Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 43
UM helgina eru bókfærð 617 tilvik.
Tilkynnt innbrot eru 21 talsins.
Langmest var um innbrot í bifreiðir.
Þjófarnir virðast sækjast eftir geisla-
diskum, -spilurum og lauslegum
verðmætum. Þjófnaðir voru 12, eign-
arspjöll 24 og 3 bílþjófnaðir. Lög-
reglumenn þurftu 90 sinnum að hafa
afskipti af ölvuðu fólki er ekki kunni
fótum sínum forráð og 38 sinnum
þurftu þeir að bregðast við kvörtun-
um vegna ölvaðs fólks er ekki kunni
að taka tillit til svefnþarfa annarra.
Alls þurfti að vista 48 einstaklinga
í fangageymslunum um helgina
vegna ýmissa mála.
Ellefu ökumenn, sem stöðvaðir
voru í akstri, eru grunaðir um ölv-
unarakstur. Einn að auki er grunað-
ur um að hafa verið undir áhrifum
Ilyfla. Tæplega 60 ökumenn voru
kærðir fyrir að aka of hratt á götum
borgar og bæja. Umferðaróhöpp eru
j skráð 52 talsins. Lítið var um meiðsli
* á fólki.
Var með hníf en ekki
haglabyssu
Á laugardagsmorgun var ekið á
fótgangandi vegfaranda á Laugavegi
og síðan á brott af vettvangi. Hinn
slasaði var fluttur með höfuðmeiðsli
, á slysadeild þar sem 13 spor voru
saumuð í andlit hans. Bifreiðin
fannst mannlaus skömmu siðar við
| Sundlaugarnar í Laugardal.
• Aðfaranótt mánudags var tilkynnt
um mann með afsagaða haglabyssu
á tilteknum stað. Lögreglumönnum,
sem jafnframt eru hluti af sérsveit
lögreglunnar, tókst fljótlega að yfir-
buga manninn. Þá kom í ljós að það
sem sagt að hefði verið byssa var
hnífur. Maðurinn var vistaður í
fangageymslunum, en hann hefur
alloft komið við sögu mála hjá lög-
reglu.
| 90 færðir í unglingaathvarf
Mikill mannfjöldi var í miðborginni
aðfaranætur laugardags og sunnu-
dags enda veður með eindæmum
gott. Margt var undir áhrifum en
lögreglan þurfti ekki að hafa teljandi
afskipti af því sökum þess. Aftur á
móti þurfti hún að hafa afskipti af
110 unglingum í miðborginni og
| næsta nágrenni. Af þeim voru 73
á færðir í unglingaathvarfið og 12
aðrir á miðborgarstöð lögreglunnar.
I Aðfaranótt sunnudags voru afskipti
höfð af 50-70 unglingum. Af þeim
voru 17 færðir í unglingaathvarfið
þangað sem þeir voru sóttir af for-
eldrum sínum. Lögreglumenn helltu
niður áfengi hjá fjölmörgum eldri
ungiingum og ungmennum undir tví-
tugu.
Flutningur fólks með leigubifreið-
á um úr miðborginni gekk greiðlega
fyrir sig, en vegna mikils fjölda eftir
s að skemmtistöðunum var lokað
^ myndaðist löng röð fólks við biðstöð
þeirra í Lækjargötu. Aðfaranótt
sunnudags brast þolinmæði ölvaðrar
stúlku svo hún sparkaði í eina leigu-
bifreiðina. Til að komast undan af-
skiptum lögreglu í framhaldi af mál-
inu stökk stúlkan í Tjörnina, en var
dregin þaðan upp og færð í fanga-
geymslu.
| í athvarfinu bar mikið á ungling-
i
i __________________________________
VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN _ 02.09.1995 |
@(34) 4)^jf
VINNINGAB FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 al 5 2 11.273.190
2-imÍ 145.560
3. 4af 5 402 6.870
4. 3al5 13.441 470
Heildarvlnningsupphæö: 33.226.550
M i
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
um, sem höfðu drukkið áfengi ótæpi-
lega. Starfsfólk útideildar og ÍTR
reyndi að aðstoða þá eftir bestu getu.
Þangað var m.a. komið með hóp
stúlkna. Við athugun kom í ljós að
þær höfðu fengið leyfi til að sofa
heima hjá einni þeirra, en brugðið
sér niður í miðborgina í heimildar-
leysi.
Útivistartími þeirra sem eru yngri
en 16 ára er til kl. 22.00. Nauðsyn-
legt er að yngri unglingar og foreldr-
ar virði reglurnar svo draga megi
úr líkum á að eitthvað það fari úr-
skeiðis, sem ekki verður aftur tekið.
