Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r VIÐSKIPTI Afkoma Járnblendifélagsins fyrri helming ársins mun betri en í fyrra 188 milljóna kr. hagnaður Niðurstöðu athugunar um hagkvæmni stækkunar að vænta í október ÍSLENSKA járnblendifélagið skilaði 188 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs en hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra nam 38 milljónum króna. Að sögn Jóns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Járnblendifélagsins, stafar þessi afkomubati fyrst og fremst af því að verð á jámblendi hefur hækkað töluvert að undan- förnu. Hann segir að það magn sem selt hafí verið sé mjög sambærilegt við fyrri helming síðasta árs. Horfur á enn betri afkomu á síðari hluta ársins Jón segir ennfremur að horfur séu á því að afkoma fyrirtækisins verði enn betri á síðari hluta ársins. „Við erum að endurgreiða þann afslátt sem við fengum af raforkuverði hjá Landsvirkjun á sínum tíma þegar afkoma okkar var lakari. Endur- greiðslan fer fram að stórum hluta til á þessu ári og við greiðum afslátt- inn vonandi upp á því næsta. Alls er hér um að ræða röskar 200 millj- ónir. Engu að síður má búast við því að afkoma fyrirtækisins verði enn betri á síðari árshelmingi þessa árs þar sem verð á járnblendi hefur hald- ið áfram að hækka.“ Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar hafa rekstrartekjur Járn- blendifélagsins aukist töluvert og voru þær rétt tæpur 1,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstr- argjöld hafa einnig aukist nokkuð en fjármagnsgjöld félagsins hafa lækkað lítillega í samanburði við sama tíma í fyrra. Athygli vekur að veltufjármunir félagsins hafa aukist um ríflega 51% og námu 1.632 miilj- ónum á fyrri helmingi þessa árs. Þá hefur eigið fé félagsins aukist um 460 milljónir króna og eiginfjárhlut- fall þess batnað að sama skapi, er nú 47% í samanburði við 41% á sama tíma í fyrra. Stækkun enn í athugun Eins og fram hefur komið er verið að kanna hvort hagkvæmt sé að bæta við einum ofni í verksmiðju félagsins á Grundartanga og gæti það aukið afkastagetu hennar um 60%. Jón segir að niðurstöður þessar- ar athugunar liggi ekki enn fyrir en stefnt sé að því að ljúka henni á næstunnni. „Ætlunin er að ljúka henni nú í október þannig að við höfum eitthvað til að leggja fyrir stjórnina sem kemur saman í lok nóvember." Jón segist þó ekki eiga von á því að ákvörðun um stækkun verði tekin á þeim stjómarfundi þar sem búast megi við því að eigendur fyrirtækisins vilji hugsa sitt ráð ítar- lega áður en í slíkar framkvæmdir er ráðist. Sjómannaverkfallið bitnaði hart á Árnesi Hagnaður nam nær 36 millj. ÁRNES hf. í Þorlákshöfn skilaði alls um 35,7 milljóna króna hagn- aði fyrstu sex mánuði ársins sem er svipuð útkoma og í fyrra þegar hagnaður nam um 34,6 milljónum. Afkoma af rekstrinum sjálfum án tillits til fjármagnsliða og afskrifta versnaði hins vegar til muna milli ára en á móti kom að fjármagns- kostnaður lækkaði verulega. Tekjur félagsins voru alls um 682 milljónir fyrstu sex mánuði ársins sem er um 140 milljóna lækkun frá sama tíma í fyrra. Hagnaður án afskrifta og fjár- magnskostnaðar var rúmar 112 milljónir, afskriftir 53 milljónir og fjármagnskostnaður 26 milljónir. Til samanburðar má nefna að fjár- magnskostnaður á sama tíma í fyrra nam um 83 milljónum. Veltufé frá rekstri nam rúmum 60 milljónum. Heildarskuldir félagsins þann 30. júní voru alls um 1.030 