Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: HaraLdur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁLFRAMLEIÐSLA ^ Skammsýni að stækka ISAL með sömu kertækni OFBELDII SJÓNVARPI RANNSÓKNIR bandarískra sálfræðinga á afleiðing- um ofbeldis í sjónvarpi sýna, svo ekki verður um villzt, að það er ein ástæðan fyrir ofbeldisfullu atferli barna og leiðir til glæpa á fullorðinsárum. Full ástæða er fyrir íslendinga að huga að þessum niðurstöðum. Sjónvarpsstöðvarnar tvær senda út mikið erlent kvik- myndaefni, eins og kunnugt er. Þar að auki verður aðgangur að alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum æ víðtæk- ari hér á landi, auk þess sem fyrir dyrum er stóraukið framboð á sjónvarpsefni á íslenzkum fjölmiðlamarkaði. Samhengið milli sjónvarps og ofbeldis í samfélaginu var til umfjöllunar í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Sál- fræðingurinn Ronald Slaby við Harvard-háskóla sagði þar m.a.: „Við höfum rannsakað þetta í áratugi og getum fullyrt, að sjónvarpsofbeldi er ein af orsökum ofbeldis í samfélaginu - og orsök er ekki orð sem vís- indamenn nota í tíma og ótíma.“ Sérfræðingar í sjón- varpsofbeldi segja að komið hafi fram sterkar vísbend- ingar um skýra og ótvíræða fylgni milli þess tíma, sem börn eyða við sjónvarpsskjáinn, og glæpa eftir að þau vaxi úr grasi. Rannsóknirnar séu orðnar svo margar, að óhætt sé að fullyrða, að sjónvarpsofbeldi auki hætt- una á ofbeldisfullu atferli ungra áhorfenda. Ein þekktasta og viðamesta rannsókn á langtíma- áhrifum sjónvarpsofbeldis, sem gerð var af Leonard Eron við Illinois-háskóla, sýndi fram á, að því lengur, sem drengur horfir á sjónvarp fram að átta ára aldri, því alvarlegri glæpi fremji hann fyrir þrítugsaldur, því árásarhneigðari er hann undir áhrifum áfengis og of- beldisfyllri gagnvart eigin börnum. Þá má benda á, að rannsóknir hafa sýnt, að fólk, sem horfir mikið á sjónvarp, hefur tilhneigingu til að óttast, að það verði fórnarlömb ofbeldis, svo og leiðir sjónvarpsgláp smátt og smátt til forherðingar og ónæmis fyrir ofbeldi. Loks sýnir ofbeldi í sjónvarpi ungmennum, að það sé árangursrík leið til að leysa vandamálin og verður þannig hvatning til ómótaðra áhorfenda að fara þá leið. Þessar ófögru niðurstöður í rannsóknum virtra vís- indamanna sýna, að ofbeldi í sjónvarpi er orðið þjóðfé- lagslegt mein. Þótt þær hafi verið gerðar meðal millj- ónaþjóða er engin ástæða til annars en að taka þær alvarlega hér á landi, einkum nú, þegar aðgangur er að sjónvarpsefni nánast allan sólarhringinn. STYÐJUM HJARTAVERND! XXJARTAVERND hefur í þrjátíu ár staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á orsökum og út- breiðslu hjartasjúkdóma hér á landi. Niðurstöður þeirra rannsókna eiga, ásamt farsælli þróun í hjartaaðgerðum á hátæknispítölum, mestan þátt í þeim mikla árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma. Þær rannsóknir sem nú er unnið að eru m.a. á kransæðasjúkdómum meðal íslenzkra kvenna og tíðni og áhættuþáttum heilablóðfalls. í þann veginn er að hefjast rannsókn á arfgengum þáttum kransæðasjúkdóma meðal afkomenda þeirra, sem þátt tóku í upphaflegri hóprannsókn Hjartaverndar. Starfsemin hefur að stórum hluta byggst á fjárhags- stuðningi almennings. Og minnkandi ríkisframlög gera þennan frjálsa almannastuðning enn mikilvægari en fyrr. Það er því rík ástæða til að hvetja fólk og fyrir- tæki til liðsinnis við Hjartavernd nú þegar árlegt happ- drætti Hjartaverndar leitar eftir stuðningi. Það