Hitt er svo annað mál að fólk undir
tvítugu á ekkert erindi í miðborgina
eftir miðnætti um helgar, allra síst
það sem er undir áhrifum áfengis.
Persónuskilríkja krafist
Þeir unglingar, sem hafa náð þeim
aldri að mega vera úti án takmark-
ana, þurfa að bera á sér persónuskil-
ríki með mynd. Hver sá sem spurður
er af lögreglumönnum ber að fram-
vísa slíkum skilríkjum. Með því er
auðveldara að leysa mál, sem athug-
unar þurfa við, og þannig má draga
verulega úr óþægindum ef grun-
semdir vakna um að viðkomandi sé
yngri en hann er í raun og veru.
Lögreglumenn um land allt hafa
verið við skólana. Þeir hafa þurft að
ræða við einhveija vegfarendur og
minna þá á að fara varlega. Flestir
hafa tekið tilmælum þeirra vel enda
um sameiginlega hagsmuni að ræða.
Ökumenn eru hvattir til að sýna
aðgát við skóiana, bæði næstu daga
sem og endranær.
Lögreglumenn vöktu óskipta at-
hygli yngstu vegfarendanna þegar
þeir tóku þátt í uppákomum á Lauga-
vegi og í Fjölskyldugarðinum í Laug-
ardal á laugardag. Auk þátttöku í
söng dreifðu lögreglumennirnir
ábendingarmiðum til barnanna um
að fara varlega í umferðinni, end-
urskinsmerkjum og blöðrum.
Þyngri umferð á annatímum
Ökumenn hafa fundið fyrir breyt-
ingum á umferðinni í borginni undan-
farna daga. Á þessum árstíma þyng-
ist umferðin til mikilla muna, sér-
staklega á morgnana og síðdegis.
Stundarfjórðungi fyrir klukkan átta,
níu, fimm og sex myndast röð bíla
við fjölförnustu gatnamótin og tafir
verða á meginumferðaræðunum.
Þetta gerist þegar skólarnir hefja
störf á ný sem og flestir launþegar
eftir sumarfrí. Til að draga úr óþæg-
indum vegna þessa geta ökumenn
t.d. lagt af stað að heiman nokkru
fyrr en þeir eru vanir á morgnana
og hugað að öðrum leiðum en þeir
eru vanir síðdegis. Öllu máli skiptir
þó að gleyma ekki að sýna þolin-
mæði því öll erum við jú samferða-
fólk í umferðinni.
I\r. Leikur: Röóin:
l\r. Leikur:______________Röóin:
1. Assyriska - Umeá - X -
2. Brommapojk.- Lulcá 1 - -
3. Forward - Brage - - 2
4. Lira - Vasalund - - 2
5. GIF Sundsvall- Visby 1 - -
6. Elfsborg - Hacken I - -
7. Hássleholm - GAIS - - 2
8. Kalmar FF - Stcnungs. - X -
9. Ljungskilc-Falkenbcrg - - 2
10. Myrcsjö - Landskrona I - -
11. Oddcvold - Skövdc 1
12. Stoke-Oldham - - 2
13. C. Palace - Tranmcrc - X -
Heildarvinningsupphæöin:
75 milljón krónur
13 rcttlr: 948.590 kr.
12 rcttir: 19.140 kr.
11 rcttir: 1.560 kr.
10 rcttir: 400 kr.
FRÉTTIR
Morgnnhrað-
ferðir úr aust-
urbænum
FRÁ og með mánudeginum 4.
september hófu sérstakar morg-
unhraðferðir úr hverfum austan
Elliðaáa aftur göngu sína eftir
sumarhlé. Um er að ræða leið
10, Selás og Árbæjarhverfi, leið
11, Seljahverfi, leið 12, Efra-
Breiðholt og leið 15, Grafarvog-
ur.
Morgunhraðferðirnar ganga
mánudaga til föstudaga og er
brottfarartími frá endastöð í
hverfi kl. 07.35 og 8.35. Vagnarn-
ir hafa viðkomu á öllum biðstöðv-
um innan hverfis en hafa siðan
aðeins viðkomu við Grensás,
Laugardalshöll, Sjónvarpið og
Hlemm. Fara síðan áfram á
Lækjartorg og er miðað við að
þangað sé komið fyrir heila tím-
ann. Morgunhraðferðirnar eru
því heldur fljótari í förum en
reglulegar ferðir vagna á þessum
leiðum.
