Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Mæðravernd í Reykjavík AÐ undanförnu hefur verið rætt um breytingar á mæðravernd í Reykjavík með hagræðingu að markmiði. Sameining mæðravernd- ar kvennadeildar Landspítalans og mæðradeildar Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur í húsnæði Fæðing- arheimilis Reykjavíkur hefur verið nefnt í því sambandi. Hér á eftir er ætlunin að fjalla um þessar sam- einingartillögur og færa rök fyrir því, að heppilegra sé að sameina mæðravernd Landspítalans og Heilsuvemdarstöðvarinnar í hús- næði Heilsuvemdarstöðvar Reykja- víkur en húsnæði Fæðingarheim- ilisins. Mæðravernd á Landspítalanum Árið 1993 fórum fram 14.474 mæðraskoðanir á kvennadeild Landspítalans hjá 1.042 verðandi mæðmm. Þar sem eftirlit með áhættumeðgöngu fer yfirleitt fram á kvennadeildinni er eftirlitið þétt- ara þar en annars staðar eða tæp- lega 14 skoðanir hjá hverri konu. Læknar kvennadeildar skiptast á um að sinna þessu eftirliti, en ekki er um að ræða föst stöðugildi lækna. Stöðugildi ljósmæðra em 5,8 en 2 hjá riturum og 1 hjá meina- tækni. Ef miðað er við fjölda skoð- ana árið 1993 og 250 starfsdaga era komur í mæðravernd kvenna- deildarinnar tæplega 58 á dag. Mæðravernd á Heilsuverndarstöðinni Árið 1993 fóra fram 11.173 mæðraskoðanir á Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur hjá 1.012 konum en það samsvarar 11 skoðunum hjá hverri konu. Stöðugildi lækna era 1,1 og ljósmæðra 6 en stöðugildi ritara 1,7. Mæðradeild Heilsuvemdarstöðvar- innar hefur aðgang að meinatækni stöðvar- innar. Miðað við sömu forsendur og hjá kvennadeild Landspít- alans er fjöldi mæðra- skoðana á Heilsu- verndarstöð Reykja- víkur árið 1993 tæp- lega 45 á dag. Gerð var könnun á því hvaða konur sæktu mæðra- vemd til Heilsuvemd- arstöðvarinnar árið 1994 og náði könnunin til 74% þessara kvenna. 39% þeirra höfðu heimilislækni utan heilsu- gæslustöðva, 33% höfðu heimilis- lækni á heilsugæslustöð í Reykja- vík, 6% á heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi, 11% í öðrum ná- grannasveitarfélögum Reykjavík- ur, 5% á landsbyggðinni og 6% vora án heimilislæknis. Mæðravernd á heilsugæslustöðvum Árið 1993 fóra fram 3.790 mæðraskoðanir á heilsugæslu- stöðvunum í Reykjavík hjá 645 konum en það samsvarar tæplega 6 skoðunum hjá hverri konu. Á heilsugæslustöðinni á Seltjarnar- nesi fóru fram 3.060 skoðanir sama ár hjá 258 konum eða tæplega 12 skoðanir hjá hverri konu, en sú heilsugæslustöð sinnir fjölmörgum Reykvíkingum, auk Seltiminga. Undirritaður kann ekki skýringu á því, hvers vegna skoðanir era tvö- falt fleiri hjá hverri konu á heilsu- gæslustöðinni á Sel- tjarnarnesi en á heil- sugæslustöðvunum í Reykjavík. Starfs- fólk hverrar heilsu- gæslustöðvar ræður því, hvernig heilsu- vernd stöðvarinnar er háttað. Sums staðar er mæðraverndin nær alfarið í höndum heim- ilislækna og hjúkran- arfræðinga á stöðinni. Þátttaka kvensjúkdó- malækna í mæðra- verndinni er þó fyrir hendi á flestum stöð- vanna og sums staðar einnig ljósmæðra. Mæðravernd á heilsu- gæslustöðvum lítið sótt Þjónustuleg rök mæla með því, að í