Morgunblaðið - 12.09.1995, Side 4

Morgunblaðið - 12.09.1995, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í réttunum Blönduósi. Morgunblaðið. Réttað var í Auðkúlurétt í Austur- Húnavatnssýslu á laugardaginn. Töluverður fjöldi fjár og mikill fjöldi fólks var í réttum í einmuna veðurblíðu. Féð, sem réttað er í Auðkúlurétt, gengur á Auðkúlu- heiði og er að mestu í eigu bænda í Svínavatns- og Torfalækjar- hreppum. Gangnamenn fengu mjög gott veður í göngunum og allt gekk áfallalaust fyrir sig. Með gangnamönnum voru sjónvarps- menn frá Wales og nokkur hópur erlendra ferðamanna og létu þeir vel af sér í göngunum. Göngum og réttum var frestað bæði á Eyvindarstaðaheiði og Gríms- tunguheiði um eina viku þannig að Stafns- og Undirfellsréttir verða um næstu helgi. Fijáls verslun Björk orðin rík AÐ MATI tímaritsins Frjálsrar verslunar hefur Björk Guðmundsdóttir söngkona hagnast um yfir einn milljarð króna á sölu hljómplatna sinna, Debut og Post. Tímaritið telur að haldist frægðarsól hennar áfram að skína, eins og allt bendi til að hún geri, skiþi hún sér brátt á fremsta bekk á meða! ríkra íslendinga. Að mati .Frjálsrar versl- unnar er veltan í kringum plöturnar tvær um 4,8 milljarðar íslenskra króna. Blaðið segir að Björk sjálf fái 15% af veltu { sinn hlut eða um 720 milljónir. Til viðbótar fái hún um 288 milljónir í höfundarlaun. Þá hafi hún tekjur af spilun tónlistar sinnar í útvarpi og sjón- varpi, hún hafi selt öðrum tónlistarmönnum lög eftir sig, lög eftir hana hafi verið notuð í kvikmyndir, hljómleikaferðir hafi skilað henni tekjum og hún hafí haft tekjur af sölu á ýmiss konar öðrum varningi. Hagnaður Bjarkar sé því ekki undir einum milljarði króna. Frá þeirri upphæð dragist síð- an dágóð útgjöld til ýmissa þjónustu- Björk Guðmundsdóttir Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Karlanefnd Jafnréttisráðs Átak gegn ofbeldi karla KARLANEFND Jafnréttisráðs gengst fyrir átaki undir kjörorðinu Karlar gegn ofbeldi dagana 13. til 20. september næstkomandi. Meðal annars hefur nefndin boðið Göran Wimmerström frá Svíþjóð til lands- ins, en harin hefur náð góðum ár- angri í að fá karla til að hætta að beita ofbeldi. Að sögn Ingólfs Gíslasonar hjá Jafnréttisráði hefst átakið með form- legri opnun í Ráðhúsinu miðvikudag- inn 13. september kl. 17. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun ávarpa samkomuna og sýndur verður afrakstur samkeppni íslenskra teikn- ara um gerð veggspjalda með kjör- orði átaksins. Ingólfur sagði að karlanefnd Jafnréttisráðs hafi haft forgöngu um að taka saman kennslubækling, sem kynntur verður í Ráðhúsinu. Bæklingurinn heitir Ofbeldi og hefur félags- og sálfræði- kennurum í framhaldsskólum verið boðið að fá hann til að nýta í kennslu. Fræðsla um föðurhlutverk í Ráðhúsinu mun Göran Wim- merström ávarpa gesti en hann mun dvelja hér þá daga sem átakið stend- ur og koma á fundi þar sem ljallað verður um ofbeldi auk þess sem hann veitir fræðslu um föðurhlutverkið. Hann mun halda fundi með Jafnrétt- isnefnd Reykjavíkur, formönnum nefnda og forstöðumönnum stofnana borgarinnar, og ræða um feður sem starfsmenn. Hann mun einnig halda fund með starfsmönnum mennta- málaráðuneytisins um hvemig skóla- kerfið geti sinnt fræðslu um hlutverk feðra og stuðlað að fyrirbyggjandi starfí gegn ofbeldi. Auk þess mun hann koma við