Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 2
! 2 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 * Frosti hf. í viðræðum við Islands- banka um kaup á hlut í Riti hf. Skuldar yfir 200 milljónir AÐ UNDANFÖRNU hafa átt sér stað viðræður á milli Frosta hf. í Súðavík og Framtaksfélagsins hf. eignarhaldsfélags íslandsbanka, um kaup þess fyrrnefnda á um 43% hlut þess síðamefnda í rækjuverksmiðj- unni Riti hf. á ísafirði. Ingimar Halldórssson framkvæmdastjóri Frosta hf. segir málið ekki í höfn. Ritur hf. er ein stærsta rækju- verksmiðja á Vestfjörðum og var stofnuð 1992. Upphaflegt hlutafé var 110 milljónir króna og eru helstu hluthafar íslenskt marfang hf. og Sölusamtök lagmetis sem eiga um 15 milljónir af hlutafé, Ögurvík hf. á 12,5 milljónir, Olíufé- lagið hf. 5 milljónir og hópur ísfirð- inga sem eiga um 30 milljóna hlut- afé. Félagið keypti eignir íslands- banka sem hann hafði eignast við gjaldþrot Niðursuðuverksmiðjunnar hf. og Rækjustöðvarinnar hf. á ísafirði, og hefur seinustu tvö ár tekið á móti 3.500-3.600 tonnum af rækju til vinnslu. Kaupverð fast- eigna og vélakosts var um 335 millj- ónir króna og þar af átti bankinn 35 milljónir í hlutafé. Ritur hf. á fjórðungshiut í Teista hf., á móti Isfélagi ísfirðinga hf., Gunnvör hf. og Togaraútgerð ísafjarðar hf., sem keypti í fyrra skip með tæplega 1.400 t rækjukvóta frá Fáskrúðs- firði, og er um samið að það skip sem kvótinn var settur á, veiði nær eingöngu fyrir Rit hf. Of hátt kaupverð eigna Guðmundur Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Riturs hf. segir að kaupverð eigna hafí verið of hátt. „Við höfum t.d. verið að reyna að selja eitt af húsum fyrirtækisins, sem var metið á 70-80 milljónir króna en hæsta tilboð sem við höfum fengið í það nú er 30 milljónir króna,“ segir Guðmundur. Velta fyrirtækisins 1993 og 1994 hefur verið um 700 milljónir á ári. Nú eru um 40 starfsmenn hjá fyrir- tækinu, en nokkrum hópi fólks var sagt upp störfum um síðustu mán- aðamót vegna nýrrar tækni við hreinsun og breytinga á rekstri úr niðursuðu yfír í frystingu. Skuldir fyrirtækisins eru yfir 200 milljónir króna og segir Guðmundur þær skýrast að hluta til af of háu kaupverði eigna í upphafí. Hann seg- ir það hafa verið markmið íslands- banka frá upphafi að selja hlutafé sitt og aðrir hluthafar ekki farið var- hluta af þeim fyrirætlunum. „Þegar rætt var um að íslandsbanki kæmi inn með hlutafé á sínum tíma var rætt um að þeir byðu öðrum hluthöf- um forkaupsrétt. Þetta er hins vegar ekki í samþykktum félagsins og með- ferð á hlutafé því fijáls, sem getur verið að Islandsbanki haldi fast í,“ segir Guðmundur. Meintur veiði- þjófnaður FJÓRIR menn voru gripnir við meintan veiðiþjófnað úr svoköll- uðu Lóni sem Staðarhóls- og Hvolsá í Dölum renna í. Menn- irnir höfðu lagt eitt net í lónið og voru þeir að vitja aflans þeg- ar lögreglu bar að. Mennirnir voru nýlega búnir að leggja netið og var afli lít- ill. Lögreglan gerði veiðarfærið og aflann upptækan. Að sögn lögreglu eru mennirnir að sunn- an. FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell „ENGINN er verri þó hann vökni.