Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hverkærirsig um sjúklinga? FLESTIR muna eftir hinum vin- sæla gamanþætti í sjónvarpinu „Já, ráðherra" þar sem dregið var dár að pólitískum ákvörðunum og störfum embættismanna. Einn þátturinn fjallaði um fyrirmyndar- sjúkrahúsið sem var ágætlega tækjavætt og vel mannað. Stjórn- endur höfðu komist að þeirri niður- stöðu að sjúklingar væru óþarfir, þeim fylgdi bara kostnaður og tap- rekstur, þess vegna voru engir sjúklingar á sjúkrahúsinu. Sjúkra- húsreksturinn var ætíð vel innan ramma fjárlaga og skilaði meir að segja góðum hagnaði. Þetta grát- broslega dæmi getur því miður endurspeglað sjúkrahúsrekstur hér á landi. Ef engir sjúklingar væru *Banama Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% þegar þú kaupir Uera Aloe gel! □ Hvers vegna að borga 1.200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Bartana Boat Aloe Vera geli á 700 kr.? □ Banana Boat 99,7% hreint Aloe Vera gel fæst í 6 misrminandi pakkningum. Verð frá kr. 65, kr. 499 og upp í 1.000 kr, hálfur Irtri. □ Bíddu lika um Banana Boat Body Lotioinið með Atoe Vera, A, B2,B5, D og E vitamini. □ Hefurðu prófað alnáttúrulega svitalyktareyðandi kristal- steininn? Margar gerðir og verðið er frá kr. 655. M.a.: □ Svitalyktareyðandi Nature's kristalshjarta i gjafaöskju. □ Svitalyktandi Nature's kristalsdropi i gjafaöskju. □ Svitalyktandi Nature's .ýtt'onum upp“ (Push-Up Stick). □ Svitalyktareyðandi Nature's sprey (kristall í vökvaformi). Biddu um Banana Boat og Nature's kristalinn í apótekum, sólbaðsst, snyrtist ogöDum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Heilsuval - Barónsstíg 20 n 562 6275 Þannig virðist sem sov- étískur ríkiskapítalismi sé ráðandi í rekstri sjúkrahúsa hér, segja Helgi Sigurðsson og —,------------------- Asmundur Brekkan, þótt flestar vestrænar þjóðir hafi farið inn á aðrar brautir. á sjúkrahúsunum myndu þau á sama hátt skila „hagnaði", enda er svarið við flötum niðurskurði íjárveitinga, lokanir deilda og heft- ur aðgangur að skurðaðgerðum. Með öðrum orðum, eftir megni er reynt að koma í veg fyrir að sjúkl- ingar fái þjónustu. Þegar verið er að ræða niður- skurð í ríkisfjármálum er eðlilegt að útgjöld til heilbrigðiskerfisins komi til umræðu. í því sambandi hafa sjúkrahúsin í Reykjavík verið í brennidepli og þeim ítrekað verið gert að draga úr kostnaði. í ný- legri skýrslu frá ríkisendurskoðun kemur þó fram að várla er frekari árangurs að vænta af hagræð- ingaraðgerðum á þessum stofnun- um. Samt er höggvið í sama kné- runn og frekari niðurskurður boð- aður í rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík. Óhjákvæmilegar afleið- ingar eru verri þjónusta, sem bitn- Sólarhitavörn Armorcoat öryggisfilman leysir þrjú vandamál. Sólarhiti minnkar (3/4). Upplitun minnkar (95%). Breytir glerinu I öryggisgler og eykur brotaþol 300%. Skemmtilegt hf. Sfmi 567 4709. ar á bráðveikum sjúklingum og sjúklingum með ýmsa langvinna sjúkdóma. Ýmsir ráðamenn hafa bent á að fjárfest hafi verið umfram þarfir í sjúkrahúsum, og heilsugæslu- stöðvum utan Reykjavíkur, en samtímis hafi skort fjármagn til nauðsynlegrar bráðaþjónustu. Offjárfestingin úti á landi heldur áfram, þrátt fyrir að til séu skýrsl- ur unnar af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, þessu til staðfestingar. Svo virðist sem heildarstefnu skorti í heilbrigðis- málum, á meðan verða úrlausnir stjómvalda ekki trúverðugar, því er sem vanhugsaðar ákvarðanir og hreppapólitísk sjónarmið ráði oft ferðinni. Hér skal bent á nokkra annmarka í uppbyggingu heil- brigðiskerfisins, sem vinna gegn aukinni hagræðingu og stuðla að óeðlilegri forgangsröðun verkefna. Er rekstrarumhverfi sjúkrahúsa hagkvæmnt? Flest sjúkrahús hér á landi fá fyrirfram ákveðnar fjárveitingar á ári fyrir starfsemi sína og lítil sem engin tenging er hugsuð á milli afkasta á sjúkrahúsunum og fjár- framlaga. Þannig virðist sem sov- étískur ríkiskapítalismi sé ráðandi við rekstur sjúkrahúsa hér á landi, á meðan flestar aðrar vestrænar þjóðir hafa fyrir löngu farið inn á braut þar sem umtalsverður hluti af rekstrarfé sjúkrahúsa fæst með sértekjum fyrir veitta þjónustu. Með öðrum orðum, fjármunir fylgja þar sjúklingum og heilbrigð- isstofnanir geta nýtt tekjur sínar betur með hagræðingaraðgerðum og auknum afköstum. Falskt öryggi eða gæðaþjónusta? Lítil sjúkrahús eru rekin víða um land og þau veita fólki á staðn- um öryggiskennd. Rannsóknir er- lendis sýna að meðferðarárangur á minni sjúkrahúsum er oft síðri en á stærri sjúkrahúsum. Gildir það sérstakiega um slysa- og bráðalækningar og við flókna með- höndlun