Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 27 AÐSEIMDAR GREINAR Utvarp og sjónvarp í almenningsþjónustu MIÐVIKUDAGINN 16. ágúst birtist í Morg- unblaðinu grein frá minni hendi undir yfir- skriftinni: „Menningar- hlutverk útvarps og sjónvarps." Eins og nafnið bendir til var grein þessari ætlað að vera vinsamlegt fram- lag til orðræðu um hug- stæð efni. Þungamiðjan var á þá lund, að næsta útbreidd samstaða væri um það, „að útvarp og sjónvarp séu menning- artæki og gegni til- teknu hlutverki að því er tekur til varðveizlu og eflingar þjóðlegrar og alþjóðlegr- ar menningar". Umræðan var al- menn og greip á ýmsum efnum, sem ég leyfði mér að nefna „sjálfsagða hluti“. Þriðjudaginn 29. ágúst ritar Árni Svavarsson grein í sama blað og fer allmörgum orðum um ritsmíð mína. Auðséð er, að umræddur greinar- stúfur hefur orðið Árna til ama. Þetta kemur á óvart. Ég hugðist ekki styggja nokkurn mann. Mér bjó engan veginn í skapi að gera Árna Svavarssyni skráveifu, — fremur en neinum öðrum. Undarlegt má það heita, að til skuli vera maður, sem lætur hugleið- ingarkorn um menningu í útvarpi og sjónvarpi ræna sig rósemi. Vita- skuld var ég svo ónærgætinn að minnast á Ríkisútvarpið sem menn- ingarmiðil: „Ríkisútvarpið hefur bæði lengi og vel sinnt þeim menn- ingarverkefnum, sem hér voru nefnd.“ Þetta sagði ég og það virð- ist hafa farið fyrir brjóstið á Árna. Hitt mun hann hafa hlaupið yfir, sem gat að líta litlu aftar í grein minni: „Með því er ekki sagt, að Ríkisút- varpið sé eini ljósvakamiðillinn, sem fái borið íslenzka menningarbaráttu inn í framtíðina." Ég var sem sé að ræða um menningarhlutverk ljós- vakamiðla almennt og það mun ekki hafa vafizt fyrir neinum velviljuðum lesanda. Ekki veit ég hvernig á því stend- ur, að Árna Svavarssyni er svona mikið í nöp við hugmynd mína um ljósvakamiðla sem menningartæki. „Þetta eilífa tal um menningar- og fræðsluhl_utverk“ veldur því, að það sýður á Árna. Hann virðist vísa því algjörlega á bug, að menning eigi heima í ljósvakamiðli: „Ef myndlist er það sem rætt er um þá fara menn á myndlistarsýningar, ef leiklist er það sem horfa skal á þá fara menn í leikhús." Svo er að sjá sem lista- flutningur og umfjöllun um listir í útvarpi og sjónvarpi séu Árna Sva- varssyni fullkomin andstyggð. Árni er ritari félags eins um ljósvakamál. Vonandi talar hann ekki í umboði félagsins, þegar hann lætur í ljós þennan sérkennilega skilning sinn á menningarmálum. Ég hef að svo stöddu enga ástæðu til að ætla, að ailir félagslimir séu sömu blindu slegnir og Árni Svavarsson. Það er þannig ýmislegt, sem Árni Svavarsson hefur á hornum sér. í einu tilliti er þó skemmra á milli okkar en endranær. Við höfum báð- ir áhuga á frelsi og sjálfstæði ljós- vakamiðla. Árni talar gagngert um „óháða og fijálsa aðila" á öldum ljós- vakans. Hér hef ég tilhneigingu til að taka í strenginn með honum. Fijálsir og óháðir fjölmiðlar eru eitthvert þýðingar- mesta vopnið í höndum borgaranna í lýðræðis- þjóðfélögum nútímans. Þegar talið berst að þeim efnum verður það efst á baugi, hve brýnt er, að til séu á hveijum tíma útvarp og sjónvarp sem eru laus úr greip- um fárra fjársterkra einkaeigenda og fijáls að því að stunda þá „almenningsþjónustu", sem enn lifir góðu lífi víða um Vesturlönd, þrátt fyrir sókn við- skiptavæðingarinnar á síðari árum. Útvarp og sjónvarp í almenningsþjónustu (public service broadcasting) blómg- ast nú á dögum um nær alla Evrópu og er óháð valdi viðskiptajöfra og auðdrottna. Útvarp