“ Vaskir þátttakendur í Esju- göngunni á sunnudaginn koma af fjalli eftir brostna veðurspá. Gengið á Esju AÐ GANGA á Esjuna er iðja sem nýtur mikilla og vaxandi vin- sælda meðal höfuðborgarbúa. Hjálparsveit skáta í Reykjavík efndi til Esjugöngudags fyrir almenning á sunnudaginn, í fjórða sinn síðan 1992, en þá hélt sveitin upp á 60 ára afmæli sitt með skipulagningu fyrsta Esjugöngudagsins. Um 1.400 manns mættu til leiks að þessu sinni og hugðust nota góða veðrið sem spáð hafði verið til að njóta útsýnisins af Þverfellshorni. En veðurguð- irnir gerðu göngufólkinu grikk og sendu niður hressilegar skúrir, sem hröktu suma heim á leið. Ófáir létu þó ekki vætuna á sig fá og skunduðu sem leið lá upp á fjallið. Sumir gerðu það meira að segja á mettíma. Hinn 17 ára gamli Sveinn Harðarson gerði sér lítið fyrir og fór leið- ina á rúmum hálftíma, eða 33:57 mínútum. Hann sigraði þar með í göngukeppninni, sem Hjálpar- sveitin skipulagði. Keppendum var skipt í fjóra hópa, þ.e. eftir kyni og í tvo aldurshópa: 39 ára og yngri og 40 ára og eldri. í kvennaflokkunum var aðeins einn keppandi í hvorum aldurs- hópi, en í eldri karlaflokknum voru 11 keppendur og í þeim yngri 7. Að sögn Andrésar Guðmunds- sonar, sveitarsljóra Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík, hefur fólk haft mjög gaman af þátt- töku í fjallgöngunni og því ætlar sveitin að gera Esjugöngu- keppnina að árlegum viðburði. Flugleiðir sjá fram á hagnað í ár eftir hagstæða útkomu fyrstu sex mánuðina Rekstrarafkoman batnaði um röskar 100 milljónir HEILDARTAP Flugleiða hf. fyrstu sex mánuði ársins nam alls um 307 milljónum króna samanborið við um 732 milljóna tap á sama tímabili í fyrra. Þennan bata má að stórum hluta rekja til sölu flugvélar í byrj- un ársins sem skilaði 325 milljóna króna söluhagnaði. Afkoma af reglulegri starfsemi batnaði hins vegar einnig eða um 108 milljónir milli ára, sem rekja má til vaxandi umsvifa og betri nýtingar. Fram kemur í frétt frá Flugleið- um að rekstrarbatinn sé enn meiri en þessu nemi því verkfall Flug- freyjufélags íslands í april hafi kostað félagið um 70 milljónir króna. Með því að halda úti tak- mörkuðu flugi verkfallsdagana hafi félaginu tekist að halda þessum kostnaði í lágmarki. Vegna árstíðarsveiflu í rekstri Flugleiða er jafnan tap af starfsemi félagsins á fyrri helmingi hvers árs en hagnaður yfir sumartímann vegur þar upp á móti. Endurskoðuð rekstraráætlun gerir ráð fyrir hagnaði á árinu í heild og styðja bókanir á haustmánuðunum þá spá. Eru bókanir fleiri en í fyrra bæði í Evrópuflugi og flugi til Bandaríkjanna. Rekstrartekjur námu rúmlega sjö milljörðum fyrstu sex mánuðina og jukust um 9,3% en rekstrargjöld voru rúmlega 7,2 milljarðar og juk- ust um 9,1%. Farþegar voru alls 513 þúsund talsins og fjölgaði um 11,4%. Fragtflutningar jukust um 9,2% og nýting á hótelum batnaði um 4,1%. Greiðslustaða Flugleiða er hag- stæð um þessar mundir eins og verið hefur. Þannig nam handbært fé frá rekstri fyrstu sex mánuðina um 624 milljónum og voru banka- innstæður í lok tímabilsins um 1.553 milljónir. Sigurður Helgason forstjóri segir að afkoman sé heldur betri en áætl- anir hafí gert ráð fyrir. Mikil ánægja ríki með sterka greiðslu- og eiginfjárstöðu félagsins. Þannig hafí eiginfjárstaðan batnað um einn milljarð milli ára. Þá eigi félagið um einn og hálfan milljarð króna í sjóðum þrátt fyrir að búið sé að nota þá peninga sem fengust við sölu tveggja Boeing-véla til að borga þau lán sem þeim tilheyrði og veija 700 milljónum til að borga niður önnur lán. „Það kemur tölu- vert mikið út úr rekstrinum þrátt fyrir að það komi ekki fram í hagn- aði.