sjúkdóma. Litla sjúkra- húsið getur þannig gefið falskt öryggi. Þegar tillögur koma fram um niðurskurð til heimasjúkra- hússins er þeim umsvifalaust mót- mælt af íbúunum, enda er sjúkra- húsið oft jafnframt stærsti vinnu- veitandinn. Hreppapólitísk sjónar- mið koma í veg fyrir fyrirhugaðan niðurskurð. í Svíþjóð hefur verið ákveðið að leggja niður fjölda sjúkrahúsa ekki bara af sparnaðarástæðum heldur einnig til að tryggja gæðaþjónustu. Til að halda uppi gæðaþjónustu er þar talið æskilegt að upptökusvæði sérhvers sjúkrahúss sé um hundrað þúsund íbúar. Þetta myndi jafn- gilda því að tvö til þijú sjúkrahús sinntu bráðaþjónustu á íslandi, en á sama tíma er verið að fjárfesta í sjúkrahúsbyggingum með ærnum tilkostnaði víða hér á landi. Heilbrigðiskeffi hér á landi stenst samanburð við það sem er á meðal nágrannaþjóða og upp- bygging heilsugæslunar er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Metn- aður þjóðarinnar kemur fram í fyrstu grein laga um heilbrigðis- þjónustu, „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigð- isþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita...“. Styrkur heil- brigðisþjónustunnar er á hveijum tíma í takt við getu helstu sjúkra- stofnana til að veita þjónustu og menntun sem stenst samanburð við heilbrigðisþjónustu nágranna- þjóða okkar. Góð menntun er besta trygging fyrir gæðum. Það vill gleymast að sjúkrahús er bara bygging jafnvel þótt það sé vel tækjavætt, það er starfsfólkið og sérþekking þess sem tryggir fjöl- breytni og gæði þjónustunnar. Við- hald sérþekkingar á sjúkrahúsum úti á landi er og verður alltaf tak- markað. Með bættum samgöngum er forgangsverkefni heilbrigðis- mála frekari uppbygging sjúkra- stofnana í Reykjavík og á Akur- eyri og veita þar fjölbreytta þjón- ustu öllum landsmönnum óháð búsetu. Forgangsröðun? Nýlega hafa birst niðurstöður þingnefnda í Noregi og Svíþjóð þar sem fjallað hefur verið um fjárhagsvanda heilbrigðisþjónustunn- ar og í því sambandi um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. At- hyglisvert er að niður- stöður beggja nefnd- anna eru nokkuð á annan veg en sú stefna sem virðist vera efst á baugi í heilbrigðismál- um á íslandi. Nefnd- irnar komast að þeirri niðurstöðu að mikil- vægasta hlutverk heil- brigðiskerfisins sé að geta annast bráðveika sjúklinga og sjúklinga með lang- vinna sjúkdóma og að fyrirbyggj- andi aðgerðir séu neðar á for- gangslista og á verkefnaskrá vel- ferðarkerfisins. Að sjálfsögðu er göfugt og æskilegt að fyrirbyggja sjúkdóma og slys.Fórnarlömb sjúk- dóma og slysa eiga engu að síður forgang fyrir ýmsum góðum við- fangsefnum forvarna. Frískir ein- staklingar sem vilja láta fylgjast með heilsu sinni eða fyrirtæki sem vilja láta fylgjast með heilsu starfs- manna sinna ættu í auknum mæli að bera kostnaðinn. I því sambandi má benda á kembileit (screening) sjúkdóma eins og við krabbameins- leit. Lokaorð Stefnuleysi og lítt trúverðugar aðgerðir stjórnvalda í heilbrigðis- málum um árabil er megin ástæða fyrir minnkandi vinnugleði starfs- fólks sjúkrahúsanna í Reykjavík. Hótanir um uppsagnir og skerð- ingu á kjörum hafa leitt til særinda og óvissu. Lokanir deilda og að- gerðir stjórnenda til að takmarka aðgang sjúklinga veldur því að álag á starfsfólk verður einfaldlega meira á starfandi deildum með sjúklinga liggjandi á göngum, verri þjónustu og meiri streitu starfs- fólks. Landlæknisembættið hefur bent á að álag á starfsfólki sjúkrahús- anna sé þegar of mikið, sem með- al annars hafi endurspeglast í auknum fjarvistum þess. Starfs- fólkið sér lífsstarfi sínu og um- hyggju fyrir sjúklingum og gæðum stofnananna ógnað. Þar sem styrk- ur heilbrigðisþjónustunnar á hverj- um tíma er í takt við menntun og burði starfsfólks sjúkrahúsanna til að veita sína þjónustu, þá er fyrir löngu kominn tími að átökum linni og að jafnvægi og ró komi yfir rekstur sjúkrahúsanna. Helgi Sigurðsson er varaformaður læknaráðs Landspítalans og Ás- mundur Brekkan er formaður iæknaráðs Landspítalans. SUZUKI BALENO ÁRGERÐ 1996 Vandaður og öflugur japanskur bíll á verði sem kemur þægilega á óvart. Komið og reynsluakið SUZUKI SUZUKI - Afl og öryggi —////-------------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100 Flísefni - regnkápuefni í miklu úrvali Haust og vetrarefnin byrjuð að koma VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Sími 568-7477 Opið mán.-föst. kl. 10- 18. og Iaugard. frá l/9, 10- I8 Við erum eins árs í dag Bjóðum 20% afslátt af öllum vörum út vikuna. Vefnabarvöruverslunin textilhne Faxafen 12, s. 588-1160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.