Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 39 VIGDÍS MAGNEA GRÍMSDÓTTIR + Vigdís Magnea Grímsdóttir var fædd á Aslaug- arstöðum í Selár- dal í Vopnafirði 26. mars árið 1903. Hún lést 24. ágúst síðastliðinn á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Foreldrar hennar voru Grím- ur Grímsson, f. 27. nóvember 1859, d. 13. nóvember 1915, og Margrét Sæmundsdóttir, f. 19. apríl 1862, d. 7. mars 1943, þau bjuggu síð- ast í Hvammsgerði í Selárdal. Systkini Vigdísar voru: Sigríð- ur, f. 6. maí 1887, Ólafur, f. 20. ágúst 1889, Elísabet Sig- ríður, f. 24. júlí 1891, Elín Salína, f. 6. janúar 1893, Sæ- mundur, f. 12. febrúar 1897, Gunnhildur Ingiríður, f. 7. júní 1900 og Jón, f. 17. janúar 1906. Þau eru öll látin. Vigdís giftist 25. janúar 1925 Helga Kristni Einarssyni, f. 7. september 1894 í Hóísseli á Fjöllum, d. 31. júlí 1970. Vigdís og Helgi bjuggu fyrst á Leifsstöðum og Breiðumýri í Selárdal, síðar á Vopnafirði en fluttust tii Seyð- isfjarðar og áttu þar lengst heimili sitt. Þau slitu samvist- um. Vigdís og Helgi eignuðust þrjú börn. Þau eru: Einar, f. 9. ágúst 1925, maki Hulda Marinósdóttir, f. 19. desember 1924, og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn; Grím- ur, f. 2. september 1927, d. 26. des- ember 1989, maki Hólmfríður Sig- urðardóttir, f. 2. nóvember 1930, og eignuðust þau sjö börn sem upp kom- ust og barnaböm þeirra eru fjórtán; Unnur, f. 6. október 1930, d. 9. janúar 1992, maki Gordon Kimmel. Unnur átti einn son og á hann þrjú börn. Þau Vigdís og Helgi gengu Bimu Björnsdóttur, f. 22. maí 1922, systurdóttur Vigdísar, í móður- og föður- stað. Maður hennar er Axel Jóhannesson, f. 27. febrúar 1916, og eiga þau fjögur börn, þrettán barnabörn og fjögur barnabarnaböm. Síðari lífs- förunautur Vigdísar var Gunnar Sigurðsson sjómaður frá Seyðisfirði, f. 18. apríl 1907, d. 12. mars 1987. Hann átti sex böm. Vigdís verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina ris tum ljóssins þar sem tíminn sefur Inn í frið .hans og draum er förinni heitið. (Snörri Hjartarson.) í dag er til moldar borin Vigdís Magnea Grímsdóttir frá Vopna- firði. Mig langar að minnast henn- ar í örfáum orðum. Lífshlaup Dísu tengdamóður minnar er á enda, langri ævi lokið, land tekið „handan við áttirnar og nóttina". Öll erum við börn okkar tíma. Kona sem hefur lifað í níutíu og tvö ár hefur gengið í gegnum ótrú- lega miklar þjóðfélagsbreytingar og öðlast djúpa lífsreynslu. Reynsl- an gerði Dísu milda og hlýja. Þeim sem minna máttu sín sýndi hún ævinlega hjálpsemi og greiðvikni. Hún var laus við fordóma þrátt fyrir að ýmsar breytingar sem hún og hennar kynslóð lifðu væru ef til vill ekki allar til bóta. Dísa var dul í skapi og ef henni þótti lét hún lítt á því bera en aldrei varð ég vör við að hún væri ósveigjan- leg til sátta. Dísa var gædd næmri kímnig- áfu, átti gott með að sjá og greina það broslega í lífinu. Hún bjó yfir miklum persónutöfrum og var afar fögur kona. Ung er hún sögð hafa verið há, grönn, dökkhærð og skipt vel litum, borið sig vel á velli. Þeg- ar ég kynntist henni var hún á miðjum aldri. Mér þótti hún enn fögur. Snyrtimennska var henni í blóð borin og hún naut þess að vera fallega klædd. Dísa var vel að sér til munns og handa; hún var bráðlagin í höndunum, vandvrk og ákaflega vel verki farin. Tón- elsk var hún líka eins og hún átti kyn til, söng t.d. árum saman í kórum þegar hún átti heima á Seyðisfírði. Dísa var afar barngóð. Ævin- lega var það fyrsta hugsun hennar að víkja einhverju að bömum. Hag síns fólks vildi