■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp sem hefst fimmtudag-
inn 7. september. Kennt verður frá
kl. 19-23. Kennsludagar verða 7.,
11. og 12. september. Námskeiðið
telst vera 16 kennslustundir og verð-
ur haldið í Ármúla 94, 3. hæð. Þátt-
taka er heimil öllum 15 ára og eldri.
Meðal þess sem kennt verður á nám-
skeiðinu er blástursmeðferðin, end-
urlífgun með hjartahnoði, hjálp við
bruna og blæðandi sárum. Einnig
verður fjallað um helstu heimaslys,
þ.m.t. slys á börnum og forvarnir
almennt. Að námskeiðinu loknu fá
nemendur skírteini sem hægt er að
fá metið í ýmsum skólum.
■ FYRIRBÆNAÞJÓNUSTA
hefur undanfarin ár verið liður í
safnaðstarfi Seljakirkju. Þeirri
þjónustu er sinnt í guðsþjónustu
sunnudagsins en jafnframt er sú
þjónusta einnig veitt í sérstökum
fyrirbænaguðsþjónustum. Þær
guðsþjónustur eru á miðvikudögum
kl. 18 og er sú fyrsta eftir sumar-
leyfi nk. miðvikudag, 6. september.
Á fyrirbænaguðsþjónusturnar eru
allir velkomnir til þátttöku. Þær eru
byggðar upp í kringum bænargjörð
og kyrrð. Tilangurinn er að fólk
geti komið til kirkjunnar til að biðja
með öðrum og leggja í Guðs hendur
það sem á hvílir. Við fyrirbæna-
stundirnar eru nefnd nöfn þeirra
sem óskað er fyrirbænar fyrir. Með
prestum safnaðarins starfar hópur
leikmanna að þessum stundum.
Hægt er að koma á framfæri bæn-
arefnum við skrifstofu Seljakirkju.
■ MÁLÞING á vegum Félags tal-
kennara og talmeinafræðinga
verður haldið föstudaginn 8. sept-
ember nk. kl. 13-17 í Breiðholts-
skóla við Arnarbakka 1-3 í
Reykjavík. Megintilgangur með
málþinginu er að vekja athygli á
og fá umræður um núverandi þjón-
ustu auk þess sem leitást verður
við að horfa fram á veg, m.a. með
hliðsjón af nýjum lögum sem kveða
á um flutning grunnskóla til sveit-
arfélaga. Vonast er til að á málþing-
inu fáist svör við ýmsum spurning-
um sem eru áleitnar á þessum tíma-
mótum. Málþingið er hugsað sem
góður vettvangur fyrir sveitar-
stjórnarmenn og skólafólk til að
fræðast um og ræða þessi mál með
tilliti til mótunar þjónustunnar í
náinni framtíð. Öllum er heimil
þátttaka. Skráning fer fram hjá
Kennarasambandi íslands. Þátt-
tökugjald er 800 kr.
■ DR. LOGI Gunnarsson flytur
fyrirlestur í Odda, stofu 101, kl.
20.00 fimmtudaginn 7. september á
vegum Siðfræðistofnunar Háskóia
Islands. Nefnist hann Merking og
tóm. í fyrirlestrinum fjallar Logi um
líf sem er lifað án þess að fella nokkra
gildisdóma, um möguleika slíks lífs
og merkingu. í þessu sambandi verða
til sérstakrar umfjöllunar hugmyndir
samtímaheimspekingsins Charles
Taylors. Logi Gunnarsson lauk BA-
prófi í heimspeki frá Háskóla íslands
árið 1986. Hann lauk doktorsprófi
frá Háskólanum í Pittsburgh 1. sept-
ember 1995. Doktorsritgerð hans ér
á sviði siðfræði.
L I
N M I M I R
A nnáBfeRfg
b^^h</er"?Mi,askóm"
gjgBNSK*
Mímirbýður
/ 1fransKA
MISMUNANDI NÁMSHRAÐI
Peter Chadwick
pÝSKA
• 5 vikur
• 10 vikur
FÁMENNIR NÁMSHÓPAR
• Byrjendur
• Framhaldshópar
• Talmálshópar
Ann Sigurjónsson
1SPÆNSKA
HAGSTÆTT VERÐ !!!
• Fjölskylduafsláttur
• Aðildarfélagsafsláttur
Kennsla hefst 19. september
Innritun þegar hafin
Hilda Torres
Reiner Santuar
MALASKOLINN IVIIIVII R
TömsUmdasAíAnn
sími: 588 2299