Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Karlsson VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Islands, í ræðustól við setningu fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Forseti íslands við setningu fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Margt hefur áunnist en verkefni enn næg Peking. Morgunblaðið. Undirbúningur landsfundar Alþýðubandalagsins Sérstaklega fjallað um vímuefnavandann EFTIR langvarandi undirbúning var fjórða kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna sett hér í Peking í dag. Meðal þeirra sem fluttu ræður við setninguna var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, en næst á undan henni talaði Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans. Var ræða Bhutto svo sterk, að hálfgerð upplausn varð í sainum fyrst á eftir. Fyrr í morgun var haldin í Höll alþýðunnar stutt athöfn í boði kín- versku sendinefndarinnar á ráðstefn- unni þar sem forseti Kína, Jiang Zemin, bauð opinberu sendinefndirn- ar velkomnar. Forseti íslands hafði orð fyrir erlendu gestunum, þjóðar- leiðtogum og ráðherrum vegna þess að hún hefur gegnt embætti lengst þessara leiðtoga. Forsetinn sagði í ræðu sinni við setningu ráðstefnunnar síðdegis að hver svo sem árangur hennar yrði væri þó hvatning í því að vita að margt af því sem unnið hefði verið að undanförnu hefði talist óhugsandi fyrir aðeins nokkrum árum. Hún minnti á áð ráðstefnan væri haldin á afmælisári Sameinuðu þjóðanna og ræddi um þær hugsjónir sem leg- ið hefðu á baki sáttmála þeirra á sínum tíma, m.a. að draga úr átökum milli þjóða með því að efla mannrétt- indi, réttlæti og félagslegar framfar- ir. Það hefði ekki verið Sameinuðu þjóðunum að kenna að þessar hug- sjónir féllu í skugga stórveldadeilna og kalda stríðsins sem hefði orðið til þess að forystuþjóðir heims hefðu UMMÆLI bandaríska biskupsins, Michaels Mikari, um Akureyringa í viðtali við hann í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vöktu verulega at- hygli á Akureyri og þótti þeim veg- farendum sem Morgunblaðsmenn hittu að máli í göngugötunni í Hafn- arstræti í gær þau ómakleg. Biskup- inn sagði m.a. að Akureyringar væru lokaðir, formlegir og dómharð- ir, þeir litu á aðflutta sem óvini sína, innrásarlið, væru með nefið ofan í hvers manns koppi og byggju til ótrúlegustu sögur um aðflutta. Við- brögðin sem hann hefði fundið á Ak- ureyri væru bernsk, bæru vott um heimóttarskap og fáfræði. „Það er ótrúlegt að maðurinn dæmi heilt bæjarfélag af slíkri hörku eftir stutta veru. Þessi dómur hlýtur að segja meira um þann sem hann fellir en bæjarfé- lagið,“ sögðu þeir Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans á Ak- ureyri, og Guðmundur Armann Sig- utjónsson myndlistarmaður um um- mæli Michaels Mikari biskups um Akureyringa. reynt að koma á varanlegum friði með því að öðlasUhernaðarlega yfir- burði hver yfir annarri. Sameinuðu þjóðirnar hefðu þannig aldrei fengið tækifæri til að láta hugsjónimar rætast, tilrauninni hefði ekki verið lokið. Konur víða utanveltu í þjóðfélaginu Forsetinn drap á þær framfarir sem orðið hefðu á síðustu árum í því að tengja saman kjör og réttindi kvenna og afkomu mannkyns. Nú væri þetta talið réttlætanlegt og nauðsynlegt. Svo hefði ekki ætíð verið og hún minnti á að Sókrates hefði á sínum tíma hikað við að við- urkenna jafnan rétt kvenna í heims- mynd sinni af ótta við aðhlátur sam- borgara sinna. Forsetinn sagði einnig þær breytingar hafa orðið á kjörum kvenna að nú sýndist okkur sú hugs- un fáranleg að konur nytu ekki jafn- réttis á við karla. Ekki mættum við þó drukkna í sjálfshóli, mörgu væri ábótavant, vaxandi fjöldi kvenna lifði við fátækt og af fullorðnu fólki ólæsu væru 2/3 hlutar konur. Stúlkum og konum væru ekki alltaf búin sömu lífsskil- yrði og karlmönnum og víða væru þær utanveltu í þjóðfélaginu. Það yrði