Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Móðir okkar,
AGNES SERINE BJÖRNSSON,
Hóli,
Lundarreykjadai,
varð bráðkvödd mánudaginn 28. ágúst síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram.
Steinunn Jóhannesdóttir,
Ólafur Jóhannesson,
Björn Jóhannesson.
t
Ástkær móðir mín,
LÁRA JÓNASDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
Reykjavfk,
lést á öldrunardeild Borgarspítalans
föstudaginn 1. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Ásgeirsson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
ALBERT GUÐBRANDSSON,
Stóragerði 28,
lést 1. september sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Auður G. Albertsdóttir, ísleifur Pétursson,
Þór P. Albertsson,
Árný Albertsdóttir, Gísli Jónasson
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Lyngholti 14E,
Akureyri,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 1. sept.
Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 8. sept. kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á dvalarheimilið Hlið.
Helgi Bernharðsson, Katrín Þorvaldsdóttir,
Dóra Bernharðsdóttir,
Jón Bernharðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar,
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Tjarnargötu 10C,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 6. september
kl. 15.00.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Guðrún Jörundsdóttir,
Stefán Jörundsson.
+
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR MÖLLER,
Skúlagötu 54,
(sfðasttil heimilis
á Droplaugarstöðum),
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 6. september kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á Styrktarfélag vangefinna.
Jón Friðrik Möller,
Carl Möller, Ólöf Kristín Magnúsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
GUÐMANNS KRIST^RGSSONAR,
Tunguseli 7,
Reykjavík.
Guðdfs Sigurðardóttir,
Einar Guðmannsson, Jónína Edda Skúladóttir,
Hrefna Guðmannsdóttir, Helga S. Einarsdóttir,
Jón S. Kristbergsson,
Hrefna Kristbergsdóttir og fjölskylda.
STEINUNN SOFFIA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Steinunn Soffía
Signrðardóttir
var fædd á Akureyri
3. ágúst 1911. Hún
lést í Borgarspítalan-
um 13. ágúst sl. For-
eldrar Soffíu voru
hjónin Sigurður
Bergsson, sjómaður
á Akureyri, og Frey-
gerður Steinsdóttir.
Systur Soffíu voru
Freygerður Sigurð-
ardóttir, f. 7. septem-
ber 1921, d. 11. des-
ember 1983, og Þur-
íður Emilsdóttir
(fóstursystir), f. 19.
október 1907, d. 1. nóvember
1993. Soffía giftist þann 15. októ-
ber 1937 Grími J.
Sigurðssyni frá
Málmey, útvarps- og
sjónvarjisvirkja, f. 5.
apríl 1912, d. 23. júlí
1984. Hann var son-
ur Sigurðar Ás-
grímssonar, stýri-
manns og bónda að
Dæli í Fljótum, og
Jóhönnu Lovísu
Gísladóttur. Dóttir
Soffíu og Gríms er
Fjóla, gift Jósefi Sig-
urðssyni. Barnabörn
Soffíu eru 3, Soffía
Sigrún, Grímur An-
ton og Harpa Lind.
Útför Soffíu fór fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Kveðja frá dóttur
„Móðir" það orð sem himinhljðmur,
hreindjúpt og máttugt sem fossins rómur,
lífsorð sem hlýjar um hjartarætur,
harmþunginni dóttur um vökunætur.
Orð það sem vekur oss bál í barmi,
brennandi ijósþrá og styrk í armi,
glæðir oss ást til hins æðsta og stærsta,
áfram oss hvetur til marksins hæsta.
(R. Beck.)
Elsku mamma mín, hafðu þökk
fyrir allt sem þú gafst mér í gegnum
árin. Minningu mína um þig mun ég
geyma í huga mínum og hjarta og
hafa hana að leiðarljósi í lífinu. Guð
geymi þig.
Þegar ég Ieyst verð þrautum frá,
þegar ég sólfagra landinu á,
lifi og verð mínum lausnara hjá,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Og þegar hann mig elskar svo heitt
indælan stað mér á himni hefir veitt,
svo að hans ásjónu ég augum fæ leitt,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Séra Lárus Halldórsson þýddi.)
Fjóla Grímsdóttir.
Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Vald. Briem.)
Nú er elsku amma okkar búin að
fá hvíldina sem var langþráð og-
kærkomin, nú er hún komin heim á
ljóssins lóð í sæluvistina hjá Guði,
búin að mæta afa og laus við þjáning-
ar og veikindi þessa lífs.
Foreldrar okkar,
ELÍSABET ÞORBJÖRNSDÓTTIR
ÁGÚST SIGURÐUR GUÐJÓNSSON,
Garðabraut 8,
Akranesi,
eru látin.
Dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnbarnabörn.
