Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 7
DRAIMGJÖKULL SKRÍÐUR FRAM
DRANGAJÖKULL er mjög sprunginn í Leirufirði. Minna er um sprungur norðan megin í honum.
Jökulbrot falla
100 metra
ÚFURINN er 100 metra hár þverhníptur klettaveggur í jökul-
jaðrinum í Kaldalóni. Um helgina hafði jökullinn skriðið það
langt fram að jakar byrjuðu að falla fram af klettinum.
YFIRBORÐ jökulsins er víða mjög ógnvekjandi. Risastórir jök-
ulturnar standa upp úr ísnum og á milli eru djúpar sprungur.
HÁBUNGA Drangajökuls er einnig sprungin eins og sjá má.
/
HÉR ER horft. niður Leirufiörð. Sjórinn er litaður vegna
framskriðs jökulsins.
DR ANGAJÖKULL hefur verið að
skríða fram undanfarna daga og um
helgina féllu brot úr honum fram af
Úfnum, sem er 100 metra hár þver-
hníptur klettur í jökuljaðrinum í
Kaldalóni. Jökullinn er mikið sprung-
inn og hættulegur yfirferðar. Oddur
Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orku-
stofnun, segir ekki ljóst hvers vegna
jökullinn skríður fram.
Drangajökull er talinn skríða fram
með reglulegu millibili, en heimildir
um skrið í honum eru þó litlar. Jökull-
inn skreið seinast fram á árunum
1934-1942. Einnig er talið að hann
hafi skriðið fram í kringum 1850.
Mælingar hófust við Drangajökul
fyrir forgöngu Jóns Eyþórssonar veð-
urfræðings og Jöklarannsóknar-
félagsins árið 1930.
Drangajökull að minnka
Drangajökull hefur hopað mjög
mikið síðustu áratugina. Arið 1956
var talið að jökullinn væri 190 fer-
kílómetrar að stærð, en 1983 töldu
mælingamenn að stærð hans væri
undir 140 ferkílómetrum. Jökuljað-
arinn hefur víða hopað mjög mikið.
Indriði Aðalsteinsson, bóndi á
Skjaldfönn, segist telja að í Kalda-
lóni hafi jökuljaðarinn hopað yfír tvo
kílómetra.
Ragnar Jakobsson í Reykjafirði
segir að hopið sé mun meira sum-
staðar í Reykjafirði. Gífurlegar
breytingar hafí orðið á jöklinum og
umhverfi hans á síðustu áratugum.
Til dæmis hafí jökullón myndast út
af Svartaskarðsheiði fyrir nokkrum
áratugum og það hafi stækkað mikið.
Siguijón Rist vatnamælingamaður
segir í bók sinni Vatns er þörf að
allt fram á þessa öld hafi mátt greina
leifar af jöklum víðar á hálendi Vest-
fjarða. Hann segir allt benda til að
Drangajökull haldi áfram að minnka
og varpar fram þeirri spurningu
hvort Drangajökull lifi af næstu öld.
Óútskýrðar náttúruhamfarir
Fyrstu merki um að Drangajökull
væri að fara að skríða fram komu
fram fyrir tveimur árum, en þá
myndaðist stór sprunga hátt uppi í
jöklinum í Leirufirði. Flugmenn sem
flogið hafa yfir jökulinn tóku síðan
eftir því í sumar að jökuljaðarinn var
farinn að skríða fram.
Egill Ibsen flugmaður segir að sér
virðist sem framrás jökulsins sé
mest í Leirufirði og Kaldalóni. Ein-
hver merki séu einnig um að hann
sé að ganga fram í Þaralátursfirði.
Hins vegar virðist engin hreyfing
vera á honum í Reykjafirði, en þar
hefur aftur á móti orðið mikil bráðn-
un í sumar að þvi er Ragnar Jakobs-
son segir.
Egill segir að á sumrin sé að jafn-
aði talvert mikið vatn í þremur sig-
kötlum upp á Drangajökli, en nú sé
hins vegar sáralítið vatn í kötlunum.
„Við vitum ekki nægilega mikið
af hveiju þetta gerist. Við teljum
okkur þó geta fullyrt að þetta teng-
ist ekki jarðhita, eldgosum eða jarð-
skjálftum. Jökullinn hefur verið að
hlaðast upp, en menn hafa ekki enn
náð að skilja til fulls af hveiju sum-
ir jöklar hlaðast upp en aðrir ekki,“
sagði Oddur Sigurðsson jarðfræðing-
ur þegar hann var spurður hvers
vegna Drangajökull væri að skríða
fram.
Oddur sagði að búast mætti við
að Drangajökull myndi skríða fram
um nokkur hundruð metra á næst-
unni. Hann sagði að síðast hefði jök-
ullinn skriðið mest fram fyrstu árin
en mjög hægt síðustu 2-3 árin.
Enn sem komið er hefur skrið jök-
uisins ekki verið mælt, en það verður
geit á næstu dögum. Indriði á
Skjaldfönn, sem tók við sem mæl-
ingamaður af föður sínum sem var
mælingamaður í 49 ár, segist fara
að jöklinum á næstu dögum.
Vantar meiri mælingar
Engar nákvæmar mælingar hafa
verið gerðar á hæð Drangajökuls og
hvernig hann hefur hækkað og lækk-
að í gegnum árin. Oddur sagði þetta
mjög bagalegt nú þegar jökullinn
væri að skríða fram. Ekki yrði hægt
að fá nákvæmar upplýsingar um
hvað jökullinn kæmi til með að lækka
mikið í jökulhlaupinu vegna þess að
ekki væri vitað hvað hann var hár
þegar hlaupið byrjaði. Hann sagði
að yfirleitt væru til mjög litlar upp-
lýsingar um hæð og stærð jökla á
Islandi.
Óvenju margir jöklar hafa verið
að skríða fram undanfarin tvö ár.
Oddur sagði ekkert benda til annars
en hér væri um tilviljun að ræða.
Tíð jökulhlaup bæru ekki vitni um
að breytingar væru að verða í veður-
fari við ísland.