hún ætíð sem mest- an og bestan, umvafði það ástúð og góðvild. Hin síðari ár hafði hún enn glæsileika og þokka til að bera. Hún bjó yfir hljóðum huga og frið- sæld í hugsun. Hjá slíkum mann- eskjum er gott að sitja og spjalla. Rósemi þeirra lætur engan ósnort- inn. Friðurinn fylgir okkur út í dagsins önn og eril. Óll þörfnumst við kærleika, gef- um hvert öðru, þiggjum ást og vináttu, opnum hjörtun fyrir þeim sem við treystum og þykir vænt um. Margar voru þær orðnar stundimar er við sátum saman, héldum í andartakið, nutum stund- anna, gáfum hvor annarri og þáð- um einnig. Trúnaðartraust ríkti okkar í millum. Þessra stundir eru mér mikils virði. Minningu um hina öldnu, góðu konu mun ég geyma innra með mér, djúpt í sálu minni. Ég er þakklát fyrir að hafa átt trúnað hennar og vináttu. Dísa fór ekki varhluta af sorg og andstreymi lífsins fremur en aðrir sem hafa lifað svo langan dag. Fráfall barna hennar, Gríms og Unnar, markaði djúp sár í huga hennar og hjarta. Einsemd sótti oft á hana. Þá þóttu henni ljósin dofna en greind hennar og lífs- reynsla sagði henni að hún hlyti. að takast á við ábyrgðina sem lífið legði henni á herðar. Og lífið hélt áfram. En þótt söknuður byggi í bijóstinu naut hún samvistanna við ástvini sína og aðra þá sem önnuðust hana og aldrei glataði hún lífsþorstanum og gleðinni. Ég bið forsjónina að halda hlífi- skildi yfir öllum ástvinum Dísu, frændfólki og vinum. Fyrir hönd ættingja hennar færi ég alúðar- þakkir starfsfólki á Hrafnistu fyrir frábæra umönnun og hlýju í henn- ar garð. Hólmfríður Sigurðardóttir. í fjarska meiri en hjartað þorir að gruna átti fólkið mitt heima. Þar sprettur enn vatn undan kletti og vindléttum fótum hefur þú gengið yfir öræfin og ausið úr lófa þér úr lindinni að dreypa á augu mín og bera að vörum mér. Blessuð sé hún amma mín, Helgi Grímsson. Maður skrifar ekki af skynsam- legu viti um ömmu sína af því að í eðli sínu er hún fjarlæg manni og nálæg í senn, yfir og allt um kring án þess að vera það og skipt- ir þá engu hvort hún er þessa heims eða annars og hvort maður er full- orðin kona eða stelpa. Umhverfis ömmuna er ekki tími og því enginn aldur og þegar hún snýr sér að manni, gömul kona með hvítt hár, bendir manni að líta í þennan speg- il þarna í hominu, bendir á sjálfa sig og segir hlægjandi: — Það er svo skrítið en það er einsog ég kannist stundum eitthvað við þessa manneskju í speglinum, það er ein- sog ég komi brosinu fyrir mig en ég er þó ekki viss, þekkir þú hana? Veit maður að það býr margt undir orðunum, margt annað og miklu meira en einmitt það sem þau merkja á yfirborðinu og maður veit líka að hún ætlast ekki til svars, hún vill að maður hlæi og við vitum að hláturinn hefur líka fleiri en eina merkingu og við hlæj- um saman einsog við höfum alltaf gert og ég ekki get betur séð en konan í speglinum rétti öll úr sér, verði tignarleg og flott, sveipi um sig rauðu sjali og greiði sitt svarta hár. Og samt ég segi ekki: — Þú ert alltaf eins, amma mín, af því að maður skjallar ekki gáfufólk, en ég finn samt að hláturinn breytir sjón hennar á sama hátt og minni og hún sér það sama og ég. Og þá er ég orðin þessi stelpa sem ég verð alltaf nálægt henni og við byijum að spjalla um gamla daga, við gerum það af því að við þekkjum þá og þeir eru okkar nú- tíð, en áður en við gerum það höf- um við formála, kannski er hann til að hita okkur upp og líka til að við gleymum því hvorugar að í dag er nútíð okkar önnur og fjar- lægðin nær en þá. Hún byijar. Hún: Segðu mér af krökkunum þínum, hvemig gengur með