á að vera ljúf, siðferðileg kvöð sérhvers vinnandi einstak- lings að leggja jafn brýnu og þörfu málefni Iið með kaupum á happdrættismiða. Styðjum rannsóknir og fyrirbyggjandi sjúkdóma- varnir Hjartaverndar! Pálmi Stefánsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri hjá Hydro Equipment AS í Noregi, segir í samtali við Hall Þorsteinsson að stækk- un álverksmiðju ÍSAL í Straumsvík með sömu kerstærð og þar er fyrir hendi sé mistök til lengri tíma litið o g óráðlegt af íslenska ríkinu að leggja fé í þá framkvæmd. STÆKKUN álversins í Straumsvík með sömu ker- tækni og þar er notuð ber vott um mikla skammsýni, þar sem sú tækni er of afkastalítil til að geta talist hagkvæm til framtíð- ar, að sögn Pálma Stefánssonar verk- fræðings, en hann er þaulkunnugur áliðnaðinum vegna starfa sinna á því sviði undanfarna áratugi. Hann segir að kostnaðurinn við þá stækkun sem rætt er um í Straumsvík sé um 13,6 milljarðar króna, en til þessa hefur verið rætt um að kostnaðurinn verði um 10 milljarðar. Segir hann öllu máli skipta hveijir komi til með að leggja fé í stækkun ISAL, en hann telji óráðlegt af ísienska ríkinu að flármagna stækkunina ef til kæmi. Pálmi Stefánsson efnaverkfræð- ingur starfaði hjá Alusuisse í Sviss og Austurríki 1968-69 og 1969-72 stjórnaði hann_ uppsetningu tækja- búnaðar hjá ÍSAL í Straumsvik. Hann var verkefna- og þróunarstjóri hjá ÍSAL 1973-1989, rak síðan eigin verkfræðistofu í Reykjavík 1989- 1991, var framkvæmdastjóri áldeild- ar Kumera Oy í Finnlandi 1991-92, framkvæmdastjóri Master Equip- ment a/s í Noregi 1992-94 og síðan hefur hann verið tæknilegur fram- kvæmdastjóri Hydro Equipment AS í Noregi, en það fyrirtæki annast sölu á alþjóðamarkaði á ýmsum bún- aði og tækjum sérstaklega til raf- greiningar eða í steypuskála álvera. Álverin að verða stærri og færri Pálmi segir að um þessar mundir séu átta verkefni í gangi við stækkun álvera í heiminum, en aðeins sé verið að.keyra upp eina nýja verksmiðju, en hún er í Suður-Afríku og mun framleiða um 560 þúsund tonn á ári. „Það sem er að gerast á þessu sviði í heiminum í dag er það að álver- in eru að stækka og það eru að verða sífelit færri verksmiðjur. Eftir að ein- okun þessara 5-6 stóru hætti upp úr 1970 og fleiri félög komu inn á markaðinn, komu krepp- urnar, sem hafa verið nokkuð reglulegar, eða árin 1971 og 1975, 1981 og 1985 og síðast árið 1991, en þá stóð kreppan í þijú ár vegna þess að Rússamir komu með svo mikið ál inn á markaðinn. Það sem skeði í þess- ari síðustu kreppu var að það duttu 13-14 verksmiðjur út. Árið 1989 voru 137 verksmiðjur í gangi í heiminum, utan Kína, en í dag eru 118 eftir. I Kína eru 68 álver í dag, en talið er að eftir 20 ár verði ekki nema 18 í gangi þar. Minni verksmiðjurnar detta því út, en hinar reyna að koma sér upp í hagkvæmari stærð og velja í KERSKÁLA Álversins í Straumsvík. Hægkvæmni í álvinnslu vex með stærri kerjum Framleiðslukostnaður lækkar með aukinni hag- ræðingu og kerjastærð Pálmi Stefánsson Hagkvæmast að stækka þegar lægð er á markaðnum sér þá tækni sem skilar mestum afköstum," segir Pálmi. Hann segir að þegar verksmiðjan í Straums- vík hafi verið byggð hafi þótt hagkvæmt að framleiðslugetan væri um 100 þúsund tonn á ári, en rekstur verk- smiðjunnar hófst 1969. Fljótlega hafi svo 200 þúsund tonna verk- smiðja þótt hagkvæ- must og nú væri talað um að framleiðslugeta nýrrar álverksmiðju þyrfti að vera 300 þús- und tonn á ári. „Það er alltaf hagkvæmt að stækka einingu sem