Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 56
blómouQl
ilfafgtsstfilitfrtö
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Seiðavísitala þorsks yfir
*meðallagi síðustu tíu ára
SEIÐAVÍSITALA þorsks á þessu ári er yfir meðal-
lagi síðustu tíu ára og sú hæsta síðan 1986. Þorsk-
vísitalan er aðeins hærri en 1993 og virðist sá
árgangur vera meðalstór. Jakob Jakobsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að ánægjulegt
sé, að þarna skuli kominn efniviður í meðalár-
gang, en leggur áherzlu á að seiðavísitala af þess-
ari stærð hafi bæði gefið af sér góða og lélega
árganga.
Mikið af ýsuseiðum
Þorskseiðin voru venju fremur smá nú yegna
lágs sjávarhita í vor og sumar, en útbreiðsla þeirra
_^nú síðla sumars var mikil. Þá hefur hlýsjávar
gætt við landið í auknum mæli, einkum fyrir
Norðurlandi. Jakob segir að mikil útbreiðsla seið-
anna gefi vísbendingu um að þau geti víða leitað
fanga vegna batnandi ástands sjávar. Hann varar
þó við bjartsýni og segir að bíða verði í nokkur
Utbreiðsla og þéttleiki þorskseiða
í ágúst1995
Þorskselði á togmílu:
OXL FærrienlO
10tii100
if c WO til 500
m> Fleiri en 500
Samkvæmt rannsóknum
^JjaMni^ókg^tolnunar
misseri þar til í ljós kemur, hve vel náttúrunni
hafi gengið að spila úr þessum efnivið.
Mikið fannst af ýsuseiðum, en sú vísitala er
nokkru hærri en meðaltal síðustu tíu ára. Ýsuseið-
in voru vel á sig komin enda mest af þeim í hlý-
sjónum við Suðurland. Fyrstu vísbendingar benda
því til þess að ýsuárgangurinn 1995 verði í meðal-
lagi eða góður. Lítið fannst af loðnuseiðum en
útbreiðsla þeirra var mikil. Þá voru seiðin óvenju-
smá, en það þarf þó ekki að þýða að loðnuárgang-
urinn i ár verði lélegur.
Lítið um grálúðu- og blálönguseiði
Vísitala karfaseiða var aðeins undir meðaltali
síðustu tíu ára, en vel yfir meðaltali síðustu tíu
ára. Mikið var um sandsíli við landið og í Græn-
landshafi var meira um það en áður hefur sézt.
Minna fannst af grálúðu- og blálönguseiðum en
oft áður. Lítið var um hrognkelsaseiði í Grænlands-
hafi en meira við Island en á síðasta ári.
■ Misjafnt hvernig/4
Stækkun álvers
Sama ker-
tækni ekki
æskileg
STÆKKUN álvers ÍSAL hf. í
Straumsvík með sömu kerastærð
og nú er í verksmiðjunni yrði mis-
tök þar sem sú tækni er of afkasta-
lítil til að geta talist hagkvæm til
framtíðar, að mati Pálma Stefáns-
sonar, tæknilegs framkvæmda-
stjóra Hydro Equipment AS í Nor-
egi. Hann segist telja óráðlegt af
íslenska ríkinu að ijármagna
stækkunina ef til kæmi.
Aætlað er að stækka verksmiðju
ÍSAL um 60%, eða úr 100 þúsund
-4onna framleiðslu á ári í 160 þús-
und tonn. Gefið hefur verið upp að
stækkunin muni kosta um 10 millj-
arða, en Pálmi segir ljóst að kostn-
aðurinn yrði um 13,6 milljarðar.
í verksmiðjunni eru 105 kílóamp-
era ker sem vonir standa til að
hægt verði að stækka í 140 kíló-
amper, en að sögn Pálma er ódýr-
ast að byggja afkastameiri ker.
Minnstu verksmiðj-
urnar detta út
„Ég tel að það sé nánast slys að
byggja svona lítil ker. Til skamms
tíma litið er þetta hins vegar hag-
kvæmt fyrir verksmiðjuna, en ef
líta á til lengri tíma tel ég þetta
mistök, og ég sem eigandi myndi
ekki vilja setja mína peninga í það.
Það stefnir nefnilega allt í það að
álverin verði færri og stærri, og líkt
og í síðustu kreppu [á álmarkaðn-
um] verða það minnstu verksmiðj-
urnar sem detta út,“ segir Pálmi.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
6 ára mótor-
hjólakappi
HANN er ekki hár í loftinu þessi
mótorhjólakappi, Gunnlaugur
Karlsson, 6 ára og nýbyijaður i
skóla. En hann er þegar farinn
að aka mótorhjóli á vegleysum.
Faðir hans, Karl Gunnlaugsson,
er þekktur mótorhjólakappi og
Gunnlaugur kvaðst ætla að keppa
þegar hann yrði eldri. „Ég verð
ekkert eins góður og pabbi. Samt
er hann alltaf að detta á hausinn
á mótorhjólinu. Mér finnst gaman
að keyra mótorhjólið og kart-bíla.