og sjónvarp í almenningsþjónustu hefur ekkert Fij álsir o g óháðir ij’öl- miðlar eru, að mati Heimis Steinssonar, eitthvert þýðingarmesta vopnið í höndum borg- aranna í lýðræðisþjóðfé- lögum nútímans. verkefni með höndum annað en það eitt, að vera hlustendum og áhorf- endum til menningarauka og skemmtunar. Því er t.d. ekki ætlað að skila eigendum sínum fjárhags- legum arði né lúta fyrirmælum þeirra á nokkurn hátt. Útvarp og sjónvarp í almenningsþjónustu er þannig í bezta skilningi „óháður og fijáls aðiii“. Með því, sem hér hefur verið sagt, er það engan veginn fullyrt, að út- varp og sjónvarp í einkaeigu þjóni ekki neytendum. Einungis er á það bent, að einkareknir ljósvakamiðlar eru skuldbundnir eigendum sínum. Útvarp og sjónvarp í almennings- þjónustu er aftur á móti engum háð nema hlustendum og áhorfendum og þeim lögum, er þar að lúta. Erlendis er útvarp og sjónvarp í almenningsþjónustu í mjög mörgum tilvikum fjármagnað með afnota- gjöldum. Sú aðferð ræður þó engan veginn neinum úrslitum. Mestu skiptir að frelsi og sjálfstæði hlutað- eigandi ljósvakamiðils sé á einhvern hátt tryggt með almennum framlög- um. Hér á landi stendur Ríkisútvarp- ið að rekstri útvarps og sjónvarp í almenningsþjónustu. Ftjárhags- grundvöllur Ríkisútvarpsins hefur um langt skeið verið tryggður með afnotagjldum. Stjórnvöld hafa þá tilhögun nú til íhugunar. Vonandi munu þau sjá Ríkisútvarpinu fyrir tekjustofni, sem með einhveijum hætti tryggir frelsi og sjálfstæði útvarps og sjónvarps í almennings- þjónustu um langa framtíð á íslandi. Öllu varðar nú sem fyrr, að út- varp og sjónvarp ræki það menning- arhlutverk sitt, sem ég gerði að umtalsefni í fyrri grein minni. Ríkis- útvarpið mun vonandi í því efni á komandi tíma reynast sá hornsteinn, sem það lengi hefur verið. Höfundur er útvarpssijóri. Heimir Steinsson / af ram smjori fræðile n Fitubrennslunámskeið Ræktarinnar standa yfir í 8 vikur. Það sem greinir þau frá mörgum áþekkum nám- skeiðum annarra erfaglegi þátturinn. Rafn Líndal læknir og leiðbeinandi í líkamsrækt stýrir námskeiðunum, þar sem lögð er áhersla á samspil hreyfingar og mataræðis útfrá líkamlegu ásigkomulagi hvers og eins. Þess vegna eru allir þátttakendur vegnir og metnir í upphafi og vand- lega fylgst með framvindu mála út námskeiðið. ítarlegur og sneisafullur pakki af forvitnilegum gögnum um líkamsrækt og mataræði fylgir með námskeiðunum. Láttu sjá þig - við stöndum með þér! héðinn! Á nokkrum mánuðum missti Héðinn 24 kíió á fitubrennslunámskeiðum Ræktarinnar, eða sem samsvarar 48 hálfs kílóa smjörlíkisstykkjum. Síðan hefur hann haldið þessum léttleika, sem sýnir að árangurinn á þessum námskeiðum er ekki aðeins verulegur, heldur líka varanlegur. Nú stefnir hugurinn til frekari afreka á framhaldsnámskeiðum Ræktarinnar og við óskum honum góðs gengis og segjum: - áfram með smjöríð Héðinn. Innritun er hafin Frítt í Ræktina í dag. Notaðu tækifærið Sex þátttakendur á síðasta námskeiði sögðu skilið við samtals 50 kg. og aðrir stóðu þeim lítt að baki. Stelpurnar kalla nú nuddpottinn í kvennaklefanum strá- kar. RÆKTIN T«KI*iAkUK|.OLIIMlÁ[jl»ABtKKm FROSTASKJÓLI Sími 551-2815 . . o g ú 11 i t i ð e r g o t t Eitt blab fyrir alla! JHorflunXitaíiIt' - kjarni málsins! .. ^VóVtXV11 bölgf. t St^PP KoL, ^ ^ °»s,rnlt K&nU^ V^isdan5at - Danssmiðja Hermanns Ragnars Engjateig 1, 105 Reykjavík 568-9797 og 56 8-7580 SJlc^ÍlIu/X- dan<)<ifcó.£t v ^xdfiaixu fiuAtiœÁI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.