hlutverk þessarar ráðstefnu að ráðast á þessi vandamál, ekki aðeins að viðurkenna að þau væru fyrir hendi, heldur líka að reyna að skýra orsakir þeirra og kanna hvernig bót yrði á ráðin. „Hann hlýtur að hafa verið afar óheppinn með það fólk sem hann kynntist hér í bænum. Fólk er alls staðar misjafnt, það er misjafn sauð- ur í mörgu fé, hvarvetna er til fólk sem er bernskt og heimóttarlegt eins og hann telur alla Akureyringa vera, en það er varla meira um það hér en annars staðar,“ Helgi sögðu þeir Guð- mundur og Helgi. Þeir hörmuðu að þetta skyldi vera afstaða biskupsins og sögðu það leitt að hann hefði verið óheppinn með það fólk sem hann hefði kynnst í bænum. Þeirra tilfinning væri að Akureyringar reyndu þvert á skoð- anir hans að taka vel á móti aðkomu- fólki og þætti það fehgur að fólk vildi flytja til bæjarins. Anna Björg Bjömsdóttir, starfsmaður á sýslumannsskrif- stofunni, sagði að sér fyndust um- mæli biskupsins íjarri öllum sanni, hann tæki of djúpt í árina og hún FJALLA á sérstaklega um vaxandi vímuefnaneyslu og aukið ofbeldi í samfélaginu á landsfundi Alþýðu- bandalagsins í október. Á landsfund- inum verður einnig íjallað sérstak- lega um starfsemi sveitarfélaganna, framtíð vinstri hreyfingar og atvinnu og lífskjör. Landsfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 12. til 15. október og þar verður einnig lýst kjöri nýs formanns flokksins. Það kjör verður á milli alþingismannanna Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar í almennri atkvæða- greiðslu flokksfélaga vikurnar fyrir fundinn. „En það er meira að gerast í Alþýðubandalaginu en formanns- kjör. Á þessum landsfundi verða einnig mikilvæg málefni til umfjöll- unar og við teljum mjög brýnt að þau falli ekki í skuggann, ekki síst þessi alvarlegu mál sem snúa að ástandinu í þjóðfélaginu," sagði Steingrímur J. Sigfússon á frétta- mannafundi í gær. skildi ekki af hverju harin segði þetta um Akureyri og Akureyringa. Sjálf þekkti hún allt aðra hlið á málinu, hún þekkti allmarga útlendinga sem hefðu flust til bæjarins og sest þar að og þeir hafi allt aðra sögu að segja. Biskupinn hefði m.a. gagnrýnt Akureyringa fyrir dómhörku, en af ummælum hans um bæjarbúa mætta ráða að hann væri engu betri. Þekki ekki þessar hliðar Akureyringa „Ég held hann eigi bágt, aum- ingja maðurinn," sagði Matthías Einarsson varðstjóri í lögreglunni á Akureyri. „Orð hans eru að mínu mati ómakleg." Matthías hefur búið á Akueyri frá árinu 1942, flutti þangað frá Greni- vík. „Mér var strax afar vel tekið í bænum og hef átt hér góða daga. Það er mikill misskilningur að Akur- eyringar séu lokaðir og vilji ekki sjá fólk annars staðar frá í bænum. Eg held að slík ummæli segi meira um það fólk sem þau lætur falla en Akureyringa. Það má vera að það Þar voru kynntar niðurstöður fundar miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins um helgina sem helgaður var undirbúningi fyrir landsfundinn. Miðstjórnin samþykkti að fjallað yrði sérstaklega um áðurnefnd fjögur málefni og að á næstu vikum verði unnið að málefnaundirbúningi lands- fundar þannig að hann geti skilað vönduðum niðurstöðum í þessum málaflokkum. Alvarlegt mál Miðstjórnin lagði áherslu á að umræður um vímuefnavandann verði mikilvægt viðfangsefni í starfi flokksins á næstunni. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði að það væri til marks um hve málið væri alvarlegt að talið væri nauðsynlegt af hálfu stjórnmálaflokks að taka það fyrir með jafn skýrum hætti og ætlunin væri til að reyna að flétta saman aðgerðir stjórnvalda, fjölda- samtaka, sveitarfélaga, sérfræðinga og annarra svo hægt væri að hamla gegn því að þjóðfélagið yrði fórnar- fólk sem heldur slíku á lofti hafi eitthvað það við sig sem Akureyring- um ekki fellur," sagði Matthías. Matthías hefur starfað í lögregl- unni á Akureyri í áratugi og sagðist hann í starfi sínu hafa kynnst mörgu fólki „Ég hef átt góð kynni við Akur- eyringa og þekki ekki á þeim þessar hliðar sem biskupinn nefnir.