+
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls
mannsins míns, föður okkar, afa, sonar og bróður,
ODDS DIDRIKSEN.
Þórunn Þórðardóttir,
Katrín Didriksen, Einar Oddsson,
Elín Þórunn Jóhannsdóttir Didriksen,
Anny Ringkjöb,
Grethe-Ann Fauskanger.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar móður okk-
ar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
. ÖNNU S. SIGURÐARDÓTTUR
frá Guðlaugsvík,
Fljótaseli 21,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Eir
og kvenfélagsins Iðunnar í Bæjarhreppi.
Ólöf Helgadóttir,
Ólafía Sigríður Helgadóttir,
Skúli Helgason, Jóna Guðmundsdóttir,
Ragna Unnur Helgadóttir,
Jóhann Gunnar Helgason,
Kristján Helgason, Asa M. Finnsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Aldrei heyrðum við ömmu kvarta
þó að hún væri veik og margar voru
ferðirnar hennar á hjartadeild Borg-
arspítalans. Það er okkur systkinun-
um ógleymanlegt að hafa fengið að
alast upp á sama heimili og amma,
hrein forréttindi, því hún var einstök
kona.
Amma hafði yndi af blómum og
átti stóran og undurfailegan garð.
Það var eins og allt léki í höndum
hennar og var hún sífellt að föndra,
sauma út, pijóna, hekla eða mála.
Handavinnan stytti henni margar
stundirnar, sérstaklega núna síðustu
árin. Amma var mjög söngelsk og
kunni mikið af sálmum og söngvum.
Hún lærði söng á sínum yngri árum
og söng í kórnum. Amma var mikill
bókaunnandi og það voru ófáar sög-
umar sem hún las fyrir okkur systk-
inin og sagði okkur.
Mesta gæfa ömmu í lífinu var að
kynnast afa, Grími J. Sigurðssyni,
útvarps- og sjónvarpsvirkja frá Mál-
mey á Skagafirði. Þau gengu í hjóna-
band 15. október 1937. Þau voru
einkar samhent í öllu og var hjóna-
band þeirra farsælt og hamingjuríkt.
Þau áttu trúna á Jesúm Krist sem
var þeirra leiðarljós í gegn um lífið.
Heimili þeirra var alltaf mannmargt
og gestkvæmt var þar enda voru þau
höfðingjar heim að sækja. Þau
bjuggu á Akureyri til ársins 1970,
en eftir það áttu þau heimili í Kópa-
vogi. Afi lést 1984. Missir ömmu var
mikill og sár og þótti henni verst að
fá ekki að vera samferða afa yfír
móðuna miklu, svo samrýnd voru
þau.
Eftir að afi féll frá fannst ömmu
eins og margir hefðu gleymt henni
og hún sagði oft við okkur, meira í
gamni en í alvöru: „Það er eins og
blessað fólkið haldi að ég hafi verið
jörðuð með afa ykkar“ en öllu gamni
fylgir nokkur alvara. Þess vegna bað
amma okkur um að fá að vera jörðuð
í kyrrþey, hún sagði að hún hefði
enga ánægju af fjölmenni í kringum
sig þegar hún væri öll og nyti þess
ekki.
Á meðan amma lifði var hún alitaf
boðin og búin að hjálpa og liðsinna
öðrum og setti hag annarra ávallt
ofar sínum. Hún var með eindæmum
bóngóð og sannur vinur vina sinna
og yndislega blíð og hjartahlý kona.
Elsku besta amma okkar, við eig-
um erfitt með að sætta okkur við
að þú sért ekki lengur hjá okkur, en
vitneskjan um að nú líði þér vel er
ljós í lífí okkar. Hafðu þökk fyrir
allt sem þú varst okkur, gerðir fyrir
okkur, kenndir okkur um lífíð, tilver-
una og allt hið fallega og góða sem
var þér svo ofarlega í huga. Við
kvejum þig með sárum söknuði. Guð
geymi þig elsku amma okkar.
Við viljum koma á framfæri
hjartanlegu þakklæti til Öldu, Hild-
ar, Möggu og Unu og allra annarra
í dagdvöl Sunnuhlíðar í Kópavogi,
en þar var amma nú síðustu árin,
1-3 daga í viku. Amma átti ekki
nógu sterk orð til að dásama starfs-
fólkið og starfið þar og í Sunnuhlíð
leið ömmu alltaf vel.
Einnig viljum við þakka starfsfólki
á hjarta- og öldrunardeild Borgar-
spítalans fyrir hjálp og umönnun.
Ásgeir Jónsson hjartasérfræðingur
fær sérstakar þakkir fyrir alla hans
miklu hjálp, stuðning og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Soffía Sigrún, Grímur
Anton og Harpa Lind.