Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að skapa sögu nmm mrn :: «.............. .........•N'l'l""' ■ : , ' ' Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURÐUR Árni Signrðsson: Leiðrétting. Blönduð tækni. 1995. Leiðréttingar veruleikans TONLIST 1 ð n ó ÍSLENSK TÓNLIST Snorri Sigfús og Þórhallur Birgissynir flytja tónverk eftir Finn Torfa Stefánsson, Leif Þór- arinsson og Snorra Sigfús. Mið- vikudagurinn 30. ágúst 1995. FYRRUM voru tónskáld yfir- leitt góðir hljóðfæraleikarar og sömdu þá gjaman fyrir sitt hljóð- færi en nú á tímum telst það til undantekninga ef tónskáld er leikinn hljóðfæraleikari. Snorri Sigfús Birgisson er einn þeirra, er hefur handtak á eigin verkum og hefur auk þess verið virkur sem flytjandi nútímatónlistar. Þetta vekur ákveðna tiltrú og í Æfingum fyrir píanó, er Snorri Sigfús samdi 1981, mátti heyra, að verkin voru hugsuð í gegnum píanóið, bæði hvað snertir tón- ferli, hljómskipan og blæbrigði. Snorri Sigfús notar Tarot-spilin, sem fyrirmynd hugmynda að nokkru leyti og oft má ráða í hugsun hans, t.d. í nr. IV, Keisar- inn, er æfíngin löng og rismikil og í nr. VIII, Línudans, er fetað með gætni, þar sem leikið er með staktóna og hljómklasa. Engillinn (nr. XIV) er bæði blíður og jafn- vel ógnandi. Rökhyggjan (nr. XV) er fyrirskipandi og sérkennilegt vonleysi einkennir Ósigur rök- hyggjunnar (nr. XVI). Síðasta æfingin (nr. XXI), Ljósálfur, ber í sér andstæður ljóss og myrkurs og í lokin heyrist smátígt tón- ferli, eins konar ljósálfastef. Allar æfingarnar eru falleg tónlist og þar er fjallað um margt, sem ekki þarf að segja með orðum og leikur Snorra var mjög sannfær- andi. Tvö píanóverk voru frumflutt, fyrst Preludía-Toccata-Fúga, eft- ir Finn Torfa Stefánsson og Preludio-Intermezzo-Finale, eftir Leif Þórarinsson. Verk Finns Torfa er falleg raddflétta og þrátt fyrir nokkum hraðmun á tveimur fyrstu köflunum, voru þeir áþekk- ir í stíl og vantaði að hluta til andstæður í tónferli, sem í báðum köflunum var mjög samofíð, bæði í tónferli og hryn. og má vera að skapa megi sterkari andstæður í flutningi verksins, eins t.d. í fúg- unni en í heild, er píanóverk Finns Torfa mjög falleg tónlist. Verk Leifs er sérlega fallegt og líklega hefði prelúdían mátt vera aðeins skarpari í flutningi. Intermezzóið er hægferðugt, fal- leg hugleiðsla og full af söknuði. Finale-þátturinn er rismikill en endar í ómblíðri sátt. Snorri Sig- fús lék verk Finns Torfa og Leifs mjög vel en líklega má vinna meiri andstæður í tónmál þeirra, eins og oft á sér stað við endur- tekinn flutning. Tónleikun- um lauk með Novelette fyrir fiðlu og píanó, eftir Snorra Sigfús og léku þeir bræður Snorri Sigfús og Þórhallur Birgissynir verkið og fóru mikinn. Verk- ið hefst á eins konar inn- gangi, nokkuð óráðnum, sem aftur er brugðið til í lok þess. Fljótlega rís verkið upp í átaksmikinn tón- bálk og er þetta viðamikið verk, þótt það heiti „smásaga" og var það glæsilega flutt. Ef taka ætti saman það sem gefur Óháðri listahátíð sérstakan lit, varðandi flutning tónlistar, er ekki aðeins, að lögð var áhersla á flutning nútímatónlistar, heldur það, að í öndvegi er skipað ís- lenskum tónverkum og íslenskum flytjendum, sem að því er undir- ritaður veit og hefur haft spurnir af, stóðu fyrir afburðagóðum tón- leikum. Gamla Iðnó, sem á sér merka sögu en hefur nú orðið fyrir ýmsu umróti, sem ekki er lokið, spáir fyrir nýum degi og les í óráðna framtíð, sem ungir lista- menn munu leiða inn í mikil og miskunnarlaus átök við sjálfa sig og samtíð sína og skapa af því stóra sögu. Jón Ásgeirsson MYNPLIST Gallerí Sævars Karls LJÓSMYNDIR OG TEIKNINGAR Sigurður Ami Sigurðsson Opið á verslunartíma til 13. september. Aðgangur ókeypis. ÞEIM fjölmörgu íslendingum sem eru örlagatrúar er sjálfsagt ekki um þá kenningu sem þessi sýning bygg- ir á: - Sagan er röng; orsakir þess má rekja til tilviljanakenndra mis- taka, hugsunarleysis, ístöðuleysis eða slysni. Afleiðingarnar eru sífellt að koma fram allt í kringum okkur í hamingjuleysi, firringu, afskipta- leysi, vonleysi og almennri deyfð andans, ekki síður en í þeim hörm- ungum hungurs, stríðs og áþjánar sem fjölmiðlum er svo annt um að allir fái tækifæri til að lifa sig inn í. Hallgrímur Helgason rithöfundur og myndlistarmaður gerir nokkra grein fyrir þessum mistökum í skemmtilegri grein í inngangi ein- faldrar sýnigarskrár. Þar rekur hann eina slíka mögulega mistakasögu, og bendir réttilega á að með „leið- réttingum" sé í raun verið að vinna á grunni hugmynda, sem komu fram snemma á