milljón- ir en nettóskuldir voru 616 milljón- ir og höfðu lækkað um 184 milljón- ir frá áramótum. Á tímabilinu var hlutafé félagsins aukið um 126 milljónir og er eigið fé nú um 135 milljónir og eiginfjárhlutfall 11%. Fram kemur í frétt frá Árnesi að lakari rekstrarafkoma félagsins á fyrri hluta ársins skýrist fyrst og fremst af verkfalli sjómanna í maí og júní. Það hafi haft mjög slæm áhrif á afkomu Árnes. Tekj- ur sem þar hafi farið forgörðum verði ekki unnar upp aftur síðar. Verkfallið bitnaði mjög á humar- veiðum og -vinnslu hjá félaginu. I rekstraráætlun er gert ráð fyrir að Árnes skili hagnaði á árinu 1995 þótt síðari hluti ársins sé oft erfiður. Árnes hf. er stærsta sjávarút- vegsfyrirtækið á Árborgarsvæðinu og gerir út fjóra báta sem aðallega stunda kolaveiðar. Síðan rekur fé- lagið frystihús með um 100 starfs- mönnum. Á sumrin eru stundaðar humarveiðar og -vinnsla. Starfs- inenn eru að jafnaði um 175 tals- ins en hafa flestir verið hátt í 300 talsins. Á fyrri hluta ársins greiddi Árnes hf. um 205 milljónir í laun. íslenska járnblendifélagið hf. J 1 Ur milliuppgjöri 30. júní 1995 'Vmmr Upphæðiri Rekstur milljónum kr. Jan.-júní 1994 Jan.-júní 1995 Rekstrartekjur 1.181,1 1.491,5 Rekstrargjöld 953,5 1.213,2 Fjármagnsgjöld 94,5 90,2 Hagnaður 38,0 188,1 Eignir 31.12J94 30.06.’95 Veltufjármunir 1.076,0 1.631,9 Fastafjármunir 2.180,2 2.206,9 Eignir alls Skuidir 3.256,2 3.838,8 Skammtíma skuldir 383,3 951,3 Langtíma skuldir 1.544,3 1.089,7 Hlutafé 989,9 989,0 Annað eigið fé 339,6 799,8 Skuldahlið alis 3.256,2 3.838,8 Þýzka stjórnin Opnunar- tími verzl- ana ræddur Frankfurt. Reuter. RÍKISSTJÓRN Helmuts Kohls, kanzlara Þýzkalands, ætlar í þessum mánuði að fjalla um tillögur stjórnarflokkanna um breytingu á gildandi lögum um opnunartíma verzlana, en þau eru ströng og hefur ekki verið breytt síðan á sjötta ára- tugnum. Reglur um opnunartíma verzlana hafa verið mjög um- deildar á opinberum vettvangi í Þýzkalandi á undanförnum árum. Nú ætla stjómarflokk- arnir, Kristilegir Demókratar (CDU) og Fijálslyndi Demó- krataflokkurinn (FDP) að bregðast við þeim vilja, sem þeir telja vera orðinn útbreidd- an meðal almennings í landinu, til að opnunartíma verzlana verði settar fijálsari skorður í lögum. Eftir Gúnter Rexrodt við- skiptaráðherra Þýzkalands er haft að til standi að leggja fram mótaðar tillögur um málið ekki seinna en 20. september. Rexrodt hyggst ræða það fyrst við verkaiýðsfélög verzlunar- manna, sem hafa staðið vörð um opnunartímalögin undan- farna áratugi. Rexrodt vonast til að tillög- urnar nái fram að ganga í þing- inu í haust og nýju lögin geti tekið gildi í upphafi næsta árs. NBC með evrópska fréttastöð Berlín. Reuter. NBC-sjónvarpsstöðin hyggst á næsta ári hefja útsendingar á efni CNBC- viðskiptafréttastöðvarinnar í Evrópu. NBC hefur undanfarið rekur stöð- ina Superchannel í Evrópu og verður efni CNBC sent út í tengslum vií hana. Markmiðið er að styrkja stöði NBC í Evrópu en útsendingar CNBC verða allan sólahringinn. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Uppfylla ströngustu gæöakröfur PR0NT0 PRESTO REN0V0 Rakaheld án próteina • Níðsterk Hraðþornandi • Dælanleg Hentug undir dúka og til ílagna Gólflagnirhf IÐNAÐARGÓLF QmiAillMamir 70 Smiðjuvegur 70, 200 Kópavogur Slmar: 564 1740, 892 4170, Fax: 554 1769 I > > > > > > > i i L I i L I i I I i I b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.