þá? Ég: Allt gott af þeim, skólinn gengur vel og ég held að þau séu bæði sæmilegar manneskjur. Hún: Þessi orð minna mig á mömmu þína, hún kom í gær eins og hún er vön, það bregst ekki, hún bregst ekki. Ég: Eg veit það. Hún: Sumt fólk kann að rækta, sumt fólk veit alltaf að það verður að vökva blóm, það nægir ekki að minnast þeirra, í dag fékk ég til dæmis kort frá henni Steingerði, henni er annt um blóm. Ég: Hún er góð. Hún: Hugsaðu til blómanna. Ég: Ertu að reyna að láta mig fá samviskubit af því að það eru tveir mánuðir síðan ég kom síðast, ertu að reyna það? Hún: Ég er bara að segja það sem ég hugsa en það er gaman þegar þú kemur, þú mættir koma oftar, samt skaltu ekki halda að ég sé einmana, ég á vini, stúlkurn- ar hérna á deildinni eru skemmti- legar og góðar og hér er gott að vera, það er gótt að vera gamall og ósiður að halda annað. Ég: Ég hef ákveðið að koma oftar. Hún: Ég veit það, en þú gerir það ekki og það er allt í lagi, ég nýt þess þegar þú ert hjá mér, augnablikið er oft lengra en þú veist. Og auðvitað hefur hún rétt fyrir sér, ég kem alltof sjaldan og held þeirri reglu sem ég er þó ekkert hrifin af, en af því að samtalið er orðið ónotalegt, snertir þessa strengi sem hljóma einsog surg í sálinni þegar maður horfir á hana ömmu sína róa brosandi fram í gráðið hafandi ekkert vopn nema sannleikann, breytir maður um tíð, yfir í þá sem við eigum saman, yfir í þá sem gleður okkur báðar og ég spyr hvort hún muni ekki þegar við Vidda vorum hjá henni á Garðaveginum, fengum kannski að vera eina helgi. Stundum leng- ur, tvær saman frænkurnar í frels- inu hjá henni, að plotta og grínast og stinga af og stelast til að vaka frameftir og kíkja í gegnum skáar- göt og banka á glugga og hlaupa spretthlaup og læðast út á kvöldin og vera lengur en við megum vera og hlæja með henni og líka með Gunnari þegar hann er ekki á sjón- um heldur í fríi og þau eru ham- ingjusöm og okkur Viddu finnst þau alveg jafnung og mamma og pabbi þegar þau kyssast. Og þá kemur hann þessi glampi í augu hennar sem gerir hana fal- legustu konu heimsins og hún hlær og segist muna allt og líka hafa vitað um kíkjumar og að það hafi alltaf verið gaman að hafa okkur hjá sér, þessar stelpur, þessar nöfnur sínar sem sífellt voru að reyna að taka upp á einhveiju og koma á óvart en hafi því miður aldrei tekist það. Og einmitt núna segir hún þessa setningu sem gerir allt svo tíma- laust og satt: Hún: Hvað heldur þú að það sé að þykja vænt um einhvern? Og ég þarf ekkert að svara og hún er enn með glampann í augun- um og við rifjum upp þegar þau Gunnar búa í Kinnunum og hún fer á hárgreiðslustofu, ákveður að drífa sig og splæsa nú almennileg- um lit í hárið á sér en það tekst ekki betur til en svo að það verður blátt, dimmblátt einsog himinninn á kvöldin og þótt fólk sé eitthvað að agnúast út í hana að vera nú ineð þetta pjatterí er hún ánægð með þennan lit af því að hún hefur alltaf haft dálítið gaman af því að ögra og hún segir að það sé nú svo merkilegt að það þurfi svo lít- ið til að kippa í halann á nágrann- anum, fólk hafi lítið við tímann að gera og hún geti ekki annað en notið þess að auka við samveru- stundir þess og ræðugleði. Og ég segi að hún hafi nú sjálfsagt fæðst á vitlausum tíma en hún á til svar við því. Hún: Elskan mín, að flestu leyti er alltaf sami tíminn, sumt breytist ekki, og þá veit ég að hún vill tala um sorgina eða réttara sagt óskar hún þess að ég geri það án þess að hún biðji, amma biður ekki, hún leiðir mann að óskinni og ég byija að tala um pabba og