“ Á bágt Oddný Laxdal kaupmaður tók í sama streng og Matthías. „Mér flnnst maðurinn eiga bágt, svona fólki hlýtur að líða illa alls staðar," sagði hún. Oddný hefur átt heima á Akureyri í fjörutíu ár, flutti til bæjar- ins úr nágranna- sveitarfélagi og kvaðst hún aldrei hafa fundið svipað- ar tilfinningar hjá Akureyringum og Michael Mikari nefndi, að bæjarbú- ar væru lokaðir og litu á aðflutta sem óvini sína, innrás- arher. „Maðurinn hlýtur að hafa flutt hingað með þessu hugarfari," sagði hún. „Annars finnst mér hann varla fær um að dæma heilt bæjarfélag á þessum skamma tíma.“ lamb þessarar þróunar með líkum hætti og ýmis nágrannaþjóðfélög hefðu orðið. Margrét Frímannsdóttir sagði að Alþýðubandalagið hefði kynnt sér þessi mál á síðustu mánuðum og þætti eftir það full ástæða til að taka þau sérstaklega fyrir í starfi fiokksins ef það mætti verða til þess að vekja stjórnvöld til umhugsunar um hve vandinn væri gífurlegur. Margrét sagði að þetta mál tengd- ist í raun bæði málefnum atvinnu og lífskjara og starfsemi sveitarfé- laga, sem einnig ætti að ræða sér- staklega á landsfundinum. „Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum bera sveitarfélög miklar skyldur á herðum til að sinna þeim börnum og ungling- um sem leiðst hafa til vímuefna- neyslu. Þar höfum við lagt verulegar byrðar á sveitarfélögin án þess að þau hafi fengið tekjustofna til að sinna þessu. Þá viljum við skoða hvort bein tengsl eru á milii versn- andi lífskjara heimilanna og vaxandi vímuefnavanda, sem við teljum vera,“ sagði Margrét. Ný stað- setningar- tæki reynd Isafirði - Fimm flugmenn með ævintýraþrá höfðu viðdvöl á Isafirði á föstudag á leið sinni til Scoresbysunds á Grænlandi þar sem þeir dvöldu um helgina og fóru í styttri flugferðir um svæðið. Fimmenningarnir komu á tveimur einshreyfils Cessna 185 flugvélum frá Reykjavík en frá ísafirði héldu þeir áleiðis til Grænlands á laugardag. „Þeir komu á tveimur flugvél- um og ferðin er einungis gamall draumur hjá þeim félögum. Þeir flugu frá Isafirði yfir hafið, upp að strönd Grænlands, síðan norð- ur með henni og að Scoresby- sundi. Þar höfðu þeir bækistöð og hafa farið ferðir þaðan um helgina", sagði Jón Tynes, flug- maður og félagsmálastjóri á Isafirði, í samtali við blaðið á mánudag, en hann er bróðir eins leiðangursmannanna, Otto D. Tynes, flugstjóra. Þeir félagar lentu síðan á Reykjavíkurflug- velli í gærkveldi um klukkan 17:30 Að sögn Jóns gekk ferðin yfir hafið mjög vel enda var veður eins og best verður á kosið. Um 370 sjómílur eru á milli ísafjarð- ar og strandar Grænlands og tók flugið yfir hafið um þijár klst. „Tilgangur ferðarinnar var einnig sá að prófa nýjan staðsetn- ingarbúnað sem Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík hefur nýflutt inn til landsins. Gervihnettir nema tækið og því er hægt að segja til um ferðir þeirra með mikilli nákvæmni. Skekkjan er einungis um 300 metrar sem telst lítið, og ef eitthvað kemur upp á geta þeir togað í handfang á tækinu og þá kemur neyðarkall um leið,“ sagði Jón Tynes. Samkvæmt upplýsingum flugáhugamanns í gær, mun þetta vera fyrsta sinni, sem ein- hreyfils einkaflugvél flýgur út fyrir landhelgi íslands og til baka í 76 ára sögu flugs á Islandi. Fimm flugmenn í ævintýraferð til Grænlands Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FIMMENNINGARNIR við farkostina á Reykjavíkurflugvelli síð- degis í gær, er þeir komu úr Grænlandsfluginu. F.v. Hafliði Árnason, Otto Tynes, Steingrímur Friðriksson, Krislján Frantz Eiríksson og Guðmundur Hjaltason. Ummæli bandarísks biskups um lokaða, formlega o g dómharða Akureyringa Hefur verið óheppinn með fólk Guðmundur Matthías Oddný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.