úthverfum Reykjavíkur sé rek- in fjölbreyttari þjónusta á heilsu- gæslutöðvum en miðsvæðis í borg- inni. Önnur heilbrigðisþjónusta er yfirleitt ekki fyrir hendi í út- hverfunum og taka þarf tillit til vegalengda. A fjórum heilsugæslu- stöðvum miðsvæðis í Reykjavík, þ.e. stöðvunum í Miðbæ, Hlíðum, Fossvogi og Lágmúla fóra fram 1.310 mæðraskoðanir árið 1993, en það er aðeins 4% af heildarfjölda mæðraskoðana í Reykjavík og á Seltjarnamesi. Á heilsugæslustöðv- unum í úthverfum borgarinnar, þ.e. stöðvunum í Grafarvogi, Árbæjar- hverfí, Efra Breiðholti og Mjódd, fóra fram 2.480 mæðraskoðanir sama ár eða 7,6% af mæðraskoðun- um í Reykjavík og á Seltjarnar- nesi. Mæðraskoðunum á heilsu- gæslustöðvum miðsvæðis í Reykja- Ólafur F. Magnússon Fasteign til framtíðar Vegna mikillar sölu undanfarið erum við að taka í sölu nýja áfanga í Kópavogi og Grafarvogi. Aukið úrval 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúða á sama góða verðinu. Komdu við á skrifstofu okkar að Funahöfða 19 eða hringdu í síma 587 3599 og fáðu nánari upplýsingar. Greiðsludæmi: 2ja hcrb. 3ja hcrb. 4ra hcrb. Kaupverð frá 5.780.000 6.580.000 7.180.000 Húsbréf 70% 4.046.000 4.606.000 5.026.000 Undirritun samnings 200.000 200.000 200.000 Lán seljanda' 1.000.000 1.000.000 1.000.000 Við afhendingu 543.000 774.000 954.000 Meöalgr.byröi á mán. 31.776 35.136 37.656 traustu fasteignaveöi Armannsfell hf. Funahöföa 19 • sími 587359B 1965-1995 Mæðravemd á Heilsu- vemdarstöð Reykjavík- ur ér bæði vel rekin og vinsæl hjá verðandi mæðmm, segir Olafur F. Magnússon, og tryggja þarf að breyt- ingar á henni leiði til betri og hagkvæmari þjónustu. vík fækkaði árið 1994, þegar á heildina er litið, en fjöldi mæðra- skoðana á stöðvunum í úthverfun- um virðist fara vaxandi, en nægar upplýsingar fyrir árið 1994 eru ekki fyrir hendi. Falskt tal um hagræðingu Fjöldi mæðraskoðana á 8 heilsu- gæslustöðvum í Reykjavík var að- eins þriðjungur af þeim fjölda mæðraskoðana, sem fram fóru á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur árið 1993. Ljóst er, að tilfærsla mæðraverndar frá Heilsuverndar- stöðinni yfir á heilsugæslutöðvarn- ar hefur í för með sér verulegan kostnaðarauka en ekki hagræð- ingu. Kröfur sumra starfsmanna heilsugæslustöðva um að heilsu- verndar— og heilsugæslustarf utan heilsugæslustöðva verði að mestu lagt niður eru hvorki sann- gjarnar né studdar fjárhagslegum rökum. Nái þessar kröfur fram að ganga mun það bæði leiða til kostnaðarauka og skerts valfrelsis í heilsugæslunni í Reykjavík. Heil- brigðisþjónustan í Reykjavík er með allt öðrum hætti en á lands- byggðinni og skipulag heilsugæslu hlýtur að taka mið af þeirri stað- reynd. Til að rökstyðja mál mitt betur vil ég nefna, að á einni heilsugæslu- stöð í Reykjavík fóru fram innan við 2 mæðraskoðanir á viku á sl. ári. Með þessum ijölda skoðana næst ekki fram sú hagkvæmni og skilvirkni í þjónustu, sem heilbrigð- isyfírvöld segjast stefna að Ég vil ennfremur vísa til greinargerðar um rekstur Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sem Ingimar Sigurðs- son, þáverandi forstjóri Heilsu- gæslunnar