- ans, Davids Greenall listdansara. Kennarar í vetur verða Ingi- björg Bjömsdóttir, sem jafnframt er skólastjóri, Margrét Gísladótt- ir, Lauren Hauser, Nanna Ólafs- dóttir, Birgitte Heide, David Gre- enall og fleiri. JAZZ Tónleikar RúRek ’95 Bent Jædig og Jesper Thilo tenór- saxófónar, Eyþór Gunnarsson píanó, Tómas R. Einarsson kontrabassi, Einar Valur Scheving trommur. Stórsveit Reykjavíkur. Hljómsveit Kristjáns Guðmundsson- ar: Kristján Guðmundsson píanó, Sigurður Jónsson tenórsaxófón, Dan Cassidy fiðla, Einar Sigurðsson kontrabassi, Jón Borgar Loftsson trommur. Gestur: Rúnar Georgsson tenórsaxófón. Sunnudagur 3. sept- ember 1995. DÖNSKU tenórsaxófónleikaramir Bent Jædig og Jesper Thilo blésu fyrstu tónana á fimmtu RúRek djass- hátíðinni sem sett var í Ráðhúsi Reykjavikur á sunnudag. Það var við hæfi að þeir hæfu leikinn á Just Friends því ágætt vináttusamband hefur tekist milli danskra og ís- lenskra djassleikara. Jædig er bíboppari af gamla skólanum en Thilo sækir sumt til Ben Websters, einkum tóninn en síður öndunina. Þeir félagar voru svo aftur síðar um kvöldið í Leikhúskjallaranum. Þá heyrðust ekki síður Webster áhrif í leik Jædigs í ballöðunni When Sunny gets Blue sem var í hægu tempói. Thilo er ljóðrænni en líka kraftmeiri blásari en Jædig. Kannski eru flestir danskir tenórsaxistar óhjákvæmilega meira eða minna litaðir af Webster sem bjó í Danmörku í mörg ár og lyfti mjög undir djasslífið þar. Það er svo skrítið með djasstónlist að spilamennskan getur verið því sem næst óaðfínnanleg, eins og hún var mestanpartinn í Leikhúskjallaranum, en samt ekki hreyft við manni. Allt var slétt og fellt og fínir sprettir inn á milli en það vantaði einhveija óbeislaða ævintýraþrá í dæmið. Four, Doxy og Anthropology - alit var þetta vel spilað effir bókinni en nýj- um flötum var ekki velt upp. Oft hefur Eyþór verið upplagðari. Það birti yfir í Blues up and Down en botninn datt eiginlega úr því eftir bassasólóið hjá Tómasi, sem var ekki í sama styrkleikaflokki sem sólóisti og hinir þetta kvöld. Stórsveit Reykjavíkur lék við setninguna í Ráðhúsinu og ef marka má frammistöðu hennar þar er sveit- in í góðu formi og svingar vel. Sér- staklega er ánægjulegt hve kraft- mikil og hnitmiðuð trompetdeildin er orðin. Bráðum kemur út diskur á vegum Jazzís með þessari ágætu sveit. Kristján Guðmundsson og félagar voru að leika Stolen Moments án mikilla átaka á Fógetanum. Það skemmtilega við RúRek er að ýmsir nafntogaðir spilarar eiga það til að troða óvænt upp þar sem þeir eiga ekki að vera. Það gerðist á Fógetan- um þegar Rúnar Georgsson bættist skyndilega í hópinn og blés Sweet Georgia Brown og var alltaf rétt aðeins á undan bítinu. Það varð sjóð- heitt í kolunum og þarna fékk undir- ritaður í fyrsta sinn gæsahúð þetta kvöld. Hafi Rúnar þökk fyrir. Guðjón Guðmundsson Að vera... TONLIST Listasafn Sigurjóns TVÍLEIKUR Margrét Kristjánsdóttir fiðlu- leikari og Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari. Þriðjudagur 29. ágúst 1995. VIRT söngkona, sem jafnframt var listamaður, sagðist ekki þola ákveðinn söngmáta, því hann væri „sex-less“. Þetta var nokkuð harð- orð yfiriýsing og engin nöfn voga ég mér að nefna í þessu sam- hengi, en víst hafði þessi söngkona hitt naglann á höfuðið, því hvað væri list án þess títt nefnda sex annað en bragðlaus vagúm-pakkaður verk- smiðjumatur og gæti, í versta tilfelli, orðið menningarleg plága. Margrét Kristjáns- dóttir er góður fiðlu- leikari, virðist tækni- lega mjög örugg, hún á til fallegan tón, er öryggið uppmálað, á spil hennar fellur tæp- ast nokkur hrukka. I Beethoven-sónötunni þurfa fyrstu taktarnir að grípa áheyrandann og halda honum síðan fangnum út alla sónötuna, ef það ekki tekst er erfitt að ná athyglinni til baka. Tókst það? Þótt fiðlan hljómaði oft fallega átti ég erfitt með að finna tilgang eða stefnu í spilinu. Allt þarf að hafa tilgang, hver lítil inn- koma er ekkert aukaatriði, nei, hún hefur alltaf tilgang sem flytjandinn verður að uppgötva og flytja síðan áheyrandanum af sannfæringu. Tempo di Minuetto ma molto mod- erato er ekki aðeins fögur tónsmíð leikin með fallegum tón, hún er einnig e grazioso og margt fleira. Allegroið er ekki bara allegro, það er einnig vivace og þetta vivace næst ekki með að spila þáttinn í ógnar hraða, hefur raunar ekkert með hraða að gera. Rómönsumar