á Borgarspítalanum og ræða við starfsfólk slysadeildar og neyðarmóttöku um ofbeldiskarla. Þá ræðir Göran við starfsfólk Trygg- ingastofnunar um feður og fæðingar- orlof og loks mun hann halda lokað- an fund með starfsmönnum Stíga- móta, Kvennaathvarfsins, neyðarm- óttöku, lögreglu og félagsmálastjór- um. Vaktþjónusta barnalækna Agreiningnum vísað til Lækna- félagsins og TR V AKTÞJ ÓNU STA. barnalækna, sem fyrirhugað er að hefji starfsemi sína í byijun október, er { samráði við Tryggingastofnun ríkisins og sam- kvæmt samningunum milli sérfræð- inga og ríkisins, að sögn Ólafs Gísla Jónssonar en hann er einn þeirra sjö til átta barnalækna sem ætla að skiptast á að manna vaktirnar. Bætum þjónustuna „Við teljum okkur vera að bjóða fólki upp á bætta þjónustu," segir Ólafur Gísli. Að hans sögn tekur ríkið engan þátt í stofnkostnaði eða öðrum kosnaði við starfsemina fyrir utan venjubundna þátttöku þess í lækniskostnaði sjúklinga og taxti þjónustunnar verður sá sami og á daginn. Hann segir að þarna verði eingöngu stundaðar barnalækning- ar og ekki farið inn á starfssvið heimiiislækna á nokkra lund. Ein- göngu sé verið að lengja þann tíma sem fólk eigi kost á þjónustu barna- lækna. Kristján Guðmundsson, sem sæti á í stjórn Sérfræðingafélagsins, seg- ir að barnalæknamir hafí haft sam- band við Tryggingastofnun strax í vor og engar athugasemdir verið gerðar við fyrirætlanir þeirra þar á bæ. Þar á ofan sé í rauninni verið að færa til þessa þjónustu þar sem henni hafi áður verið sinnt á barna- deild Landakotsspítala. Nú sé búið að flytja bamadeildina yfir á Borgar- spítalann og þar sé ekki gert ráð fyrir henni. Sigurbjöm Sveinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að ágreiningi heimilislækna og barnalæknanna hafi verið vísað til Læknafélags íslands og Trygginga- stofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá Þóri Haraldssyni, aðstoðarmanni Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra, hefur erindi stjórnar Lækna- vaktarinnar sf., þar sem vaktþjón- ustu barnalæknanna er harðlega mótmælt, ekki borist ráðherra enn sem komið er. Saga Jesú prentuð í Rússlandi í GAMALLI prentsmiðju í Minsk í Rússlandi þar sem áður voru prentuð áróðursrit rússneska kommúnistafiokksins ásamt and- kristilegum áróðri voru í sumar prentuð 79 þúsund eintök af Bók lífsins, sögu Jesú Krists, á ís- lensku. Bandaríkjamenn eiga prentsmiðjuna í dag. Þessa bók fá íslensk skólaböm gefins og verður henni dreift í skólana á næstu vikum. Um sjötíu bandarískir sjálfboðaliðar koma til íslands gagngerttil að dreifa bókinni ásamt fjölmörgum ís- ienskum aðilum en öll kristileg félög á landinu standa að dreif- ingu bókarinnar. Mike Fitzgerald, kristniboði hjá Fíladelfíusöfnuðin- um og framkvæmdastjóri Lindar- innar, sagði að bókin hefði verið gefin út í 500 milljón eintökum í 32 löndum og að Island væri fyrsta landið þar sem lokið verður við að dreifa henni til allra skóla- barna. Fyrstu bækurnar verða afhentar i Vestmannaeyjum á mið- vikudag. I Reylg'avík hefst dreif- ing um 27. september. Bandariska fyrirtækið, Life Publishers í De- erfield í Flórída, greiðir allan kostnað við þýðingu, vinnslu, prentun og flutning bókarinnar til landsins. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 300 milljón dollarar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.