öldinni hjá Dadaistum og súrrealistum; tilviljun og undarlegar samsetningar séu þeir þættir, sem marka sögu okkar með hvað sterk- ustum hætti. Með þessa forsendu að vopni gengur Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður í að setja fram hugmyndir sínar um hugsanlegar leiðréttingar veruleikans, að sýna hina raunverulegu ímynd hlutanna, sem samtímaheimildir gefa - vegna fyrri mistaka - stundum svo ranga mynd af. Sigurður Árni hefur þegar skapað sér nokkurn sess í íslensku myndlist- arlífi, þó aðeins séu liðin fjögur ár frá því hann hélt sína fyrstu sýningu hér á landi, og flest helstu listasöfn landsins hafa eignast verk eftir hann; auk þess er þau m.a. að finna í söfnum í Frakklandi, þar sem hann stundaði nám um tíma og býr enn hluta ársins. Sigurður Árni er eink- um þekktur fyrir hin annarlegu sjón- arhorn, sem koma fram í verkum hans; skuggar ljóss liggja í allar áttir og náttúran, tré og tjarnir, lúta lögmálum reglustrikunnar. Þannig er myndheimur hans með öllu utan þess raunveruleika, sem við þekkj- um, en þrátt fyrir það er þessi mynd- sýn svo kunnugleg og seiðandi, að undrun vekur. Með nokkrum rétti má því segja, að verk listamannsins séu leiðréttingar á því óskipulagi, sem er er á náttúrunni, og hér sé aðeins um að ræða rökrétt framhald þessa, þegar hann snýr sér að athugunum á mannlífinu og mistökum þess. Þungamiðja sýningarinnar felst í 18 myndum á vesturvegg salarins, þar sem uppistaðan er gamlar ljós- myndir, sem listamaðurinn hefur unnið frekar. Þarna getur að líta sögulegar lýsingar, sem eru háðar sömú annmörkum og allar slíkar lýsingar: Aðeins hluti sögunnar kem- ur fram, hluti sem ef til vill gefur ósanna mynd af þeim raunveruleika, sem blasti við samtímanum. Glaðlegt barnið gat verið í stórhættu; virðuleg brúðhjónin gátu hafa verið þvinguð til rangra ákvarðana af félagslegum kringumstæðum. Þessar huldu hætt- ur umhverfisins, hið dulda sundur- lyndi hjónanna og fleiri leiðréttingar veruleikans koma síðan fram í verk- unum, eins og listamaðurinn gengur frá þeim nú. Önnur verk á sýningunni tengjast þessum myndheimi með óbeinum hætti. „Hekla - augnablikið" er áminning um að að ímynd þessa fyalls byggir mest á því sem undir býr; hvað það er og hvenær það kemur fram er háð tilviljun, mistök- um - aðstæðum sem vísindin geta aldrei sett í áreiðanlegan búning. Fjórar vatnslitateikningar eru hins vegar meira í ætt við málverk Sigurðar Árna, þar sem tilhneigingin er öll til að koma skipulagi á óreiðu náttúrunnar. Að þessu sinni eru við- fangsefnin hins vegar tillögur að enn reglulegri búningi þeirra skipulegu náttúru, sem menn móta fyrir sjálfa sig og golfíþróttina; hér sést vel hversu skemmtilegar öfgar þessi til- hneiging okkar getur leitt af sér. Leiðréttingar veruleikans eru frumlega útfærðar hjá Sigurði Árna, eins og vænta mátti, en enginn skyldi láta sér detta í hug að þær séu endanlegar eða réttar; þær eru aðeins tilraun, sem tíminn einn mun skera úr um hvort á rétt á sér. Sú tilraun felst í því að reyna að læra af reynslunni, en þá tekur yfirleitt okkar eigið veiklyndi við, eins og Hallgrímur bendir á í lokaorðum sín- um í sýningarskránni: „Við reynum „að læra af mistök- um fortíðarinnar". Okkur tekst kannski „að gera ekki sömu mistök- in aftur“ - en við gerum önnur.“ Eiríkur Þorláksson SNORRI Sigfús og Þórhallur Birgissynir. / BALLETT SKOLI {y f/f/f/ S'cÁetlfSlp Skúlatúni 4 Kennsla hefst mánudaginn 18. september. Byrjenda og framhaldshópar frá 4ra ára. Innritun og upplýsingar í síma 553-8360 frá 15-19. Meðlimur í Félagi íslenskra listdansara -------»■■■♦—♦---- Nýjar bækur • ÁRANGURSRÍK námstækni sem bætir árangur í prófum eftir Michéle Brown er í þýðingu Sig- urðarÞórs Salvarssonar. Bókin er um þau atriði sem eru sameigin- leg með öllum námsmönnum óháð aldri, skóla og námsgreinum, en það er að ná betri árangri í nám- inu. Fjallað er um val á réttum námsgreinum, skipulagðar náms- venjur, einbeitingu, hraðlestur, glósutækni, próftækni, prófkvíða, upprifjunartækni, ritgerðarvinnu og heimildarleit svo dæmi séu tek- in. í kynningu segir: „En hvers vegna er góð námstækni mikil- væg? Sem dæmi má nefna að kvíði og streita kemur í veg fyrir ein- beitingu, og hindrar nemendur í að vinna á árangursríkan hátt sem aftur á móti skapar enn meiri kvíða og orsakar vítahring. Kvíða- tilfinningu kannast sennilega flestir nemendur við, ekki síst rétt fyrirpróf. Bókin „Árangursrík náms- tækni“ bendir á fjölmörg beilræði til að útiloka streitu ogkvíða. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.