“ Að sögn Sigurðar er gert ráð fyrir að afkoman á árinu í heild verði svipuð og í fyrra, en þá nam heildarhagnaður félagsins 624 milljónum. Eigið fé á miðju ári nam 4,3 milljörðum en var 3,2 milljarðar á sama tíma í fyrra. Nýrri Boeing 757-200 bætt í flotann Flugleiðir hafa sem kunnugt er ákveðið að leigja eina Boeing 757-200 flugvél til næstu sex ára. Vélin verður leigð frá kaupleigu- fyrirtækinu International Lease Finance Corporation og verður af- hent ný frá Boeing-verksmiðjunum í janúar 1996. Á næsta ári munu Flugleiðir því starfrækja fjórar slíkar vélar og fjórar Boeing 737-400 vélar. Félagið mun fjölga viðkomustöðum um tvo vestanhafs næsta vetur. í aprílbyrjun hefst flug til Boston og verður flogið þangað þrisvar í viku með Boeing 757-200 vélum. í maí hefst f!ug milli Keflavíkur og Halifax í Nova Scotia í Kanada með Boeing 737-400 vél. Friðriksmótið Hannes með forystu EFTIR þrjár umferðir hefur Hannes Hlífar tekið forystu í Frið- riksmótinu með tvo og hálfan vinning en næst honum eru Jó- hann Hjartarson og Sofia Polgar með tvo vinninga hvort. Úrslit í afmælismóti Friðriks Ólafssonar og Skáksambands ís- lands í Þjóðarbókhlöðunni urðu þau í gærkvöldi að Sofía Polgar vann Danann Bent Larsen, Hann- es Hlífar Stefánsson vann Jóhann Hjartarson og náði þannig af honum efsta sætinu, Jón L. Arna- son vann Helga Ólafsson og Frið- rik Ólafsson og Vassílí Smyslov, aldursforseti mótsins, gerðu jafn- tefli. Þröstur Þórhallsson og Glig- oric gerðu jafntefli og_ Margeir Pétursson vann Helga Áss Grét- arsson. Fjórða umferð mótsins verður leikin á morgun, miðvikudag. MORG UNBLAÐIÐ Þrír íslenzkir fjallgöngumenn farnir til Tíbet Klífa 6. hæsta tind veraldar ÞRÍR ungir íslendingar, Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, fóru utan um helgina og er ferðinni heitið til Tíbet, þar sem þeir hyggjast klífa tindinn Cho- Oyu, sem er 8.201 metra hár eða nokkru lægri en Mount Everest, hæsti tindur jarðar, sem er 8.848 metrar. Tindur- inn, sem þeir félagar hyggjast kiífa er sjötti hæsti tindur jarð- ar og hæsti tindur, sem ís- lenzkir fjallgöngumenn hafa reynt sig við. Tíu daga ganga að fjallinu Björn Ólafsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þeir félagar stefndu að þvr' að kom- ast á topp fjallsins fyrstu vik- una í október. Talsvert ferða- lag er að komast að fjallinu og tekur sú ferð um 10 daga. Þeir félagar hyggjast ekki nota súrefni, heldur treysta á aðlögun við þunnt loft tíbetska hálendisins. Allmisjafnt er hvað menn gera í þeim efnum, en Björn kvað þá félaga myndu hafa þennan háttinn á. ) Helmingslíkur á að ) ná toppnum ) Ferðin að fjallinu krefst talsverðs umstangs og munu þeir fá aðstoð þarlendra til þess að komast með búnað sinn að fjallinu. AIls verður leiðangurinn 12 manns að ís- lendingunum meðtöldum og verða uxar notaðir til þess að koma farangri þeirra áleiðis. j Bjöm kvað líkurnar á að þeimi k félöprm tækist að komast á tindinn vera um það bil 50%. ' Margt gæti spilað inn í sem kæmi í veg fyrir að þeim tæk- ist ætlunarverk sitt, t.d. veður. „Við reynum okkar bezta og gerum okkar bezta“, sagði - Bjöm. Eins og áður sagði er þetta hæsti tindur, sem Islendingar hafa reynt að klífa. Fyrir 10 j árum kleif Helgi Benediktsson tindinn Diran í Pakistan, sem er tæplega 7.300 metra hár. I Cho-Oyu er því tæplega 1.000 metmm hærri en sá tindur. íslenska sjónvarpið Verið að semja um sýningarrétt GUNNAR M. Hansson, stjómarmaður í íslenska sjón- varpinu hf., segir að sér hafi komið á óvart að sjá þau ummæli Sigurðar G. Guðjóns- sonar, stjómarformanns ís- lenska útvarpsfélagsins, í grein í Morgunblaðinu að Stöð 2 hafí samninga við alla stærstu dreifingaraðila sjón- varpsefnis. Stjórnendur íslenska sjón- varpsins hafa verið að semja um sýningarrétt á efni í nýju sjónvarpsstöðinni og segist Gunnar ekki sjá að samningar Stöðvar 2 takmarki mögu- leika félagsins á að koma saman þeirri dagskrá sem aðstandendur hennar vilji hafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.