Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Joe’s á Akureyri NÝ VERSLUN með karl- mannafatnað var opnuð á Ak- ureyri föstudaginn 1. sept- ember. Verslunin nefnist Joe’s eftir danska fyrirtækinu sem framleiðir megnið af fötunum sem eru á boðstólum. Joe’s er til húsa við hliðina á JMJ við Gránufélagsgötu og eigandi hennar er Ragiiar Sverrisson kaupmaður í JMJ. Ragnar seg- ir að í Joe’s verði lögð áhersla á þægilegan og vandaðan fatn- að á unga karlmenn og á hag- stæðu verði. Hann segir þetta einu sérverslunina í bænum fyrir karlmenn í yngri kantin- um. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Afleiðingar atvinnuleysis BJÖRG Bjarnadóttir, sálfræð- ingur verður gestur á opnu húsi í Miðstöð fólks í atvinnu- leit í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju á morgun, mið- vikudaginn 6. september en hún hefst kl. 15.00. Björg mun ræða um afleið- ingar atvinnuleysis og jafn- framt kynna Menntasmiðju kvenna á Akureyri sem hún veitir nú forstöðu. Veitingar verða á borðum og dagblöð liggja frammi. Umdeild tillaga stjórnar Eyþings um skólaþjónustu Morgunblaðið/Stefán Þór Sæmundsson Listrænt leikfang Svæðið við Ijörnina í Innbænum á Akureyri hefur að undanförnu verið vettvangur ýmissa skúlp- túra sem settir voru upp í tengsl- um við Listasumar ’95. Nú fer hver að verða síðastur að virða listaverkin fyrir sér. Þessir ungu piltar fundu hagnýtan flöt á einu listaverkinu. Félag skólastjóra á Norðurlandi eystra Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Gamalla blóma angan AKUREYRI og Kjarnaskógur ná nánast saman en á stuttri leið suður í þetta vinsæla útivistar- svæði birtast myndir úr fortíð- inni ef glöggt er skoðað. Gamalt dráttarvélarflak við hrörleg húsakynni þykir ef til vill ekki fögur sýn en náttúran reynir að gera sitt besta með því að brciða blómaskrúð yfir niðurníðsluna. Valddreifing nái til skólanna FÉLAG skólastjóra á Norðurlandi eystra-hélt fund að Laugum 1. sept- ember sl. og þar var m.a. fjallað um undirbúning að gildistöku nýrra grunnskólalaga. Fundurinn telur mikilvægt að markmið lagasetning- arinnar varðandi valddreifingu og nútímalega stjórnsýsluhætti nái fram að ganga þegar samdar verða reglur um uppbyggingu stofnana, fyrirkomuiag þjónustu og starfs- mannahald í grunnskólunum. Nýjar áherslur á mat á skólástarfi, skóla- þróun sem og gæðastjórnun krefjist þess beinlínis að valddreifing nái til skólanna sjálfra og lögð sé áhersla á ábyrgð á vettvangi. Til að slík markmið nái fram að ganga telur fundurinn mikilvægt að kalla til samstarfs fulltrúa foreldra, fulltrúa skólastjóra og fulltrúa kenn- ara til að vinna með samtökum sveit- arstjórna að því að taka við verkefn- inu undir faglegu eftirliti mennta- málaráðuneytisins. „Skólastjórar vilja undirstrika mikilvægi þess að nota þetta tæki- færi til að vinna að markvissum umbótum í skólastarfi og tryggja sátt og samstöðu um uppeldi og menntun komandi kynslóða. Skapist víðtæk samstaða um þetta verkefni munu ávextir þess skila sér innan mjög skamms tíma í þroska og lífs- hamingju einstaklinganna og efna- hagslegri framför samfélagsins alls,“ segir í ályktun fundarins. Félag skólastjóra telur tillögur um yfirtöku á þjónustu fræðsluskrifstofu og nokkra sameiningu við leikskóla- þjónustu örlítið skref til samhæfingar á allri faglegri umsýslu og þjónustu við böm og fjölskyldur þeirra. Mikil- vægt sé að fagmenntaðir starfsmenn eigi beina aðild að stjórnun verkefnis- ins sem og fulltrúar foreldra þótt óhjákvæmilegt