þrjár eftir Clöru Schumann gefa fiðlunni tækifæri á að njóta sín í fallegum tóni og nokkrum tilfinn- ingahita og víst sýndi Margrét oft fallegan tón, en fram yfir það gerð- ist því miður ekki mikið. í geysifal- legri Sónötu Janaceks komst Margrét næst því sem ég saknaði í verkunum á undan. Það er vandi að koma inn eftir kannske langan einleik píanistans, að brúa þetta bil, að innkoma fiðlunnar verði ekki eins og út í hött er aðals- merki einleikarans, tókst þetta fyllilega? Annar kaflinn, Ballaðan, naut sín í fallegum söng fíðlunnar. Að vera einleikari er háð mörgum þáttum. Tutti-spilari í sinfóníu- hljómsveit getur verið jafn ná- kvæmur og teknískur og besti ein- leikari, en hefur þrátt fyrir það ekki einleikarann í sér og hvers vegna ætti hann þá að vera að sækjast eftir honum, ekki er ómerkilegra að láta sér nægja að vera góður hljómsveitarspilari og kannske þroskavænlegra. Einn galli þykir mér um of fylgja ungum hljóðfæraleikurum í dag. Þeir spila orðið heilu tónleikana út með nót- umar fyrir framan sig. Fyrir utan að hefta mjög eigið tjáningarfrelsi þá vekur það upp spurningar eins og, getur viðkomandi ekki lært utanað, þorir hann ekki að spila utanað eða æfir hann eins lítið og hann kemst af með til þess að komast í gegn um verkefnin? Að leika utanað er vitanlega áhætta, en það er sú áhætta sem einleikari verður að taka á sig og sýnir getu hans eða vanmátt. Ef þetta væri heimtað af einleikaranum, eins og áður var, mundu sauðirnir fljótt greinast í sundur og skilin milli meðalmennskunnar og hinna verða skýr og þeir greinast frá sem komnir eru til að vera. Nína Margrét hefur sýnt að hún er mjög góður meðleikari á píanóið og það sannaði hún enn í kvöld. Með stóran flygil í litlum sal þarf hún að passa að ofnota ekki hægri pedalann. Ragnar Björnsson MARGRÉT Kristjánsdóttir og Nina Margrét Grímsdóttir. mmtam Ilitrikur TONLISTARVETURl MEÐ ÁHERSLU Á VÍNARKLASSÍK Sh m: k Gult kort í gulri áskriftarröð eru 6 tónleikar þar sem megináherslan er lögð á stærri hljómsveitarverk og xslenska einleikara. Flutt verða m.a. verk eftir Beethoven, Bartók, Þorkel Sigurbjörnsson og Shostakovitsj. ♦ — Grænt kort ■■■■■—-Wi «-— I grænni áskriftarröð eru fernir tónleikar með fjölbreyttri efnisskrá sem ætti að höfða til breiðs hlustendahóps. í þessari röð eru m.a. Vínartónleikar og konsertuppfærsla á óperunni OTELLO. ♦ • Rautt kort I rauðri áskriftarröð eru 6 tónleikar. I þessari röð er megináherslan lögð á einleikara og einsöngvara sem hafa unnið sér alþjóðlega hylli. Meðal annars verða fluttir píanókonsertar eftir Mozart, Beethoven, Schumann og Grieg. Blátt kort í blárri tónleikaröð eru tvennir tónleikar þar sem leikin verður trúarleg tónlist og önnur tónlist sem fellur vel að flutningi í kirkjum. Hér má m.a. fmna Sálumessu Brahms. Áskrifendur fá allt að 25% afslátt af miðaverði sem jafngildir þvíaðfáfjórðu hverja tónleika frítt. Upphafstónleikar verða í Háskólabíói 14., 15. og 16. september. Einleikarar eru Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Einar Kr. Einarsson. Hljómsveitarstjóri, Enrique Bátiz. S a l a áskriftarskírteina e r h a f i n . vertutimanlega ' SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS '$} OG FÁÐU GOTT SÆTI í VETUR. Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 Fyrirlestur um Tívolí í KVÖLD kl. 20 mun Ida Haugsted fornleifafræðingur halda fyrirlestur með litskyggnu í Norræna húsinu um skemmtigarðinn Tívoli í Kaup- mannahöfn. Fyrirlesturinn ber yfir- skriftina „Arkitektens H.C. Still- ings Tivoli i Kobenhavn" og mun hún flytja hann á dönsku. Tívolí var reist samkvæmt skipu- lagi H.C. Stilling árið 1943 sem skemmtigarður. Athafnamaðurinn Georg Carstensen lagði fram fjár- magnið, sem hann útvegaði með því að stofna hlutafélag um hug- myndina. í fyrirlestrinum mun Haugsted m.a. fjalla um elstu skála garðsins og upprunalega skipulagið sem hannað var af skrúðgarðyrkju- manninum Frisinelle. Ida Haugsted (f. 1940) er klass- ískur fornleifafræðingur og hefur unnið við rannsóknir, kennslu og ritstörf. Hún hefur fengist við rann- sóknir, bæði á sviði fornleifafræði og menningarsögu. Ida Haugsted vann í nokkur ár að bók um Tívolí í Kaupmannahöfn og árið 1993 kom bókin út „Tryllehaven Tivoli. Arki- tekten H.C. Stilling og den ældste have“. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.