í Reykjavík, tók saman í ágústmánuði árið 1993. Þar bend- ir Ingimar á, að tilfærsla á mæðra- vernd frá Heilsuverndarstöðinni yfír á heilsugæslustövarnar feli í adidas 6QUIPMEN T Verðfrá kr. 1.995 Sendum í póstkröfu 5% staðgrelðstuafsláttur, elnntg af póstkröfum greiddum innan 7 daga. miúTiLÍFP ssa GLÆSIBÆ - SÍMI 581 2922 sér umtalsverðar starfsmannaráðn- ingar. Hver mæðraskoðun á Heilsu- verndarstöðinni kostaði tæpar 1.350 krónur árið 1992 og niður- staða Ingimars er skýr: „Hér er um mjög ódýra þjónustu að ræða sem hæpið er að hægt sé að fram- kvæma með ódýrari hætti annars staðar." Sameinuð mæðradeild á Heilsuverndarstöðinni Ef góð eining og samstarf næst um sameiginlega mæðravernd Landspítalans og Heilsuverndar- stöðvarinnar er sjálfsagt að at- huga þau mál ofan í kjölinn, en vanda þarf til allra vinnubragða og kostnaðarútreikninga áður en ákvörðun er tekin. Að mínu mati er húsnæði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur mun heppilegra en húsnæði Fæðingarheimilisins fyrir mæðraverndarstarfsemi. Aðgengi er gott við Heilsuverndarstöðina, en aðkoma þröng og mikill skortur á bílastæðum við Fæðingarheimil- ið. Möguleikar eru á rúmgóðu hús- næði á einni hæð í Heilsuverndar- stöðinni en aðstaðan yrði á tveim hæðum í Fæðingarheimilinu, sem er mjög óhagkvæmt. í gangi eru viðræður um aukið samstarf barnadeildar Landspítalans og barnadeildar Heilsuverndarstöðv- arinnar og sú ungbarnavernd, sem fram færi á endurnýjaðri barna- deild, á best heima í Heilsuvernd- arstöðinni. Staðsetning mæðra- verndar og ungbarnaverndar í sama húsnæði hefur marga kosti og skapar samstarfs- og samnýt- ingarmöguleika. Ég skora á heilbrigðisráðherra, að kynna sér vel hversu hagkvæm- ur rekstur fer fram í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Þetta á bæði við um mæðra- og ungbarna- verndina og einnig um berklavarn- ardeildina og heimahjúkrun Heilsuverndarstöðvarinnar. Ég leyfi mér að benda á áðurnefnda greinargerð Ingimars Sigurðsson- ar, sem nauðsynlegt Iesefni í þessu sambandi. Ég vil einnig ítreka fyrri ábendingar um kosti þess að hafa stjórnsýslu Heilsugæslunnar og héraðslæknisembættið í Reykjavík staðsett í húsnæði, þar sem fram fer lifandi starf í heilbrigðisþjón- ustu. Mæðravernd á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur er bæði vel rekin og vinsæl hjá verðandi mæðrum í Reykjavík og nágrenni og tryggja þarf, að breytingar á þeirri starfsemi verði því aðeins gerðar, að þær leiði til betri og hagkvæmari þjónustu. Mæðraverndin hefur verið mátt- arstólpi í starfsemi Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. Með því að færa öflugustu heilsuverndar- starfsemina frá stofnuninni er ver- ið að kippa stoðunum undan fram- tíð þessarar góðu þjónustustofn- unar og ryðja brautina fyrir einok- unarkerfi í heilsugæslu Reykvík- inga, sem yrði borgarbúum dýrt spaug, þegar upp væri staðið. Höfundur er læknir og varaborg- arfulltrúi í Reykjavík. BRETTALYFTUR HVERGI BETRA VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð frá kr. 35.990 stgr. Hringás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.