Diddu, segist vera reið yfir því að þau hafi ekki fengið lengri tíma, segist ekkert skilja hvernig þessu sé eiginlega varið, þau sem hafi átt eftir að gera svo margt, einmitt á þessum aldri þegar fólk fer að ráða sínum tíma, ég segist sakna þeirra beggja og oft mikið, ég segi það af því að ég geri það og af því að ég veit að hún getur ekki sagt það, hún getur bara kinkað kolli og strokið sér um augun, hert sig síð- an upp og sagt: Hún: Það er óbærilegt að missa bömin sín en ég á Einar minn og Birnu, það er ekki einsog ég eigi ekki neitt, það skalt muna, og þeg- ar hún segir það veit ég að nú hef ég talað nóg um það sem erfitt er og vont, nú vill hún glensast og gantast, nú vill hún að ég hermi éftir kennurunum mínum í bama- skóla eða hátíðlegum skáldum eða kannski einhveiju kvikindi sem ég hef nýverið sett í hermisafnið. Og ég geri það þangað til hún hefur fengið nóg af því og þá er kominn tími til að kveðja, taka sitt hafur- task og segjast koma fljótt aftur þótt líði langt og hún brosir og segir að ég sé nú alltaf sjálfri mér ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Safnaðarheimili Háteigskirkju t l\ « A1 55i . l J | lík. Og það sé nú einna best við fólk, það sé alltaf sjálfu sér líkt, þess vegna þyki henni vænt um það. Og þegar ég halla aftur hurð-* inni veit ég ekki að einn daginn horfi ég á hana í rúminu, liggja þar einsog unga stúlku eins og dauðinn hafi gert hana sæla, gefið henni frið og lostið hana töfmm sem einungis amma manns er gædd, þessum töfmm tignar og fegurðar og mildi. Ég sagði í upphafi þessarar minningargreinar að maður gæti ekki skrifað af skynsamlegu viti um ömmu sína og kannski hefur mér tekist að sanna það. Ég setti samt þessi orð á blað ef ske kynni *r. að hún læsi þau, brosti til mín og segði: Hún: Áttu ekki eitthvað ósagt? Ég: Nei, varla, ekkert sem hægt er að segja. Hún: Getur það verið, hvað varstu vön að segja þegar þú kvaddir? Ég: Það er svo væmið, þau orð segir maður bara þegar maður er einn með þér og enginn heyrir. Hún: Það væri samt gaman að sjá þau í blaði. Ég: Amma mín, ég elska þig meira í dag en í gær og minna en ég mun elska þig á morgun. Hún: Einmitt. y Vigdís Grímsdóttir. Handa ömmu Dagurinn kyrr og hljóður tár fellur niður andlit skurðir meðfram ógenpum vegi. Anna Þrúður Grímsdóttir. Mig langar til að flytja Vigdísi vinkonu minni nokkur kveðjuorð. Vigdís eða Dísa frænka, eins og hún var kölluð á okkar heimili, var móðursystir mannsins míns og sú fyrsta sem ég kynntist af fjölskyld- unni og man ég hvað ég kveið fyrir því að fara í heimsókn en sá kvíði var óþarfur. Tekið var á móti mér með brosi og dálítilli glettni, en það voru hennar ein- kenni, góðmennska og glettni. Heimsóknirnar urðu fleiri er árin liðu og sama var hvort komið var að kveldi, þá var oft tekið í spil, eða að degi með fullt af börnum, þá var farið út í búð og keypt súkk-#y ulaði til að gleðja þau og dót tekið út úr skápnum svo þau hefðu eitt- hvað fyrir stafni og leiddist ekki, svona var hún öllum jafn góð, því mammamun gerði hún ekki. Dísa var fögur kona og tiguleg allt fram á síðustu daga, því hún vildi alltaf vera fín og vel snyrt, sem betur fer, og vegna þess hélt hún sinni fögru reisn, þó að oft hin síðari ár hefi hún verið veik. Dísa mín, ég varð betri mann- eskja við að kynnast þér. Fyrir hönd okkar Gríms og bama okkar sendi ég ættingjum hennar kærar kveðjur. Minning þín lifir. ■** Helga Sveinsdóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ilÓTEL L0FTLE1IIIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.