fyrir er, því þá þarf ekki að bæta svo miklu við grunngerð fyrirtækisins. En hvað varðar ISAL þá má segja að kannski hafi orðið þau mistök við byggingu kerskála 2 árið 1972 að hann skuli ekki hafa verið byggður með stærri kereiningum, þ.e. meiri afköstum. Þá var völ á 140 kílóampera kerum, en kerin sem voru byggð voru sams- konar og í kerskála 1, eða 105 kíló- amper. Kannski var það reynsluleysi á þeim tíma sem réði þessu, en síðan hefur verið stað- fest að þetta voru mistök. Þessi tækni er orðin bráð- um 40 ára gömul og núna er verið að tala um að stækka með þriðja kerskál- anum með sömu stærð kera. Að vísu dreymir menn um að geta komið þessum kerum upp í 140 kílóamper, eða þá stærð sem hægt var að byggja 1970. Ég tel að það sé nánast slys að byggja svona lítil ker. Bæði er dýrara að byggja þessa gömlu tækni inn og til lengri tíma litið er ekki framtíð í því. Til skamms tíma litið er þetta hins vegar hagkvæmt fyrir verksmiðjuna, en ef líta á til lengri tíma þá tel ég þetta mistök og ég sem eig- andi myndi ekki vilja setja mína peninga í það. Það stefnir nefni- lega allt í það að álverin verði færri og stærri, og líkt og í síðustu kreppu verða það minnstu verk- smiðjurnar sem detta út,“ segir hann. Eins og að keyra alltaf á gamla Ford Vissir erfiðleikar eru samfara því að reka ál- verksmiðju með tveimur kerstærðum, að sögn Pálma, en hann segir að t.d. í Nor- egi séu dæmi um tvennskonar ker- tækni og mismunandi kerstærðir og gangi það vel. Ef verið sé að stækka kerskála séu að sjálfsögðu notaðar sömu kerstærðir, en ef byggja eigi nýjan kerskála eigi hiklaust að fara í stærri ker. Hann segir að ÍSAL sé kannski að hugsa um að spara sér að kaupa þá tækniþekkingu frá þriðja aðila sem nauðsynleg sé við stærri ker en fyrir eru í verksmiðjunni í Straumsvík, en tækniþekkingin sé um 3% af beinum kostnaði. Þá sé hægt að nota meira af ------------ grunngerð verksmiðjunnar við að nota sömu tækni áfram, en þetta sé skamm- tímasjónarmið, því til lengri tíma litið verði svona verksmiðja fyrr úrelt og þá sé spurning hvort hún verði end- urnýjuð. „Ef við hugsuðum svona myhdum við alltaf keyra á gamla Ford. Þegar ISAL byrjaði var þegar byijað að byggja verksmiðjur í S-Afríku og Essen með um 40% afkastameiri kerum, en fram að þessu hefur ker- tæknin verið að þróast þannig að 60 ár tók að komast yfir 100 kílóam- per, 20 ár yfir 200 kílóamper og loks 10 ár yfir 300 kílóamper. Það er reyndar búið að gera gífurlegar end- urbætur á verksmiðjunni í Straums- vík og menn dreymir um að geta aukið afköstin upp í 140 kílóamper með tækni sem hægt hefði verið að setja í annan kerskálann þegar upp úr 1970.“ Kostnaðurinn í hlutfalli við kerstærðina Pálmi segir ljóst að hagkvæmast sé að stækka verksmiðjur þegar lægð er á álmarkaðnum, en það geti mun- að um 20-25% af kostnaðarverði. Aðalatriðið í þessum málum sé samt kerin, en kostnaðurinn við verksmiðj- urnar sé í hlutfalli við kerstærðina sem notuð er. Munurinn að byggja jafn afkastamikið álver með minni kerum annars vegar og hins vegar stærri, þ.e. 180 kílóamperum og 300 kílóamperum, muni um 18% í fjár- festingu hjá franska álframleiðand- anum Pechiney. Þannig sé ódýrast að fara upp í afkastameiri ker og mestu muni að fara yfir 200 kíló- amper, en þegar komið sé yfir þá stærð minnki munurinn. Jafnframt minnki framleiðslukostnaðurinn eftir því sem verksmiðjan er stærri. „Það hefur allt að segja að taka í notkun afkastameiri tækni, og spurningin er hvort verksmiðja