virðist að allt fjárveit- ingarvald og rekstrareftirlit verði í höndum samtaka sveitarstjórna sem samvinnu kjósa að hafa. Skólastjórar komu þessum sjón- armiðum sínum og öðrum á fram- færi á aðalfundi Eyþings en að þeirra mati voru tiliögur stjórnar Eyþings um skólaþjónustu aðeins stefnu- mörkun, öll úrvinnsla væri eftir. Málum miðlað og skotíð á frest STÆRSTA málið á aðalfundi Ey- þings, sambands sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem haldinn var í Reykjahlíð sl. fimmtudag og föstudag var afgreiðsla á tillögu stjórnar Eyþings um framkvæmd skólaþjónustu þegar grunnskólinn færist frá ríki til sveitarfélaga. Tillagan var ákaflega umdeild, þótt flestir virtust sammála grunn- hugmyndunum, en það var ekki síst andstaða Akureyringa sem gerði það að verkum að tillaga stjórnarinnar var aldrei borin upp því eftir miklar umræður á föstu- daginn var búin til ný máiamiðlun- artillaga sem allir gátu sætt sig við. Ný þjónustumiðstöð Aðalfundurinn mælir með að sett verði á fót ný þjónustumiðstöð til að sinna þeim sérfræði- og ráð- gjafarverkefnum sem tilgreind eru i 42. og 48. grein grunnskólalaga. Þá skal þjónustumiðstöðin yfirtaka þau verkefni sem Fræðsluskrif- stofa umdæmisins hefur sinnt og ekki er getið um í lögunum. „Miðstöðinni er ætlað að þjóna almenna grunnskólanum. Jafn- framt verði kannað að hvaða marki sé hagkvæmt að hún þjóni einnig öðrum stofnunum. Einkum verði litið til leikskóla, tónlistarskóla, félagsþjónustu sveitarfélaga, þ.m.t. barnaverndarmál, og þjón- ustu við fatlaða," segir í aðalfund- artillögunni en margir fulltrúar óttuðust að verið væri að búa til of stórt, flókið og dýrt bákn ef áðurnefnd þjónusta yrði felld undir miðstöðina. Útibú á Húsavík? Lagt er til að miðstöðin lúti einni yfirstjórn sem kosin er af aðal- fundi Eyþings og er gert ráð fyrir að ’starfsemin geti verið staðsett á fleiri en einum stað í kjördæminu. Þarna er verið að vísa til áhuga Þingeyinga á útibúi miðstöðvarinn- ar á Húsavík en skoðanir voru skiptar um þau mál og aðrir sem töldu rétt að hafa eina miðstöð fyrir allt kjördæmið. Aðalfundurinn samþykkti að fela starfshópi sem skipaður var á síðasta aðalfundi, ásamt fulltrúa tilnefndum af stjórn Eyþings og fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennara á Norðurlandi eystra að halda áfram vinnu við að undirbúa yfirtöku á áðurnefndum verkefn- um, vinna upp tillögur að yfirtöku sveitarfélaganna á sérkennsluþjón- ustu og vinna upp tillögur að hugsanlegri útvíkkun þjónustunn- ar. Starfshópurinn á að hafa sam- ráð við fagaðila og skila tillögum til stjórnar Eyþings fyrir næstu áramót. Bæjarráð fellst ekki á tillögurnar óbreyttar Á fundinum kynntu fulltrúar flestra sveitarfélaga innan Ey- þings sjónarmið sveitarstjórnanna og greindi menn á um hvort yfir- taka ætti Fræðsluskrifstofuna í nær óbreyttri mynd eða búa til nýja stofnun til að samþætta fleiri þjónustusvið. Bæjarráð Akureyrar hafði lýst því yfir að ráðið gæti ekki fallist á tillögur stjórnar Ey- þings í óbreyttri mynd, þær þyrfti að vinna miklu betur og sama sjónarmið kom fram í máli ann- arra fulltrúa sem töldu tillögurnar aðeins umræðugrundvöll. Það náðist því hvorki samstaða um verksvið miðstöðvarinnar né skipulag og ekki heldur landfræði- lega dreifingu þjónustunnar. Nið- urstaðan varð því þessi málamiðl- un um frekari vinnu fram til ára- móta. P >H<'>' „ipakka i kr.nM.- áiriw ekki innililm iddtu ekki af águjtbókunum! Qt ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.