Núna er ég að smiða kofa út í
móa, rétt hjá heima. Kannski
geymi ég mótorhjólið í honum.“
Drangajökull
fellur fram
af Ufnum
MIKLAR náttúruhamfarir eiga
sér nú stað við Drangajökul, en
jökullinn hefur verið að skríða
fram í sumar. Um helgina hafði
jökullinn skriðið það Iangt fram
að jökulbrot byrjuðu að falla fram
af Ufnum, sem er þverhníptur
klettaveggur í jökuljaðrinum í
Kaldalóni. Jökullinn er mjög
sprunginn og hættulegur yfirferð-
ar. Ekki er Ijóst hvers vegna hann
skríður fram, en það gerði hann
síðast fyrir 60 árum.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Handtekinn
með hníf
MAÐUR var handtekinn á Arnarhóli
í fyrrinótt vopnaður hnífi. Tilkynnt
var til lögreglu að maður vopnaður
afsagaðri haglabyssu hefði sést
þarna á ferli.
Lögreglan taldi ástæðu til að vopn-
ast og tókst henni að yfirbuga mann-
inn. I ljós kom að maðurinn var ekki
vopnaður haglabyssu heldur hnífi.
Hann gisti fangageymslur lögregl-
unnar. Maðurinn er henni ekki
ókunnugur.
■ SkammsýnI/28 ■ Jökulbrot falla/7
Skagamen stúlkur ri SKAGAMENN og Blikastúlkur urðu um helgina Islandsmeistar- ar í knattspyrnu, Blikar eftir sig- ur á Stjörnunni og Skagamenn eftir að Valur vann KR í gær- kvöldi. Þetta er fjórða árið í röð sem Skagamenn verða Islandsmeist- n og Blika- neistarar arar en það hefur ekki gerst síð- an 1945 að sama lið verði meist- ari fjögur ár í röð. Blikastúlkur hafa fimm sinnum orðið meistar- ar síðustu sex árin.
■ Skagamenn/Bl ■ Blikastúlkurnar/B5
Innflutningur á hráu kjöti og varnir gegn dýrasjúkdómum
Innflutningsleyfi háð
ströngum skilyrðum
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út reglugerð um varnir
gegn dýrasjúkdómum og um tak-
mörkun á innflutningi afurða dýra,
sem fengið hafa vaxtaraukandi efni,
og varðar hún m.a. innflutning á
soðnum og ósoðnum kjötvörum og
hvaða skilyrðum slíkur innflutningur
er háður. Jóhannes Jónsson, kaup-
maður í Bónus, segir ljóst að sér sé
heimilt að flytja inn hálft tonn af
sænskum kjúklingum, sem, fluttir
voru til landsins í sumar, en landbún-
aðarráðuneytið og yfirdýralæknir
synjuðu þá um innflutningsleyfi.
Jóhannes segist ætla að fá stað-
festingu á heilbrigðisvottorðum fyrir
innflutningnum í dag svo hægt verði
að bjóða kjúklingana til sölu.
Reglugerðin er sett í framhaldi
af lagabreytingu sl. vor í tengslum
við aðild íslands að Alþjóðaviðskipta-
stofnuninni, sem heimilaði landbún-
aðarráðherra að víkja frá banni við
að flytja inn ferskar sláturafurðir. í
reglugerðinni eru sett ströng skilyrði
fyrir undanþágu frá innflutnings-
banni m.a. þau að innflytjandi vöru
leggi fram uppruna- og heilbrigðis-
vottorð sem staðfesti að smitefni
geti ekki borist með vörunni.
Vaxtaraukandi
lyf bönnuð
Jafnframt þarf innflytjandi vöru
að leggja fram vottorð sem staðfest-
ir að vörutegund sem hann áformar
að flytja til landsins sé ekki af búfé
sem gefið hefur verið vaxtaraukandi
efni eða lyf.
í undanþáguákvæði reglugerðar-
innar segir að ráðherra geti heimilað
ipnflutning að fengnum meðmælum
yfirdýralæknis enda þyki sannað að
ekki berist smitefni með vöru sem
valdi dýrasjúkdómum.
„Innflytjandi skal leggja fram full-
nægjandi sönnunargögn um tíðni
plága eða sjúkdóma í viðkomandi
framleiðslulandi og horfur í þeim
efnum. Yfirdýralæknir skal því að-
eins mæla með innflutningi að stað-
fest sé að um sé að ræða vöru frá
landi þar sem ekki fyrirfinnast dýra-
sjúkdómar sem eru óþekktir hér á
landi og smitefni geti ekki borist
með þeim,“ segir í 4. grein reglugerð-
arinnar.
Guðmundur Bjarnason landbúnað-
arráðherra sagði að erfiðasta úr-
lausnarefnið varðandi innflutning
þessara vöruflokka væri hugsanlegur
innflutningur a hráum kjötvörum,
því þar væru íslendingar viðkvæm-
astir fyrir gagnvart dýrasjúkdómum.
„Við teljum að okkur beri að sýna
fulla aðgát og veijast eins og hægt
er svo að við fáum ekki yfir okkur
sjúkdóma sem geta valdið óbætan-
legum skaða á okkar dýrastofnum,"
sagði ráðherra.
Ráðherra sagði ekki óhugsandi að
innflutningur á einhveijum ósoðnum
vörutegundum yrði leyfður á grund-
velli þessara ákvæða.