með úreltri tækni verði endurnýjuð eftir 20-30 ár. Þetta er svipað og með sjávarútveginn, þar sem alltaf hefur verið farið í afkastameiri tækni til að keppa á heimsmörkuðum. Á sama hátt verður ÍSAL að fylgja þróun- inni til að geta keppt við hinar verk- smiðjurnar. Annaðhvort á að hella sér út í það sem hefur mesta hag- kvæmni til framtíðar, eða láta það skammtímasjónarmið ráða hvað sé þægilegast fyrir þá þegar þeir taka stækkunina í notkun. Það er búið að gera þessi mistök einu sinni í sambandi við ÍSAL og að gera þetta öðru sinni sýnir mér að menn hafi ekki lært af reynslunni. Ef á sínum tíma hefði verið farið í 140 kílóam- pera ker væri helmingurinn af verk- smiðjunni með meiri afköstum, sem með tækni í dag, t.d. með því að stækka skautin, aðlaga straumteina o.fl., væri kannski hægt að koma upp í 170-180 kílóamper, sem er þolanleg stærð í dag. En með þess- ari tækni í kerunum hjá ÍSAL kom- ast þeir aldrei í meira en 140 kílóam- per. En það er eins og að kaupa miða í happdrætti, því ef lífaldur keranna fer niður við þessar breyt- ingar þá gengur dæmið ekki upp. Það er því tekin áhætta með þessu. Síðan er það spurningin hver borgar þá stækkun sem fyrirhuguð er hjá ISAL. Ef íslenskir skattgreiðendur eiga að leggja fé í þetta þá myndi ég ekki ráðleggja það. Ef Alusuisse leggur í þetta fé þá er það hins veg- ar þjóðhagslega hagkvæmt, þar sem meiri peningar koma inn í landið, því það kostar meira að byggja af- kastaminni ker. Það má því líta á þetta á margan hátt, en spurningin er hver borgar þetta.“ Velja á þá tækni sem skilar mestum afköstum Hugsanleg þátttaka Kínverja Eins og fram hefur kom- ið hafa Kínveijar lýst ________ áhuga á að kanna mögu- leika á álveri hér á landi og segir Pálmi ekkert nema gott um það að segja. Hann bendir hins veg ar á að Kínveijar eigi ekki hlutdeild nema í einni álverksmiðju utan hei malandsins, en það er 10% hlutur í verksmiðju í Ástralíu. „Kína hefur ekki upp á neina tækni að bjóða í þessu sambandi og þess vegna er hugsanlegt að þeir vildu kannski taka þátt í stækkuninni ÍSAL,“ segir Pálmi Stefánsson. T ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 29 Opinberri heimsókn forseta íslands til Kína lauk 1 gær Morgunblaðið/Margrét Heinreksdóttir FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, skoða yfirlitskort af hitaveituframkvæmdum í Tangu í Kína, en Islendingar taka þátt í framkvæmdum þar. VESTRÆNN ARFUR OG HERMENN ÚR LEIR FORSETI og utanríkisráðherra skoðuðu likan af nýju borgar- hverfi, sem er að rísa í Shanghai, suðvestur af mynni Yangtse- flj'óts. Svæðið nær yfir 520 ferkílómetra. _ Morgunblaðið/Guðiaugur Tryggvi Karlsson VIGDIS Finnbogadóttir ásamt kínverskum gestgjöfum í Xian við gröf með þúsundum leirmynda svokallaðra terracotta-hermanna. Peking. Morgunblaðið. OPINBERRI heimsókn forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnbogadótt- ur, i Kína lauk í gærkvöldi. Það er einróma álit þeirra sem með henni hafa fylgst, að heimsóknin hafi tekist einstaklega vel og verið til mikils gagns í alla staði. Forset- anum hefur verið feiknavel tekið og koma hennar vakið talsverða athygli. Síðasti áfangastaðurinn í ferð- inni var Shanghai, stærsta borg Kína. Þar átti forsetinn fund með borgarstjóranum, Xu Kuangdi, sem gaf hnitmiðað og greinargott yfirlit yfir hina gífurlegu upp- byggingu sem þar á sér stað. Síðan sat forsetinn ásamt fylgdarliði sínu kvöldverðarboð borgarsljór- ans. Að honum loknum var farin ökuferð um borgina. Sást þá betur en í dagsljósi hinn vestræni arfur borgarinnar, gamlar byggingar í nýlendustíl nutu sín vel flóðlýstar. Morguninn eftir var farið upp í glænýjan sjónvarpsturn nærri 500 metra háan og horft yfir þessa miklu borg. Var sérkennilegt að sjá hvernig háhýsin spruttu eins og gorkúlur upp úr gömlum íbúð- arhverfum, mörgum hrörlegum. Einhverjum varð að orði að ekki kæmi á óvart þótt borgin yrði orð- in eins konar Manhattan í New York eftir nokkur ár. Loks var skoðað líkan af nýju borgarhverfi sem er að rísa í út- hverfi borgarinnar, suðvestur af mynni Yangtse-fij'óts. Svæðið nær yfir 520 ferkílómetra. Þar er gíf- urleg uppbygging og mikið um erlenda fjárfestingu, fjöldi vest- rænna fyrirtækja hefur hafið þar viðskipti. Var mikil áhersla lögð á áhuga Shanghai-manna á að auka erlenda fjárfestingu og skapa fyr- irtækjum gott rekstrarumhverfi. Greinilegt var, að gestgjafarnir höfðu heyrt af áhuga forsetans á menningarmálum, því þeir lögðu mikla áherslu á allt sem gera ætti á sviði lista-, mennta- og menning- armála og tóku beinlínis fram að síst stæði til að gera Shanghai að andlegri eyðimörk. Leiroglaugar Líklegast mun lengst lifa í minn- ingu þeirra, sem fylgdust með for- setanum á ferð þessari, ferðin til Xian, liinnar fornu höfuðborgar Kína, sem geymir slíkan aragrúa formninja að þar má lesa mörg þúsund ára sögu. Varð ekki séð nema smábrot af þessum menning- ararfi í þessari stuttu heimsókn. Hæst bar hina frægu terracotta- leirhermenn Quins Shihuangdi, sem telst fyrstur keisara í Kína og var í senn harðstjóri og mikill umbótamaður. Hann vann sér það m.a. til frægðar að samræma kín- verskt ritmál og mynt og Iagði að talið er drög að Kínamúrnum mikla. Hann var við völd frá 221 til 206 fyrir Krist. Það var árið 1974 sem bændur nokkrir, búsettir rétt hjá Xian í Ling Tong-sýslu í Shaanxi-héraði, voru að grafa fyrir brunni í sak- leysislegu akurlendi þar sem upp af reis pýramídalögðuð hæð. Sögu- sagnir höfðu lengi hermt að þar væri grafhýsi fornra keisara en ekki verið staðfest fyrr. Ekki hef- ur nema brot af svæðinu verið graf ið upp og ekki ennþá verið hreyft við grafhýsinu sjálfu, en talið er að þarna séu um 8.000 leirstyttur. Skoðuð voru tvö hús; í öðru voru ellefu gryfjur, hver um sig um 200 metrar að lengd og allar fullar af leirstyttum, her- mennirnir 160-190 sm á hæð og hrossin stæðileg eftir því. Minnti þetta á hermenn í skotgröfum og svo voru stytturnar lifandi, að manni fannst næstum eins og þær myndu þramma upp úr gröfunum við minnstu bendingu. I hinu hús- inu voru leifar stórhýsis úr leir sem enn er verið að grafa upp. Talið er að Quin keisari hafi ætlað sér þetta til stuðnings hið neðra þegar þangað kæmi og svo vænt- anlega að sýna eftirkomendum sínum hvert veldi sitt hefði verið. Lótuslaug hjákonunnar Annar sögufrægur staður var skoðaður, heitu laugarnar í Huaq- ing, gerðar á árunum 712-756 af Xuanzong keisara af Tang-ætt, önnur kölluð lótuslaugin, gerð handa eftirlætis hjákonu keisarans, hin stærri handa honum sjálfum. Staðurinn á sér hins vegar miklu lengri sögu sem baðstaður höfð- inga og er líka frægur fyrir að þar var Chiang Kaishek, leiðtogi þjóð- ernissinna í Kína, handtekinn árið 1936 af undirmanni sínum sem vildi samvinnu við kommúnista. Hann var þó látinn laus að boði Stalíns, eim-æðisherra í Sovétríkjunum. Jafnframt var það í Shaanxi-héraði sem Mao Tse Tung og félagar hans undirbjuggu lokasóknina gegn þjóðernissinnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.